Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2015 Júní

30.06.2015 08:51

Ekki frétt

Síðan mun halda sig við þá stefnu að fjalla ekki um tapleiki Leiknis.

Því verður þögnin um leik Leiknis og ÍR í Mjóddinni í Rvík áfram þrúgandi.

21.06.2015 23:08

KV-alafullt í Höllinni

Leiknir tók á móti KV í Höllinni í gær og hefðu okkar menn getað tyllt sér á toppinn í 2. deildinni með sigri.

Leiknir var mun betra liðið í fyrri hálfleik og skapaði sér nokkur góð færi.  Björgvin vann boltan af varnarmanni snemma leiks og sá að markvörðinn stóð framarlega og reyndi því að lyfta yfir hann en því miður í þverslána.

Nokkru síðar fékk Björgvin dauðafæri á fjær eftir fyrirgjöf frá vinstri en þrumaði yfir.

Julio setti aukaspyrnu rétt framhjá og nokkur fleir færu litu dagsins ljós. 

Vesturbæingarnir fengu líka eitt gott færi en Beggi varði vel. 

KV fékk síðan aukaspyrnu á vinstri kanti, lyftu boltanum inn á teig og þar var þeirra maður sem náði að skalla boltann áður en Beggi komst í hann og staðan 0-1.

Okkar menn gáfust ekki upp og Kristófer átti góða rispu inn í teig vinstra megin og renndi síðan boltanum á Björgvin sem kláraði vel.

1-1 í hálfleik.

Eftir um 5 mínútna leik í síðari hálfleik missum við boltann aftarlega á vellinum og Nico lendir baráttu við framherja þeirra sem er að sleppa í gegn. Sá fellur og dómarinn líka, - í gildruna. Veifar rauðu á Nico og okkar menn orðnir 10. Við þetta jafnast leikurinn og gestirnir fara að sækja meira. Eftir hornspyrnu ná þeir síðan að stanga boltann í netið og útlitið dökkt; manni færri, marki undir og hálftími eftir.  

Okkar menn gáfust þó ekki upp og sköpuðu sér nokkur ágæt færi, Vignir skaut í hliðarnetið eftir að hafa sloppið inn vinstra megin og markvörður gestanna varði frábærlega frá Hilmari sem átti gott skot. 

Jöfnunarmarkið kom á 67 mínútu og var af dýrari gerðinni.  Ferran átti frábæra sendingu á Julio sem kom á ferðinni úr djúpinu og smurði boltanum með nærstönginni úr þröngu færi.

Eftir þetta skiptust liðin á að sækja en fleiri mörk litu ekki dagsins ljós.

Liðin sættust því á skiptan hlut. 

Byrjunarlið Leiknis:

Bergsteinn í marki,

Gummi (Halli 64´), Nico, Arek, Vignir (Sóli 73´),

Julio og Hilmar,

Ferran og Kristó (Valdi 64´) á vængjunum,

Almar og Björgvin.

Aðrir á bekk; Óðinn og Dagur Már.

Í heild átti Leiknisliðið ekki góðan dag, þó frammistaðan hefði átt að nægja til að sigurs í leiknum. 

 

 

 

14.06.2015 21:32

Jafnt í Fellabæ

Leiknir og Huginn mættust í Fellabæ í gær í leiðindarveðri.

Leikurinn var í járnum framan af og fá færi litu dagsins ljós. Ekki draumur áhorfandans.
En á 44.mínútu þá kom langt innkast frá hægri, Nico flikkaði boltanum sem að barst til Ferran sem skoraði með þrumuskoti. 1-0.
Á 45.mín dró aftur til tíðinda en þá skoraði Ferran aftur eftir flottan undirbúning frá Almari.
Staðan í hálfleik var því 2-0.

Í síðari hálfleik léku okkar menn gegn sterkum vindi en fengum við þó fyrsta færi síðari hálfleiks þegar að Almar slapp innfyrir eftir sendingu frá Björgvini en markvörður Huginns varði vel en boltinn datt beint fyrir fætur Björgvins sem að skaut yfir úr góðu færi.

Huginn átti nánast leikinn eftir þetta, þeir uppskáru flott mark eftir 53mín leik, þrumuskot og staðan orðin 2-1.
Leikurinn einkenndist af innköstum og markspyrnum eftir þetta, en Huginn fékk þónokkrar hornspyrnur og uppúr einni þeirra kom mark, það var á 73mín.

Sanngjörn úrslit, 16 stig eftir 6 leiki því staðreynd. Það er ágætt.

07.06.2015 00:09

Kátt í Höllinni!

Leiknir tók á móti Njarðvík í Höllinni í gær og bauð til hátíðar í tilefni sjómanndagshelgar. Þeir sem ekki voru mættir á þegar klukkan sló misstu af fyrsta marki leiksins, en Almar Daði skoraði eftir að boltinn datt fyrir hann í vítateignum eftir hornspyrnu. Okkar menn héldu áfram að þjarma að gestunum og Björgvin Stefán tvöfaldaði forystuna eftir um átta mínútna leik. Hann slapp þá einn í gegn eftir að rangstöðuvörn gestanna klikkaði.

Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik.

Framan af seinni hálfleik var allt rólegt, Ferran var með áætlunarferðir upp vinstri kantinn en gestirnir vörðust. Þegar líða tók á leikinn fóru þreytumerki að sjást á gestunum en þeir stóðu sig mjög vel í bikarnum á miðvikudagskvöld gegn úrvalsdeildarliði Fylkis og leiddu 2-0 þegar komið var fram á 84 mínútu, en fengu 3 mörk á sig á lokmínútunum.  En aftur í Höllina, á 76 mínútu áttum við glæsilega sókn upp hægri kantinn og eftir atgang í teignum datt boltinn fyrir Björgvin sem þakkaði pent fyrir sig og hamraði boltann í netið.

Nokkrum mínútum síðar fékk Almar boltann í vænlegri stöðu rétt utan teigs en var tekinn niður.  Julio tók aukaspyrnuna og smellti boltanum í skeytin, 4-0.  Björgvini fannst ekki nóg að gert og slapp tvisvar í viðbót í gegn og setti knöttinn laglega í netið í bæði skiptin.  

Leiknisliðið fékk slatta af færum sem ekki nýttust í þessum  leik og markvörður gestanna bjargaði nokkrum sinnum vel.

Leiknisliðið:

Bergsteinn með hanskana,

Halli, Arek, Nico og Marinó í fjögurra manna vörn,

Julio og Vignir (Tadas 69‘) djúpir á miðju og Ferran (Hlynur 80‘) og Valdi (Garðar 69‘) á vængjunum,

Almar og Björgvin Stefán fremstir.

Allt Leiknisliðið átti fínan dag en maður leiksins var fyrirliðinn og fjögurra marka maðurinn Björgvin. Þá átti Almar sinn besta leik í sumar. Vörnin hélt afar vel og ef ég man rétt þurfti Beggi bara einu sinni að verja en gerði það vel.

 

Myndir í albúmi frá leik Leiknis og Njarðvíkur í dag. En eins og flestir vita þá fór leikurinn 6-0 fyrir Leikni.

Sönn gleði......

 

og ánægja.

 

Bergsteinn vel á verði að vanda.
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40