Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2015 Janúar

09.01.2015 17:11

Kjarnafæðismótið!

 

Í kvöld kl 198:45 hefur Leiknir þátttöku í Kjarnafæðismótinu á Akureyri með leik við heimamenn í Þór.

Nokkur ný andlit verða í Leiknisbúningnum í kvöld og vonandi skipta einhverjir af þeim til okkar í framhaldinu.

Helgina 24. og 25. janúar spila strákarnir síðan við KF og KA-b.

 

Sóli, Arek, Björgvin, Marinó og Hilmar verða í eldlínunni í kvöld.  

 

09.01.2015 10:53

Frá Yngri flokkunum!!

Yngri Flokkar Fjarðabyggðar hafa hafið í samstarf við Fjarðasport og Veiðifluguna með búningamál félagsins. Höfum við gengið frá samningi við fyrirtækin um að þau sjái áfram um sölu á varningi merktum félaginu. Komin er ný lína sem verður búningur félagsins næstkomandi ár og stendur nú til boða keppnisgalli, félags-yfirgalli, æfingarpeysa og svo regn- og vindstakkur. Munu búðirnar svo smám saman bæta við fleiri vörum merktum félaginu.

Ein breyting er á fyrirkomulaginu og er hún sú að allir iðkendur félagsins þurfa sjálfir að eiga sína galla, hvort sem það er keppnisgalli eða félagsgallinn. Frjáls númering er í 7. til 5. flokk, en í 4. og 3. flokk geta krakkarnir valið sér númer og er fyrirkomulagið þannig að þau börn sem eru  fædd á sléttri tölu geta valið sér númer með sléttri tölu (2, 4, 6,...98), en þau börn sem fædd eru á oddatölu eru þá með öddatölu (3, 5, 7, ....99). Nánari upplýsingar um þetta fyrirkomulag gefur yfirþjálfari og hvetjum við foreldra til að vera í sambandi áður en farið er í að merkja keppnistreyjuna í 4. og 3. flokki, sé eitthvað óljóst við fyrirkomulagið. Skiltaval ehf. á Reyðarfirði mun sjá um merkingar (nafn og númer) gegn gjaldi og og halda utan um hvaða númer eru farin út í hverjum flokki, hægt er að hafa samband við Skiltaval í síma 893-2070.

Í ljósi þessa samstarfs þá er nú tilboð á öllum þessum vörum sem mun verða til 15. febrúar 2015, eða fram að fyrsta vetrarmóti ársins.

Hvetjum við foreldra til að nýta sér tilboðið. 

 

Fyrir hönd stjórnar yngri flokka Fjarðabyggðar,

Jóhann Eðvald formaður.

 

Það sem er í boði er eftirfarandi:

                                                         Verð         Tilboð

Hettupeysa - stærðir 128-164         9.490         7.500

Hettupeysa - stærðir S-4XL          10.990         8.800

Buxur - síðar                                   6.990         5.990

Treyjur ZipTop 128-164                 8.490         7.290

Treyjur ZipTop S-3XL                    9.990         8.490

Regn-/vindjakki 128-164                9.990         8.490

Regn-/vindjakki  S-4XL                12.490       10.500

Keppnistreyja með ápr augl            6.490         5.490

Stuttbuxur - keppnissett                  3.990         3.290

Sokkar - keppnissett                       1.990          1.690

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40