Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2014 Febrúar

08.02.2014 20:29

Þriða sætið í Kjarnafæðismótinu!

Leiknir sigraði KA II örugglega í leik um þriðja sætið í Kjarnafæðismótinu í dag.

Byrjunarliðið:

Björgvin í hliðinu,

Sólmundur, Hector, Marinó og Gummi í vörn,

Fannar og Arek djúpir á miðju og Sissi framan við þá, 

Kristófer og Hilmar á köntunum og Símon fremstur.

Inn á komu í síðari hálfleik; Ingimar humar, Valdimar Ingi Jónsson (sonur Jóns Inga Ingimarssonar), Pedro, Alexander, Bjarni Freyr og Dagur Már.

Liðið átti allt góðan dag. Björgvin Snær sýndi fína takta í markinu og átti eina sjónvarpsvörslu. Hector var öruggur í miðverðinum sem og restin af vörninni..  Vængirnir ógnandi og miðjan dugleg.  

Fyrsta markið skoraði  Kristófer eftir sendingu frá Hilmari. Hilmar skoraði síðan með góðu skoti.  Þriðja markið kom eftir að Alexander pressaði markvörð KA með þeim árangri að boltinn hrökk til Sissa sem renndi honum í netið.

Maður leiksins; Guðmundur Arnar, sívinnandi og skilaði boltanum vel frá sér.

Á morgun er æfingarleikur við KA II-III og fá þá þeir sem minna spiluðu í dag að sprikla meira.

 

Gummi var valinn maður leiksins af leynilegum útsendara síðunnar.

 
 

05.02.2014 10:02

Sigur á Hetti

Leiknir og Höttur leiddu saman hesta sína í æfingaleik í Höllinni í gærkvöldi.  Leikurinn var lítið fyrir augað en Leiknir sterkari aðillinn allan tímann.

Eina mark leiksins skoraði Alexander Bjarki með skalla eftir sendingu frá Ármanni Agli Hjörleifssyni sem var að leika sinn fyrsta leik með Leikni.

Í gær léku þeir Hector Pena og Pedro Monzon einnig í fyrsta sinn í Leiknisbúningnum.  

Leiknisliðið í gær:

Björgvin Snær í marki,

Sólmundur, Hector, Arek, Marinó í öftustu línu,

Fannar og Pedro djúpir á miðju og Sissi framan við þá,

Hilmar og Gummi á köntunum og Baldur á topp.

Inn á komu Alexander, Ármann og Húni.

Framundan um helgina er ferð á Akureyri að spila um 3ja sætið í Kjarnafæðismótinu.  Andstæðingurinn er B-lið KA, sem lagði bæði Dalvík/Reyni og Völsung í sínum riðli og endaði því í öðru sæti eins og okkar menn.

 

Sissi var sprækur í gær en fékk spark og þurfti að fara af velli.

 

 

02.02.2014 19:30

Sólarkaffið

Hið árlega Sólarkaffi Leiknis var haldið í dag sunnudaginn 2. febrúar, örlítið á eftir áætlun.

Mikið var um dýrðir, margar viðurkenningar veittar og margri sólarpönnukökunni sporðrennt.

Knattspyrnudeildin veitt iðkendum í 6ta og 7unda flokki síðasta árs viðurkenningar fyrir tilvist þeirra.

Þá verðlaunuðum við einn iðkenda úr hverjum flokki fyrir sig, þe frá 5ta flokki og upp í 2.

Eftirfarandi er lagt til grundvallar:

- Ástundun og mætingar,

- hugarfar og liðsandi (er viðkomandi góður og jákvæður liðsmaður),

- framfarir og framlag leikmanns til liðsins.

Eftirtaldir hlutu viðurkenningu:

   5. flokkur kvenna - Elísabet Eir Hjálmarsdóttir

   5. flokkur karla – Sæþór Ívan Viðarsson

   4. flokkur kvenna – Rebekka Ýr Unnarsdóttir

   4. flokkur karla - Dagur Ingi Valsson

   3. flokkur kvenna – Brynja Rún Steinþórsdóttir

   3. flokkur karla – Dagur Már Óskarsson

   2. flokkur karla – Guðmundur Arnar Hjálmarsson

 

Þá útnefndum við knattspyrnumann ársins 2013, þann sem var bestur í fyrra.  Arek Jan Grzelak var kjörinn.  Hann náði því ma einn að leika alla leiki Leikis í deild og bikar sl sumar og stóð sig afburða vel. Frábær liðsmaður.

Kristófer Páll Viðarsson fékk Valþórsbikarinn sem efnilegasti leikmaðurinn til varðveislu annað árið í röð.  Kristófer vann það afrek að leika 3 landsleiki með U17 á árinu og undirritaður ekki svo fróður að geta sagt hvort og þá hvenær Leiknismaður hefur leikið með landsliði.

 

Íþróttamaður Leiknis var útnefndur Daði Þór Jóhannsson, en hann stóð sig frábærlega á frjálsíþróttavöllum landsins á síðasta ári.

 

Kristófer Páll og Arek Jan

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40