Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2016 Desember

31.12.2016 00:13

Jólamótið - seinni hluti!

Í kvöld lauk tuttugasta Jólamóti knattspyrnudeildar Leiknis, en mótið hefur verið haldið á hverju ári síðan Höll Ölvers var opnuð 1997.

Mótið fór að venju óvenju vel fram og má þakka forsjóninni að einungis einn leikmaður var studdur af velli meiddur. Einnig sluppu dómarar ómeiddir.

Liðin sem kepptu í kvöld voru sjö og vill undirritaður þakka sponsorunum kærlega, þeir voru; KFFB, BYKO, KPMG, Hárstofa Sigríðar, Hellas, Brekkan/Landatangi, Glófaxi, Og synir og Launafl.

Sigurvegararnir eins og undanfarin tvö ár eru drengirnir í lið Hárstofu Sigríðar, þrátt fyrir að reynt hafi verið að breyta reglum árlega til að hindra þessa óheillaþróun.

Í öðru sæti á markamun urðu KPMG piltar og í þriðja sæti spútnikarnir í Og synir.

 

Hárstofa Sigríðar; Arek þjálfari, Golli Sveins, Halli Unu, Unnar Ari, Óli lukkutröll, Fannar Bjarki, Almar Daði, Baldur ,,hjólhestur" og Hilmar Freyr.

 

Það bendir allt til þess að KPMG sé á hausnum. Amk neitar myndin af strákunum að vera öðru vísi en á hvolfi.

Frá vinstri; Daníel í Dölum, Gummi, Dagur Ingi, Marteinn Már, Ingimar eigandi og lukkudýrið Emilía.

Á myndina vantar Elís Dalaprins sem meiddist og feðgana fræknu Magga Jóns og Brynjar Þorra. 

 
 
 

29.12.2016 21:15

Jólamótið - fyrri hluti!

Kvennariðll Jólamóts Leiknis fór fram í kvöld, við frábærar aðstæður í Ölvershöll.

Sex lið mættu til leiks; Auður Vésteinsdóttir, Áhaldaleiga Austurlands, Metal, Dynjandi, Ferro Zink og Loft- og raftæki.

Metal og Ferro Zink sigruðu í sínum riðlum og léku því til úrslita.

Þar bar Ferro Zink sigur úr bítum í hörkuleik.

Lið Metal var þannig skipað; Adna, Vala Ormars, Sara Rut, Dagný Alda og Karítas Embla.

Lið Ferro Zink; Elsa Sigrún, Sunna, Halldóra Birta, Elísabet Eir og Hafdís.

Við kunnum fyrirtækjunum sem styrktu liðin bestu þakkir, sem og stúlkunum og starfsmönnum mótsins.

Ferro Zink!

 

25.12.2016 21:00

Hin árlega firmakeppni knattspyrnudeildar Leiknis - Jólamótið - fer fram í tuttugasta skiptið fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. desember - í höll Ölvers.

 

Kvennariðillinn  hefst stundvíslega kl 18:01 þann 29. des.  Skipt í lið á staðnum og sponsorum úthlutað!

Karlariðillinn hefst kl 17:01 föstudaginn 30., sömu reglur og í fyrra.  Hámark þrír meistaraflokksmenn í hverju liði, en einungis tveir úr meistaraflokki Leiknis.  

Víðir Sig sker úr.

Þátttökugjald 20.000 kr.  Skráningarfrestur rennur út kl 11:05 á leikdaginn.  

Tekið á móti skráningum í síma 894 71 99 eða á magnus@lvf.is.

Aðgangseyrir kr 0, en áhorfendur kaupa sér samlokur, kaffi og aðrar góðgerðir á nokkuð uppsprengdu verði!!!

 

 

Það er gaman að vinna til verðlauna...

 

08.12.2016 22:51

Fyrsti æfingaleikurinn!

Leiknir tók á móti Hetti í fyrsta æfingaleik undirbúningstímabilsins í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld.

Leikurinn var fjörugur og hin ágætasta skemmtun fyrir áhorfendurna 6.

Dagur Ingi skoraði tvö skallamörk á fyrsta hálftímanum, annað eftir eigin stoðsendingu.

Kristinn sem var að spila sinn fyrsta leik með Leikni skoraði næsta mark úr víti sem hann fiskaði sjálfur. Hilmar bætti fjórða markinu við áður en Kristinn skoraði það fimmta eftir góðan samleik við Hilmar.

Marko minnkaði muninn fyrir Hött þegar skammt lifði leiks og lokatölur 5-1.

Þessir spiluðu fyrir Leikni; Amir, Sæþór, Suarez, Sólmundur, Ásgeir, Unnar, Hilmar, Marteinn, Dagur Ingi, Kifah, Kristinn og Jón Bragi. Að auki lánuðum við Hattarmönnum Bergsvein í markið og var hann einn besti maður gestanna.

Marteinn og Dagur voru í æfingahóp hjá U19 um daginn og sýndu í kvöld að þangað áttu þeir erindi.

Þess má geta að Tómas Orri dæmdi leikinn og gerði það vel og Viðar sá óðafinnanlega um vallarklukkuna.

Milli hátíðanna er fyrirhugaður æfingaleikur við KFF.

 

Þessir voru samherjar í fyrsta sinn í kvöld og voru báðir flottir.

 
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40