Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

16.07.2016 19:45

Leirknir og HK 0-0

Leikur Leiknis og HK í Inkasso deildinni í dag fór jafntefæi 0-0.

Myndir í albúmi.

Lið leiknis í dag.

 

 

08.07.2016 22:10

Leiknir og Keflavík 2-3

Myndir komnar í albúm frá leiknum í dag.

 

 

 

12.06.2016 17:35

Öruggur sigur á Haukum

Loks tækifæri til að rjúfa þögnina.

Leiknir tók á móti Haukum í sjöttu umferð Inkasso-deildarinnar í dag og sigraði á mjög þægilegan hátt.

Leikurinn  byrjaði fjörlega og strax á fyrstu mínútu áttum við að fá víti eftir að Nacho slapp í gegn og var keyrður niður. 

Okkar menn létu það ekki á sig fá og áttu frábæra sókn á fjórðu mínútu.  Björgvin Stefán flengdi boltanum fyrir af hægri kanntinum og hinn hávaxni frændi hans Hilmar Freyr gnæfði yfir Haukana í teignum og stangaði boltann í netið. Það var síðan á 22. mínútu sem langur bolti kom fram og Almar flikkaði hann áfram, Nacho náði honum á undan markverði gestanna og nikkaði honum fram hjá keepernum og skoraði síðan í autt markið.

Dagskránni var ekki lokið í fyrri hálfleik, Kristófer átti flotta fyrirgjöf á Almar sem hálf kiksaði í dauðafæri en inn fór boltinn samt.  Skömmu síðar átti Björgvin glæsilega fyrirgjöf og Kristófer reis hæst í teignum og átti góðan skalla sem markvörður gestanna varði mjög vel.

Hálfleikstölur 3-0.

Leiknismenn héldu áfram að þjarma að gestunum í síðari hálfleik og eftir fimm mínútna leik kom náðarhöggið.  Boltinn gekk frábærlega manna á milli og Nacho átti flotta fyrirgjöf á Hilmar sem lagði hann út í fyrsta og Almar kom á ferðinni og hamraði boltann óverjandi í markvinkilinn.  Geggjað mark.

Eftir þetta áttu okkar menn nokkur mjög góð færi og Valdimar Ingi átti að fá víti þegar hann var tæklaður úr skónum í góðu færi.  

Tadas slapp aleinn í gegn en lét verja frá sér og slatti af þokkalegum færum fór .

 
 

Haukarnir áttu tvö þokkaleg færi undir lok leiks en Adrian varði vel.

Þetta var lang besti leikur Leiknis í sumar og fyllir lungu lofti og brjóst bjartsýni.

Liðið:

Adrian í hliðinu,

Björgvin St, Arek, Calzado og Ómar í öftustu línu,

Suarez og Hilmar djúpir,

Valdi (Gummi ´68) og Kristó á köntunum,

Nacho (Garðar ´75) í holunni og Almar (Tadas ´68)  á toppnum.

Ónotaðir varamenn: Amir, Marinó, Sólmundur og Alex.

Liðið átti allt góðan dag.  Lang besti leikur Nacho í Leiknisbúningi, besti leikur Areks í sumar og Adrain var mjög öruggur. Suarez of Hilmar áttu frábæran leik á miðjunni og réðu henni, en maður leiksins var samt Almar Daði. Nema það hafi verið Viðar Jónsson....

Almar var flottur í dag.

 

 

 

 

 

29.05.2016 22:03

Leiknir - KA 0-1

Myndir í albúmi frá leik Leiknis og KA í dag.

Lið Leiknis í dag á móti KA.
  • 1
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 516
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 1522644
Samtals gestir: 268925
Tölur uppfærðar: 24.7.2016 08:41:44


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 516
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 1522644
Samtals gestir: 268925
Tölur uppfærðar: 24.7.2016 08:41:44