Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

14.12.2017 11:15

ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2017

Fréttatilkynning:

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2017 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 37. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.

 

Bókin er 272 blaðsíður og myndirnar í henni eru rúmlega 380. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda annara liða og einstaklinga.

 

Í bókinni eru viðtöl við Hannes Þór Halldórsson, Sif Atladóttur, Hauk Pál Sigurðsson, Söndru Maríu Jessen og Guðna Bergsson. Þar er einnig að finna ítarlega umfjöllun um úrslitakeppni EM kvenna í Hollandi, um alla landsleiki Íslands í undankeppni HM karla og kvenna, þar með talið hvernig Ísland tryggði sér sæti á HM 2018 í Rússlandi, sem og aðra landsleiki í öllum aldursflokkum. Fjallað er um það sem er framundan hjá landsliðunum, nýja Þjóðadeildin er útskýrð o.fl.

 

Fjallað er ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira.

 

Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, liðsskipanir allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn og konur hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira.

 

Í bókinni er m.a. samantekt á því hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en efstu leikmenn í báðum deildum eru verðlaunaðir af Bókaútgáfunni Tindi í útgáfuhófi vegna bókarinnar.

 

30.11.2017 21:39

Samið við þrjá

Í kvöld skrifðu þeir Almar Daði Jónsson, Povilas Krasnovskis og Darius Jankauskas undir samninga við Leikni og munu því taka slaginn með okkur í 2. deildinni í sumar.

Knattspyrnudeild Leiknis óskar þeim til hamingju með samningana og vonar að þeir haldi uppteknum hætti frá æfingaleik kvöldsins.

Almar Daði á þrátt fyrir ungan aldur átta keppnistímabil að baki með meistaraflokki Leiknis. Hann hefur spilað 141 leik í deild og bikar fyrir félagið og hefur sett í þeim 43 mörk. Almar hefur spilað allar stöður á vellinum utan markvörð fyrir Leikni, en hans aðalstaða undanfarin tímabil hefur verið miðherji.

Þeir Darius og Povilas komu til félagsins í júlíglugganum sl sumar og spiluðu með okkur í Inkasso. Darius spilaði 10 leiki, en Povilas lenti í tábroti og náði aðeins 7 leikjum en setti eitt mark. Báðir leika miðsvæðis á vellinum; Darius gjarnan sem varnartengiliður en Povilas sem sóknartengiliður.  

Darius, Povilas og Almar Daði, gleðin yfir nýundirrituðum samningunum og nýrri ríkisstjórn leynir sér ekki!

 

En vel á minnst Leiknir tók á móti Hetti í þriðja æfingaleik tímabilsins.  Leik lauk með öruggum sigri Leiknis, Leiknir - Höttur 5 - 1.

Mörk Leiknis gerðu; Povilas 2, Almar Daði, Marteinn Már og Dagur Ingi. 

Byrjunarlið Leiknis:

Bergsveinn í marki,

Jón Bragi, Ásgeir Páll, Ingvi og Sóli í vörn,

Darius, Marteinn Már og Povilas á miðju,

Dagur Ingi og Sæþór á vængjunum og Almar fremstur.

Kifah og ónefndur rúmenskur iðnaðarmaður komu einnig við sögu.

 

29.11.2017 16:50

Aðalfundur

Aðalfundur YFF - yngri flokka Fjarðabyggðar - vegna ársins 2016, verður haldinn miðvikudaginn 6. desember kl 20 í grunnskólanum á Reyðarfirði.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir velkomnir!

18.11.2017 15:14

Samningar

Undirbúningur næsta tímabils er kominn á fullt hjá meistaraflokki karla. 

Knattspyrnudeildin hefur framlengt samning við Amir Mehica markvarðarþjálfara.

Síðan höfum við ráðið Hilmar Frey Bjartþórsson sem spilandi aðstoðarþjálfara Viðars. Hilmar mun sjá um styrktarþjálfun hópsins.

Í dag skrifuð síðan þrír leikmenn undir samninga; fyrrnefndur Hilmar, Dagur Ingi Valsson og Marteinn Már Sverrisson.

Hilmar á að baki 141 leik með Leikni og hefur skorað í þeim 38 mörk.

Dagur og Marteinn eru ´99 módel og því enn í 2. flokki en báðir stigu sín fyrstu skref í Inkassodeildinni sl sumar. Leiknir væntir mikils af þessum efnilegu drengjum.

Til hamingju með samningana ykkar allir fjórir!

 

Á efri myndinni; Marteinn Már, Hilmar Freyr og Dagur Ingi og þeirri neðri handsala Magnús Ásgr og Hilmar aðstoðarþjálfarasamninginn.

 
  • 1
Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 200
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1700465
Samtals gestir: 294214
Tölur uppfærðar: 15.12.2017 20:04:34


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 200
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1700465
Samtals gestir: 294214
Tölur uppfærðar: 15.12.2017 20:04:34