Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2015 Apríl

19.04.2015 17:59

Sigur á KF

Leiknir tók á móti KF á Fellavelli í leiðinda vindsperringi í dag. Leikurinn var síðasti leikur þriðja riðils B-deildar Lengjubikarsins og vissum við fyrir leikinn að ekkert nema 5-0 sigur eða stærri dygði til að komast áfram í undanúrslit keppninnar.

Skemmst er frá því að segja að leikar fóru 5-0, en okkar menn leiddu 3-0 í hálfleik.

Mörk Leiknis gerðu; Fannar, Hlynur, Marinó, Vignir og Alexander.

Byrjunarliðið:

Bergsteinn,

Garðar, Fannar, Halli, Sóli,

Marinó og Hilmar á miðju,

Hlynur og Valdi á vængjunum,

Björgvin og Almar frammi.

Inn á komu Vignir, Alexander og Dagur Már

Okkar menn léku ágætlega og hefðu vel getað skorað talsvert meira með yfirvegun í teignum.

Td átti Bjögvin 3 skot í tréverkið.

Hilmar og Marri áttu góðan leik á miðjunni og aðrir voru líka sprækir.

 

Búið er að draga í undanúrslitin og fengum við leik á móti Aftureldingu. Leikið verður á sumardaginn fyrsta en leikvöllur er enn óákveðinn.

 

Bergsteinn hefur ekki enn fengið á sig mark í Lengjubikarnum.

14.04.2015 15:23

Kifah til Norwich

Kifah Mourad er á leið til æfinga hjá Norwich á Englandi ásamt Ísak Þorvaldssyni úr Aftureldingu.

Það er Norwich sem býður þeim félögum og kostar ferð þeirra.

Við óskum Kifah góðrar ferðar og jafnvel betri heimkomu.

Þeim sem ekki eru klárir á staðsetningu Norwich er bent á að hún er ekki langt frá Ipswich á suðurströnd Englands.

 

Þess má geta að Kifah og Ísak eru báðir liðsmenn Rauðrófnanna sem gert hafa garðinn frægan á Unglingalandsmótum UMFÍ.

Á myndinni að neðan eru þeir saman lengst til vinstri, Kifah í fremri röð en Ísak aftari.

14.04.2015 15:21

Aðalfundur yngri flokkanna!

 

Aðalfundur yngri flokka Fjarðabyggðar fyrir starfsárið 2014 sem vera átti miðvikudaginn 15. apríl n.k. frestast vegna óviðráðanlegra orsaka til mánudagsins 20. apríl kl. 20.

Fundurinn verður haldinn í stofu 1 í Verkmenntaskólanum í Neskaupstað.

 

Venjuleg aðalfundarstörf.

 

Stjórnin

08.04.2015 16:11

Unglingadómaranámskeið!

Unglingadómaranámskeið verður haldið á Reyðarfirði í Austurbrú Búðareyri 1 Reyðarfirði fimmtudaginn 16. apríl kl. 19:30.

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við félögin á svæðinu og hefst kl. 19:30.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir.  Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi viku síðar.

Námskeiðið er ókeypis.

Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is

06.04.2015 18:24

Leiknir og Dalvík/Reynir

Það eru komnar myndir inn í albúm frá leik Leiknis og Dalvíkur.


 

 
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40