Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2014 Nóvember

17.11.2014 18:32

Undirskriftir!

 

Fríður flokkur þó jakkalakkinn spilli nokkuð heildarmyndinni!

 

Á uppskeruhátíð Leiknis skrifuðu 10 ungir og sprækir leikmenn undir nýja samninga við félagið.

Það voru:

   Arek Jan Grzlak,

   Björgvin Stefán Pétursson,

   Björgvin Snær Ólafsson,

   Dagur Már Óskarsson,

   Fannar Bjarki Pétursson,

   Guðmundur Arnar Hjálmarsson,

   Hilmar Freyr Bjartþórsson,

   Sólmundur Aron Björgúlfsson,

   Unnar Ari Hansson,

Einnig skrifaði Almar Daði Jónsson undir samning en hann hefur nú skipt til okkar aftur frá KFF.  Við bjóðum Almar hjartanlega velkominn í Leikni og óskum strákunum öllum til hamingju með samningana!

En þetta var ekki allt, því Viðar Jónsson skrifaði undir nýjan tveggja ára samning um þjálfun meistarflokks karla.  Til hamingju Viðar!

Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að við væntum mikils af Viðari og strákunum!

Vonandi verður ekki langt að bíða frekari gleðitíðinda af leikmannamálum.

 

Nóg að gera við að kvitta.

17.11.2014 11:18

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Leiknis var haldin með nýju sniði í gær, sunnudaginn 16. nóvember.  Hingað til hefur Sólarkaffið verið okkar uppskeruhátíð en ma vegna kjörs íþróttamanns Fjarðabyggðar milli jóla og nýárs, hefur hátíðin verið færð. Þetta er nær því að vera Sólkveðjuhátíð.

Sunddeildin sá um hátíðina, kaffiveitingar og tertuveislu. 

Knattspyrnudeildin veitti að venju margar viðurkenningar.  25 börn í sjötta, sjöunda og áttunda flokki fengu viðurkenningar fyrir þátttöku.  

Eftirtaldir fengu viðurkenningu í sínum flokki:

   5. flokkur kvenna - Heiðbrá Björgvinsdóttir og Malen Valsdóttir

   4. flokkur kvenna - Elísbet Eir Hjálmarsdóttir

   4. flokkur karla - Kifah Moussa Mourad

   3. flokkur kvenna - Brynja Rún Steinþórsdóttir

   3. flokkur karla - Garðar Logi Ólafsson

   2. flokkur karla - Unnar Ari Hansson

  

 

Kristófer Páll Viðarsson var valinn efnilegasti leikmaður Leiknis þriðja árið í röð og varðveitir Valþórsbikarinn því áfram.

 

 

Björgvin Stefán Pétursson var útnefndur knattspyrnumaður ársins 2014 og fékk því Kaupfélagsbikarinn til varðveislu næta árið.

Að lokum var Björgvin Stefán einnig valinn íþróttamaður Leiknis árið 2014.

 

Endapunkturinn á samkomunni var undirskriftapartý og birtist frétt af því fljótlega.

 

Til hamingju öll sem fenguð viðurkenningar og þið hin til hamingju með þetta glæsilega íþróttafólk!

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40