Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2017 Desember

30.12.2017 19:37

Jólamótið!

Tuttugasta og fyrsta Jólamóti Leiknis í innanhússknattspyrnu er lokið í Ölvershöll.

Fimm lið kepptu í kvennaflokki; það voru lið KFFB, BYKO, Loft og raftækja, Metal og Glófaxa.

Það var lið Metal sem stóð uppi sem sigurvegari eftir harða keppni. 

Þetta eru stúlkurnar;  Guðbjörg Rós, Sara Rut, Karítas Embla, Arna, Rebekka Ýr og Elísabet Eir.

 
Í flokki pilta, drengja og karla voru sex lið og sigraði Launafl eftir harða baráttu við Einhamar.
Lokastaðan:
Launafl .............................. 15 stig
Einhamar .......................... 12 stig
Áhaldaleiga Austurlands ... 6 stig
KPMG .................................. 4 stig
Brekkan .............................. 4 stig
Trévangur ........................... 3 stig
 
Knattspyrnudeild Leiknis þakkar fjölmörgum áhorfendum, nokkru færri leikmönnum og húsverðinum frækna fyrir mótið.
Og sérstakar þakkir fá fyrirtækin sem studdu okkur - amk þúsund þakkir!!!
 
Launafl; Svanur, Sveinn, Arek, Marinó og Almar.

27.12.2017 09:38

Jólamótið

 
 

Hin árlega firmakeppni knattspyrnudeildar Leiknis - Jólamótið - fer fram laugardaginn 30. desember - í höll Ölvers.

 

Kvennariðillinn  hefst stundvíslega kl 13:00.  Skipt í lið á staðnum og sponsorum úthlutað!

Karlariðillinn hefst kl 15:00, sömu reglur og í fyrra.  Hámark þrír meistaraflokksmenn í hverju liði, en einungis tveir úr meistaraflokki Leiknis.  

Víðir Sig sker úr.

Þátttökugjald 20.000 kr.  Skráningarfrestur rennur út kl 23:00 föstudaginn 29.

Tekið á móti skráningum í síma 894 71 99 eða á magnus@lvf.is.

Aðgangseyrir kr 0, en áhorfendur kaupa sér samlokur, kaffi og aðrar góðgerðir á nokkuð uppsprengdu verði!!!

 

Þessir unnu karlariðilinn nokkuð óvænt í fyrra.

14.12.2017 11:15

ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2017

Fréttatilkynning:

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2017 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 37. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.

 

Bókin er 272 blaðsíður og myndirnar í henni eru rúmlega 380. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda annara liða og einstaklinga.

 

Í bókinni eru viðtöl við Hannes Þór Halldórsson, Sif Atladóttur, Hauk Pál Sigurðsson, Söndru Maríu Jessen og Guðna Bergsson. Þar er einnig að finna ítarlega umfjöllun um úrslitakeppni EM kvenna í Hollandi, um alla landsleiki Íslands í undankeppni HM karla og kvenna, þar með talið hvernig Ísland tryggði sér sæti á HM 2018 í Rússlandi, sem og aðra landsleiki í öllum aldursflokkum. Fjallað er um það sem er framundan hjá landsliðunum, nýja Þjóðadeildin er útskýrð o.fl.

 

Fjallað er ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira.

 

Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, liðsskipanir allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn og konur hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira.

 

Í bókinni er m.a. samantekt á því hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en efstu leikmenn í báðum deildum eru verðlaunaðir af Bókaútgáfunni Tindi í útgáfuhófi vegna bókarinnar.

 
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40