Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2015 Nóvember

22.11.2015 20:58

Uppskera!

UMF Leiknir hélt uppskeruhátíð sína með glæsibrag í skólamiðstöðinni í dag, sunnudaginn 22. nóvember.

Þar veittu auk knspdeildar, sunddeild, frjálsíþróttadeild og blakdeild viðurkenningar.

Umsjón með hátíðinni var í höndum sunddeildar og fór samkoman hið besta fram.

Knattspyrnudeildin veitti 33 krökkum í 6ta - 8unda flokki viðurkenningu fyrir að vera til.

Þá fengu sex krakkar í 5ta til 3ja flokki viðurkenningu sem Leiknismaður flokksins. Þetta voru:

   5. flokkur kvenna – Malen Valsdóttir

   5. flokkur karla – Patrekur Viðar Viðarsson

   4. flokkur kvenna – Elísabet Eir Hjálmarsdóttir

   4. flokkur karla – Sæþór Ívan Viðarsson

   3. flokkur kvenna – Rebekka Ýr Unnarsdóttir

   3. flokkur karla – Dagur Ingi Valsson

Efnilegasti leikmaður Leiknis var valinn Garðar Logi Ólafsson og knattspyrnumaður ársins Björgvin Stefán Pétursson.

Björgvin Stefán var einnig valinn íþróttamaður Leiknis.

Garðar og Björgvin eru báðir sérlega vel að þessu komnir, en Garðar tók það stórstígum framförum á árinu að með ólíkindum er.

Hann kom við sögu í 14 leikjum okkar í deildinni.

Björgvin fór hamförum á vellinum í sumar, barðist eins og berserkur á sveppum, lék hverja einustu mínútu í deildinni, skoraði 12 mörk, lagði upp 4 mörk, fiskaði 4 vítaspyrnur og tveir andstæðingar fuku út af fyrir að brjóta á honum. Að auki var hann eftir tímabilið valinn bestur í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum.

Til hamingju öll!!

 


Garðar Logi Ólafsson efnilegasti leikmaður Leiknis í knattspyrnu.
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40