Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2014 Júní

30.06.2014 23:18

Frábær Action-dagur!

 

Stórvel tókst til með Action-verkefnið sl laugardag, yfir 40 manns mættu til að vinna fyrir Leikni, við Leiknishúsið og vallargirðinguna.  Málaðir voru gluggar, þakskegg og annað hvítt á Leiknishúsinu og skjólgirðingin austan við húsið var einnig máluð.  

Hresst var upp á girðinguna sunnan vallar, steyptur niður nýr endastaur og borin pallaolía í viðinn.  Að lokum voru skiltin skrúfuð upp.  

Alls mættu 47 manns, þar af 18 starfsmenn Alcoa.  Það var frábært að sjá fólk víða að sveifla sköfum og penslum fyrir Leikni, formaður Hattar mætti með fjölskylduna og fólk kom meira að segja hjólandi frá Reyðarfirði. Öllu þessu stjórnaði verkefnisstjórinn Eiríkur Óla eins og herforingi.

Kærar þakkir þið öll sem mættuð og hibb, hibb, húrra fyrir Alcoa-Fjarðaáli!

 

 

29.06.2014 17:29

Leiknir og ÍH

Myndir komnar í albúm frá leik Leiknis og ÍH en hann fór 3-1 fyrir Leikni.

Hér fagnar Leiknir sigri á ÍH.

 

27.06.2014 08:16

Action-dagur!

Á morgun - laugardaginn 28. júní - standa UMF Leiknir og Alcoa Fjarðaál fyrir Action-verkefni á Búðagrund og við Leiknishúsið.

Þetta er frábær leið Alcoa til að styðja félagsstarf í umhverfi sínu og efla starfsmenn sína til virkni.  Það sem við ætlum að gera á morgun er að mála Leiknishúsið og skjólvegginn utan þess og fúaverja og hressa upp á girðinguna neðan vallarins.  Einnig eitt og annað smálegt, td gera við brotnu þakrennuna...  

Okkur vantar allar lausar hendur á bilinu 13-17 á morgun og í lokin býður Alcoa upp á pizzu-veislu á Sumarlínu!

 

 

 

 

12.06.2014 16:29

Æfingatafla sumarsins

Jæja nú er loksins komin inn á síðuna okkar æfingatafla sem nær yfir allar æfingar Leiknis. Töfluna má sjá hér til hliðar, "Æfingatafla sumar 2014", og má einnig sjá á henni allar upplýsingar um íþróttaskólann sem byrjaði í síðustu viku. Það skal tekið fram að verið er að vinna í því að hafa innanfélagsæfingar fyrr á daginn, en það mun bara koma í ljós síðar. Takk fyrir.

12.06.2014 15:56

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40