Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

29.04.2018 21:05

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Leiknis var haldinn í kyrrþey fimmtudagskvöldið 26. apríl og fannst ýmsum kominn tími til.

Formaður og gjaldkeri fluttu þar skýrslur sýnar og birt var laglegt rekstaruppgjör, unnið af KPMG og þeirra besta manni; Ingimar Guðmundssyni.

Niðurstaða ársins 2017 var tap upp á tæpar 300 þúsund krónur en veltan var 34,6 milljónir.

Ferðakostnaður ársins nam 14,6 milljónum, eða rúmum 42% af veltu.

Helsti syrktaraðili deildarinnar, Loðnuvinnslan hf studdi okkur um 10 milljónir, sem var meira en helmingurinn af öllum styrkjum fyrirtækja. Stjórin þakkar Loðnuvinnslunni, sem og öðrum stuðningsaðilum kærlega samstarfið og stuðninginn á liðnu ári og vonast eftir farsælu framhaldi þar á.  

Stjórn deildarinnar var endurkosin, þrátt fyrir tilraun Dagnýar Örnólfsdóttur til að hætta og var hún úrskurðuð í tímbundið leyfi. Með henni í stjórn eru/voru Valur Sveinsson varaformaður, Hulda Guðmundsdóttir ritari, Jóna Petra Magnúsdóttir fulltrúi í stjórn YFF, Una Jónsdóttir, Magnús Ásgrímsson formaður og Hans Óli Rafnsson gjaldkeri.

                           ps við leitum að einum einstaklingi til að koma inn og styrkja stjórnina....

Segja má að þessi mynd lýsi samstarfinu í stjórn knattspyrnudeildar mjög vel.

 

 

 

 

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40