Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2016 Janúar

11.01.2016 10:55

Stórtap fyrir KA

Fyrsti leikur Leiknis í Powerademótinu, Norðurlandsmóti Knattspyrnudómarfélags Norðurlands tapaðist af öryggi fyrir KA í Boganum á laugardaginn.

Leikurinn var í ágætis jafnvægi í fyrri hálfleik og markalaust fram undir lok fyrri hálfleiks þegar framherji KA náði stungusendingu á undan Begga.

KA fékk síðan mjög ódýra vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og tvöfaldaði þá forystuna.  Norðanmenn tóku smám saman völdin á vellinum og bættu við þremur mörkum fyrir leikslok. Okkar menn fengu tvö góð færi í síðari hálfleik en Rajko sá við þeim tilraunum.

Nokkra vantaði hjá okkur og fengum fjóra lánsmenn í leikinn, enda heimilt að nota leikmenn þó þeir séu ekki skráðir í félagið.

Leiknisliðið:

Bergsteinn,

Gummi, Tadas, Marinó, Sóli,

Hilmar og Aron Gauti djúpir, Garðar og Hrannar Einarsson á vængjunum,

Magnús Otti í holunni og Almar fremstur.

Varamenn: Ísleifur, Kifah, Dagur Ingi og Ingimar Guðjón. Þrír þeirr fyrst töldu komu inn á.

Garðar var sprækastur okkar manna og leit vel út.

03.01.2016 19:36

Samið við leikmenn

Átta drengir skrifuðu undir samninga við Leikni nú á  laugardaginn.  Það voru; Almar Daði Jónsson, Arek Grzelak, Dagur Ingi Valsson, Dagur Már Óskarsson, Hilmar Freyr Bjartþórsson, Marinó Óli Sigurbjörnsson, Sólmundur Aron Björgúlfsson og Tadas Jocys.  Til hamingju strákar og við hin með þá. 

Undirskriftarathöfnin átti sér stað í Höllinni fyrir æfingaleik við Huginn (og Hött), en vegna þeirrar stefnu síðuritara að skrifa ekki um tapleiki (amk ekki nema hafa verið viðstaddur) verður ekki fjallað frekar um þann leik, utan að Hlynur Bjarnason skoraði mark okkar manna.

 

Dagur Ingi, Hilmar og Tadas í aftari röð og Almar, Marinó og Sóli sitjandi.

 

Arek og formaður knattspyrnudeildar takast í hendur. Ekki náðist mynd af Degi Má við undirskriftina, enda eins gott, sú mynd hefði trúlega verið á hvolfi....

 
 
 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40