Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2018 Júlí

30.07.2018 15:51

Glugginn

Nú á síðustu metrum þessa félagaskiptaglugga eru enn hræringar í herbúðum okkar Leiknismanna. Jesús Súarez hefur skipt yfir í ÍR og getur þá vonandi einbeitt sér að því að spila fótbolta þar.

Við þökkum honum kærlega hans framlag til félagsins, en Súarez var ma valinn knattspyrnumaður ársins hjá Leikni árið 2016.

Félagið hefur samið við öflugan danskan miðvörð, Jeffrey Ofori. Jeffrey sem einnig hefur Gan-verskan ríkisborgararétt er 22 ára og 190 cm á hæð. Hann lék síðast með Bronshoj í 3ju efstu deild Danmerkur.  Nú er spurningin hvort okkur tekst að ná félagaskiptum hans í gegn fyrir leikinn við Huginn á miðvikudagskvöldið.

En hjartanlega velkominn í Leikni Jeffrey.
 

 

 

09.07.2018 14:15

Félagaskiptaglugginn

Nokkrar hræringar verða hjá okkur Leiknismönnum í félagaskiptaglugganum sem opnar 15. júlí.

Þeir Ingvi Ingólfsson og Carlos ,,Coco" Rodriguez munu þá yfirgefa félagið.  Ingvi mun skipta aftur heim í Sindra og taka að sér að bjarga þeim frá falli úr 3ju deildinni. Coco fer einnig heim, þe til Spánar.

Við þökkum þeim Ingva og Coco fyrir þeirra framlag til félagsins og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.

Í þeirra stað höfum við fengið þá Mykolas Krasnovskis og Manuel Sanchez. Mykolas er fjölhæfur leikmaður sem kemur til okkar frá Snæfelli í 4ðu deildinni. Hann er bróðir Povilasar sem leikið hefur með okkur síðan sl sumar við góðan orðstý. Mykols er ætlað að fylla skarð Ingva í vörninni, en hann getur einnig leikið framar og er búinn að skora 8 mörk í 7 leikjum fyrir Snæfell.

Manuel ,,Manu" Sanchez kemur til okkar frá Atletico Pinto í spænsku 3ju deildinni og getur leikið hvort sem er í holunni eða sem fremsti maður. 

Vonir standa til að nýju mennirnir verði komnir með leikheimild fyrir leik okkar við Vestra 21. þm.

Við bjóðum Manu og Mykolas hjartanlega velkomna í Leikni.

  • 1
Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 318
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 1854489
Samtals gestir: 309916
Tölur uppfærðar: 13.11.2018 01:14:45


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 318
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 1854489
Samtals gestir: 309916
Tölur uppfærðar: 13.11.2018 01:14:45