Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2007 Febrúar

28.02.2007 20:59

M.fl.kvk. - íhugun

Nú eru um 2 og hálfur mánuður í fyrsta leik í m.fl.kvk og 3.fl.kvk. og hef ég vissar áhyggjur af stöðunni fyrir sumarið. Fyrir ekki svo löngu voru að mæta 16-20 stelpur á æfingar en í dag náum við varla 10 á æfingum. Ég vil skora á þær sem voru með okkur síðasta sumar og þær sem eru að æfa að mæta nú vel og sýna þessu áhuga því það er undir ykkur komið hvort m.fl.kvk. verður yfir höfuð hér á Fásk. Við ætlum að gera allt til þess að styrkja liðið talsvert og leitum að erlendum leikmönnum. Ásta Kristín Guðmundsdóttir ætlar að vera með okkur í sumar og vonandi fleiri. Gaman væri einnig að heyra í leikmönnum sem ekki eru staddir fyrir austan núna hvort þeir ætli að vera með.

Það er nú einu sinni þannig að stundum verða menn að fórna einhverju fyrir boltann og leggja á sig. Nú er það undir ykkur komið að sýna áhuga og sanna tilverurétt m.fl.kvk. og 3.fl.kvk hér á Fáskrúðsfirði.

Kv. Viddi


28.02.2007 14:30

Greifamót

Greifamót KA í fjórða flokki drengja fer fram í Boganum á Akureyri nú um helgina, 2. - 4. marz. Austfirðir (Leikir/Valur/Austri/Þróttur) taka þátt í mótinu, undir stjórn Vilbergs Jónassonar. Leikmennirnir sem fara eru 5 frá Leikni (Arnar, Arek, Björgvin Snær, Ingimar og Tadas) 7 frá Austra og 3 frá Þrótti. Leikið er á stóran völl, 11 manna bolti. Liðið spilar 5 leiki, 3 í riðli og tvo um sæti. Gangi ykkur vel piltar.

Síðan styttist í Goðamóti tvö sem eftir eru, 5. flokkur drengja 9. - 11. marz og 6. flokkur 23. - 25. marz, þar verða það Firðir sem keppa. Vilberg fer með 6. flokk en Hermann þjálfari á Eskifirði fer með 5. flokkinn.

                                                                           Magnús Ásgrímsson

27.02.2007 13:33

Vetrardeildin 8. marz

Næsta umferð í vetrardeildinni verður leikin fimmtudaginn 8. marz.  Þá verður lokið kúttun og hrognafrystingu og við Búðstrendingar getum aftur um frjálst höfuð strokið.

25.02.2007 22:28

Goðamótinu lauk í dag

Í dag lauk Goðamótinu á Akureyri og voru margir glaðir í bragði eftir skemmtilegt mót. Stelpurnar frá okkur voru til fyrirmyndar á flestum sviðum og gerðu sitt besta. Ég ætla aðeins að fara yfir árangurinn og byrja á 4.fl.kvk.

Ég ákvað að senda 4.fl.kvk. í keppni a-liða vegna þess að við eigum sterkar stelpur í þeim flokki og langaði að koma þeim á enn hærri stall með því að spila við þær bestu. Mættar voru 10 stelpur, 6 frá Leikni og 4 frá Austra. Fyrsti leikur var gegn Leikni R. og greinilegt í upphafi að stelpurnar voru nokkuð stressaðar og lentu 2-0 undir strax í upphafi en svo þegar þær náðu áttum og sáu að þær væru ekkert slakari en þær fóru þær í gang og voru mun betri og endaði leikurinn 3-1 fyrir Leikni.  Næsti leikur var gegn Fjölni og stóðu þær sig mjög vel í þeim leik og töpuðu 3-0. Næsti leikur var gegn Þór og stelpurnar nokkuð neikvæðar fyrir leikinn eftir tvö töp en ég reyndi að stappa stálinu í þær. Það tókst mjög vel og þær voru hreint frábærar og staðan í hálfleik 2-0 fyrir okkur. Þórsararnir trúðu ekki eigin augum og voru mjög tens. Í seinni hálfleik urðum við fyrir mikilli blóðtöku er Jóhanna meiddist og lauk þar með keppni í mótinu. Það munaði bara miklu um það og þær jöfnuðu og skorðu sigurmarkið undir lokin. Svekkjandi en frábær leikur. Þá var riðlakeppninni lokið og komið að því að spila við KA um hvort liðið myndi spila um 5 sætið. Það var hörkuleikur og satt best að segja vorum við miklu betri og leikurinn endaði 0-0. Þá var framlengt og upp úr engu skoruð KA stelpur og það voru mjög mikil vonbrigði. Hvað um það, í dag spiluðum við s.s. um 7 sætið við Völsung og unnum sannfærandi sigur 2-0. Það er greinilegt að uppistaðan í liðinu eru mjög sterkir leikmenn sem eru á jafns við þær bestu í hinum félögunum en breiddin ekki nægileg. Ég er mjög sáttur við þeirra árangur og ljóst að eru betri leikmenn eftir þetta mót. Við hefðum getað spilað sem B-lið og komið heim með dollu en ég vildi frekar fá alvöru leiki og gera þetta svona og held að það gefi okkur miklu meira.

5.fl. -B byrjaði á því að spila við Leikni R og vann sannfærandi sigur 2-0. Næsti leikur var gegn Þórsurum í miklum baráttuleik sem endaði 2-1 eftir að staðan hafði verið 1-1 nánasta allan leikinn. Næst spiluðu þær við Völsung og unnu 4-0. Í undanúrslitum mættu þær HK í hreint rafmögnuðum leik. Við áttu skot í slá og láum á þeim en gekk ekki að skora og HK náði að  pota inn marki undir lokin og ljóst að við myndum spila um bronsið. Í dag mættum við Val í leik um bronsið og vorum við hreint miklu betri og komumst yfir og sóttum og sóttum. En því miður jöfnuðu þær og framlenging staðreynd. Eftir framlengingu var enn jafnt og því kom til þess að varpa þurfti peningi upp á hvort liðið myndi vinna og því miður lenti það Valsmegin og 4.sætið okkar. Stelpurnar eiga hrós fyrir frábæra leiki og mikla baráttu og íþróttaanda.

5.fl. -C byrjaði á því að spila við KS og töpuðu 4-0 og þess má geta að KS-liðið var 6.fl.kvk hjá þeim og sárt að sjá mjög góðar stelpur leika upp allan völlinn og skora eins og þeim listi. Ég kom með athugasemd í fararstjórnarfundi í sambandi við þetta enda mjög leiðinlegt fyrir stelpurnar að vita til þess að þær skíttöpuðu fyrir 6.fl. stelpum. Næsti leikur var gegn Val og tapaðist hann 2-0. Næst spiluðu þær við HK og töpuðu 2-0. Í leik um hvort þær myndu spila um 5. sætið mættu þær Völsungum og unnu 2-0. Í dag spiluðu þær s.s. um 5.sætið sem gefur bikar og mættu Hetti í hörkuleik. Hattarstelpur voru mun sterkari og unnu 3-0.

Ég vil þakka öllum fyrir frábært mót. Dagbjört og Guðmundur Þorgríms fá rós í hattinn fyrir sitt framlag í ferðinni og einnig móðir Jónínu hjá Austra. Þess má geta að Guðmundur sagði m.a. að stelpurnar væru að berjast eins og englar við mikla hrifningu okkar. Hann var líka mjög ánægður að þegar við voru látin spila í grænum vestum gegn Valsstúlkum og fór á kostum á hliðarlínunni. Hann má eiga það að hann var mjög hvetjandi og hjálpaði stelpunum mikið og ljóst að framsóknarmenn eiga þar góðan liðsmann.

Liðin á mótinu voru þessi.

4.fl.-A: Birna, Sigdís, Svanhvít, Elísa, Jónína, Jóhanna, Guðný, Eva, Henný og Karín

5.fl.-B: Arndís, Heiður, Freydís, Birta, Ragnhildur, Sunna og Sólrún

5.fl.-C: Katla, Karen, Kristín, Elfur, Salóme, Bryndís, Rebekka og Veiga

Ég var þokkalega sáttur þegar þetta var allt búið í dag enda búið að vera nóg að gera með 3 lið. Samtals stjórnaði ég 15 leikjum um helgina sem voru hver um sig 40 mínútur + upphitun o.fl. Þetta gekk ótrúlega vel og var þetta hreint frábær skemmtun. Hér eru nokkrar myndir sem fylgja frá mótinu en annars getið þið skoðað allt um mótið, myndir o.fl. á www.thorsport.is.
21.02.2007 17:05

Samningur við Samskip

Síðastliðið mánudagskvöld 19. febrúar, undirrituðu Steinn Jónasson formaður Leiknis og Pálmar Óli Magnússon fulltrúi Samskipa samstarfsamning sem færir Leikni 300.000 krónur í ár.  Vonandi reynist samningurinn báðum aðilum happadrjúgur og víst er að aurarnir koma sér og verða nýttir á uppbyggilegan hátt hjá Leikni.

 

 

Undirritun hafin

 

 

Undirritun lokið

20.02.2007 15:45

Æfing á Fásk.

Æfingin í kvöld hjá mfl. kk verður á Fásk.  hlaup og lyftingar.
Mæting kl.19:00.

Kv. Villi

20.02.2007 12:45

Goðamót um helgina

Um helgina fer Goðmót  Þórs í 4. og 5.fl.kvk.  fram í Boganum Akeyri. Við sendum 3 lið til keppni undir nafninu Firðir en það er sameiginlegt lið Súlunnar, Leiknis, Austra og Vals. Mikil hefð hefur skapast hjá okkur fyrir Goðamótinu enda aðal málið að spila fótbolta. Setti inn mynd af Leiknisstelpum í 4. og 5. fl. 2004, einhverjar hafa breyst síðan þá en auðvitað aðeins til batnaðar

19.02.2007 15:36

Æfingaáætlun mfl.kk

Æfingaáætlun fyrir mfl. kk. er kominn á vefinn.

Kv. Villi

18.02.2007 12:49

Æfing hjá mfl.kk í kvöld

Æfingin í kvöld verður á Fásk. byrjar kl. 20:30 (bolti)

Kv. Villi

17.02.2007 16:15

Vetrardeildin

Leikið var í vetrardeildinni síðastliðinn fimmtudag.  3 lið mættu og spilaðar voru 2 x 15 mín.  Úrslitin voru eftirfarandi.

KR - Búðingar         2 - 2
6 apríl - KR              2 - 3
Búðingar - 6 apríl     4 - 3


 
Búðingar stilltu upp "pollaliði"   þeir sem spiluðu voru Björgvin Stefán, Konni, Viddi, Brynjar Ölvers, Villi, Lexi og Óðinn.


16.02.2007 15:37

Riðlaskiptingin tilbúin

Þá er riðlaskiptingin í 1. deild kvenna og 3. deild karla er tilbúin.  Liðum í riðlinum hjá stelpunum fjölgar um eitt, Tindastóll kemur nýr inn en stelpurnar sem kepptu undir merki Magna í fyrra heita Hamrarnir í ár.  Riðillinn er því svona; Sindri, Leiknir, Fjarðabyggð, Höttur, Völsungur, Hamrarnir og Tindastóll.

Hjá körlunum er riðillinn jafn stór og í fyrra, það sem breytist er Huginn og Snörtur koma inn í stað Hattar og Magna. 

Riðillinn lítur svona út; Neisti, Leiknir, Huginn, Snörtur, Hamrarnir, Vinir og Reynir/Dalvík.

Magnús Ásgrímsson

15.02.2007 10:25

Goðamót

Ekki í boði,

Goðamót fyrir 5.fl.kk verður haldið á Akureyri helgina 9-10 mars.  Vinsamlega athugið með gistingu í tíma.  Foreldrar þurfa að fara með börnum sínum eða fá ábyrgðarmann fyrir sitt barn.  Til að fá að fara á mót eða taka þátt í uppákomum á vegum flokksins þarf a.m.k. 60% æfingasókn. 

Nánari upplýsingar veita Guðfinna s:865-6303 og Dagný s:895-9948

13.02.2007 09:49

Æfingaleikur við Hött

Á æfingunni á morgun, miðvikudag, er æfingaleikur við Hött í m.fl.kvk. Mikilvægt að allir sjái sér fært um að mæta og ekki síst þeir sem lítið sem ekkert hafa mætt í vetur. Mæting við íþróttahús kl.18 og tíminn í höllinni hefst 18.30. Heyrst hefur að Guðdís Simma ætli að mæta og jafnvel Hjálmrún Ásmunds.

Kv. Viddi

10.02.2007 11:41

Leikmannamál meistaraflokks karla

Nokkrar breytingar orðnar á leikmannahóp okkar frá síðasta tímabili og rétt að taka saman það helsta.  Þannig höfum við mátt sjá á bak eftirtöldum leikmönnum;

Almir Cosic er farinn í HK,

Aurinas Ivascevisius er farinn,

Samir Mesetovic er hættur með okkur,

óvíst er hvað Karl J Jörgensen gerir.

En við höfum fengið leikmenn í þeirra stað og fáum etv fleiri;

Viðar Jónsson miðjumógúllinn góðkunni hefur tekið fram skóna og verður með í sumar,

Kenan Mesetovic varnarjaxl verður með í sumar,

Svanur Árnason straujari kemur væntanlega og vonandi heim frá Aftureldingu,

Paulus Kunevicius kemur frá Litháen, hann er varnarmaður og getur bæði leikið bakvörð og miðvörð.  Síðan eru ungir og sprækir strákar úr okkar víðfeðma sveitarfélagi að æfa með okkur og koma vonandi sterkir inn í sumar.  Annars skírist það betur núna þegar deildarbikarinn fer að rúlla 16. marz.

Þá var Ingimar Guðmundsson ákveðinn að koma til baka frá Fjarðabyggð en hann setti hnéð á sér í spað í jólafríinu og spilar að líkindum engan fótbolta í sumar, en kemur vonandi sterkur inn liðið í 2. deildinni sumarið 2008.  Við verðum væntanlega í fyrsta sinn í sögu Leiknis með tvo sterka markverði sem berjast um sæti í byrjunarliðinu.  Ljóst að við verðum varnarlega sterkari en í fyrra, meiri spurning með sóknarhliðina.

En það gleðilega er að loksins erum við komnir með unga og efnilega stráka sem banka sterklega á dyr meistaraflokksins.

Magnús Ásgrímsson

08.02.2007 12:48

Miklir menn

Ég fékk þessa mynd senda og mátti til með að setja hana í loftið.

Jafet Ólafsson formannsefni KSÍ og Magnús Ásgrímsson formaður knattspyrnudeildar Leiknis

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40