Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2013 Desember

27.12.2013 21:44

Jólamót Leiknis

Enn eitt Jólamót Leiknis fór fram í Höll Ölvers í kvöld, 27. desember.  

Eftirtalin fyrirtæki styrktu mótið og áttu lið; KPMG, KFFB, LVF, Þorskeldi, BYKO, Launafl, Tré og Steypa, Loft og raftæki, FerroZink, Narfi / Einhamar, Metal, Hárstofa Sigríðar, Áhaldaleiga Austurlands og Tankahreinsun Hallgríms.  Að auki átti Jón Kárason lið í mótinu; Nýborgara.

Knattspyrnudeild Leiknis kann þessum aðilum hinar bestu þakkir.  Öllum sem mættu þökkum við komuna og þeirra framlag; áhorfendum, keppendum, dómurum og öðrum starfsmönnum.

Minni á æfingaleik við Einherja í Höllinni á sunnudag kl 14:15.

Myndir frá mótinu í albúmi.

 2. sæti stúlkna; lið Tré og Steypu.

1. sæti í stúlknariðlinum; lið Áhaldaleigu Austurlands.

2. sæti í karlaflokki; lið Loðnuvinnslunnar

1. sæti hjá körlum; lið Hárstofu Sigríðar

 

 

 

23.12.2013 09:33

Jólamótið!

Mótið mun hefjast kl 16:01 - stelpurnar byrja!

Það verður hellingur af liðum og mikið stuð.

Sjáumst!

12.12.2013 14:39

Jólamótið!

Hin árlega firmakeppni knattspyrnudeildar Leiknis - Jólamótið - verður haldið föstudaginn 27. desember í höll Ölvers.

Mótið hefst stundvíslega 17:01 og verður vonandi búið fyrir miðnætti.

Sömu reglur og áður.  Hámark þrír meistaraflokksmenn í hverju liði.  

Víðir Sig sker úr.

Þátttökugjald 20.000 kr.  Skráningarfrestur rennur út um hádegi leikdaginn.  

Tekið á móti skráningum í síma 894 71 99 eða á magnus@lvf.is.

Aðgangseyrir kr 0, en áhorfendur kaupa sér vöfflur, kaffi og aðrar góðgerðir á nokkuð uppsprengdu verði!!!

 

Við auglýsum sérstaklega eftir kvennaliðum í ár, en í fyrra voru 4 slík!

 

 

04.12.2013 11:07

Futsal

Austurlandsriðill í Íslandsmótinu í 3ja flokki í innanhússknattspyrnu - futsal - verður leikinn í Ölvershöll á sunnudaginn kemur, 8. desember.

Þar leika tvö lið frá F/L og eitt frá Hetti.  Flautað verður til leiks kl 13:00 og munu herleigheitin taka um tvær stundir.

Tómt stuð og stemmning og góður undirbúningur fyrir jólamót Leiknis sem allir eru farnir að tala um og spá í !

Takið föstudagskvöldið 27. desember frá.

03.12.2013 08:12

Samningar !

 

Þessir myndarlegu piltar skrifuðu undir samninga við Leikni á sunnudaginn.

Fyrir þá sem ekki þekkja hvirfilinn á drengjunum þá eru þetta Unnar Ari að skrifa undir sinn fyrsta samning og þeir Fannar Bjarki og Hilmar Freyr að framlengja sína.

Til hamingju strákar og til hamingju Hans Óli, þú ert okkar efnilegasti myndasmiður!

 
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40