Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2017 Maí

05.05.2017 11:49

Dómaranámskeið

Frá KSÍ: 

 

Dómaranámskeið og fundir á Austurlandi.

 

KSÍ stendur fyrir námskeiðahaldi og fundarherferð með dómurum á Austurlandi.

 

Dagskráin verður sem hér segir.

 

9. maí. Þriðjudagur. Egilsstaðir. Fyrirlestrarsalur ME.

Kl. 17:00 Unglingadómaranámskeið.

Kl. 20:00 Undirbúningsfundur dómara og eftirlitsmanna.

 

10. maí. Miðvikudagur. Reyðarfjörður. Austurbrú.

Kl. 17:00 Unglingadómaranámskeið.

Kl. 20:00 Undirbúningsfundur dómara og eftirlitsmanna.

 

11. maí. Fimmtudagur. Höfn. Nýheimar.

17:30 Unglingadómaranámskeið.

 

Skráning er hafin á magnus@ksi.is

 

04.05.2017 12:09

Mótið að hefjast

Jæja gott Leiknisfólk. Þá er þetta að bresta á!

Inkassodeildin hefst á laugardaginn þegar við fáum Gróttu í heimsókn í Höllina.

Gróttu er spáð enn daprara gengi en okkur, en samkvæmt spá fyrirliða og þjálfara í deilinni förum við saman niður í 2. deild í haust.

Við þurfum samt ekki að ganga um með kvíðahnút í maganum vegna sumarsins. Við vitum að við verðum alltaf litla liðið (líka á móti Gróttu), en ef við mætum með rétt hugarfar til leiks þá er ég sannfærður um að við verðum búnir að tryggja sæti okkar fyrir síðust umferð.  Að mínu viti erum við með betra lið en í fyrra og erum vissulega reynslunni ríkari.

Við erum að vinna í leikheimild fyrir spænskan leikmann sem skrifað hefur undir samning við félagið. Sá heitir Alberto Heredia og getur leikið margar stöður (þó ekki einu); ma hægri bakvörð og kant, í hinni frægu holu og jafnvel á vinstri vængnum. Alberto verður vonadi kominn með leikheimild á móti Keflavík þann 13, maí.

En - mætum í Höllina á laugardaginn, þetta er ótrúlega mikilvægur leikur, miklu mikilvægari en gegn KR eftir hálfan mánuð.

Aðgöngumiðarnir í ár!

 

02.05.2017 12:46

Undirskriftir

Þær Brynja Rún Steindórsdóttir, Elísabet Eir Hjálmarsdóttir og Rebekka Ýr Unnarsdóttir hafa nýverið skrifað undir samninga við knattspyrndudeild Leiknis og eru klárar í sumarið með sameiginlegu liði KFF, Hattar og Leiknis.  Liðið leikur í nýrri 2. deild Íslandsmótsins og hefja leik 14. maí, þegar þær taka á móti Einherja á Fellavelli.

 

01.05.2017 12:17

KFF - Leiknir

 
 

Í gær hófst alvaran í boltanum og löngu undirbúningtimabili lauk, með bikarleik við KFF á Norðfirði.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, þó aðstæður hafi verið fínar.

Jafnræði var lengst af með liðunum og jafnt í hálfleik; 1-1. Suarez skoraði glæsilegt skallmark eftir hornspyrnu en strax í næstu sókn KFF jafnaði Anton Bragi með laglegum skalla.

Okkar menn náðu betri tökum á leiknum í seinni hálfleik, einkum eftir að Degi Inga var vikið af velli með tvö gul spjöld, þar sem dómarinn féll í gildru vælandi (og reyndra) andstæðinga sem fiskuðu þessi spjöld bæði. 

En þetta kveikti í okkar mönnum og ekki löngu seinna skoraði del Cueto fallegt skallamark og tryggði Leikni sæti i 32liða úrslitum.  Heimamönnum tókst ekki að skapa sér færi síðasta hálftímann þrátt fyrir að vera manni fleiri, en þeir börðust vel og voru sennilega betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik.

Leiknisliðið:

Robert,

Björgvin (c), Arek, del Cueto, Gummi,

Suarez og Hilmar (Sóli),

Coco (Unnar) og Stinni á köntunum,

D. Ingi og V. Ingi (Almar) á toppnum.

Sólmundur steig sín fyrstu spor á vellinum eftir veikindi og var það ánægjulegt. Minni gleði vakti að Coco var fyrir hnjaski á öxl og er tæpur...

 

Javier del Cueto skoraði sigurmarkið á Neskaupstað.

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40