Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2015 Desember

30.12.2015 20:58

19. Jólamótið

Rétt í þessu var að ljúka nítjánda Jólamóti Leiknis samkvæmt talningu Ölvers og aðstoðarmanna hans.

Spennan var óbærileg og stemmningin rafmögnuð. Nýju ljósin í húsinu settu líka svip sinn á mótið.

Í kvennaflokki voru fimm lið; Auður Vésteins, Tré og Steypa, Metal, Byko og Ferro Zink.

Það voru stúlkurnar í liði BYKO sem stóðu upp sem sigurvegarar, til hamingju stúlkur!

Í karlaflokki voru 8 lið í tveimur riðlum;

KFFB, Áhaldaleiga Austurlands, Brekkan og Landatangi, Hárstofa Sigríðar í A.

VHE, Launafl, KPMG og Loft og Raftæki í B.

Í A-riðli sigraði lið Hárstofu Sigríðar eftir dramatískan úrslitaleik við Áhaldaleigu Austurlands.

Í B-riðli var lið Launafls sterkast.

Úrslitaleikur Hárstofunnar og Launafls var stál í stál, en Launaflið þó sterkara og sigraði 3-1.

Knattspyrnudeild Leiknis þakkar öllum sem leið sína lögðu í Höll Ölvers; áhorfendum sem voru fjölmargir, leikmönnum, dómurum og öðrum starfsmönnum og loks síðast en ekki síst fyrirtækjunum sem styrktu mótið.

Sigurlið BYKO í stúlknaflokki!

Mynd frá Birna Dögg Guðmundsdóttir

Sigurliðið í karlaflokki; Launafl.

 

28.12.2015 21:29

Jafnt gegn Hetti

Fyrsti æfingaleikur tímabilsins fór fram í Höllinni í kvöld.  Andstæðingarnir voru grannarnir og fjandvinirnir í Hetti og lauk viðureigninni með sanngjörnu jafntefli; 3-3.

Mörk okkar manna gerðu Dagur Már og Garðar Logi tvö.

Byrjurnarlið Leiknis:

Björgvin Snær,

Gummi, Tadas, Marinó og Sóli aftast,

Almar og Hilmar djúpir og Dagur Ingi fram við þá,

Kifah og Garðar á vængjunum og Dagur Már frammi.

Óvenju þykkur bekkur, sem kom allur við sögu: Svanur, Fannar, Unnar og Pálmi.

Kifah og Pálmi spiluðu sinn fyrsta leik fyrir mfl Leiknis.

 

Garðar setti tvö...

 

16.12.2015 14:01

Jólamótið

Hin árlega firmakeppni knattspyrnudeildar Leiknis - Jólamótið - verður vonandi* haldið miðvikudaginn 30. desember í höll Ölvers.

 

Mótið hefst stundvíslega 16:01 og verður vonandi búið fyrir miðnætti.

Örlítið breyttar reglur.  Hámark þrír meistaraflokksmenn í hverju liði, en einungis tveir úr meistaraflokki Leiknis.  

Víðir Sig sker úr.

Þátttökugjald 20.000 kr.  Skráningarfrestur rennur út kl 11:05 á leikdaginn.  

Tekið á móti skráningum í síma 894 71 99 eða á magnus@lvf.is.

Aðgangseyrir kr 0, en áhorfendur kaupa sér samlokur, kaffi og aðrar góðgerðir á nokkuð uppsprengdu verði!!!

 

Við auglýsum sérstaklega eftir kvennaliðum í ár, en í fyrra voru 4 slík!

 

* Þetta er að vísu háð því að vinnu við uppsetningu nýrra ljósa í salnum verði lokið í tæka tíð og skulum við öll setja gífurlega pressu á verktakann...

 

Fallegt sigurlið ársins 2012..

11.12.2015 11:50

Íslensk knattspyrna

Víðir Sigurðsson hefur hrist fram úr erminni enn eitt stórvirkið í bókaflokknum Íslensk knattspyrna.

Við Leiknismenn viljum að sjálfsögðu varðveita minningar ársins 2015 og því er þetta jólajöfin í ár!

 

 

01.12.2015 12:51

Flugfélag Íslands!

Flugfélag Íslands er gengið í lið með UMF Leikni og verður einn af aðalstuðningsaðilum knattspyrnudeildar félagsins í komandi átökum.

Samningur þess efnis var undirritaður og handsalaður á L' Abri í vikunni. 

Þá voru að berast þau ánægjulegu tíðindi frá KSÍ að stuðningur UEFA og KSÍ við aðildarfélög KSÍ hækkar frá fyrri árum og fáum við Leiknismenn í okkar hlut 1.100 þúsund að þessu sinni.

 

Halldór Örvar umdæmisstjóri FÍ og Magnús formaður knattspyrnudeildar Leiknis við undirskriftina.

 
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40