Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2014 Mars

30.03.2014 18:22

Sigurður þrefaldur heimsmeistari.

Sigurður Haraldsson úr Leikni á Fáskrúðsfirði stóð sig frábærlega á heimsmeistaramóti öldunga í frjálsum íþróttum sem lauk í Búdapest í Ungverjalandi í dag.

Sigurður, sem keppti í flokki 85-89 ára og hefur verið afar sigursæll á heims- og Evrópumótum öldunga um árabil, gerði sér lítið fyrir og vann heimsmeistaratitilinn í þremur greinum, kringlukasti, sleggjukasti og lóðkasti, og vann til silfurverðlauna í kúluvarpi og spjótkasti.

Sigurður bætti Íslandsmetið í öllum greinunum nema í kúluvarpi.

Árangur Sigurðar varð eftirfarandi:

Kringlukast - 23,89 metrar - gull
Kúluvarp - 9,43 metrar - silfur
Sleggjukast, 29,11 metrar - gull
Spjótkast - 23,35 metrar - silfur
Lóðkast - 12,59 metrar - gull

 

 

 

Sigurður Haraldsson

Frétt tekin af www.mbl.is

21.03.2014 21:49

Baráttusigur

Leiknir sigraði KFF 3-1 í Lengjubikarnum í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld.

Byrjunarlið Leiknis:

Óðinn,

Gummi, Hector, Marinó og Sóli,

Björgvin og Arek djúpir á miðju og Sissi framan við þá.  

Hilmar og Kristófer á vængjunum og Juanmi á toppnum.

Leikurinn fór rólega af stað og ekki mikið um færi í fyrri hálfleik, þó áttum við ágætis tilraun við sjálfsmark en tréverkið bjargaði okkur.  Eins slapp sóknarmaður KFF í gegn og renndi boltanum framhjá Óðni en sem betur fer markinu líka.

Á hinum endanum fengum við tvö upplögð færi, fyrst slapp Kristófer í gegn en hann var of æstur og skaut of snemma og of langt framhjá. Skömmu síðar sendi markvörðu KFF boltann á Pedro og þeir Sissi voru einir á auðum sjó.  Skot Pedros var hinsvegar afleitt.

Hilmar þurfti að fara útaf um miðjan fyrri hálfleikinn, eftir að hafa teygt á sér þjóhnappinn. Pedro tók hans stöðu.

Rétt fyrir hlé meiddist Sissi einnig, tognaði í aftanverðu læri og kom Baldur Smári inn fyrir hann.

Staðan í hálfleik 0-0.

Fljótlega í síðari hálfleik slapp hinn eldfljóti Baldur í gegn og skoraði fyrsta markið.

Þannig var staðan þangað til á 85 mínútu þegar við fengum aukaspyrnu rétt við hornfánann og spyrna Björgvins lak í gegn um allan teiginn á Marinó sem var mættur á fjær, 2-0.

Í uppbótartíma fengum við aukaspyrnu rétt utan við teig og Arek skellti boltanum í sammann, glæsilegt mark.

KFF tókst að minnka muninn í 3-1 með síðustu spyrnu leiksins og var Hákon Sófusson þar á ferðinni.

Leikurinn var jafn og hefði sigurinn getað dottið hvorum megin sem var, en etv var viljinn aðeins meiri Leiknismegin í kvöld.

Leiknisliðið stóð sig vel, Óðinn átti nokkrar ágætar vörslur, Hector var öryggið uppmálað með Marinó sér við hlið og Arek og Björgvin kóngar á miðjunni.

Hector var flottur.

 

 

 

19.03.2014 10:29

Aðalfundurinn - uppfært !

Aðalfundur knattspyrnudeildarinnar var haldinn sunnudaginn 16. marz í slökkvistöðinni hér á Búðum.

Þar bar helst til tíðinda að tvær öflugar konur gengu úr stjórn en aðrar álíka hraustar komu í staðinn.  Stjórnin þakkar þeim Guðfinnu Stefánsdóttur og Oddrúnu Pálsdóttur samstarfið á liðnum misserum og vonast til að eiga þær áfram að þegar mikið liggur við.

Um leið bjóðum við þær Huldu Guðmundsdóttur og Dagnýju Örnólfsdóttur velkomnar í stjórnina.

Þá gekk Viðar Jónsson að mestu úr stjórninni.  Nýr maður í hans stað er frændi hans og nágranni Valur Sveinsson.

Stjórnina skipa þá núna; Magnús formaður, Hans Óli gjaldkeri, Guðbjörg Rós ritari, Óskar varaformaður, Hulda, Dagný og Valur meðstjórnendur.

Fjárhagsleg afkoma deildarinnar var með besta móti og starfið öflugt.  14 bókaðir stjórnarfundir voru á árinu 2013.

 

Aðalfundur Leiknis verður haldinn í skólamiðstöðinni í kvöld, miðvikudagskvöld kl 20.

Aðalfundur yngri flokkanna - Fjarðabyggðar/Leiknis - verður haldinn annað kvöld, fimmtudagskvöld kl 19:30 í Grunnskólanum á Eskifirði.

 

Tilvonandi stjórnarmenn knattspyrnudeildar?

 

14.03.2014 22:02

Sigur á Einherja

Leiknir sigraði Einherja 1 - 0 í fyrsta leik liðanna í B-deild Lengjubikarsins í kvöld.

Eina mark leiksins skoraði Marinó eftir um 20 mínútna leik í síðari hálfleik.  Eftir hornspyrnu frá hægri fylgdi hann vel eftir á fjær og kom boltanum í netið.

Miðað við gang leiksins hefðu okkar menn mátt vera 2-3 mörkum yfir í hálfleik, en mörg ágæt færi fóru þá forgörðum.

Skömmu fyrir leikslok var mark dæmt af Leikni, eftir að Hilmar skoraði flott mark eftir vel útfærða aukaspyrnu frá Hectori.  Erfitt að trúa því að um rangstöðu hafi verið að ræða.

Í uppbótartíma var einn leikmanna Einherja sendur í bað með rautt spjald.  

Byrjunarlið Leiknis:

Óðinn,

Gummi, Hector, Marinó og Sóli,

Björgvin, Arek og Sissi,

Juanmi og Hilmar á vængjunum og Pedro á topp.

Bekkur: Ármann Egill, Guðmundur Arnþór, Unnar og Björn Páls og komu þeir allir inn á.

 

Það var loðnuvertíðarbragur á okkar mönnum, en sigur er sigur.  Af öðrum ólöstuðum var Hector besti maður vallarins.  Gamli maðurinn í markinu stóð fyrir sínu og bjargaði tvisvar vel.

Myndir í albúmi.

Marinó var öruggur í miðverðinum með Hectori og skoraði sigurmarkið.

 

 

 

Marinó algjörlega með þetta.

 

 

14.03.2014 09:58

Leiknir - Einherji

Fyrsti leikur Leiknis í Lengjubikarnum í ár verður gegn Einherja í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld, föstudaginn 14. marz kl 19:00.

Mætum og hvetjum strákana til sigurs!

Sissi verður í eldlínunni í kvöld.

 

12.03.2014 14:21

Aðalfundir

Aðalfund Leiknis fer fram miðvikudaginn 19. mars kl. 20 í Skólamiðstöðinni.

 

Aðalfundur knattspyrnudeildar Leiknis fer fram sunnudaginn 16. mars kl. 20 í Slökkvistöðinni.

12.03.2014 14:17

Leikmannakynning - Fannar Bjarki

Við höldum áfram að kynnast þeim leikmönnum sem að spila með Leikni Fáskrúðsfirði eina hjálpartækið sem er leyfilegt er Spænsk/Íslensk/Íslensk/Spænsk orðabók.
Núna er það Fannar Bjarki Pétursson, næstur er Arek Jan Grzelak
Hver var uppáhaldsfótboltamaðurinn þinn í æsku? Vilberg Marinó Jónasson
Hver er með flottustu magavöðvana í liðinu? Klárlega Unnar
Hvort myndiru vilja að Leiknir væri í Pepsi-deildinni eða að þú værir að spila uppá topp hjá Real Madrid með Bale og Ronaldo sitthvorumegin við þig? Leiknir í Pepsi gef ekki kost á mér í Real Madrid.
Áttu börn? Nei
Hjúskaparstaðan þín er? Á yndislega kærustu að nafni Telma Sif
Uppáhalds lið á Íslandi f. utan Leikni að sjálfsögðu? Súlan ef að hún væri enn á floti.
Uppáhalds sjónvarpsþættir? Fornbókabúðin 100%
Uppáhalds bíómynd? Stella í Orlofi hiklaust
Hefuru einhverntímann lesið þér bók til gamans? Ef svo er hver er uppáhalds? Já, Grafarþögn eftir Arnald Indriðason
Uppáhaldsdrykkur? Hiklaust Nesquik
Uppáhaldsmatur? Lasagna
David Beckham eða Victoria Beckham? Viktoria Beckham allan daginn
Uppáhaldstónlistarmaður? Er klárlega góðvinur minn til margra ára 50 cent.
Áttu gæludýr? Nei. En uppáhaldsdýrið mitt er rolla.
Eitthvað sem að enginn veit um þig? Ég var mjög hræddur við útlendinga á mínum yngri árum. Tók stóran sveig ef að ég sá útlending.
Takk fyrir.

 — með Arek Jan Grzelak og Fannar Bjarki Pétursson.

12.03.2014 14:14

Leikmannakynning - Hilmar Freyr

Þá hefjumst við handa við það að kynnast þeim leikmönnum sem að spila fyrir Leikni Fáskrúðsfirði.
Fyrstur er hinn fjallmyndarlegi Hilmar Freyr Bjartþórsson hann svarar hér eftirfarandi spurningum af bestu getu. Næstur er síðan Fannar Bjarki Pétursson.
Eina hjálpartækið sem er leyfilegt er Spænsk/Íslensk/Íslensk/Spænsk orðabók.
Hver var uppáhaldsfótboltamaðurinn þinn í æsku? David Bekcham
Hver er með flottustu magavöðvana í liðinu? Búi (þjálfari)
Hvort myndiru vilja að Leiknir væri í Pepsi-deildinni eða að þú værir að spila uppá topp hjá Real Madrid með Bale og Ronaldo sitthvorumegin við þig? Leiknir í Pepsi.
Áttu börn? Romeo (köttur) er barnið mitt.
Hjúskaparstaðan þín er? Ólin (Hann er semsagt í Ólinni að eigin sögn)
Uppáhalds lið á Íslandi f. utan Leikni að sjálfsögðu? Breiðablik
Uppáhalds sjónvarpsþættir? Fornbókabúðin
Uppáhalds bíómynd? The Wolf Of Wall Street
Hefuru einhverntímann lesið þér bók til gamans? Ef svo er hver er uppáhalds? Já og The Dorian Gray
Uppáhaldsdrykkur? Mojito
Uppáhaldsmatur?BBQ Rif
David Beckham eða Victoria Beckham? David Beckham 
Uppáhaldstónlistarmaður? Ásgeir Trausti og Ed Sheeran erfitt að gera upp á milli þeirra.
Áttu gæludýr? Ef fleiri en eitt, hvert er uppáhaldsdýrið? Hund, kött og Birtu. Romeo (köttur) er samt uppáhalds.
Eitthvað sem að enginn veit um þig? Ég er 190cm á hæð en ég er bara alltaf í svo djúpum sokkum.
Takk fyrir.
 — með Hilmar Bjartþórsson.
Photo: Þá hefjumst við handa við það að kynnast þeim leikmönnum sem að spila fyrir Leikni Fáskrúðsfirði.
Fyrstur er hinn fjallmyndarlegi Hilmar Freyr Bjartþórsson hann svarar hér eftirfarandi spurningum af bestu getu. Næstur er síðan Fannar Bjarki Pétursson.
Eina hjálpartækið sem er leyfilegt er Spænsk/Íslensk/Íslensk/Spænsk orðabók.
Hver var uppáhaldsfótboltamaðurinn þinn í æsku? David Bekcham
Hver er með flottustu magavöðvana í liðinu? Búi (þjálfari)
Hvort myndiru vilja að Leiknir væri í Pepsi-deildinni eða að þú værir að spila uppá topp hjá Real Madrid með Bale og Ronaldo sitthvorumegin við þig? Leiknir í Pepsi.
Áttu börn? Romeo (köttur) er barnið mitt.
Hjúskaparstaðan þín er? Ólin (Hann er semsagt í Ólinni að eigin sögn)
Uppáhalds lið á Íslandi f. utan Leikni að sjálfsögðu? Breiðablik
Uppáhalds sjónvarpsþættir? Fornbókabúðin
Uppáhalds bíómynd? The Wolf Of Wall Street
Hefuru einhverntímann lesið þér bók til gamans? Ef svo er hver er uppáhalds? Já og The Dorian Gray
Uppáhaldsdrykkur? Mojito
Uppáhaldsmatur?BBQ Rif
David Beckham eða Victoria Beckham? David Beckham 
Uppáhaldstónlistarmaður? Ásgeir Trausti og Ed Sheeran erfitt að gera upp á milli þeirra.
Áttu gæludýr? Ef fleiri en eitt, hvert er uppáhaldsdýrið? Hund, kött og Birtu. Romeo (köttur) er samt uppáhalds.
Eitthvað sem að enginn veit um þig? Ég er 190cm á hæð en ég er bara alltaf í svo djúpum sokkum.
Takk fyrir.

10.03.2014 14:08

Aðalfundur

 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40