Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2016 Febrúar

17.02.2016 14:19

Leiknir styrkir Abel

Frétt af fotbolti.net
 
Leiknir F. styrkir Abel
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir F. hefur bæst í hóp félaga sem hafa ákveðið að gefa sektarsjóðs inn í söfnunarsjóð fyrir Abel Dhaira markvörð ÍBV. 

Abel var skorinn upp í Úganda fyrir áramót vegna krabbameins í kviðarholi sem nú hefur dreift sér í fleiri líffæri. Abel mun hefja læknismeðferð hér á landi í vikunni. 

Grindavík gaf á dögunum sektarsjóð sinn í söfnunina fyrir Abel og skoruðu á önnur félög að gera slíkt hið sama. Fram, Stjarnan, Dalvík/Reynir, Árborg, Keflavík og Leiknir F. hafa nú gert slíkt hið sama. 

Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029. 

9071010 – 1000kr 
9071020 – 2000kr 
9071030 – 3000kr
 Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/news/16-02-2016/leiknir-f-styrkir-abel#ixzz40R0Iyu6F

17.02.2016 14:04

Bik­arslag­ur 1. deild­arliða fyr­ir aust­an?

 

Bik­arslag­ur 1. deild­arliða fyr­ir aust­an?

Leiknir á Fáskrúðsfirði er nýliði í 1. deild karla.stækka

Leikn­ir á Fá­skrúðsfirði er nýliði í 1. deild karla. Ljós­mynd/?Jó­hanna Krist­ín Hauks­dótt­ir

Dregið hef­ur verið til fyrstu tveggja um­ferðanna í bik­ar­keppni karla í knatt­spyrnu, Borg­un­ar­bik­ars­ins, en þar með ligg­ur fyr­ir hvaða leið liðin utan efstu deild­ar þurfa að fara til að kom­ast í 32ja liða úr­slit­in.

Nokk­ur liða 1. deild­ar karla eiga fyr­ir hönd­um frek­ar auðveld verk­efni. Þau mæta  til leiks í 2. um­ferð og leika þar flest gegn liðum úr neðri deild­un­um sem þurfa að fara í gegn­um 1. um­ferðina.

Reynd­ar þurfa nýliðar Leikn­is á Fá­skrúðsfirði að spila í 1. um­ferðinni, ein­ir 1. deild­arliðanna, og mæta þar 2. deild­arliði Sindra frá Hornafirði. Fyrsta um­ferðin er leik­in dag­ana 30. apríl og 1. maí.

Vinni Leikn­is­menn þann leik mæta þeir ná­grönn­um sín­um í Fjarðabyggð og það yrði þá eina viður­eign­in milli 1. deild­arliða í 2. um­ferð keppn­inn­ar.

Liðin í 1. deild karla (feitletruð) eiga þessa leiki fyr­ir hönd­um í 2. um­ferðinni 9. til 11. maí.

Hauk­ar - Kóng­arn­ir eða KFR
Fram - Aft­ur­eld­ing
Stokks­eyri eða Skalla­grím­ur - Kefla­vík
Ýmir eða Örn­inn - Grinda­vík
Hött­ur eða Ein­herji - Hug­inn
Hvíti ridd­ar­inn eða Gnúp­verj­ar - HK
Sel­foss - Kári eða Njarðvík
Fjarðabyggð - Leikn­ir F. eða Sindri
Þór - Völsung­ur eða Nökkvi
Leikn­ir R. - Létt­ir eða Kjalnes­ing­ar
KA - Dal­vík eða  Tinda­stóll

Drátt­ur­inn í 1. og 2. um­ferð í heild sinni.

Sjá Vefslóð á fréttina frá mbl.

15.02.2016 10:02

Af leikmannamálum

Nokkrir nýjir leikmenn hafa gengið til liðs við Leikni að undanförnu. 

Ísak Breki Jónsson skipti til okkar frá Fylki. Drengurinn er ´97 módel og lék með yngri flokkum F/L í nokkur ár þegar fjölskylda hans bjó á Reyðarfirði. 

Marteinn Már Sverrisson skipti til okkar frá grönnunum í Val.  Það ætti ekki að þurfa að kynna hann fyrir Leiknismönnum, en sennilega er hann besti knattspyrnumaðurinn í stórum afkomendahópi Guðjóns á Kolmúla.

Síðan fengum við ,,lánaða" tvo leikmenn frá Einherja, sem ekki tekur þátt í Lengjubikarnum í ár.  Þetta eru þeir Sigurður Donys Sigurðsson og hinn búlgarski Dilyan Kolev og munu þeri aðeins leika með Leikni í Lengjubikarnum. Kunnum við Einherja hinar bestu þakkir fyrir liðlegheitin.

Vonandi verða fleiri fréttir af leikmannamálum fljótlega.

 

15.02.2016 09:42

Tap gegn Þór

Leiknir lék sinn fyrsta leik í A-deild Lengjubikarsins í Boganum á Akureyri í gær og tapaði af öryggi fyrir Þór.

Leikurinn var í ágætu jafnvægi í fyrri hálfleik, en Þórsarar nýttu þau tvö færi sem þeir fengu og leiddu 2-0 í hléi.

Þórsarar hertu tök sín á leiknum í síðari hálfleik og bættu við þremur mörkum, lokatölur 5-0.

Ekki sú byrjun sem menn vonuðust eftir, en fall er fararheill.

Leiknisliðið:

Bergsteinn,

Ísak, Tadas, Almar og Sóli,

Dilyan og Garðar djúpir á miðju og Kristó í holunni,

Gummi og Donys á vængjunum og Björgvin fremstur,

Bekkur; Dagur M, Dagur I, Marteinn, Kifah og Ingimar og komu þeir fjórir fyrstu við sögu í leiknum.

Ísak og Almar bættust á skaðalistann og var hann þó nógu langur fyrir...

 

01.02.2016 21:41

Sex stiga ferð á Akureyri

 

Umfjöllun af Akureyri.net:

Leiknir F. sigraði Völsung í hörku leik.

Leiknir F. – Völsungur 3-2

1-0      Almar Daði Jónsson 45 mín

1-1      Jóhann Þórhallsson 50 mín

1-2      Ásgeir Kristjánsson 79 mín

2-2      Garðar Logi Ólafsson 83 mín

3-2      Garðar Logi Ólafsson 87 mín

Leiknir F. og Völsungur mættust í Kjarnafæðismótinu í dag.

Leiknismenn byrjuðu leikinn mun betur, en Völsungur unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn.  Bæði lið fengu tækifæri til þess að skora en fyrsta markið kom þó ekki fyrr en undir lok hálfleiksins þegar Almar Daði Jónsson skallaði knöttinn í markið eftir fyrirgjöf Garðars Loga og staðan 1-0 í hálfleik Leiknismönnum í vil.

Völsungar mættu mjög grimmir til seinni hálfleiks og uppskáru á  50 mín þegar brotið var á Jóhanni Þórhalls innan vítateigs og vítaspyrna dæmd.  Jóhann fór sjálfur á punktinn og skoraði örugglega og jafnaði leikinn.

Eftir markið tóku Völsungar öll völd á vellinum og hefðu getað bætt við mörkum en nýttu ekki færin sín.  Leiknismenn komu til baka um miðjan seinni hálfleikinn og þrátt fyrir ágætis færi þá tókst þeim heldur ekki að skora.

En á 79 mínútu á Bjarki Baldursson hörku skot sem Hristo Petrov ver glæsilega en boltinn dettur fyrir fætur Ásgeirs Kristjánssonar sem fylgir vel á eftir og kemur Völsungum í forustu 1-2

Þarna héldu allir að þetta væri komið hjá Völsungum en 4 mínútum seinna fá Leiknismenn dæmda vítaspyrnu eftir klaufalegt brot hjá varnarmanni Völsunga á Garðari Loga.  Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði af miklu öryggi.

Það var síðan á 87 mínútu sem Garðar Logi innsiglaði sigur Leiknismanna þegar hann vann boltann á sínum vallarhelming og stakk varnarmenn Völsunga af og átti síðan hnitmiðið skot sem endaði í marki Völsunga og staðan orðin 3-2

Hörku leikur sem í raun og veru bæði lið hefðu getað unnið.

Maður leiksins: Garðar Logi Ólafsson

Áhorfendur: 50

Garðar var í stuði á móti Völsungum, en ekki Julio.

Leiknir F. sigraði annan flokk Þórs.

Þór2  1 – 2  Leiknir F.

0 – 1  Kristófer Viðarsson (´2)

0 – 2  Hilmar Bjartþórsson (´51)

1 – 2  Númi Kárason (´86)

Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega því að fyrsta markið kom strax á 2mín þegar Leiknismenn tættu vörn Þórs í sig með fallegu spili upp hægri kantinn sem endaði á flottri fyrirgjöf sem Kristófer Viðarson skallaði í mark en hann var einn og óvaldaður á fjarstöng. Skömmu síðar eða á 9mín fengu Þórsarar vítaspyrnu dæma þegar markmaður Leiknis, Hristo, braut á Guðna Sigurþórssyni og fékk gult spjald fyrir. Aron Ingi tók spyrnuna sem var frekar léleg og Hristo átti ekki erfiðleikum að verja hana. Fátt annað markvert gerðist í fyrrihálfleik.

Seinni hálfleikur var ekki orðinn gamall þegar Leiknismenn bættu við marki en það kom eftir hornspyrnu þegar Almar Daði átti góðan skalla í slánna og út í vítateig og þar var Hilmar Bjartþórsson fljótastur að átta sig og skoraði gott mark. Eftir þetta var lítið um færi og lítið um spil, boltinn mikið í loftinu. En á 67mín sleppur Anton Axel í gegnum vörnina hjá Leikni og var orðinn skyndilega einn á móti Hristo en skaut hátt yfir markið. Eftir þetta fóru Leiknismenn að skipta út leikmönnum og við það riðlaðist leikur þeirra og Þórsarar gengu á lagið og þjörmuðu vel að Leiknismönnum, áttu gott færi á 83mín góðan skalla í þverslánna eftir góða fyrirgjöf frá Aron Lárussyni. En á 86mín minnkuðu Þórsarar muninn eftir góða stungusendingu innfyrir vörn Leiknis og Númi Kárason einn gegn Hristo og gerði engin mistök. Eftir þetta fjaraði leikurinn út.

Maður Leiksins: Björgvin Stefán Pétursson

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40