Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

12.06.2016 17:35

Öruggur sigur á Haukum

Loks tækifæri til að rjúfa þögnina.

Leiknir tók á móti Haukum í sjöttu umferð Inkasso-deildarinnar í dag og sigraði á mjög þægilegan hátt.

Leikurinn  byrjaði fjörlega og strax á fyrstu mínútu áttum við að fá víti eftir að Nacho slapp í gegn og var keyrður niður. 

Okkar menn létu það ekki á sig fá og áttu frábæra sókn á fjórðu mínútu.  Björgvin Stefán flengdi boltanum fyrir af hægri kanntinum og hinn hávaxni frændi hans Hilmar Freyr gnæfði yfir Haukana í teignum og stangaði boltann í netið. Það var síðan á 22. mínútu sem langur bolti kom fram og Almar flikkaði hann áfram, Nacho náði honum á undan markverði gestanna og nikkaði honum fram hjá keepernum og skoraði síðan í autt markið.

Dagskránni var ekki lokið í fyrri hálfleik, Kristófer átti flotta fyrirgjöf á Almar sem hálf kiksaði í dauðafæri en inn fór boltinn samt.  Skömmu síðar átti Björgvin glæsilega fyrirgjöf og Kristófer reis hæst í teignum og átti góðan skalla sem markvörður gestanna varði mjög vel.

Hálfleikstölur 3-0.

Leiknismenn héldu áfram að þjarma að gestunum í síðari hálfleik og eftir fimm mínútna leik kom náðarhöggið.  Boltinn gekk frábærlega manna á milli og Nacho átti flotta fyrirgjöf á Hilmar sem lagði hann út í fyrsta og Almar kom á ferðinni og hamraði boltann óverjandi í markvinkilinn.  Geggjað mark.

Eftir þetta áttu okkar menn nokkur mjög góð færi og Valdimar Ingi átti að fá víti þegar hann var tæklaður úr skónum í góðu færi.  

Tadas slapp aleinn í gegn en lét verja frá sér og slatti af þokkalegum færum fór .

 
 

Haukarnir áttu tvö þokkaleg færi undir lok leiks en Adrian varði vel.

Þetta var lang besti leikur Leiknis í sumar og fyllir lungu lofti og brjóst bjartsýni.

Liðið:

Adrian í hliðinu,

Björgvin St, Arek, Calzado og Ómar í öftustu línu,

Suarez og Hilmar djúpir,

Valdi (Gummi ´68) og Kristó á köntunum,

Nacho (Garðar ´75) í holunni og Almar (Tadas ´68)  á toppnum.

Ónotaðir varamenn: Amir, Marinó, Sólmundur og Alex.

Liðið átti allt góðan dag.  Lang besti leikur Nacho í Leiknisbúningi, besti leikur Areks í sumar og Adrain var mjög öruggur. Suarez of Hilmar áttu frábæran leik á miðjunni og réðu henni, en maður leiksins var samt Almar Daði. Nema það hafi verið Viðar Jónsson....

Almar var flottur í dag.

 

 

 

 

 

29.05.2016 22:03

Leiknir - KA 0-1

Myndir í albúmi frá leik Leiknis og KA í dag.

Lið Leiknis í dag á móti KA.

16.05.2016 18:58

Leiknir og Fjarðabyggð 0-1

Myndir komnar í albúm frá leik Leiknis og Fjarðabyggðar á laugardaginn 14.maí.

Byrjunarlið Leikns á laugardaginn.

 

Hart barist.

 

03.05.2016 23:24

Fjarðaálsmótin framundan

Fjarðaálsmótin 2016

Yngri flokkar Fjarðabyggðar munu halda knattspyrnumót fyrir 7., 6. og 5. flokk karla og kvenna í maí 2016. Eins og undanfarin ár þá verður okkar aðal styrktaraðili Alcoa-Fjarðaál og munu mótin því heita Fjarðaálsmótin 

Eins og á síðasta ári verða mótin fyrir 5., 6. og 7. flokk eins dags mót.

Dagskrá

Mótin munu byrja snemma morguns og ljúka seinnipart dags, fer eftir fjölda liða.

8. maí                       5. fl. karla & kvenna (7 manna bolti)

22. maí                     6. & 7. fl. karla & kvenna (5 manna bolti)  

Á Fjarðaálsmótinu er spilað eftir reglum KSÍ í 7 og 5 manna bolta hjá 7., 6. og 5. Flokki. Allir leikir fara fram í Fjarðabyggðarhöllinni, knattspyrnuhöllinni á Reyðarfirði. 

Höllin er ekki upphituð og því getur orðið kalt í henni.

Þátttökugjald 

Þátttökugjald fyrir 7., 6. og 5. flokk er 2.000 kr. á keppanda.

Hvar á að greiða þátttökugjaldið? 

Þátttökugjaldið er hægt að greiða inn á 1106-26-5885 kt: 660109-0210 og setja í skýringu nafn liðs. Vinsamlegast sendið staðfestingu á greiðslu á netfangið sigurbjorg@asbokhald.is  

Hvað er innifalið í þátttökugjaldi?

Innifalið í þátttökugjaldi fyrir 7., 6. og 5. flokk er keppnisgjald og grillaðar pylsur og safi að loknum keppnisdegi fyrir brottför. 

Skráning 

Félög eru beðin um að koma nauðsynlegum upplýsingum og skráningu liða á framfæri með tölvupósti á fjardaalsmot@gmail.com.   Skráningu og greiðslu þátttökugjalds þarf að vera lokið í síðasta lagi 10 dögum fyrir mót.

01.05.2016 18:09

Aðalfundur YFF

Aðalfundur yngriflokka Fjarðabyggðar fyrir starfsárið 2015 verður haldinn mánudaginn 2. maí kl. 20.30 í

Grunnskólanum á Reyðarfirði.

 

Venjuleg aðalfundarstörf.

 

Stjórnin.

30.04.2016 18:21

Borgunarbikarinn Leiknir og Sindri 1-3

Myndir komnar inn í albúm hér á síðunni.


Leiknisliðið í dag.


Garðar Logi Ólafsson milli tveggja elda.

29.04.2016 10:36

Og svo kom sumarið!

Nú þegar alvaran er að bresta á, er rétta að fræða fjölmarga aðdáendur Leiknis um stöðu mála.

Leikmannahópurinn er klár fyrir sumarið. Svo farið sé yfir breytingarnar á hópnum frá síðasta ári þá eru þessar helstar.

Farnir/hættir:

Nico, Julio, Ferran og Hector eru farnir og verða ekki með okkur, Ferran verður með Aftureldingu í sumar en hinir verða væntanlega heima á Íberíuskaganum.

Vignir fór í Þrótt Vogum, Halli og Hlynur heim í KFF og Beggi og Björgvin verða ekki með.

Í staðinn fyrir þessa drengi höfum við fengið eftirtalda leikmenn;

Adrian Murcia -spænskur markvörður,

Omar Rocamora - spænskur vinstri kantur/bakvörður eða miðjumaður,

Nacho Poveda - spænskur, getur leikið allar fremstu stöðurnar,

Jesus Suarez - spænskur djúpur miðjumaður/miðvörður - ekki enn kominn með leikheimild,

Jonas Westmark - danskur miðvörður,

Alexander Ainscough - bandarískur/írskur sóknarmaður.

Amir Mehica - markvörður skipti til okkar frá KFF - hann er markvarðarþjálfari auk þess að vera til taks ef á þarf að halda.

Mareinn Már Sverrisson skipti til okkar eftir að hafa verið í uppeldi hjá vinum okkar í Val.

Þá höfum við fengið Valdimar Inga aftur á láni frá Vikingum.

Loks má geta þess að okkar ungu drengir eru allir einu ári eldri en í fyrra og þeir yngstu vonandi tilbúnir fyrir stærra hlutverk en í fyrra.

 

Við munum frumsýna flesta þessara nýju manna á morgun gegn Sindra. Þannig að það verður að spennandi að kíkja í Höllina á morgun.

Vonandi setur Valdi nokkur fyrir okkur í sumar.

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 893
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1504577
Samtals gestir: 267355
Tölur uppfærðar: 24.6.2016 23:25:02


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 893
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1504577
Samtals gestir: 267355
Tölur uppfærðar: 24.6.2016 23:25:02