Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2016 Apríl

30.04.2016 18:21

Borgunarbikarinn Leiknir og Sindri 1-3

Myndir komnar inn í albúm hér á síðunni.


Leiknisliðið í dag.


Garðar Logi Ólafsson milli tveggja elda.

29.04.2016 10:36

Og svo kom sumarið!

Nú þegar alvaran er að bresta á, er rétta að fræða fjölmarga aðdáendur Leiknis um stöðu mála.

Leikmannahópurinn er klár fyrir sumarið. Svo farið sé yfir breytingarnar á hópnum frá síðasta ári þá eru þessar helstar.

Farnir/hættir:

Nico, Julio, Ferran og Hector eru farnir og verða ekki með okkur, Ferran verður með Aftureldingu í sumar en hinir verða væntanlega heima á Íberíuskaganum.

Vignir fór í Þrótt Vogum, Halli og Hlynur heim í KFF og Beggi og Björgvin verða ekki með.

Í staðinn fyrir þessa drengi höfum við fengið eftirtalda leikmenn;

Adrian Murcia -spænskur markvörður,

Omar Rocamora - spænskur vinstri kantur/bakvörður eða miðjumaður,

Nacho Poveda - spænskur, getur leikið allar fremstu stöðurnar,

Jesus Suarez - spænskur djúpur miðjumaður/miðvörður - ekki enn kominn með leikheimild,

Jonas Westmark - danskur miðvörður,

Alexander Ainscough - bandarískur/írskur sóknarmaður.

Amir Mehica - markvörður skipti til okkar frá KFF - hann er markvarðarþjálfari auk þess að vera til taks ef á þarf að halda.

Mareinn Már Sverrisson skipti til okkar eftir að hafa verið í uppeldi hjá vinum okkar í Val.

Þá höfum við fengið Valdimar Inga aftur á láni frá Vikingum.

Loks má geta þess að okkar ungu drengir eru allir einu ári eldri en í fyrra og þeir yngstu vonandi tilbúnir fyrir stærra hlutverk en í fyrra.

 

Við munum frumsýna flesta þessara nýju manna á morgun gegn Sindra. Þannig að það verður að spennandi að kíkja í Höllina á morgun.

Vonandi setur Valdi nokkur fyrir okkur í sumar.

 

 

 

21.04.2016 10:01

Frábær stuðningur!

Á aðalfundi Loðnuvinnslunnar hf í gær, síðasta vetrardag var kynntur stóraukinn stuðningur fyrirtækisins við knattspyrnudeild Leiknis. 

Stuðningurinn árið 2016 nemur 9 milljónum en var 4 milljónir 2015. 

Á fundinum afhentu forsvarsmenn Loðnuvinnslunnar fulltrúum deildarinnar skjal þessu til staðfestingar. Á fundinum voru nýir búningar Leiknis sýndir en þeir eru glæsilegir eins og sjá má á myndinni.

Á myndinni frá vinstri: Magnús Ásgrímsson form knattspdeildar, Kristófer Páll Viðarsson, Lars Gunnarsson stjórnarformaður LVF,

Garðar Logi Ólafsson og framkvæmdarstjóri LVF, Friðrik Mar Guðmundsson.

 

15.04.2016 15:12

Inkasso-deildin!

KSÍ hefur samið - fyrir hönd 1. deildarfélaga - við fyrirtækið Inkasso um að þeir gerist styrktaraðila deildarinnar og mun hún í ár heita Inkasso-deildin.  Jafnframt hefru verið samið við 365 miðla um beinar útsendingar af leikjum í deildinni og verða þær amk 22 talsins.  En eftir á að koma í ljós hvort við komumst í beina!

Samningurinn við Inkasso felur í sér að fyrirtækið greiðir liðunum í deildinni verðlaunafé, samtals 4,5 milljónir.

Af leikmannamálum okkar Leiknismanna er það að frétta að Adrian Murcia markvörður er mættur og við höfum nú samið við tvo aðra leikmenn; Nacho Poveda og Jesus Suarez. Það verður hins vegar ekkert úr því að Julio komi aftur né Sergio Cuesta sem við sömdum við fyrr í vetur. Það kom upp á diskinn að félög þeirra eru í fallbaráttu og vilja ekki láta þá lausa fyrr en komið er fram um miðjan maí og því jafnvel óvíst að tækist að skipta þeim fyrir lokum gluggans 15. maí.

 

 

02.04.2016 16:42

Tap fyrir Fjölni

Leiknir tók á móti Fjölni í Höllinni í sínum síðasta leik í Lengjubikarnum í ár.

Okkar menn voru sprækir í byrjun og Björgvin Stefán skoraði sérlega laglegt mark eftir um 8 mínútna leik.

Hann fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystuna nokkrum mínútum síðar en skaut í slá og yfir úr upplögðu færi.

Á 28 mínútu vænkaðist hagur okkar manna enn, þegar einn gesturinn fékk beint rautt fyrir fólskulegt brot.

En við þetta vöknuðu morgunsvæfir Grafarvogsbúar ásamt því að Leiknismenn virtust missa einbeitinguna.

Fjölnir jafnaði með skalla eftir hornspyrnu nokkrum mínútum síðar og staðan 1-1 í hálfleik.

Gestirnir mættu ákveðnir til leiks eftir hlé og bættu við tveimur mörkum á fyrstu 10 mínútum síðari hálfleiks.

Okkar menn sköpuðu sér lítið eftir þetta og leikurinn fjaraði út.

Þetta var daprasti leikur Leiknis í nokkurn tíma, það virtist vanta alla trú og vilja, einkum eftir að andstæðngunum fækkaði inni á vellinum.

Byrjunarliðið:

Amir í hliðinu,

Ísak, Tadas, Almar og Sóli í öftustu línu,

Hilmar og Dagur Már djúpir, Garðar og Gummi á vængjunum, 

Kristófer í holunni og Björgvin fremstur.

Bekkur: Dylian (Dagur M ´53), Marteinn (Ísak ´58), Dagur Ingi (Garðar ´81), Kifah (Kristó ´85), Ásgeir og Jón Bragi.

 

Björgvin fann markaskóna.

 

Þetta var síðasti mótsleikurinn í nokkurn tíma, næst er það bikarleikur við Sindra í Höllinni 30. apríl.

 

Myndir frá leiknum komnar í albúm.

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40