Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2014 Maí

25.05.2014 18:21

Leiknir og Einherji 5-0

Leiknir sigraði Einherja 5-0 í Höllinni í gær. Myndir komnar í tvö albúm hér á síðunni.

 

 

Lokaúrslit leiksins.

 

23.05.2014 15:39

Aðalfundir Fjarðabyggðar - yngri flokka

Framhaldsaðalfundur Fjarðabyggðar/Leiknis var haldinn á Eskifirði sl þriðjudagskvöld.  Fín mæting var á fundinn, þar sem friðflytjendurnir Magnús Seljan og Páll bæjarstóri Guðmundsson kynntu greiningu sína og tillögur um breytingar á samstarfi félaganna innan yngri flokka samstarfsins.

Á fyrri hluta aðalfundarins voru samþykktar tvær lagabreytingar og var sú mikilvægari að nafni félagsins var breytt í Fjarðabyggð – yngri flokkar.

Einnig var samþykkt á fyrri fundinum tillaga Jóns Björns Hákonarsonar um að skipa nefnd til að fara yfir lög félagsins.  Skipaði stjórn félagsins Jón Björn formann laganefndar á fundi í gær.

Niðurstaða Magnúsar og Páls var að helstu vandamál samstarfsins væru:

   - skortur á sameiginlegri sýn,

   - misjafn skilningur á aðstæðum íbúa byggðakjarnanna, einkum mtt samgangna og fjarlægða,

   - misjafnar áherslur á nauðsyn samæfinga hjá flokkunum,

   - skortur á öflugri stýringu og stjórnun,

   - skortur á stemmningu í starfinu,

Við þetta má bæta það sem kom fram á fundinum og oft áður; skortur á upplýsingum og sýnileika, engin sameiginleg heimasíða osfrv

Líflegar umræður og góð skoðanaskipti sköpuðust um greiningu og tillögur þeirra félaga.

Á fundinum urðu menn síðan ásáttir um að einhenda sér í að laga hnökrana í samstarfinu og gera gott betra, samkvæmt tillögunum.  Full samvinna verður í 6ta flokki og upp úr.  5ti og 6ti flokkur æfa að helmingi á Neskaupstað yfir sumarið og verður rútuferðum breytt til að þær nýtist í þessar ferðir.  Einnig verður meirihluti heimaleikja okkar á Norðfirði í sumar. .

Ein af niðurstöðum fundarins var að veik fjárhagsstaða stæði því fyrir þrifum að rífa samstarfsfélagið upp.  Í framhaldi af þvi buðust Páll og Magnús til að ganga í það að afla félaginu styrkja. Þeir sitja því í fjáröflunarnefnd Fjarðabyggðar – yngri flokka, ásamt Jóhanni Eðvald formanni sem stjórnin skipaði sem þriðja hjólið undir gullvagninn.

 

 

21.05.2014 14:29

Leiknir-Einherji

Íslandsmót

3. deild karla

Leiknir - Einherji

Laugardaginn 24. maí

kl. 14.00

 

Fjarðabyggðarhöllin

 

 

                       Áfram Leiknir !!!

17.05.2014 18:48

Leiknir og Höttur

Fór á leik Leiknis og Hattar í dag á Fellavelli, fyrstu myndir í sumar komnar inn. Úrslit 2-2.

 

Óðinn ver þarna snilldarlega.

 

 

Heldur betur barist um boltann.

 

13.05.2014 08:52

Bikarslagur

 

Leiknir og KFF leiða saman fáka sína í eitt skiptið enn í kvöld, nú í bikarkeppni KSÍ.

Sem sagt:

 

Fjarðabyggðarhöllin

kl 19.15

Leiknir - KFF

Bikarkeppni KSÍ

 

 

                       Áfram Leiknir !!!

03.05.2014 00:06

Borgunarbikarinn: Leiknir kláraði Hött í blálokin

Leiknir F. 4 - 2 Höttur 
1-0 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('63) 
2-0 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('68) 
2-1 Bragi Emilsson ('73) 
2-2 Bragi Emilsson ('78) 
3-2 Svanur Freyr Árnason ('90) 
4-2 Juan Miguel Munoz Rodriguez ('90+2) 

Leiknir Fáskrúðsfirði sigraði Hött 4-2 í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld í fyrsta leik sumarsins í Borgunarbikarnum. 

Svanur Freyr Árnason og hinn spænski Juan Miguel Munoz Rodriguez tryggðu Fáskrúðsfirðingum sigurinn með tveimur mörkum undir lokin. 

Fjölmargir leikir fara fram í fyrstu umferð Borgunarbikarsins á morgun og sunnudag.

Frétt frá Fótbolta.net. 

01.05.2014 11:49

Bikarleikur

Leiknir og Höttur mætast í Borgunarbikar  KSÍ  í Fjarðabyggðahöllinni á morgun, föstudag, kl. 19.00.

Fjölmennum í Fjarðarbyggðarhöllina og styðjum drengina til sigurs.

 

Áfram Leiknir!

Aðgangseyrir 1000 kr. 
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40