Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2018 Janúar

31.01.2018 08:42

Sólarkaffið!

Sólarkaffi Leiknis var haldið í Skrúð á sólardaginn; 28. janúar.

Vel var mætt eða um 170 manns.  Etnar voru sólarpönnukökur og að venju veittar viðurkenningar og voru þessar helstar:

 
 

Unnar Ari Hansson var útnefndur knattspyrnumaður ársins 2017. Hann kom eins og stormsveipur inn í leikmannahóp Leiknis á síðasta tímabili.  Með dugnaði og réttu hugarfari varð hann fastamaður í liðinu. Hann spilaði 19 leiki í Inkassodeildinni og fékk 7 verðskulduð gul spjöld. 

 

 

Elísabet Eir Hjámarsdóttir var útnefnd efnilegasta knattspyrnukona Leiknis 2017.

Að auki var Elísabet útnefnd íþróttamaður Leiknis 2017.

Elísabet Eir sem er fædd árið 2001 var þrátt fyrir ungan aldur í lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna, annað árið í röð.
14 ára spilaði hún sinn fyrsta skráða meistaraflokksleik og skoraði þá í 1-1 jafntefli við Einherja. Síðan þá hefur Elísabet spilað 24 meistaraflokksleiki og skorað 7 mörk. Hún var markahæsti leikmaður meistaraflokks tímabilið 2017. Elísabet hefur nú samið við Þrótt R og verður gaman að fylgjast með henni í 1. deildinni í sumar.

 

Dagur Ingi Valsson var efnilegasti knattspyrnumaður Leiknis 2017 og hampar því Valþórsbikarnum. Dagur sem er ´99 módel spilaði tvo leiki í Inkassodeildinni kraftaverkatímabilið 2016, en síðastliðið sumar tók hann þátt 15 leikjum og skoraði 3 mörk. Dagur hefur sýnt að með dugnaði og elju er hægt að ná miklum framförum og hlökkum við til að fylgjast með honum tímabilið 2018.

08.01.2018 18:32

Leikmannafréttir

Meistaraflokkur karla hefur fengið liðsauka fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.  Þeir Garðar Logi Ólafsson og Ingvi Ingólfsson hafa skrifað undir félagaskiptapappíra og samninga við Leikni.

Ingvi er 25 ára miðvörður sem á að baki 132 leiki með nágrönnum okkar í Sindra. Hann lék lítið í fyrra en einbeitti sér að því að þjálfa og stjórna meistaraflokki kvenna hjá Sindra. Ingvi hefur þegar leikið 4 fjóra leiki með Leikni og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til félagsins.

Garðar Logi  sem er 19 ára er vel þekktur hjá Leikni, enda hefur hann leikið allan sinn feril utan síðasta sumars með Leikni. Hann á þegar að baki 50 meistaraflokksleiki, af þeim 22 fyrir Hött.  Garðar hefur mest spilað hægri bakvörð eða hægri kant. Garðar er að sjálfsögðu boðinn hjartanlega velkominn heim.

 

Þeir brostu sínu blíðasta Garðar og Ingvi.

 

04.01.2018 08:54

Knattspyrnuakademía Tandrabergs

Yngri flokkar Fjarðabyggðar í knattspyrnu halda

Knattspyrnuakademíu Tandrabergs fyrir 7. til 3. flokk karla og

kvenna þann 13. og 14. janúar næst komandi í

Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

 

Þjálfarar og leikmenn frá Íslandsmeisturum Vals mæta ásamt fleirum.

 

Dagskráin hefst kl. 12:00 á laugardeginum og henni lýkur um kl. 14:00 á sunnudeginum (6. og

7. flokkur er bara á laugardeginum). Þátttökugjald fyrir 5. – 3. flokk er 6.000 kr. og fyrir 6. og 7.

flokk 2.000 kr. Einungis er boðið upp á gistingu fyrir þá sem eiga lengst að.

Tekið er á móti skráningum á netfangið flakademia@gmail.com og þarf að vera búið að skrá

sig fyrir fimmtudaginn 11. janúar. Þátttökugjald á að greiðast inn á reikn. 1106-26-5885 kt.

660109-0210 fyrir fimmtudaginn 11. janúar og þarf að senda staðfestingu á netfangið

flakademia@gmail.com þar sem kemur fram fyrir hvern er verið að greiða, í hvaða flokki

viðkomandi þátttakandi er í og einnig þarf að koma fram hvort óskað er eftir gistingu.

 

Nánari upplýsingar um dagskrá akademíunnar er hjá Helga Mola í síma 895-2866.

 

Dagskrá Knattspyrnuakademíu Tandrabergs og YFF 2018

 

Laugardagur 13. janúar

Æfingar í Fjarðabyggðarhöllinni

6. & 7. fl           kl. 12:00 – 13:00           Ávaxtanesti kl. 13:15 – 13:45 í Grunnskólanum

Fræðslufundur fyrir foreldra kl. 14:00 – 14:45 í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

6.&7. fl kl. 14:00 – 15:00

5. fl.     kl. 15:00 – 16:00                        Fyrirlestur  kl. 16:30 – 17:00   Matur kl. 19:30

4. fl.     kl. 16:00 – 17:00                       Fyrirlestur  kl. 17:30 – 18:00   Matur kl. 19:00

3. fl.     kl. 17:00 – 18:00                        Fyrirlestur  kl. 18:30 – 19:00   Matur kl. 20:00

5. fl.     kl. 18:00 – 19:00

 

Matur frá kl. 19:00 – 20:00 í Grunnskóla Reyðarfjarðar

 

Sunnudagur 14. janúar

Hádegismatur (samlokur)  frá kl. 12:30 – 13:30 í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Æfingar í Fjarðabyggðarhöllinni

4. fl.     Kl. 09:00 – 10:00                       Hádegismatur kl. 13:30

3. fl.     Kl. 10:00 – 11:00                       Hádegismatur kl. 12:00

5. fl.     Kl. 11:00 – 12:00                       Hádegismatur kl. 12:30

4. fl.     Kl. 12:00 – 13:00

3. fl.     Kl. 13:00 – 14:00                       Dagskrá lokið kl. 14:00

 

Fyrirlestur á sunnudegi í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

5. fl.     Kl. 09:45 – 10:15                      

4. fl.     Kl. 10:15 – 10:45                                 

3. fl.     Kl. 11:15 – 11:45         

Þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar !!

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40