Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2018 Apríl

29.04.2018 21:05

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Leiknis var haldinn í kyrrþey fimmtudagskvöldið 26. apríl og fannst ýmsum kominn tími til.

Formaður og gjaldkeri fluttu þar skýrslur sýnar og birt var laglegt rekstaruppgjör, unnið af KPMG og þeirra besta manni; Ingimar Guðmundssyni.

Niðurstaða ársins 2017 var tap upp á tæpar 300 þúsund krónur en veltan var 34,6 milljónir.

Ferðakostnaður ársins nam 14,6 milljónum, eða rúmum 42% af veltu.

Helsti syrktaraðili deildarinnar, Loðnuvinnslan hf studdi okkur um 10 milljónir, sem var meira en helmingurinn af öllum styrkjum fyrirtækja. Stjórin þakkar Loðnuvinnslunni, sem og öðrum stuðningsaðilum kærlega samstarfið og stuðninginn á liðnu ári og vonast eftir farsælu framhaldi þar á.  

Stjórn deildarinnar var endurkosin, þrátt fyrir tilraun Dagnýar Örnólfsdóttur til að hætta og var hún úrskurðuð í tímbundið leyfi. Með henni í stjórn eru/voru Valur Sveinsson varaformaður, Hulda Guðmundsdóttir ritari, Jóna Petra Magnúsdóttir fulltrúi í stjórn YFF, Una Jónsdóttir, Magnús Ásgrímsson formaður og Hans Óli Rafnsson gjaldkeri.

                           ps við leitum að einum einstaklingi til að koma inn og styrkja stjórnina....

Segja má að þessi mynd lýsi samstarfinu í stjórn knattspyrnudeildar mjög vel.

 

 

 

 

29.04.2018 19:45

Af leikmannamálum

Nú þegar styttist í fyrsta leik í 2. deildinni er kannski rétt að fara aðeins yfir leikmannamálin hjá okkur, rétt til að gleðja fjölmarga aðdáendur Leiknis vitt um heimsbyggðina.

Eftirtaldir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir félagsins frá því sl haust:

    Björgvin Stefán Pétursson - fór í ÍR.

    Javi Del Cueto - fór í KFF.

    Kristinn Justiniano Snjólfsson - fór í Sindra.

    Kristófer Páll Viðarsson - fór í Selfoss.

    Sólmundur Aron Björgólfsson - fór í Huginn.

    Valdimar Ingi Jónsson - fór í Víking, var á láni.

    Vitaly Barinov - fór til Þýskalands.

Í þeirra stað hafa komið:

   Atli Dagur Ásmundsson - vængmaður - kom úr Stjörnunni.

   Garðar Logi Ólafsson - bakvörður/miðjumaður - uppalinn á Búðaströnd en lék með Hetti í fyrra.

   Hlynur Bjarnason - sóknarmaður/miðjumaður - lék með okkur 2015 en skipti til okkar úr uppeldisfélaginu Þrótti Nes.

   Ingvi Ingólfsson - miðvörur - kom frá uppeldisfélaginu Sindra.

Eins og glöggir menn sjá er jöfnuðurinn á leikmannamarkaðinum neikvæður í hausum talið, en ekki er allt sem sýnist og vonandi verðum við vel samkeppnisfærir í 2. deildinni.

Við höfum endurheimt Coco; Carlos Carrasco Rodriguez, sem náði lítið að spila sl sumar vegna meiðsla.  Þá er Jesus Suarez búinn að skipta aftur til okkar og mun spila með Leikni sitt þriðja tímabil, þrátt fyrir eftirspurn frá öðrum félögum, ma í Inkasso.

Að lokum er rétt að geta þess að kjúklingarnir (sem og aðrir í hópnum) eru árinu eldri en í fyrra og þar eigum við leikmenn sem munu verðskuldað fá stærri hlutverk nú í sumar.

                      Áfram Leiknir!!!

Súarez er búinn að skipta til okkar aftur, en byrjar í banni gegn Vestra.

 

Coco er mættur aftur rétt eins og lóan!

 

 

 
 

27.04.2018 11:01

Ársmiðar

Knattspyrnudeild Leiknis mun selja ársmiða á heimaleiki meistaraflokks eins og undanfarin ár.

Verðið verður það sama og í fyrra:

10.000 kr en 15.000 kr fyrir hjón/sambýlisfólk (samtals).

Áhugasamir geta snúið sér til stjórnarmanna eða keypt miða á fyrstu heimaleikjunum.

 

Sjö myndarlegustu drengirnir á þessari mynd munu spila fyrir klúbbinn í sumar ;-) 

Mynd frá Jóhanna Kristín Hauksdóttir.

 

26.04.2018 11:13

Sumarið kemur!

Nú styttist í að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist.  Meistaraflokkur karla ríður á vaðið laugardaginn 5. maí þegar við tökum á móti Vestra frá Ísafirði (og Bolungarvík) í 2. deild karla.  Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem Leiknir mætir vestfirsku liði í leik á Íslandsmótinu, en tek glaður við ábendingum ef einhver veit betur ;-) 

Stúlkurnar í meistaraflokkinum; Fjarðab/Höttur/Leiknir hefja leik í Mjólkurbikar KSÍ 6. maí gegn Völsungi.  Þær eiga síðan ekki leik í 2. deild kvenna fyrr en 3. júní.

Yngri flokkarnir byrja síðan að rúlla einn af öðrum.

Sumarið leggst vel í okkur og stefnum við með mfl karla í toppbaráttu í deildinni. Við höfum þó tapað þónokkrum leikmönnum og aðeins bætt tveimur við okkur, en ungu strákarnir stíga vonandi upp og hjálpa til við að fylla í skörð þeirra sem eru farnir. 

 

Fimm af þessum ellefu eru enn hjá félaginu. En geta menn giskað á fyrir hvaða leik hún er tekin?

 

19.04.2018 14:25

Aðalfundur

Loksins!!

Aðalfundur knattspyrnudeildar Leiknis verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl kl 20:00, í Slökkvistöðinni á Búðum.

Á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf, sungið tvíraddað og spilað bingó.

Komið endilega og tjáið ykkur um boltann, börnin, þjálfarana, stjórnina og fyrirhugað laxeldi í firðinum.

 

  • 1
Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 263
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1855435
Samtals gestir: 310050
Tölur uppfærðar: 15.11.2018 11:19:54


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 263
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 1855435
Samtals gestir: 310050
Tölur uppfærðar: 15.11.2018 11:19:54