Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

05.02.2018 18:31

Arek framlengir

Á góðri stundu í síðustu viku skrifaði Arkadiusz Jan Grzelak undir nýjan samning við Leikni. 

Þessi baráttuglaði miðvörður hefur nú leikið 132 leiki fyrir félagið og gert í þeim 7 mörk, öll réttu megin.

Arek skreyttist fyrirliðabandinu nú í Kjarnafæðismótinu, spurning hvort það er til frambúðar?

Til hamingju með samninginn Arek!

Myndin er tekin degi eftir undirskriftina, en brosið er enn fast á þessum knáa lyftaramanni.

 

01.02.2018 17:53

Hlynur Bjarnason aftur í Leikni

Norðfirðingurinn knái - Hlynur Bjarnason - er kominn aftur í Leikni, en hann lék með okkur tímabilið 2015 þegar við unnum okkur upp í Inkasso.

Hlynur er 22 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem á baki 21 meistaraflokksleik með Leikni og KFF.  Hlynur hefur þegar leikið fjóra leiki með Leikni í Kjarnafæðismótinu á Akureyri.

Velkominn Hlynur!

 

31.01.2018 08:42

Sólarkaffið!

Sólarkaffi Leiknis var haldið í Skrúð á sólardaginn; 28. janúar.

Vel var mætt eða um 170 manns.  Etnar voru sólarpönnukökur og að venju veittar viðurkenningar og voru þessar helstar:

 
 

Unnar Ari Hansson var útnefndur knattspyrnumaður ársins 2017. Hann kom eins og stormsveipur inn í leikmannahóp Leiknis á síðasta tímabili.  Með dugnaði og réttu hugarfari varð hann fastamaður í liðinu. Hann spilaði 19 leiki í Inkassodeildinni og fékk 7 verðskulduð gul spjöld. 

 

 

Elísabet Eir Hjámarsdóttir var útnefnd efnilegasta knattspyrnukona Leiknis 2017.

Að auki var Elísabet útnefnd íþróttamaður Leiknis 2017.

Elísabet Eir sem er fædd árið 2001 var þrátt fyrir ungan aldur í lykilhlutverki í meistaraflokki kvenna, annað árið í röð.
14 ára spilaði hún sinn fyrsta skráða meistaraflokksleik og skoraði þá í 1-1 jafntefli við Einherja. Síðan þá hefur Elísabet spilað 24 meistaraflokksleiki og skorað 7 mörk. Hún var markahæsti leikmaður meistaraflokks tímabilið 2017. Elísabet hefur nú samið við Þrótt R og verður gaman að fylgjast með henni í 1. deildinni í sumar.

 

Dagur Ingi Valsson var efnilegasti knattspyrnumaður Leiknis 2017 og hampar því Valþórsbikarnum. Dagur sem er ´99 módel spilaði tvo leiki í Inkassodeildinni kraftaverkatímabilið 2016, en síðastliðið sumar tók hann þátt 15 leikjum og skoraði 3 mörk. Dagur hefur sýnt að með dugnaði og elju er hægt að ná miklum framförum og hlökkum við til að fylgjast með honum tímabilið 2018.

  • 1
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 257
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1733603
Samtals gestir: 298664
Tölur uppfærðar: 21.3.2018 16:11:16


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 257
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1733603
Samtals gestir: 298664
Tölur uppfærðar: 21.3.2018 16:11:16