Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2016 Mars

23.03.2016 12:18

Af markvörðum

Eins og flestir vita sem fylgjast með hjá Leikni, neyddumst við til að láta Steve Layeni markvörð frá okkur.  Ástæðan fyrir brottför hans er að hann reyndist ekki tilbúinn að vinna með knattspyrnuiðkuninni eins og gert var ráð fyrir þegar samið var við hann. Hann var því seldur fyrir ótilgreinda upphæð til Fram.  Við óskum honum alls hins besta, nema kannski rétt í leikjunum við Leikni á sumri komanda.

En örvæntið eigi, það kemur alltaf maður í manns stað og við erum að semja við mjög spennandi markvörð sem vonandi verður kominn á staðinn innan nokkurra vikna.

Þar að auki höfum við samið við Amir Mehica um að taka að sér markvarðaþjálfun og vera til taks sem markvörður #2. Amir hefur áður varið mark Hauka í fyrstu deild og KFF í 2. deild hérlendis, en hann býr ásamt fjölskyldu sinni á Reyðarfirði.

Við bjóðum Amir hjartanlega velkominn í Leikni.

23.03.2016 11:09

Aðalfundur

Aðalfundur knattspyrnudeildar Leiknis var haldinn sunnudaginn 13. mars.

Boðið var upp á venjuleg aðalfundarstörf, en engar hnallþórur.

Formaður flutti fremur leiðinlega skýrslu en gjaldkerinn bætti það upp.

Hagnaður ársins 2015 nam tæpum 600 þúsundum og kvittuðum við þar fyrir eitt óvæntasta tap Leiknis síðustu ár (ef frá er talið tapið gegn Hetti á Vilhjálmsvelli sl haust), þe uþb 500 þús kr rekstrartap ársins 2014.

Úr stjórn deildarinnar gengu Guðbjörg Rós Guðjónsdóttir ritari og Óskar Þór Hallgrímsson varaformaður. 

Stjórn knattspyrnudeildarinnar þakkar Guðbjörgu og Óskari frábært samstarf undanfarin ár.

Inn í stjórnina komu eftir stutta en snarpa kosningabaráttu; Una Sigríður Jónsdóttir og Sigurður Sindri Stefánsson og eru þau boðin hjartanlega velkomin.  

Á fundi stjórnar sunnudaginn 20. mars skiptu menn með sér verkum og er skiptingin sem hér segir:

Form: Magnús Ásgrímsson,

Gjaldkeri: Hans Óli Rafnsson,

Ritari: Hulda Sigrún Guðmundsdóttir,

Varaform: Valur Sveinsson,

Meðstj.: Dagný Hrund Örnólfsdóttir,

Meðstj.: Una Sigríður Jónsdóttir,

Meðstj.: Sigurður Sindri Stefánsson.

12.03.2016 13:05

Sigur á Þrótti

Leiknir sótti Reykjavíkur-Þrótt heim í Egilshöllina í gær, föstudagskvöld.  

Liðin voru bæði án stiga eftir tvo leiki í 4ða riðli A-deildar Lengjubikarsins.

Okkar menn voru stessaðir í upphafi leiks og Þróttar sóttu meira í fyrri hálfleik án þess að skapa sér nema eitt alvöru færi.

Þó varði Steve mjög vel og sýndi þá að hvað er snöggur þrátt fyrir stærðina.  Á hinum endanum átti Björgvin Stefán góða fyrirgjöf á kollinn á Almari sem náði góðum skalla en markvörður Þróttar varði frábærlega.   0-0 í leikhléi.  Leiknisstrákarnir mættu beittari til seinni hálfleiks og eftir um 10 mínútna leik kom fyrsta markið, Alberto vann þá boltann í vörninni og geysist með hann upp og sendi á Kristófer Pál sem var í góðri stöðu ódekkaður við vítateigslínuna. Hann átti skot sem virtist algjörlega misheppnað, en sigldi einhvernveginn í fjærhornið og staðan 0-1. Þróttarar náðu að jafn á 62 mín. Þeir fengu aukaspyrnu upp undir endamörkum rétt utan vítateigs og sendu fasta fyrirgjöf inn á markteiginn við fjarstöngina þar sem reyndist vera ódekkaður maður sem stangaði boltann auðveldlega í netið.

Okkar menn gáfust ekki upp og sóttu meira eftir þetta og  á 75 mín skoraði Kristófer Páll sigurmarkið, eftir góða sókn.

Leiknisliðið:

Steve í marki,

Sóli, Marinó, Alberto og Tadas í öftustu línu,

Almar og Hilmar á miðju, Gummi og Garðar á vængjunum,

Kristófer og Björgvin fremstir.

Bekkur: Dagur Már, Ísak Breki, Sigurður Donys, Marteinn Már og Dagur Ingi og komu allir inn á.

Báðir vinstri bakverðirnir fóru meiddir af velli og ávíst um þáttöku þeirra í leiknum við nafna okkar í Leikni R á sunnudaginn.

Alberto spilaði sinn fyrsta leik fyrir Leikni og var mjög góður, einnig áttu ma Steve, Marinó og Tadas skínandi leik sem og flestir aðrir. Kristó var þó maður leiksins með tvö fyrstu mörk Leiknis í A-deild.  En sigurinn var fyrst og fremst árangur af vel skipulögðum leik og góðu vinnuframlagi allra.

Kristó fann markaskóna!

 

 

 

 

06.03.2016 18:03

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Knattspyrnudeild Leiknis auglýsir;

 

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMF Leiknis

verður haldinn sunnudaginn

13. marz 2016, kl: 20:30

á efri hæð slökkvistöðvarinnar.

 

Dagskrá:

 

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál

 

Mætum og sýnum starfinu áhuga og ræðum málin, spennandi tímar framundan!

 

  Stjórn knattspyrnudeildar

05.03.2016 17:32

Tap gegn FH

Leiknir tók á mót Íslandsmeisturum FH í skítakulda í Höllinni í dag.  Leikurinn var fyrsti heimaleikur Leiknis í A-deild Lengjubikarsins og fyrsti innbyrðisleikur félaganna í 18 ár. Þegar félögin léku síðast voru 6 af 16 leikmönnum Leiknis ekki fæddir og engir nema Marinó og Steve byrjaðir í grunnskóla.

FH var sterkari aðilinn í dag eins og menn höfðu gert ráð fyrir og sóttu mikið.  Okkar menn vörðust vel og héldu skipulagi og létu aldrei galopna sig. FH átti fjöldann allan af skotum sem maður leiksins Steve Layeni markvörður varði lengi vel af stakri prýði. Það var komið fram á 80 mínútu þegar ísinn loks brotnaði og Kassim Doumbia tókst að skora eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum eftir hornspyrnu.

Fyrir utan Layeni voru eingöngu heimastrákar sem léku fyrir Leikni og allir fæddir á bilinu 1992-2000, nema Marinó Óli sem er örlítið eldri...

Byrjunarlið Leiknis:

Steve í marki,

Gummi, Tadas, Marinó og Sóli í öftustu línu,

Hilmar (Dagur I ´89) og Almar djúpir á miðju og Kristó framan við þá,

Garðar (Kifah ´81) og Dagur M (Marteinn ´85) á vængjunum og Björgvin uppi á topp.

Aðrir á bekk; Jón Bragi og Ásgeir

 

Maður leiksins, Stefano Layeni

 

02.03.2016 14:06

Leiknir - FH

 
Lengjubikarinn - A deild karla riðill 4
 
 
 
Leiknir - FH
 
 
Laugardaginn 5. mars 2016
 
 
Kl. 12.00
 
 
Fjarðabyggðarhöllinni
 
 
Engin aðgangseyrir. Allir á völlinn!!!

01.03.2016 16:24

Stefano Layeni

Genginn er til liðs við Leikni ítalsk/nígerískur markvörður; Stefano Layeni. 

Stefano er 33 ára og 1,98 á hæð.

Hann á að baki leiki í þremur efstu deildum Ítalíu. Í A-deild með Como, í B-deild með Albinoleffe og í C-deild með Prato og Benevento.

Stefano er kominn með leikheimild og verður væntalega á milli stanganna á laugardaginn gegn íslandsmeisturunum í FH.

 

Við bjóðum Stefano hjartanlega velkominn í Leikni!

 

 

 

01.03.2016 16:08

Tap gegn KFF

Leiknir og KFF leiddu saman hesta sína í æfingaleik í Höllinni sl laugardag.

Leiknum lauk með sigri KFF 3-2. Mörk okkar manna gerðu Kristófer Páll og Marteinn Már úr víti sem hann fiskaði sjálfur.  Hans fyrsta meistaraflokksmark!

Bæði lið tefldu fram mörgum ungum leikmönnum.

Byrjunarlið Leiknis:

Marinó Óli  stóð óvænt í marki...

Arnór Daði, Tadas, Bjarki, Gummi,

Hilmar og Garðar djúpir,

Kifah og Marteinn á vængjunum,

Kristó í holunni og Dagur Már á toppnum.

Bekkur; Dagur Ingi, Ásgeir Páll og Jón Bragi.

 

Bræður eftir sinn fyrsta meistaraflokksleik

 

01.03.2016 14:58

Elísabet Eir Hjálmarsdóttir í U16 úrtak

Frétt af vefnum austurfrett.is

Elísabet Eir og Halldóra Birta valdar í úrtakshóp U16

 
 

Elísabet Eir Hjálmarsdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir voru á dögunum valdar í úrtakshóp U16 landliðsins í knattspyrnu.

Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu helgina 4.-6. mars og verða undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara liðsins.Elísabet Eir og Halldóra Birta eru báðar á yngra ári í þriðja flokk, en báðar eru þær einnig afreksmenn í öðrum íþróttum,

Elísabet Eir í fimleikum og Halldóra Birta á skíðum.

„Svona skiptir alltaf miklu máli fyrir félagið,“ segir Helgi Ásgeirsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Fjarðabyggð.

„Þetta er fyrst og fremst hvatning fyrir aðrar stelpur sem eru að æfa fótbolta, en þarna sjá þær hve langt er hægt að ná með því að stunda æfingar af kappi.

Okkur vantar fleiri stelpur í fótboltann og þetta verður vonandi hvatning fyrir þær að koma og æfa með okkur.“

Hægt er að nálgast fréttina hér.

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40