Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2006 Maí

30.05.2006 01:02

Sigur í fyrsta leik.

Í kvöld fór fram fyrsti leikur okkar í 3 deildinni í sumar þegar við mættum Neistamönnum á Djúpavogi. Leikurinn vannst  0-1. Það var Villi sem skoraði markið með góðum skalla eftir aukaspyrnu utan af  velli seint í fyrrihálfleik. Meira um leikinn síðar. 

29.05.2006 19:46

Magni - Leiknir 4 - 1

Í gær áttust við í Boganum á Akureyri Magni og Leiknir  í  1.deild kvenna. Þetta var fyrsti leikurinn okkar í kvennaboltanum í sumar en spiluð er þreföld umferð samtals 15 leikir. Við vissum fyrir leikinn að Magni væri með sterkt lið og sýndu úrslit þeirra gegn Fjarðabyggð um daginn það svart á hvítu er þær unnu 7-1. Við lögðum leikinn þannig upp að við vörðumst aftarlega á vellinum og sóttum hratt þegar tækifæri gáfust. Það var að ganga mjög vel framan af leik og héldum við hreinu í fyrri hálfleik án þess þó að skapa okkur nema eitt gott færi. Magnastelpur voru meira með boltann og hættulegar framávið og fengu nokkur hálffæri og eitt dauðafæri sem þær klikkuðu á sem betur fer. Mikil orka fór í fyrri hálfleikinn enda mikil barátta í liðinu. Við ræddum um það í hálfleik að halda áfram að verjast vel en hafa sóknirnar hraðari og skarpari enda voru fremstu menn okkar ekki þreyttir eftir fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þreyta liðsins okkur að falli. Þær sóttu látlaust að marki okkar og fljótlega uppskáru þær mark eftir einbeitingarskort í vörn okkar. Strax eftir markið bæta þær svo öðru marki við en við minnkuðum muninn um hæl  30 sek síðar þegar Una slapp í gegn og skoraði örugglega. Eftir það áttu Magnastelpur leikinn frá a-ö og við sáum hreinlega ekki til sólar og þær bæta við tveimur mörkum sem hæglega hefðu getað orðið fleiri. Lokatölur 4-1 fyrir heimakvinnum.

 

Leikurinn var í heildina ágætlega spilaður en úthaldsleysi varð okkur að falli sem sýnir sig glöggt að við náðum að halda hreinu í fyrri hálfleik. Allir leikmenn liðsins voru að leggja sig 100% fram en menn leiksins eru að mínu mati markmennirnir sem stóðu sig hreint frábærlega og gaman til þess að vita að höfum á að skipa tveimur góðum markmönnum. Næsti leikur okkar er gegn Fjarðabyggð 6. júní og fer hann fram á Eskifirði. Þá fáum við til baka 6 leikmenn sem ekki gátu spilað þennan leik og munar um minna.

 

Liðið í gær var þannig skipað að í markinu stóð Ásta. Í vörninni voru Guðbjörg, Kristín og Gréta. Á miðjunni voru Arna, Sigurveig og Tania og á köntunum Linda og Ríkey. Frammi voru Una og Nína.

 

Gréta systir Taniu kom inn á fyrir Guðbjörgu Steins á 56. mín. Erna og Ingunn komu inn á fyrir Taniu og Nínu á 77. mín. Agnes kom í markið á 82. mín svo og Tinna fyrir Sigurveigu á sömu mínútu.

 

Takk fyrir leikinn

Kv. Viddi

 

 Leiknis-stelpur að hita upp fyrir leikinn.

  

19.05.2006 12:55

Bikarleikur

 Í kvöld, föstudagskvöld, kl 20:00 mætast Höttur og Leiknir á Vilhjálmsvelli í 2. umferð VISA-bikarsins.  Ákveðið var að láta leikinn fara fram á áður fyrirhuguðum tíma þrátt fyrir hörmulegt hvarf Péturs Þorvarðarsonar og áformaða leit um helgina. Pétur lék upp alla yngri flokkana með Hetti og var leikmaður 2. flokks þeirra.  Til að sýna samhug í verki er ákveðið að öll innkoma á leiknum renni til fjölskyldu Péturs og gott betur, knattspyrnudeildir Hattar og Leiknis ætla að tvöfalda upphæðina sem inn kemur.

En nóg um það, ég hvet alla til að mæta og styðja Leikni í baráttunni.  Við erum komnir með markvörð í stað hins fótbrotna Óðins og heitir sá Andrius Krasinskas.  Hópurinn er annars; Vilberg, Björgólfur, Halli, Olgeir, Daði, Hilmar, Almír, Marínó, Jói, Egill, Kenan, Reynir, Ifet, Andrius og Maggi.

13.05.2006 20:23

Vinna, vinna

Dagurinn í dag heppnaðist vel í vallarvinnunni, þar mættu stórir jafnt sem smáir og og lögðu hönd á skóflunar og hjólbörurnar af fullum krafti.  Svo var boðið í rjómavöfflur, kaffi og djús í Leiknishúsinu og var það vel þegið eftir alla vinnuna.  Margar hendur vinna létt verk og það var svo sannarlega gert í dag.  Myndir komnar í myndaalbúmið okkar.

Knattspyrnudeildin þakkar ykkur fyrir frábær störf í dag.

 Formaður knattspyrnudeildar Leiknis í þökukasti

13.05.2006 14:26

Halló Halló

Laugardaginn 13. maí ætlum við að mæta inn á fótboltavöll Leiknis og fletta grasinu ofan af honum svo völlurinn verði tilbúin þegar nýju þökurnar koma í bæinn.  Við ætlum að byrja kl:9:30 og vinna fram að hádegi og fara þá í smá pásu og koma aftur kl:15:00 og vera fram eftir degi.  Við viljum endilega fá sem flesta á svæðið og hafa líf og fjör hjá okkur, boðið verður upp á kaffisopa.    Ekki missa af þessu einstaka tækifæri.

Og enn meira að gera hjá okkur því að á morgun ætlum við að vera með fótboltaskó til mátunar inn í Leiknishúsi, (verða pantaðir sem fyrst)  ég er ekki viss með númerin á skónum en veit að þeir eru fyrir fólk með netta fætur.  Komið og kíkið á skó á gjafaprís.

Kaffi á könnunni

Við viljum endilega fá fleiri gesti í gestabókina okkar.

12.05.2006 23:12

Fréttabréf

- einkum fyrir þá sem ekki mættu á aðalfund knattspyrnudeildar Leiknis í síðustu viku.

 

Það er fyrst til að taka að við höfum ráðið Ingimar Guðmundsson sem framkvæmdastjóra knattspyrnudeildarinnar og bjóðum við hann hér með velkominn til starfa.  Ingimar mun jafnframt starfa við knattspyrnuskólann og þjálfa eitthvað en ekki er frágengið hvaða flokk/flokka. 

Þá mun Vilberg þjálfa einhverja flokka í sumar auk meistaraflokks karla.  Viðar verður vitaskuld með konurnar - meistaraflokk auk 3. flokks.

 

Knattspyrnu- og íþróttaskólarnir verða með svipuðu sniði í sumar og undanfarin sumur og reiknum við með því að fyrsta námskeiðið hefjist þriðjudaginn 6. júní.  Vetrartímataflan ? stundaskráin mun halda sér að mestu út maí ? þá kemur ný sumartafla.

 

Í sumar leika drengir í 3. og  4. flokki með sameiginlegu liði Leiknis, Vals, Austra og Þróttar undir heitinu Austfirðir.  Tengiliður hjá Leikni við þessa flokka er Bjartþór Jóhannsson, s: 895 89 36.  Þjálfari beggja flokkanna er Bergvin Haraldsson á Norðfirði, s: 846 50 77.

 

3.- 4. og 5. flokkur stúlkna ásamt 5. flokki stráka eru aðilar að sameiginlegu liði Leiknis, Vals og Austra, sem heitir á pappírnum hjá KSÍ því gullfallega nafni, Austri/Valur/Leiknir.  Þessir flokkar munu æfa hér á Búðum auk sameiginlegra æfinga sem verða um þ.b einu sinni í viku.  Heimaleikirnir munu dreifast á milli staðanna.  Ekki er hægt að svo stöddu að gefa upp nöfn þjálfaranna.

 

Að sjálfsögðu verður farið á hefðbundin opin mót í sumar; 4. - 5. og 6. flokkur stúlkna (sameiginleg lið) fara á pæjumót á Siglufjörð 11-13 ágúst, 5. flokkur karla fer á ESSO-mót á Akureyri 5-8 júlí, 6. flokkur drengja og 7. flokkur (blandaður) fara á Króksmót á Sauðárkróki um miðjan ágúst.

 

Þess má að lokum geta að Loðnuvinnslan hf er að vinna að því að kaupa um þ.b. 20 manna rútu sem mun verða lánuð Leikni samkvæmt nánara samkomulagi þar um í þá útileiki sem félagið æskir.  Knattspyrnudeildin kann Loðnuvinnslunni að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir þennan höfðingsskap og vonast eftir góðu samstarfi um bílinn.

12.05.2006 07:26

Búin að

...redda þessu, æfingaáætlun er komin inn hjá meistarfl. kvk og þetta eru æfingar maí og byrjun júní.

12.05.2006 07:21

Æfingaáætlun aftur...

Ég rangtúlkaði þetta með æfingaáætlunina en hún gildir bæði fyrir meistarafl. kvk og 3.fl. kvk.  Hún kemur inn á linkinn hjá meistarfl. kvk mjög fljótt. 

Njótið vel

11.05.2006 21:53

Æfingaáætlun.....

....fyrir 3.fl.kvk er komin inn á þeirra link hér til hægri. 

Gangi ykkur vel

09.05.2006 21:27

Æfingaáætlun

Æfingaáætlun meistaraflokks karla fyrir maí er komin á netið......klikkið á meistaraflokks linkinn hér til hægri.

Góða skemmtun  

09.05.2006 15:05

Óðinn

Meistaraflokkur karla lék sinn fyrsta grasleik á árinu gegn Sindra á Mánavelli í Nesjum sunnudaginn 7. maí.  Sindri fór með sigur af hólmi, 4 ? 2 eftir jafnan leik.  Það sem öllu alvarlega var að Óðinn Ómarsson, markvörður varð fyrir því í byrjun leiks að fótbrotna.  Eftir um 15 mínútna fékk hann algjörlega óþarfa tæklingu frá einum leikmanni Sindra.  Höggið kom á miðjan legg og braut sperrilegginn snjallt.  Þetta kom ekki í ljós fyrr en í dag, mánudag, en heilsugæslulæknir á Höfn taldi ekki þörf á myndatöku öfugt við Brynjólf ,,Gypsy King?, sem var snöggur að átta sig.  Þannig að Óðinn leikur ekki eða æfir á næstunni, fer væntanlega í gifs og verður í því eitthvað fram í júní.  Markmannstaðan er því laus.  Umsóknir sendist til formanns knattspyrnuráðs, Magnúsar Ásgrímssonar.lvf-magnus@simnet.is

En aftur að leiknum, nýr leikmaður lét að sér kveða í Leiknisbúningnum.  Litháinn Aurinas Ivaskevicius lék vel í framlínunni og setti eitt mark en að auki skoraði Daði Steinsson eitt.  Allar líkur eru á að Aurinas eða Áris verði með Leikni í sumar en hann er 26 ára og á að baki Evrópuleiki með Kaunas frá Litháen, ma fyrir framan 40.000 manns gegn Werder í Bremen. Annar ,,nýr? leikmaður fékk að spreyta sig, Adnan kom inn á í seinni hálfleik og lék þá ma með karli föður sínum, honum Ifet. 

Aðrir sem spiluðu voru; Jói, Halli, Edin, Kenan, Viddi, Almír, Villi, Olgeir og Hilmar, auk þess sem varamarkmaður Sindra, Denis Cardaklija.

Leiknisliðið lék ágæta knattspyrnu og skapaði sér urmul færa, ma áttum við tvö stangarskot. Hins vegar fengu Sindramenn líka óþarflega mörg færi og nýttu þau betur en okkar menn. 

 

 

Viðureign Leiknis og Sindra í september sl.

06.05.2006 11:10

Aðalfundur.....

Knattspyrnudeildar Leiknis var haldin í Verkalýðshúsinu 4. maí 2006 kl: 21:00.  Knattspyrnumál voru rædd út í yrstu æsar og á borð voru bornar hnallþórur að hætti Steinu.  Mæting fundargesta var mjög góð og vill stjórn Knattspyrnudeildar þakka fyrir góðan fund.  Nokkrar myndir frá fundinum eru komnar í myndaalbúmið okkar.

Formaður Knattspyrnudeildar Magnús Ásgrímsson les skýrslu stjórnar.

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40