Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

22.11.2018 22:45

Fyrsti æfingaleikurinn

Leiknir tók á móti Hetti/Huginn í fyrsta æfingaleik vetrarins í Höllinni í kvöld.

Segja má að leikurinn hafi borðið aðstæðunum vitni, en hann var að auki frumraun Binna og Vidda með sín nýju lið.

Lið Leiknis var þannig í kvöld:.

Bergsveinn Ás,

Jón Bragi, Almar, Blazo og Ásgeir,

Arek, Daríus og Povilas,

Marteinn, Pálmi og Dagur,

Óli Bernharð og Viktor Freyr á bekk og spiluðu 45 og 30 mín.

Leiknum lauk með 3-0 sigri Leiknis og skoruðu Marteinn, Dagur og Ásgeir mörkin.

 

Okkar dásamlega heimasíða hefur ákveðið að stræka alfarið á myndir. Þannig að hér er ekki mynd.

 
 
 
 
 

01.11.2018 16:53

Pasja búinn að semja!

Povilas Krasnovskis hefur skrifað undir tveggja ára samning við Leikni, öllum Leiknismönnum til mikillar gleði. Povilas eða Pasja sem er 29 ára miðjumaður frá Litháen, var markahæstur okkar manna á liðnu tímabili með 9 mörk í 18 leikjum. Hann var einnig kjörinn bestur af leikmönnum og aðstandendum liðsins á lokahófi, þannig að hann er algjör lykilmaður hjá félaginu.  Fréttir af fleiri dýrmætum undirskriftum munu vonandi berast fljótlega eftir að árlegri bridgehátíð í Funchal á Madeira líkur um miðjan nóvember.

 

01.11.2018 16:22

Beggi kominn heim!

Bergsteinn Magnússon markvörður er kominn heim í Leikni. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið og mun taka slaginn með okkur í 2. deildinni næsta sumar.

Beggi er Leiknismönnum vel kunnur en hann lék með félaginu sumarið 2015 þegar við unnum okkur sæti í Inkasso. Hann lék með Aftureldingu sumarið 2016 og Huginn tvö síðustu sumur.

Bergsteinn er góður liðstyrkur og hlökkum við til að sjá hann skjóta framherjum andstæðinganna skelk í bringu og skila hreinum lökum í bunkum.

Velkominn aftur í Leikni Bergsteinn!
 

Bergsteinn er áhugamaður um sjóböð. Digritindur og Vaðhornin fylgjast áhugasöm með. 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 183
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 1866077
Samtals gestir: 311281
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 10:15:19


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 183
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 1866077
Samtals gestir: 311281
Tölur uppfærðar: 11.12.2018 10:15:19