Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2014 Ágúst

30.08.2014 17:24

Komnir upp!

Leiknir sigraði Berserki örugglega 3-0 á Búðagrund í dag.

Sigurinn þýðir að Berserkir eiga ekki lengur möguleika á að ná okkur að stigum, þannig að 2. deildar sætið er í höfn.

Nú er bara baráttan við Hött um sigur í deildinni eftir.

Leikurinn í dag einkenndist af háu spennustigi okkar manna og kom það niður á gæðum leiksins.

Fyrsta mark leiksins kom eftir tæpar tuttugu mínútur og kom Fannar Bjarki knettinum þá yfir línuna á fremur ósnotran hátt.

Þannig hélst staðan fram í miðjan seinni hálfleik þegar okkar menn gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á jafn mörgum mínútum.  Fyrst Marc af stuttu færi og síðan Hilmar úr aukaspyrnu sem hann setti laglega yfir vegginn.

Leiknisliðið:

Björgvin Snær,

Sólmundur, Fannar, Hector, Marinó,

Arek, Marc og Björgvin,

Hilmar og Valdimar á vængjunum og Goggi á toppnum.

Ævar, Dagur og Humar komu inn á og að auki var Unnar á bekk.

Að mati undirritaðs var fyrirliðinn Björgvin Stefán maður leiksins, en vörnin átti einnig í heild góðan dag sem og Björgvin í markinu.

En til hamingju strákar!! og til hamningju allir Leiknismenn!!!!!

Myndir komnar i albúm.

Fannar Bjarki skoraði fyrsta markið.

 

Marc Ferrer skoraði annað markið.

 

Hilmar Freyr skoraði það þriðja.

30.08.2014 11:50

Vinningshafar í happdrættinu!

Dregið hefur verið í happdrætti knattspyrnudeildarinnar.

Við þökkum þeim fjölmörgu sem keyptu miða, en yfir 350 miðar seldust.

Leikmenn meistaraflokks, ásamt stjórnarmönnum sáu um söluna.

Vinningshafarnir:

1. Gisting á KEA, út að borða á Bautanum og bað í Jarðböðunum,  allt fyrir tvo: nr. 464 Hilmar Freyr

2. 30 þús gjafabréf í BYKO: nr. 676 María Óskarsdóttir

3. 10 þús gjafabréf í BYKO: nr. 67 Auður Laila 

4. 10 þús gjafabréf í BYKO: nr. 650 Ásta Lilja Björnsdóttir

5. 10 þús gjafabréf í BYKO: nr. 1060 Óðinn Magnason

6. 10 þús gjafabréf í Pex: nr. 525 Þóroddur Helgason

7. Gjafabréf í Vík: nr. 271 Birna Baldursdóttir

8. Exito: nr. 210 Sigurveig S Jóhannsdóttir

9. 25 þús gjafabréf frá Veiðiflugunni: nr. 22 Jóhanna Hauksdóttir

10. 25 þús gjafabréf frá Veiðiflugunni: nr. 667 Sigrún Steinsdóttir

11. Verkfæri frá Húsasmiðjunni: nr. 645 Ívar Ingimarsson

29.08.2014 14:59

 

 

Á morgun laugardag kl 14:00 leikur Leiknir sinn mikilvægasta leik í mörg ár!

Þá mætum við Berserkjum í 16 umferð 3ju deildar.

Með sigri tryggjum við okkur sæti í 2. deild!

Fjölmennum á Búðagrund og styðjum strákana!

Áfram Leiknir!

25.08.2014 18:33

Leiknir og Viðir

Einn leikur var í 3. deildinni í kvöld. Víðir fékk Leikni Fáskrúðsfirði í heimsókn. Leiknir eru á toppi deildarinnar og hefðu náð sex stiga forystu með sigri í kvöld. Víðir er svo í 7. sæti deildarinnar. 

Eftir einungis 25 mínútna leik voru heimamenn komnir í 2-0 með mörkum Rafns Markúsar og Tómasar Pálmasonar. 

Á 45. mínútu náðu gestirnir hins vegar að minnka muninn og var þar að verki Björgvin Stefán Pétursson. 

Fleiri urðu mörkin ekki og sigur Víðismanna staðreynd. Víðir fór með sigrinum upp í 6. sætið með 20 stig.
Víðir 2 - 1 Leiknir F. 
1-0 Rafn Markús Vilbergsson (´5) 
2-0 Tómas Pálmason (´25) 
2-1 Björgvin Stefán Pétursson (´45) 

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/22-08-2014/3-deild-vidir-med-sigur#ixzz3BQjQgKQn

Myndir i albúmi.

 

Björgvin Stefán í leik.

16.08.2014 01:53

Leiknir og Einherji

3. deild: Fáskrúðsfirðingar færast nær 2. deild

Leiknir Fáskrúðsfirði sigraði Einherja 4-0 en Fáskrúðsfirðingar eru með sex stiga forskot á toppnum þegar fimm umferðir eru eftir. Þá eru þeir sex stigum á undan Berserkjum í þriðja sætinu og því er sæti í 2. deild í augnsýn.

Einherji 0 - 4 Leiknir F. 
0-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('1) 
0-2 Baldur Smári Elfarsson ('32) 
0-3 Hector Pena Bustamante ('84) 
0-4 Valdimar Ingi Jónsson ('86) 
 

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/15-08-2014/3-deild-faskrudsfirdingar-faerast-naer-2-deild#ixzz3AVzqxoNt

Myndir komnar í albúm.

Björgvin Snær vel á verði.

Hilmar skoraði fyrsta markið á fyrstu mínútu leiksins.

 

Listhlaup.

 

Björgvin Snær átti markið.

08.08.2014 23:30

Torsóttur sigur á KFR

Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru fínar á Búðagrund í kvöld þegar Leiknir tók á móti KFR. Völlurinn var hæfilega mjúkur og með sléttasta móti og veðrið stillt.

Skemmst er frá því að segja að okkar menn óðu í færum upp í mitti en nýttu þau herfilega.  Eins yfirsást dómara leiksins þrjár augljósar vítaspyrnur sem okkar menn áttu að fá.  Þó var hann búinn að benda á púnktinn í því tilviki af þessum þremur þar sem mesti hugsanlegi vafinn lék á um að um víti væri að ræða.  Dómarinn færði spyrnuna svo út fyrir teig eftir að hafa hringt í vin.

Marc braut ísinn á 16 mín þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teig.  1-0 og þannig var staðan í hálfleik.

Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks skoraði Marinó ákaflega ljótt mark þegar hann sparkaði knettinum í bakið á varnarmanni og yfir góðan markvörð Rangæinganna, 2-0.  Áfram héldu Leiknismenn að sóa færunum eins og enginn væri morgundagurinn og það endaði bara eins og til var stofnað. KFR minnkaði muninn á 52 mínútu með sjálfsmarki okkar manna eftir hornspyrnu.  Við þetta stressuðust okkar menn upp og gestirnir færðu sig framar á völlinn. Þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af leiknum fékk Fannar sitt annað gula spjald og þar með rautt.  Eftir það æstust leikar enn og þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma skoraði besti leikmaður gestanna, Guðmundur Garðar eftir klafs í teignum og staðan orðin 2-2.  

Það var síðan á síðustu mínútu uppbótartíma sem Hector fékk boltann á markteig eftir að skot hrökk af varnarmanni fyrir fætur hans.  Dregurinn gerði það eina rétta og setti knöttinn í markið og 3-2 sigur staðreynd!  Þess ber þó að geta að þefvísir fundu allnokkra rangstöðulykt af markinu en til allrar hamingju var tríóið kvefað.

Leiknisliðið:

Björgvin Snær

Gummi, Fannar, Hector, Carlos,

Arek, Marc og Marinó,

Ævar og Hilmar á vængjunum og Baldur uppi.

Okkar menn voru miklir klaufar að klára ekki þennan leik strax í fyrri hálfleik.  Þó var leikur liðsins í heild ekki slæmur, Björgvin átti tvær mjög góðar vörslur og vörnin var lengst af örugg.  Maður leiksins var þó Marc sem reynst hefur okkur mikill happafengur.

KFR menn gerðu það sem við vissum að þeir myndu gera, börðust og börðust allan leikinn.  Þeir eiga hrós skilið.

Spanjólarnir kátir eftir leikinn. Þeir máttu líka vera það, Marc og Hector settu hvor sitt markið.

 

Hér sést síðan vel þegar varnarmaður KFR ver skalla frá Baldri með hendinni.  Eins og þjálfari gestanna orðaði það:  ,,Það sáu þetta allir á vellinum nema dómarinn".

 

 

07.08.2014 15:39

Leiknir - KFR

Við Leiknismenn tökum á móti KFR á Búðagrund annað kvöld, föstudagskvöldið 8. ágúst, kl 19:00.

Reikna má með hörkuleik, enda kom eina tap okkar á tímabilinu til þessa á móti KFR á Hvolsvelli í byrjun júní.

Reyndar höfum við tapað öllum opinberum viðureignum gegn Rangæingunum hingað til, þremur talsins.

Því miður mun Almir okkar Cosic ekki leika á sínum gamla heimavelli, en hann tekur úr sinn þriðja leik í banni á þessu sumri.

 

Kristó og Goggi verða fjarri góðu gamni á morgun, Krístó meiddur og Goggi í banni.

 
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40