Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2015 Júlí

30.07.2015 11:07

Leiknir og Dalvík/Reynir

Leiknir og Dalvík/Reynir 3-2 í gær á Dalvík.

Myndir komnar inn í albúm.

Takið viljann fyrir verkið þar sem ég er ekki á heimavelli núna.

 

 

 


Björgvin setur hann í markið

 

Jafnað

 

 

Sigur

25.07.2015 16:28

Sigur á Aftureldingu

Leiknir sigraði Aftureldingu með 2 mörkum gegn 1 í þrettándu umferð 2. deildar í Fjarðabyggðarhöllinni í dag.

Eftir jafnan fyrri hálfleik aðstoðuðu gestirnri við að tryggja Leikni 2-0 forystu fyrir hlé.  Fyrst skallaði varnarmaður boltann yfir úthlaupandi markvörð og skömmu síðar fékk Björgvin boltann frá varnarmanni og renndi honum í tómt markið.

Það sem helst bar annars til tíðinda í hálfleiknum var afburða slök frammistaða dómarans sem lét gestina komat 4 sinnum upp með það að brjóta niður hraðar sóknir með viljandi brotum án þess að uppskera spjald.  Reyndar hélt sú frammistaða áfram í sama dúr út leikinn og leikmaður Aftureldingar komst upp með karatespark í mjöðmina á Julio án þess að vera spjaldaður.

Annars var seinni hálfleikurinn opinn og spennandi og eftir að gestirnir náðu að pota inn marki eftir hornspyrnu á 60 mínútu náðu þeir smám saman að byggja upp pressu, án þess þó að skapa sér dauðafæri. 

Það var því kærkomið þegar lokaflautið gall.

Leiknisliðið:

Bergsteinn,

Halli (Tadas 62´), Arek, Julio, Vignir,

Nico og Almar djúpir,

Garðar (Dagur 90´) og Valdi (Ferran 59´) á köntunum,

Kristó í holunni og Björgvin fremstur.

Þetta var enginn stjörnuleikur hjá okkar drengjum en ákaflega dýrmæt þrjú stig gegn sterku liði Aftureldingar.

Sem maður leiksins kemur Beggi upp í hugann, en hann greip nokkrum sinnum mjög vel inn í og var öruggur í sínum aðgerðum.

Myndir í albúmi.

 

 

 

 

21.07.2015 10:41

B liðið Leiknir og Valur

Það eru komnar myndir inn í albúm frá leik B liðsins Leiknir og Valur Reyðarfirði.


Leikmenn að gera sig klára.

18.07.2015 17:19

Sest á Stólana

Leiknir tók á mót Tindastóli á rennisléttu gervigrasi Fjarðabyggðarhallarinnar í dag.  Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og markalaust í hléi.

Tindstælingar fengu tvö góð færi í hálfleiknum en hittu ekki á rammann. Okkar menn áttu þrjár góðar tilraunir, fyrst átti Kristó frábært langskot sem small í þverslánni. Á lokamínútum hálfleiksins fékk Valdi síðan tvö góð færi, það fyrra eftir frábært hraðaupphlaup eftir hornspyrnu.  Kristó geystist þá upp með boltann og stakk honum inn á Björgvin sem fann Valda á fjær, en skot hans lak framhjá.  Skömmu síðar fékk Valdi boltann aftur í teignum en skot hans sleikti fjarstöngina utanverða.

Leiknismenn komu mun ákvðnari til síðari hálfleiks og ekki var liðin nema rúm mínúta áður en Björgvin var búinn að skora glæsilegt mark eftir sendingu Almars.  Okkar menn héldu áfram að sækja og á 56. mín var löngu innkasti frá Björgvin flikkað áfram inn á markteig þar sem Arek mætti og hamraði knöttinn í netið.  

Eftir þetta sóttu Stólarnir nokkuð og áttu einhver hálffæri og eitt gott skallafæri, en Beggi varði eins og köttur út við stöng.

Á 80. mínútu létti Valdimar síðan pressunni af okkar mönnum með því að koma boltanum af hörku í netið eftir góðan undirbúning Kristófers.

Lokatölurnar 3-0 og frábært að halda hreinu annan leikinn í röð.

Leiknisliðið:

Gummi (Halli 61´), Arek, Julio og Vignir,

Nico og Almar (Tadas 81´) djúpir á miðju og Kristó í holunni.

Garðar (Sóli 83´) og Valdi á vængjunum og Björgvin uppi á topp.

Aðrir á bekk: Björgvin Snær, Marinó og Dagur Már.

Okkar menn spiluðu mjög vel og börðust fyrir þessum þrem stigum. Ef nefna á einhvern sem mann leiksins þá kemur nafn Kristófers upp í hugann, en hann var sérstaklega líflegur.

 

 
 
 
 

11.07.2015 11:36

Leiknir og Höttur 1-0

Leiknir tók á móti Hetti í höllinni í gær og sigruðu þá með einu marki gegn engu.

Myndir í albúmi


Björgvin klárar og setur boltann í netið.

 

 


Þarna gefur Kristófer (Leiknir), Högna (Hetti), ekkert eftir.....

 

 


Þarna er svo Högni búin að pakka Kristófer í jörðina og komst upp með það.

 

01.07.2015 00:09

Þægilegt í Höllinni

Leiknir tók á móti Sindra, grönnunum í suðri í 9undu umferð 2. deildar í gærkvöldi.

Gestirnir voru sprækir í upphafi og voru komnir með forustu eftir 2 mínútur.  Markið kom upp úr hornspyrnu, boltinn barst út fyrir teig og laust skot rataði í gegn um pakkann og Beggi sá ekkert fyrir trjánum í teignum.

Fljótlega eftir þetta tóku okkar menn leikinn algjörlega í sínar hendur og stjórnuðu honum. Jöfnunarmarkið kom um miðjan hálfleikinn.  Ferran átti góðan sprett á hægri kanti og renndi knettinum á Hilmar sem skoraði með góðu skoti úr teignum.

Um tíu mínútum síðar átti Ferran annan góðan sprett, nú vinstra megin og var tekinn niður.  Hann tók aukspyrnuna sjálfur og sendi glæsilegan bolta á kollinn á Nico sem skallaði í netið, 2-1.

Fljótlega eftir hlé kom þriðja markið, Ferran átti þá skot að marki sem hafði viðkomu í andstæðingi og markvörður gestanna var varnarlaus.

Það var síðan ekki fyrr en í uppbótartíma sem síðasta markið leit dagsins ljós.  Nico skallaði þá hornspyrnu Almars af krafti í netið.

Leiknisliðið:

Bergsteinn,

Halli, Arek, Nico, Sóli,

Julio, Vignir (Tadas ´75) og Björgvin á miðju,

Hilmar (Dagur Már ´89) og Ferran (Valdi ´75) á vængjunum og Almar uppi á topp.

Aðrir á bekk: Björgvin Snær, Gummi, Hlynur og Kristó.

Leiknisliðið átti ljómandi góðan leik, hélt boltanum vel og skapaði sér mörg færi. Ferran var sérstaklega sprækur og skallamörk Nicos voru flott.

 

Myndir komnar í albúm frá leik Leiknis og Sindra en leikurinn fór 4-1 fyrir Leikni.


Berjan í  upphafi leiksins.

 


Sóli einbeittur við skallann.

 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40