Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

29.04.2018 19:45

Af leikmannamálum

Nú þegar styttist í fyrsta leik í 2. deildinni er kannski rétt að fara aðeins yfir leikmannamálin hjá okkur, rétt til að gleðja fjölmarga aðdáendur Leiknis vitt um heimsbyggðina.

Eftirtaldir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir félagsins frá því sl haust:

    Björgvin Stefán Pétursson - fór í ÍR.

    Javi Del Cueto - fór í KFF.

    Kristinn Justiniano Snjólfsson - fór í Sindra.

    Kristófer Páll Viðarsson - fór í Selfoss.

    Sólmundur Aron Björgólfsson - fór í Huginn.

    Valdimar Ingi Jónsson - fór í Víking, var á láni.

    Vitaly Barinov - fór til Þýskalands.

Í þeirra stað hafa komið:

   Atli Dagur Ásmundsson - vængmaður - kom úr Stjörnunni.

   Garðar Logi Ólafsson - bakvörður/miðjumaður - uppalinn á Búðaströnd en lék með Hetti í fyrra.

   Hlynur Bjarnason - sóknarmaður/miðjumaður - lék með okkur 2015 en skipti til okkar úr uppeldisfélaginu Þrótti Nes.

   Ingvi Ingólfsson - miðvörur - kom frá uppeldisfélaginu Sindra.

Eins og glöggir menn sjá er jöfnuðurinn á leikmannamarkaðinum neikvæður í hausum talið, en ekki er allt sem sýnist og vonandi verðum við vel samkeppnisfærir í 2. deildinni.

Við höfum endurheimt Coco; Carlos Carrasco Rodriguez, sem náði lítið að spila sl sumar vegna meiðsla.  Þá er Jesus Suarez búinn að skipta aftur til okkar og mun spila með Leikni sitt þriðja tímabil, þrátt fyrir eftirspurn frá öðrum félögum, ma í Inkasso.

Að lokum er rétt að geta þess að kjúklingarnir (sem og aðrir í hópnum) eru árinu eldri en í fyrra og þar eigum við leikmenn sem munu verðskuldað fá stærri hlutverk nú í sumar.

                      Áfram Leiknir!!!

Súarez er búinn að skipta til okkar aftur, en byrjar í banni gegn Vestra.

 

Coco er mættur aftur rétt eins og lóan!

 

 

 
 
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 284
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1839628
Samtals gestir: 308681
Tölur uppfærðar: 18.10.2018 14:53:52


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 284
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 1839628
Samtals gestir: 308681
Tölur uppfærðar: 18.10.2018 14:53:52