Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2014 Október

30.10.2014 15:20

Tandrabergsakademían!

 

Dagskrá Knattspyrnuakademía Tandrabergs og Fjarðabyggðar 2014

Föstudagur 7.nóvember

Æfingar í Fjarðabyggðarhöllinni

5. fl.         kl. 15:00 – 16:00                    Fyrirlestur  kl. 16:30 – 17:00              Matur kl. 19:30

4. fl.         kl. 16:00 – 17:00                    Fyrirlestur  kl. 17:30 – 18:00              Matur kl. 19:00

3. fl.         kl. 17:00 – 18:00                    Fyrirlestur  kl. 18:30 – 19:00              Matur kl. 20:00

5. fl.         kl. 18:00 – 19:00

 

Matur frá kl. 19:00 – 20:00 á Staupasteini

Diskótek um kvöldið á Staupasteini

Svefn kl. 23:00

 

Laugardagur 8. nóvember

Morgunmatur frá kl. 08:00 – 09:30 í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Hádegismatur frá kl. 12:30 – 13:30 í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Æfingar í Fjarðabyggðarhöllinni

4. fl.                        Kl. 09:00 – 10:00    Morgunmatur kl. 08:00        Hádegismatur kl. 13:30

3. fl.                        Kl. 10:00 – 11:00    Morgunmatur kl. 08:30        Hádegismatur kl. 12:00

5. fl.                        Kl. 11:00 – 12:00    Morgunmatur kl. 09:00        Hádegismatur kl. 12:30

4. fl.                         kl. 12:00 – 13:00

6. & 7. fl                  Kl. 13:00 – 14:00    ávaxtanesti kl. 14:15 – 14:45 í Grunnskólanum

3. fl.                         kl. 14:00 – 15:00

6. & 7. fl                  Kl. 15:00 – 16:00

Fyrirlestur á laugardegi í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

5. fl.         Kl. 09:45 – 10:15                   

4. fl.         Kl. 10:15 – 10:45                                  

3. fl.         Kl. 13:00 – 13:30   

Fræðslufundur fyrir foreldra kl. 14:00 – 14:45 í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Dagkrá lokið kl. 16:00

 

Knattspyrnuakademía Tandrabergs

Velkomin á knattspyrnuakademíu Tandrabergs í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Í bréfi þessu eru mikilvægar upplýsingar sem gott er að hafa í huga varðandi akademíuna.

 

1.    Hvar og hvenær á ég að mæta?

Þátttakendur í 5. – 3. flokki mæta í Grunnskólann á Reyðarfirði 30 mín fyrir fyrstu æfingu í sínum flokki. Þar verða þau að staðfesta mætingu sína við starfsfólk. Gengið inn um aðalanddyri skólans að sunnanverðu.  Krakkar í 6. og 7. flokki sem mæta á laugardegi verða skráðir við innganginn í Höllina 30 mín, fyrir fyrri æfinguna.

2.    Gisting.

Gisting er í boði fyrir alla krakka í 5. – 3. flokki karla og kvenna og er hún í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Nauðsynlegt er að skrá sig í gistingu fyrirfram svo hægt sé að skipuleggja plássið sem þarf undir hana.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér dýnur og svefnpoka.

Hægt verður að koma sér fyrir í sinni stofu frá kl. 14:00.

Tæma þarf stofurnar fyrir fyrsta dagskrárlið á laugardagsmorgun, hægt verður að fá að geyma dótið í anddyri skólans þar til náð verður í það síðar á laugardeginum.

3.    Reglur í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Boltar eru bannaðir innan veggja skólans.

Bannað er að fara inn í stofur sem aðrir aldurshópar gista í. Það er hægt að hittast í salnum og í setustofunni.

Bannað að ganga á dýnum, rúmfötum í eigu annarra.

Slökkva skal á farsímum eða setja á hljóðlausar stillingar þegar farið er að sofa.

Ganga vel um eigur skólans og annarra þátttakenda og hlýða starfsfólki.

Ró á að vera komin á í síðasta lagi kl. 23:00.

Verði þátttakandi uppvís af broti á þessum reglum og óhlýðnast starfsfólki í hvívetna áskilur knattspyrnuakademían sér rétt til að hafa samband við forráðamann og láta sækja viðkomandi.           

4.    Næring.

Boðið er upp á kvöldmat á föstudagskvöld, morgunmat og hádegismat á laugardag fyrir þátttakendur í 5. – 3. flokki. Það sama gildir um þessa matartíma og gistinguna það þarf að skrá sig í matinn fyrirfram.

Margir vilja hafa með sér nesti og þá mælum við með ávöxtum, jógúrt og sætu eða ósætu brauði.

Gos, orkudrykkir og sælgæti er bannað.

Á laugardeginum verður krökkum í 6. og 7. flokki boðið uppá ávexti og djús milli æfinga.

5.    Lyf.

Ef einhverjir eru sjúkir, sykursjúkir eða hafa óþol gegn ákveðnum fæðutegundum eða þurfa að taka lyf sem þið teljið nauðsynlegt fyrir okkur að vita þá hafið þið samband við okkur sem fyrst. Best er að láta vita á netfangið flakademia@gmail.com

6.    Dagskráin.

Til að dagskráin gangi eftir þá er nauðsynlegt að allir séu klárir tímalega bæði fyrir æfingu og fyrirlestur (það er ekkert eins leiðinlegt og að mæta of seint). Ætlast er til að allir séu klárir í síðasta lagi 10 mínútum fyrir æfingu.

 

Að lokum vonumst við hjá yngri flokkum Fjarðabyggðar að allir eigi eftir að njóta sín og verði sér og sínu félagi til sóma.

 

 

Stjórn yngri flokka Fjarðabyggðar.

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40