Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

02.10.2018 18:15

Brynjar Skúlason tekur við meistaraflokki Leiknis

Knattspyrnudeild Leiknis og Brynjar Skúlason hafa náð samningum um að hann þjálfi meistaraflokk félagsins næstu tvö árin.

Breiðdælingurinn Brynjar er fæddur 1978 og er með KSÍ A-gráðu í þjálfun. Hann er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur eftir að hafa þjálfað lið Hugins undanfarin 10 ár. Brynjar náði frábærum árangri með Huginn og fór með liðið upp í 1. deild þar sem félagið lék árið 2016. Síðastliðið sumar er það fyrsta sem Huginn lendir neðar en þeim er spáð af sérfræðingum.

Brynjar lék með Leikni sumarið 1996 og KBS, sameiginlegu liði Hrafnkels, Súlunnar og Leiknis þar áður. Síðan hefur hann leikið með Hetti, KFF, HK og Huginn.

Við bjóðum Brynjar hjartanlega velkominn til Leiknis og væntum mikils af samstarfinu við hann.


Menn voru glaðir á góðri stundu!

 

28.09.2018 22:03

Helgi moli ráðinn!

Knattspyrnudeild Leiknis hefur ráðið S Helga ,,Mola" Ásgeirsson til starfa, hann mun þjálfa alla yngri hópana á föstudögum. Þjálfun mánudaga og miðvikudaga verður í höndum Vilbergs Jónassonar (75%) og Sigurveigar Jóhannesdóttur (25%). Sem sagt einvala lið. Til hamingju Moli með að þjálfaraferillinn skuli enn vera á uppleið og til hamingju allt Leiknisfólk með þessa flottu þjálfara.

Helgi Ásgeirsson

Á næstu dögum munu svo vonandi berst fréttir af þjálfaramálum strákanna í meistaraflokki.

 
  • 1
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 284
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1839628
Samtals gestir: 308681
Tölur uppfærðar: 18.10.2018 14:53:52


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 284
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1839628
Samtals gestir: 308681
Tölur uppfærðar: 18.10.2018 14:53:52