Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2015 Mars

09.03.2015 20:34

Nýjar myndir í myndaalbúmi

Myndir frá leik Leiknis og Hattar sl. laugardag eru komnar í myndaalbúm. Þökkum Jóhönnu kærlega fyrir.

http://leiknirfaskrudsfirdi.123.is/photoalbums/270404/

08.03.2015 11:01

Sigur á Hetti

Leiknir bar sigurorð af Hetti, 1 - 0 í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í ár.

Sigurmarkið skoraði Marinó Óli strax á 9undu mínútu eftir sendingu frá Kristófer Páli.

Okkar menn voru hvassari í byrjun leiks, en eftir markið náðu Hattarmenn smám saman völdum á vellinum og voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks án þess að skapa sér umtalsverð marktækifæri. 

Í síðari hálfleik voru okkar menn sterkari og sigldu sigrinum nokkuð örugglega í höfn.

Í Leiknisliðinu áttu ma Beggi í markinu og Arek fínan leik. Vignir var líka yfirvegaður á miðjunni og í heild átti liðið ágætan leik, þó illa hafi gengið á köflum að halda knettinum.

Leiknisliðið:

Bergsteinn í marki,

Guðmundur Arnar, Fannar, Arek og Marinó,

Björgvin og Vignir djúpir á miðju og Hugo framan við þá,

Hilmar og Kristófer á köntunum og Almar frammi.

Svanur og Hlynur komu inn á í hálfleik fyrir Gumma og Hilmar og einnig komu Haraldur, Dagur Már, Garðar og Björgvin Snær inn á.

Í heild var þetta iðnaðarsigur, a la Maurinho.

Hattarliðið lítur ágætlega út mv árstíma og verða þeir án efa sterkir í sumar.

Fleiri myndir í albúmi.

 

Marinó er skorar jafnan grimmt í Lengjubikarnum...

 
 
 

07.03.2015 22:36

Aðalfundaboð

 

 

 

 

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMF Leiknis

Sunnudaginn 15. mars næstkomandi kl. 20:00 fer fram aðalfundur knattspyrnudeildar UMF Leiknis .

 

Staðsetning: Slökkvistöð Fáskrúðsfjarðar að Grímseyri 7, Fáskrúðsfirði

 

Dagskrá:

Hefðbundin aðalfundarstörf

Önnur mál

 

Áhugafólk um knattspyrnu- og íþróttaiðkun er hvatt til að mæta.

 

Stjórn knattspyrnudeildar UMF Leiknis

06.03.2015 14:57

Af leikmannamálum.

Allnokkuð er að frétta af leikmannamálum félagsins fyrir komandi tímabil og hafa nokkrir leikmenn gengið til liðs við okkur síðustu daga.

Fyrst er það að nefna að Hugo Alfonso Reguero Lucena, 26 ára spænskur miðvallarmaður skipti til okkar frá Spáni og er væntanlegur á Fáskrúðsfjörð í dag. Hugo hefur leikið með ýmsum liðum í 2.b (second B) og 3ju deild á Spáni og bindum við miklar vonir við hann.

Bergsteinn Magnússon, markvörður hefur skipt til okkar frá Selfossi.  Beggi er 21 árs og á að baki 17 leiki fyrir U17 og U19.  Að auki hefur hann leikið 3 leiki í 1. deild og 3 í úrvalsdeild.  Beggi hefur þegar leikið tvo leiki með félaginu í Kjarnafæðismótinu. Beggi er bróðir(hálf) Svenna Guðmunds sem lék með Leikni sumarið 2001, undir stjórn Gunna Guðmunds sem einmitt þjálfaði Selfoss sl sumar.....

Haraldur Þór Guðmundsson og Hlynur Bjarnason hafa skipt til okkar frá nágrönnunum í Þrótti Nes.  Þeir eru báðir 19 ára og því nýgengnir upp úr 2. flokki.  Hlynur er sóknarmaður en Halli varnarmaður. Þeir hafa báðir leikið með félaginu í vetur og ma skoraði Hlynur þrennu í æfingaleik við Sindra um daginn.

Vignir Daníel Lúðvíksson er 23 ára miðvallar- eða varnarmaður sem genginn er til liðs við félagið frá KV þar sem hann lék 15 leiki í 1. deild í fyrra. Vignir lék fyrir nokkrum árum með 2. flokki Fjarðabyggðar en hann er hreinræktaður Reyðfirðingur, sonur Lúðvíks Vignissonar sem þjálfaði Leikni sumarið 1996, ef minnið svíkur ekki undirritaðan.

Áður hafði Almar Daði eins og allir vita skilað sér heim úr útlegðinni í KFF.

 

Von er á enn frekari styrkingu þegar nær dregur móti.

Við bjóðum alla þessa leikmenn velkomna í Leiki og vonum að þeim komi til með að líða vel og blómstra hjá félaginu!

Að líkindum verður hægt að berja alla þessa stráka augum í leik við Hött á morgun. 

 

 

 

06.03.2015 14:46

Lengjubikarinn að hefjast!

Á morgun laugardaginn 7. mars hefjum við Leiknismenn þátttöku í Lengjubikarnum í ár, með fyrsta leik 3ja riðils B-deildar.

Með okkur í riðli eru; Dalvík, Magni, KF, Völsungur og Höttur. Og fyrsti leikurinn er einmitt á móti Hetti.

Leikurinn verður í Höllinni og hefst hann kl 16.

Áfram Leiknir!  Allir í Höllina!

 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40