Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2014 Apríl

27.04.2014 22:01

Leiknir og Fjarðabyggð

Nokkrar myndir komnar í albúm.

 

25.04.2014 08:40

Úrslitaleikur

KFF og Leiknir mætast í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins á morgun, sunnudag, í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 16:00.  

Fjölmennum á völlinn og styðjum drengina til sigurs. 

 

Áfram Leiknir!!

20.04.2014 12:51

Sigur á Hetti

Síðasti leikur 3ja riðils B-deildar Lengjubikarsins fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni. Leiknir sigraði þar Hött af öryggi 4-1 og enduðu því með fullt hús stiga.

Mörk okkar manna gerðu þeir Kristófer Páll tvö, Sólmundur Aron og Baldur Smári.

Byrjunarliðið: 

Vilberg í markinu,

Sólmundur, Marinó, Hector og Gummi,

Arek og Dagur djúpir á miðju og Kristó í holunni,

Björgvin og Juanmi á vængjunum og Baldur frammi.

Bekkur: Unnar, Guðmundur Arnþór, Ármann og Sissi og komu þeir allir við sögu.

Gamla markamaskínan Villi hljóp í skarðið og stóð í markinu í fjarveru Óðins og Elís og stóð sig ágætlega.

Hector var eins og kóngur í vörninni og aðir áttu fínan dag, ekki síst kjúklingarnir Dagur og Kristó.

Næst er það undanúrslitaeikur gegn Völsungi á Húsavíkurvelli á sumardaginn fyrsta. 

 

Kristófer sett tvö lagleg mörk. Það fyrra eftir góðan undirbúning Juanmi og það síðara eftir flotta sendingu Areks.

 

17.04.2014 08:16

Sigur í Nesjum

Leiknir sigraði Sindra í kvöld á Mánavelli í Nesjum. 

Mörk okkar manna gerðu Baldur Smári og Dagur Már, sitt í hvorum hálfleiknum eftir að Sindra hafði tekist að jafna.

Byrjunarliðið:

Elís Ármannsson í hliðinu,

Ingimar, Marinó, Hector og Sólmundur í vörn,

Björgvin og Arek djúpir á miðju og Pedro framan við þá,

Gummi og Juanmi á vængjunum og Baldur á topp.

Bekkurinn; Unnar, Hilmar, Dagur, Guðmundur Arnþór og Ármann og komu þeir allir inn á.

Okkar menn lágu aftarlega og beittu skyndisóknum sem reyndust Sindra erfiðar.  Elís stóð sig vel í sínum fyrsta alvöru meistaraflokksleik og Gummi var sprækur á hægri kantinum. 

Sigurinn þýðir að ekkert getur ógnað Leikni í efsta sæti 3ja riðils B-deildar þó einn leikur sé eftir enn.  

Í síðasta leiknum tökum við á móti Hetti í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn kl 12:00.

Síðan eru það undanúrslit B-deildar á Sumardaginn fyrsta, væntanlega og vonandi í Boganum.  Andstæðingurinn þar verður ÍR eða Grótta.

 

Baldur skoraði með góðu skoti.

 

14.04.2014 16:11

Leikmannakynning - Guðmundur Arnar

Núna er það Guðmundur Arnar Hjálmarsson, næstur er síðan Baldur Smári stay tuned.
Hver var uppáhaldsfótbolamaðurinn þinn í æsku? Án efa David Beckham
Hver er með flottustu magavöðvana í liðinu? Þetta er hörð keppni en ég held að það sé Baldur
Hvort myndiru vilja að Leiknir væri í Pepsi-deildinni eða að þú værir að spila uppá topp hjá Real Madrid með Bale og Ronaldo sitthvorumegin við þig? Þarf að spyrja að þessu? Auðvitað vildi ég frekar fara með Leikni upp í Pepsi
Áttu börn? Nei ég er nú bara barn sjálfur
Hjúskaparstaðan þín er? Ég er á pikkföstu 
Uppáhalds lið á Íslandi f. utan Leikni að sjálfsögðu? Súlan
Uppáhalds sjónvarpsþættir? Prison Break og Mentalist
Uppáhalds bíómynd? Bjarnfreðarson
Hefuru einhverntímann lesið þér bók til gamans? Já ég las nú einhvern tímann bókina um David Beckham
Uppáhaldsdrykkur? Ég neyðist til að segja Pepsi
Uppáhaldsmatur? Síginn fiskur með kartöflu og sítrónupipar
David Beckham eða Victoria Beckham? Klárlega David
Uppáhaldstónlistarmaður? Ég á mér því miður engan uppáhalds
Áttu gæludýr? Nei en ég átti nú einu sinni páfagauk sem hét Mollý
Skemmtileg staðreynd sem að fáir vita um þig? Ég mæti alltaf tímanlega en það tekur því miður enginn eftir því.
Takk fyrir.
 — með Baldur Smári og Guðmundur Arnar Hjálmarsson.
Mynd: Núna er það Guðmundur Arnar Hjálmarsson, næstur er síðan Baldur Smári stay tuned.
Hver var uppáhaldsfótbolamaðurinn þinn í æsku? Án efa David Beckham
Hver er með flottustu magavöðvana í liðinu? Þetta er hörð keppni en ég held að það sé Baldur
Hvort myndiru vilja að Leiknir væri í Pepsi-deildinni eða að þú værir að spila uppá topp hjá Real Madrid með Bale og Ronaldo sitthvorumegin við þig? Þarf að spyrja að þessu? Auðvitað vildi ég frekar fara með Leikni upp í Pepsi
Áttu börn? Nei ég er nú bara barn sjálfur
Hjúskaparstaðan þín er? Ég er á pikkföstu 
Uppáhalds lið á Íslandi f. utan Leikni að sjálfsögðu? Súlan
Uppáhalds sjónvarpsþættir? Prison Break og Mentalist
Uppáhalds bíómynd? Bjarnfreðarson
Hefuru einhverntímann lesið þér bók til gamans? Já ég las nú einhvern tímann bókina um David Beckham
Uppáhaldsdrykkur? Ég neyðist til að segja Pepsi
Uppáhaldsmatur? Síginn fiskur með kartöflu og sítrónupipar
David Beckham eða Victoria Beckham? Klárlega David
Uppáhaldstónlistarmaður? Ég á mér því miður engan uppáhalds
Áttu gæludýr? Nei en ég átti nú einu sinni páfagauk sem hét Mollý
Skemmtileg staðreynd sem að fáir vita um þig? Ég mæti alltaf tímanlega en það tekur því miður enginn eftir því.
Takk fyrir.

13.04.2014 20:55

Þjálfaraskipti

 

Búi Vilhjálmur Guðjónsson hefur af eigin ósk látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá UMF Leikni.  Ástæða brotthvarfs hans er persónulegs eðlis.

Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Búa kærlega vel og samviskusamlega unnin störf og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

En maður kemur í manns stað og hefur Viðar Jónsson verið ráðinn meistaraflokksþjálfari.  Viðar sem þjálfað hefur 4ða flokk stráka og stelpna í vetur, mun halda því starfi áfram.

Viðar sem gekk úr stjórn knattspyrnudeildar fyrir rúmum mánuði er hér með boðinn velkominn í nýtt starf hjá deildinni.  Reyndar ekki alveg nýtt, því þeir Vilberg Jónasson þjálfuðu liðið í sameiningu keppnistímabilið 2010.  Auk þess hefur Viðar þjálfað meistaraflokk kvenna og flesta yngri flokkana okkar.  Viðar er með 5. stig í hinum mjög svo flókna menntunarstiga KSÍ og er það meira en sambandið krefst af þjálfurum í 3ju deild.

 

02.04.2014 12:26

Leikmannakynning - Björgvin Stefán Pétursson

Núna er það Björgvin Stefán Pétursson sem að við kynnumst, næstur er síðan Guðmundur Arnar Hjálmarsson.
Hver var uppáhaldsfótbolamaðurinn þinn í æsku? Þetta er geysilega erfið spurning, Beckham var alltaf flottastur, en svo fannst mér Svanur Freyr alltaf frekar góður á skólavellinum í gamla daga.
Hver er með flottustu magavöðvana í liðinu? Mér persónulega finnst Hilmar ásamt frændum sínum og vinum frá Spáni koma sterkir inn. Sissi er líka flottur.
Hvort myndiru vilja að Leiknir væri í Pepsi-deildinni eða að þú værir að spila uppá topp hjá Real Madrid með Bale og Ronaldo sitthvorumegin við þig? Ég held að ég hafi margt uppá að bjóða hjá Real, þannig að ég held að ég færi til þeirra félaga og myndi binda sóknarlínuna saman. Síðan kæmi ég heim og myndi taka þá með mér í Leikni og koma okkur í Pepsi.
Áttu börn? Ég á þá ekki á pappírunum en ég lít á mig sem faðir nokkurra í liðinu. Unnar Ari og Stroffi (Kristófer) sem dæmi. 
Hjúskaparstaðan þín er? Ég á yndælis kærustu.
Uppáhalds lið á Íslandi f. utan Leikni að sjálfsögðu? Ég fylgi mínum bróðir og segi Valur, þó svo að ég beri alltaf smá tilfinningar til Blika eftir að stórvinur minn var þar.
Uppáhalds sjónvarpsþættir? Það er engin spurning að Breaking Bad er það allra besta af því erlenda en Fornbókabúðin hreppir hnossið í keppni íslenskra þátta.
Uppáhalds bíómynd? The Shawshank Redemption & Dalalíf deila titlinum. Aðallega er það Dalalíf vegna þess að ég tengi það við einn af mörgum markmönnum liðsins hann Elís a.k.a Dalaprinsessan.
Hefuru einhverntímann lesið þér bók til gamans? Já það hef ég gert. Réttarsöguþættir eftir Sigurð Líndal er náttúrulega bara ein sú besta.
Uppáhaldsdrykkur? Ég er mikill kók maður.
Uppáhaldsmatur? Mér finnst pizza góð, annars er hamborgarahryggurinn alltaf solid.
David Beckham eða Victoria Beckham? Það fer eftir aðstæðum, t.d ef að ég vildi dást að útliti annars hvors þá væri það David en annars er Spice Girls ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum og eyddum við Hilmar og Almar ófáum stundunum í það að horfa á einhverskonar heimildarmynd um Spice Girls aftur og aftur. Þannig að heilt yfir er þetta jafnt.
Uppáhaldstónlistarmaður? Ég er mikill kassagítar aðdáandi, þar er Ed Sheeran ókrýndur konungur. Ásgeir Trausti og hinn stórgóði bakvörður F.H, Jón Jónsson eru líka helvíti góðir.
Áttu gæludýr? Nei, ég er reyndar með flælingskött sem að hefur komið einu sinni og fengið sér mjólk hérna hjá mér og ég skírði hann Marinó. Annars áttum við gæludýr sem að hét Einar, hann var köttur en hann hélt á vit ævintýranna.
Skemmtileg staðreynd sem að fáir vita um þig? Stundum keppi ég í Ísland Got Talent í sturtunni, fæ alltaf 3 X en Bubbi virðist sjá eitthvað við mig og X-ar aldrei. 
Takk fyrir.
 — með Björgvin Stefán Pétursson og Guðmundur Arnar Hjálmarsson.
Photo: Núna er það Björgvin Stefán Pétursson sem að við kynnumst, næstur er síðan Guðmundur Arnar Hjálmarsson.
Hver var uppáhaldsfótbolamaðurinn þinn í æsku? Þetta er geysilega erfið spurning, Beckham var alltaf flottastur, en svo fannst mér Svanur Freyr alltaf frekar góður á skólavellinum í gamla daga.
Hver er með flottustu magavöðvana í liðinu? Mér persónulega finnst Hilmar ásamt frændum sínum og vinum frá Spáni koma sterkir inn. Sissi er líka flottur.
Hvort myndiru vilja að Leiknir væri í Pepsi-deildinni eða að þú værir að spila uppá topp hjá Real Madrid með Bale og Ronaldo sitthvorumegin við þig? Ég held að ég hafi margt uppá að bjóða hjá Real, þannig að ég held að ég færi til þeirra félaga og myndi binda sóknarlínuna saman. Síðan kæmi ég heim og myndi taka þá með mér í Leikni og koma okkur í Pepsi.
Áttu börn? Ég á þá ekki á pappírunum en ég lít á mig sem faðir nokkurra í liðinu. Unnar Ari og Stroffi (Kristófer) sem dæmi. 
Hjúskaparstaðan þín er? Ég á yndælis kærustu.
Uppáhalds lið á Íslandi f. utan Leikni að sjálfsögðu? Ég fylgi mínum bróðir og segi Valur, þó svo að ég beri alltaf smá tilfinningar til Blika eftir að stórvinur minn var þar.
Uppáhalds sjónvarpsþættir? Það er engin spurning að Breaking Bad er það allra besta af því erlenda en Fornbókabúðin hreppir hnossið í keppni íslenskra þátta.
Uppáhalds bíómynd? The Shawshank Redemption & Dalalíf deila titlinum. Aðallega er það Dalalíf vegna þess að ég tengi það við einn af mörgum markmönnum liðsins hann Elís a.k.a Dalaprinsessan.
Hefuru einhverntímann lesið þér bók til gamans? Já það hef ég gert. Réttarsöguþættir eftir Sigurð Líndal er náttúrulega bara ein sú besta.
Uppáhaldsdrykkur? Ég er mikill kók maður.
Uppáhaldsmatur? Mér finnst pizza góð, annars er hamborgarahryggurinn alltaf solid.
David Beckham eða Victoria Beckham? Það fer eftir aðstæðum, t.d ef að ég vildi dást að útliti annars hvors þá væri það David en annars er Spice Girls ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum og eyddum við Hilmar og Almar ófáum stundunum í það að horfa á einhverskonar heimildarmynd um Spice Girls aftur og aftur. Þannig að heilt yfir er þetta jafnt.
Uppáhaldstónlistarmaður? Ég er mikill kassagítar aðdáandi, þar er Ed Sheeran ókrýndur konungur. Ásgeir Trausti og hinn stórgóði bakvörður F.H, Jón Jónsson eru líka helvíti góðir.
Áttu gæludýr? Nei, ég er reyndar með flælingskött sem að hefur komið einu sinni og fengið sér mjólk hérna hjá mér og ég skírði hann Marinó. Annars áttum við gæludýr sem að hét Einar, hann var köttur en hann hélt á vit ævintýranna.
Skemmtileg staðreynd sem að fáir vita um þig? Stundum keppi ég í Ísland Got Talent í sturtunni, fæ alltaf 3 X en Bubbi virðist sjá eitthvað við mig og X-ar aldrei. 
Takk fyrir.

02.04.2014 11:50

Leikmannakynning - Marinó Óli Sigurbjörnsson

Áfram höldum við núna er það Marinó Óli, næstur er Björgvin Stefán Pétursson
Hver var uppáhaldsfótbolamaðurinn þinn í æsku? Maradona svo var John Barnes líka í uppáhaldi
Hver er með flottustu magavöðvana í liðinu? Baldur ekki spurning því hann er með 1 stórann 
Hvort myndiru vilja að Leiknir væri í Pepsi-deildinni eða að þú værir að spila uppá topp hjá Real Madrir með Bale og Ronaldo sitthvorumegin við þig? Leiknir í Pepsi því að ég er varnamaður !!
Áttu börn? Það er einn prakkari á leiðinni 
Hjúskaparstaðan þín er? Trúlofaður 
Uppáhalds lið á Íslandi f. utan Leikni að sjálfsögðu? Valur Rfj
Uppáhalds sjónvarpsþættir? South park eru góðir og Game of thrones
Uppáhalds bíómynd? Úff 
Hefuru einhverntímann lesið þér bók til gamans? Hvað er það ??
Uppáhaldsdrykkur? Vatn og bjór því það er svo mikið vatn í honum
Uppáhaldsmatur? Rjúpan klikkar aldrei
David Beckham eða Victoria Beckham? David 
Uppáhaldstónlistarmaður? enginn og allir, nema rapparar þeir eru ekki töff
Áttu gæludýr? neibb
Ef fleiri en eitt, hvert er uppáhaldsdýrið? 
Skemmtileg staðreynd sem að fáir vita um þig?Ég hef aldrei fengið rautt spjald í leik og aldrei farið í leikbann 7,9,13
Takk fyrir.
 — með Marinó Óli Sigurbjörnsson.
Photo: Áfram höldum við núna er það Marinó Óli, næstur er Björgvin Stefán Pétursson
Hver var uppáhaldsfótbolamaðurinn þinn í æsku? Maradona svo var John Barnes líka í uppáhaldi
Hver er með flottustu magavöðvana í liðinu? Baldur ekki spurning því hann er með 1 stórann 
Hvort myndiru vilja að Leiknir væri í Pepsi-deildinni eða að þú værir að spila uppá topp hjá Real Madrir með Bale og Ronaldo sitthvorumegin við þig? Leiknir í Pepsi því að ég er varnamaður !!
Áttu börn? Það er einn prakkari á leiðinni 
Hjúskaparstaðan þín er? Trúlofaður 
Uppáhalds lið á Íslandi f. utan Leikni að sjálfsögðu? Valur Rfj
Uppáhalds sjónvarpsþættir? South park eru góðir og Game of thrones
Uppáhalds bíómynd? Úff 
Hefuru einhverntímann lesið þér bók til gamans? Hvað er það ??
Uppáhaldsdrykkur? Vatn og bjór því það er svo mikið vatn í honum
Uppáhaldsmatur? Rjúpan klikkar aldrei
David Beckham eða Victoria Beckham? David 
Uppáhaldstónlistarmaður? enginn og allir, nema rapparar þeir eru ekki töff
Áttu gæludýr? neibb
Ef fleiri en eitt, hvert er uppáhaldsdýrið? 
Skemmtileg staðreynd sem að fáir vita um þig?Ég hef aldrei fengið rautt spjald í leik og aldrei farið í leikbann 7,9,13
Takk fyrir.

02.04.2014 11:48

Leikmannakynning - Arek Jan Grzelak

Núna er það Arek Jan Grzelak næstur er Marinó Óli Sigurbjörnsson 
Hver var uppáhaldsfótbolamaðurinn þinn í æsku? Zinedine Zidane ásamt Steven Gerrard 
Hver er með flottustu magavöðvana í liðinu? Baldur smári ekki spurning ! 
Hvort myndiru vilja að Leiknir væri í Pepsi-deildinni eða að þú værir að spila uppá topp hjá Real Madrir með Bale og Ronaldo sitthvorumegin við þig? Leiknir í pepsi... sem er að fara gerast !
Áttu börn? Nei 
Hjúskaparstaðan þín er? á lausu 
Uppáhalds lið á Íslandi f. utan Leikni að sjálfsögðu? skít á KR
Uppáhalds sjónvarpsþættir? pass
Uppáhalds bíómynd? wolf of wall street kemur sterk inn 
Hefuru einhverntímann lesið þér bók til gamans? Ef svo er hver er uppáhalds? oni það hef eg ekki gert 
Uppáhaldsdrykkur? gulur kristall 
Uppáhaldsmatur? steiktur fiskur 
David Beckham eða Victoria Beckham? Victoria og Beckham 
Uppáhaldstónlistarmaður? ég sjálfur liklegast 
Áttu gæludýr? Ef fleiri en eitt, hvert er uppáhaldsdýrið? engin
Skemmtileg staðreynd sem að fáir vita um þig? Ég er mjög góður að syngja.
Takk fyrir.
Photo: Núna er það Arek Jan Grzelak næstur er Marinó Óli Sigurbjörnsson 
Hver var uppáhaldsfótbolamaðurinn þinn í æsku? Zinedine Zidane ásamt Steven Gerrard 
Hver er með flottustu magavöðvana í liðinu? Baldur smári ekki spurning ! 
Hvort myndiru vilja að Leiknir væri í Pepsi-deildinni eða að þú værir að spila uppá topp hjá Real Madrir með Bale og Ronaldo sitthvorumegin við þig? Leiknir í pepsi... sem er að fara gerast !
Áttu börn? Nei 
Hjúskaparstaðan þín er? á lausu 
Uppáhalds lið á Íslandi f. utan Leikni að sjálfsögðu? skít á KR
Uppáhalds sjónvarpsþættir? pass
Uppáhalds bíómynd? wolf of wall street kemur sterk inn 
Hefuru einhverntímann lesið þér bók til gamans? Ef svo er hver er uppáhalds? oni það hef eg ekki gert 
Uppáhaldsdrykkur? gulur kristall 
Uppáhaldsmatur? steiktur fiskur 
David Beckham eða Victoria Beckham? Victoria og Beckham 
Uppáhaldstónlistarmaður? ég sjálfur liklegast 
Áttu gæludýr? Ef fleiri en eitt, hvert er uppáhaldsdýrið? engin
Skemmtileg staðreynd sem að fáir vita um þig? Ég er mjög góður að syngja.
Takk fyrir.
 
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40