Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2006 Desember

31.12.2006 17:43

Áramót

Knattspyrnudeild Leiknis óskar öllum landsmönnum gleðilegs árs með þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.

 

30.12.2006 10:41

Íþróttamaður ársins

Eggert Gunnþór Jónsson 18 ára knattspyrnumaður frá Eskifirði var krýndur íþróttamaður ársins 2006 í Fjarðabyggð í gær við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði.  Eggert er atvinnumaður í knattspyrnu hjá Hearts í Skotlandi og hefur verið fastamaður og fyrirliði U18 ára landsliðsins.  Til hamingju Eggert og aðrir sem voru tilnefndir.  Einnig fengu 27 einstaklingar úr Fjarðabyggð viðurkenningu frá sveitarfélaginu fyrir að hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum í hinum ýmsu greinum á árinu.  Til hamingju öll.

 

Eggert Jónsson

29.12.2006 15:16

Jólamótið!

Innanhúsmótið árlega var leikið í gær fimmtudaginn 28. desember.  Níu lið mættu til leiks og var tekist hart á.  Ekki voru allir sáttir við dómgæsluna, en það verður nú líklega seint þannig.  Leikið var í tveim riðlum og réðust úrslitin í báðum á markamun. Í A-riðli voru efst og jöfn lið Daladrengjanna í Metal og sigurvegararnir frá í fyrra í Fjarðaverki, markamunur Metal-dregjanna var betri þannig að þeir urðu efstir og fóru í úrslitaleikinn.  Í B-riðli var ekki síður hörð barátta en þar enduðu 3 lið efst og jöfn með jafn mörg stig.  Markamunur Þórshamranna hans Unnsteins var hins vegar betri en jaxlanna í liði Narfa og liðs stjórnarformanns KFFB.  Það voru því stálin stinn í Þórshömrum og Metal sem mættust í úrslitaleik.  Sá leikur náði því aldrei að verða spennandi og sigruðu Þórshamrar stórt, enda virtust Metal-menn þreyttir en þeir voru einungis 5 og höfðu því enga skiptimenn.  Metalgæjarnir voru; Steini P, Valli Sveins, Elli Grétars, Viðar Jóns og Konni en hann tileyrir nýrri kynslóð Daladrengja.  Lið Þórshamranna var þannig skipað; Unnsteinn Kára, Pálmi Rafn tengdasonur, Svanur Árna, Olli Peters, Andri Haralds, Toni tengdasonur (Gumma Kobba) og Fannar Bjarki.  Til hamingju Þórshamrar og kærar þakkir til þátttakenda, starfsmanna, leikmanna og ekki síst fyrirtækjanna sem styrktu liðin og þar með knattspyrnudeild Leiknis.

 

 

Magnús Ásgrímsson

 

 

 

Þórshamrar sigurvegarar mótsins

27.12.2006 18:50

Dagatal

Dagatal knattspyrnudeildar Leiknis með myndum frá s.l. sumri er til sölu fyrir 1500 kr stk. Ef þið hafið áhuga hafið þá samband við Magnús Ásgrímsson, Steinunni Elísd eða Jóhönnu Hauksd.

Rétt er að biðjast velvirðingar á mistökum við framleiðslu dagatalsins, 23. febrúar á að standa Goðamót í 4. - 5. flokki kvenna og síðan 23. marz á að vera Goðamót í 6. fl karla. Einnig er farið rangt með aldurinn á þátttakendum á Króksmóti, þar á auðvitað að standa 6.-7. flokkur, en ekki 4.-6. Þá er rétt að vekja athygli á því að ekki er ákveðið að fara á Pæjumótið á Siglufirði þó það sé á dagatalinu, allt eins er stefnt að því að fara á Gull- og silfur í Kópavogi - það er fyrst og fremst undir foreldrum komið hvort verður ofaná.

Forsíða dagatalsins

23.12.2006 11:23

Leiknir - Sindri

Fyrsti æfingaleikur meistaraflokks karla í Höllinni fór fram í gær.  Sindrasveinar frá Höfn komu í heimsókn.  Skemmtilegur leikur þar sem ungir strákar fengu að spreyta sig hjá báðum liðum. Leiknar voru 3x 30 mínútur og frjálsar skiptingar.  Leikurinn endaði 3-3 og voru það nokkuð sanngjörn úrslit, við meira með boltann en þeir áttu hættulegri færi.  Hópurinn hjá Leikni var þannig skipaður; Óðinn, Hallgrímur Ingi, Kenan, Björgólfur, Svanur Freyr, Jóhann Örn, Vignir (Eskfirðingur), Hafliði, Bergvin, Baldur Smári (Borgfirðingur), Marínó, Sigurður Örn, Maggi (Stöðfirðingur), Hilmar Freyr, Björgvin Stefán, Adnan, Ifet og Vilberg.  Í þennan hóp vantar nokkra, amk; Ingimar, Vidda, Guðna, Egil, Andrius og Edin, og eins voru þarna ný andlit að prófa, þe þeir Baldur Smári og Vignir.  Markaskoraralistinn var ekki mjög venjulegur, á honum voru Jóhann Örn Jónsson, Björgólfur Jónsson og Hilmar Bjartþórsson, með sitt fyrsta meistaraflokksmark.

 

 

Vilberg Jónasson

 

 

Hilmar Freyr Bjartþórsson

22.12.2006 11:07

Jólamótið!

Hið árlega jólamót Leiknis í innanhúsknattspyrnu verður á sínum stað um hátíðarnar.  Fimmtudaginn 28. desember klukkan 18:00, verður blásið til leiks.  Sömu reglur og í fyrra, í hverju liði mega vera 4 sem léku í meistaraflokki karla á Íslandsmótinu sl sumar.  Að öðru leiti eru það hefðbundnar KSÍ-reglur um innanhúsknattspyrnu sem gilda.  Tekið er við skráningum í mótið í síma 894 71 99, til miðnættis 27. desember.  Þátttökugjaldið er einnig það sama og í fyrra, 10.000 kr á lið.

 

Magnús Ásgrímsson

22.12.2006 10:37

Landsbankinn styrkir Leikni

Miðvikudaginn 20. desember afhenti Björn Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Fáskrúðsfirði, knattspyrnudeildinni veglegan styrk.  Þetta er orðinn fastur liður á aðventunni að Landsbankinn, sem árum saman hefur verið einn helsti bakhjarl deildarinnar, afhendi þetta framlag sitt til uppbyggingar knattspyrnunnar hjá Leikni.  Þetta er skemmtilegur siður enda alltaf gaman að koma í útibúið þegar nóg er af piparkökum og konfekti.

 

 

Á myndinni tekur Magnús Ásgrímsson við styrknum úr hendi Björns Guðmundssonar.

20.12.2006 15:13

Deildarbikarinn

Jæja þá eru komin drög að leikjaplani fyrir deildarbikarinn.  Sjá http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14569.  Leiknir er þar í B-deild, fjórða riðli með Fjarðabyggð, Hetti, Magna, Þór og Dalvík/Reyni.  Spennandi mótherjar.   Við eigum tvo leiki í Boganum og þrjá í Fjarðabyggðarhöllinni.

Ekkert nýtt er að frétta af væntanlegu deildarbikarmóti kvenna, sem KSÍ ætlar að hjálpa okkur og Sindra að koma á.  Framhaldið veltur á því að ,,litlu liðin" Höttur, Fjarðabyggð og Völsungur séu tilbúin að taka þátt í slíku móti.

Að lokum, á morgun, fimmtudaginn 21. desember, kl 18:00 er æfingaleikur við Sindra í Höllinni - þe hjá meistaraflokki karla.  Meistaraflokkur kvenna leikur síðan við Sindra á milli hátíðanna, væntanlega 29. desember.

 

                                                                                                            Magnús Ásgrímsson

18.12.2006 15:18

Vetrardeildin

Fimmtudagskvöldið14. desember var leikið í Vetrardeildinni á Reyðarfirði.  Fimm  lið mættu og

leikar fóru svo að Búðingar stóðu uppi sem sigurvegarar, unnu alla sína leiki. Í öðru sæti varð

KE en frændur þeirra í KR urðu í þriðja sæti með óhagstæðari markamun.  Bolgeir varð í fjórða

og 6. apríl í fimmta.  Mótið lukkaðist fádæma vel, engin rauð spjöld, illindi eða kærur en þeim

mun meira af fallegum mörkum og glæsilegum tilþrifum.  Næst verður leikið fimmtudagskvöldið

4. janúar 2007 og er hægt að bæta við liðum ef skráð er tímanlega. 

Sigurvegarar hvert kvöld fá frítt, þ.e. þeir fá endurgreitt 7000 kr þátttökugjaldið.

 

Magnús Ásgrímsson

 

 

07.12.2006 18:49

Engar æfingar í höllinni á morgun!!

Á morgun, föstudag, eru engar æfingar í Fjarðabyggðarhöllinni þar sem hún er upptekin. Í staðinn verða æfingar hér á Fásk eins og þær voru áður en við fórum að æfa í höllinni. Einnig er Jólakvöld í skólanum og þess vegna eru smá breytingar á æfingum hjá miðstigi kvk og elstu stelpunum. Miðstig kvk mæta kl.16 eins og lög gera ráð fyrir en verða aðeins til kl. 17.00 en þá hefst æfing hjá eldri stelpunum og lýkur kl.18.

Svo minni ég mótið hjá 4.fl.kvk hér á Fáskrúðsfirði á laugardaginn sem hefst kl. 12. Búið er að fresta mótinu hjá 2.fl.kvk en það fer fram á næstu dögum. Ekki má gleyma 5.fl.kk sem keppa á Seyðisfirði á laugardaginn.

05.12.2006 17:04

Mót um helgina

Um helgina keppa þrír flokkar á Íslandsmótum innanhúss hjá Leikni. 2. og 4.fl. kvk keppa hér á Fásk á laugardaginn og 5.fl.kk. sama dag á Seyðisfirði. Ekki er alveg en ljóst með tímasetningu hjá 2. fl.kvk þar sem stelpurnar eru í prófum í ME. Leikjaniðurröðun hjá 5.fl.kk má sjá hér http://ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14318 og hjá 4.fl.kvk. hér http://ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=14329

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40