Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2007 Júlí

31.07.2007 23:07

Leiknir - Höttur 0 - 4

Í kvöld mættum við í m.fl.kvk Hattarstúlkum í hreint frábæru veðri í Fjarðabyggðarhöllinni en þar var leikurinn spilaður vegna vegna votviðris. Stelpurnar byrjuðu ágætlega en þó voru Hattarstelpur mun grimmari og áttum við í stökustu vandræðum með að koma boltanum fram á völlinn og í að taka á móti boltanum úr útspörkum. Hattarstelpur voru hættulegar fram á við en fengu engin opin færi. Þegar um 15 mínútur eru liðnar af hálfleiknum skora þær glæsilegt mark og stuttu síðar aftur úr aukaspyrnu. 2-0 í hálfleik. Við vorum sammála um það í hálfleik að við gætum bætt okkur talsvert og stelpurnar voru staðráðnar í að koma ferskari til leiks í seinni hálfleik og varð það raunin. Samt sem áður vorum við ekki að skapa okkur marktækifæri. Vendipunktur leiksins var svo þegar Ríkey var rekin af velli og eftir það skoruðu gestirnir tvö mörk og áttu skot í stöng. Stelpurnar börðust og börðust einum færi og gerðu það ágætlega. Lokastaða 0-4.

Það er ekki hægt að segja annað en að stelpurnar hafi reynt en þó má ekki gleyma því að Hattarliðið er feykisterkt um þessar mundir. Margar voru að spila ágætlega og þá sérstaklega Ásta Kristín sem er öðrum til eftirbreytni í baráttu sinni og vilja. Telma Ýr og María spiluðu leikinn en þær skiptu báðar úr Fylki í gær og spila með okkur a.m.k. einn leik í viðbót.

Liðið í kvöld 

                                                       Alma

                                                       Telma
                                        
                                        Guðbjörg        Ríkey

                Tinna                                                           Tanja
                                        Tania               Ásta


                                                       María

                                           Sigurveig             Una

Varamennirnir komu allir við sögu í kvöld en Arna kom inn fyrir Ölmu, Ingiborg fyrir Sigurveigu, Elva fyrir Taniu, Inga fyrir Tinnu og Gréta fyrir Tönju.

Ég vil að lokum þakka áhorfendum stuðningin í kvöld og gaman að sjá þó svona mörg andlit á vellinum þó ekki gangi eins og vel og við óskum.

Næsti leikur okkar er miðvikudaginn 8. ágúst gegn Fjarðabyggð á Fáskrúðsfjarðarvelli og vonandi náum við einhverju út úr þeim leik.

Viddi

31.07.2007 17:27

Glugginn

Á miðnætti í kvöld, 31 júlí, lokar hinn svokallaði félagskiptagluggi og verður þá lokað fyrir öll félagaskipti innanlands. Nokkur hreyfing hefur verið á leikmannahópum okkar í meistaraflokki karla og kvenna, aðallega innstreymi, en þó aðeins út líka. Þannig hefur meistaraflokkur kvenna fengið frá Fylki þær Telmu Ýr Unnsteinsdóttur sem allir Búðingar þekkja og vinkonu hennar, Maríu Björk Ólafsdóttur. Þá fengum við Aðalheiði Hermannsdóttur um daginn en hún lék með Leikni árið 2005.

Karlaliðið hefur tapað Eskfirðingunum Agli Steingrímssyni og Baldri Jónssyni yfir til KFF en í þeirra stað höfum fengið Svan nokkurn Árnason, sem er landsþekktur hér á Búðum, frá Aftureldingu og Unnar Elí Jóhannsson frá Neista en hann er öflugur markvörður og verður til taks ef eitthvað hendir Óðinn.

En eins og áður sagði lokar glugginn á miðnætti og ekki útilokað að eitthvað gerist fyrir þann tíma....


Magnús Ásgrímsson

31.07.2007 11:14

ATHUGIÐ!!!!!!!!!

Vegna ausandi rigningar og þ.a.l. lélegra vallarskilyrða verður leikur Leiknis og Hattar í 1.deild kvk spilaður í Fjarðabyggðarhöllinni. Leikurinn hefst eins og áður kl. 20.

Áfram Leiknir!

31.07.2007 08:40

Leikjanámskeið

Í dag verður ekki farið í fjallgöngu eins og dagskrá leikjanámskeiðsins segir til um, vegna úrhellis rigningar. Í staðinn förum við inní íþróttahús. Allir að mæta með innanhússkó.

Kv. Ingimar

30.07.2007 23:47

Hópurinn á morgun

Stelpurnar í m.fl. spila við Hött á morgun á Fáskrúðsfjarðarvelli kl.20. Hópurinn fyrir leikinn er:

Alma, Arna, Ríkey, Guðbjörg, Gréta, Elva, Tinna Rut, Telma Ýr, María, Ásta, Ingiborg, Inga, Tanja, Tania, Una og Sigurveig.

Fjölmennum á völlinn og hvetjum stelpurnar til dáða!

30.07.2007 14:49

Leikur á morgun!!

Vegna jarðafarar á fimmtudaginn verður leikurinn hjá m.fl.kvk gegn Hetti á Fáskrúðsfjarðarvelli á morgun, þriðjudag, kl.20. Fjölmennum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs!! 

30.07.2007 13:03

Myndir

Það eru komnar inn myndir frá leiknum á laugardag þegar Leiknir vann Vini 6-2.Óðinn Ómarsson fórnar sér í markinuSvona eiga menn að hafa það á leik, frábært.Villi ánægður með úrslitin. Greinilegt að hann kann Travolta taktana

29.07.2007 23:40

Ný æfingaáætlun (m.fl.kvk)

Er búinn að setja inn nýja æfingaáætlun út tímabilið hjá m.fl.kvk.

Kv. Viddi

29.07.2007 16:49

Leikjanámskeið

(ath. að þetta námskeið er eina námskeiðið á tveggja vikna tímabili vegna verslunarmannahelgar)

Mánudagurinn 30.júlí; Ratleikur og leikir í skrúðgarði

Þriðjudagurinn 31.júlí; Fjallganga

Miðvikudagurinn 8.ágúst; Hjólaferð

Fimmtudagurinn 9.ágúst; Leikir á velli og trampólín

Föstudagurinn 10.ágúst; Bíóferð (farið verður með rútu frá leiknishúsi)

Kveðja Ingimar

29.07.2007 02:10

Leiknir - Vinir

Hápunktur franskra daga var á Búðagrund í dag milli 17 og 19, þegar við tókum þar á móti Vinum frá Akureyri. Veðrið var þokalegt en nokkur utangola og völlurinn með skásta móti. Leikurinn byrjaði fjörlega og fengu bæði lið færi áður en Jói skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mín með því að snúa skemmtilega á tvo varnarmenn og leggja boltann snyrtilega í fjærhornið. Á 27. mínútu skoraði Rok mark sem var nánast spegilmynd af marki Jóa. Fimm mínútum síðar dró heldur betur til tíðinda en þá skoraði Jói sitt annað mark en Vinirnir minnkuðu muninn á sömu mínútu eftir mikil handabakavinnubrögð í vörninni.

Rétt fyrir hlé syrti enn í álinn hjá Vinum, þegar fyrirliði þeirra fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að tjá sig full frjálslega við dómara leiksins.

Áhrif brottvikningarinnar voru eins og stundum hendir, svo var að sjá framan af seinni hálfleik að Leiknismenn væru færri.  Vinirnir voru á þessum kafla grimmari og ákveðnari og uppskáru mark upp úr aukaspyrnu á 55. mínútu. Skyndilega var komin spenna í leikinn og hálfgerð panik hjá okkar mönnum fyrst á eftir. En mönnum tókst að róa sig niður og eftir að Villi skoraði glæsilegt skallamark eftir hornspyrnu á 72. mínútu var alur vindur úr Vinunum. Í framhaldinu fengum við mörg góð færi og ma skutu Hafliði og Shawn yfir úr færum þegar mun auðveldara virtist að skora. En eitthvað varð undan að láta og í uppbótartíma skorað Villi sitt annað mark eftir góðan undirbúning Jóa. Mínútu síðar slapp Hafliði gegn og tók boltann í fyrsta og lyfti yfir... markmanninn, glæsilegt mark.

Byrjunarliðið:

                    Óðinn

Edin - Shawn - Stephen - Marínó

           Sigurjón - Pálus

         Rok  -  Blaz  -  Jói

                    Villi

Bekkur: Hafliði (Blaz ´31), Konni (Edin ´57), Viddi (Pálus ´57), Maggi (Sigurjón ´89) og Óli.

Í heildina fínn leikur hjá strákunum, þó einbeitingar- og kæruleysið eftir þriðja markið sé talsvert áhyggjuefni og minni á hvernig við hleyptum Dalvíkingum inn í leikinn á lokamínútunum fyrr í sumar. Enn eru meiðsli að setja strik í leikmannalista okkar en þó var gaman að sjá Viðar kominn aftur í hópinn eftir meiðsli sem og Konna. Á sjúkralistanum eru enn Kenan, Halli, Guðni og Ellert eða heil fjögurra manna varnarlína.

Áhorfendur fá toppeinkunn og gaman að sjá svona marga í brekkunni.

Magnús Ásgrímsson

27.07.2007 14:29

Þá er þetta á hreinu - held ég....

Þá held ég að vaktirnar séu algerlega tilbúnar bæði hjá körlum og konum. Þá reikna ég með að engin hafi athugasemdir eða hvað?  Málið er bara að líta á þetta björtum augum og þá er þetta ekkert mál, brosa framan í heiminn. Svo má einnig minnast á það að þetta er klukkutími og korter af allri helginni og það síðasta, að ég held, sem m.fl.kk og kvk. þurfa að leggja til vinnu hjá félaginu í bili.

Franskir dagar fjör og stuð
förum nú að vinna
Stelpur -  strákar ekkert tuð
Störfum þarf að sinna!

Kv. Viddi Bólu-Hjálmar
 

27.07.2007 11:40

Vaktir hjá körlunum á Frönskum dögum

 Klukkan  Nafn
 12.45 - 14.00  Villi, Konni, Bergvín, Björgvin, Halli og Rok
 14.00 - 15.15  Viddi, Edin, Ellert, Stephen, Shawn og Maggi
 15.15 - 16.30  Óðinn, Hilmar, Kenan, Marinó, Jói og Paulius


Hér að ofan eru vaktirnar hjá m.fl.kk á Frönskum dögum og eins og áður eru fyrstu menn á hverri vakt vaktstjórar og sjá til þess að allt sé í himna lagi. Munið einnig að redda einhverjum fyrir ykkur ef þið getið ekki tekið tiltekna vakt eða skipta ykkar í milli.

Kv. Viddi

26.07.2007 12:37

Leiktækin á Frönskum dögum

Eins og síðustu ár sér Knattspyrnudeild Leiknis um leiktækin á Frönskum dögum. Um er að ræða uppblásin tæki sem þarf að setja upp, sjá um og taka niður aftur. Á laugardeginum sjá stelpurnar um dæmið og svo strákarnir á sunnudeginum. Ég er búinn að skipta stelpunum niður á 4 vaktir og reglan er sú að ef e-r eru ónægðir með tímann á sinni vakt verða menn að redda sér sjálfir þ.e. hafa samband við e-a á annarri vakt og fá skipti eða einfaldlega fá einhvern fyrir sig. Fyrsti á hverri vakt er ábyrgðarmaður hópsins og sér um að allir mæti og hefur umsjón með hver gerir hvað o.s.frv. Vaktirnar hjá körlunum á sunnudeginum eru ekki tilbúnar en koma inn á morgun.

Vaktirnar hjá stelpunum á laugardeginum eru eins og hér segir:

 Klukkan  Nafn
 12.30-13.45  Ásta, Alma, Arna, Bergdís, Elísa og Elva
 13.45-15.00  Una, Sigdís, Sigurveig, Ingiborg og Tania
 15.00-16.15  Selma, Karín, Kristrún, Margrét og Ríkey
 16.15-17.30  Guðbjörg, Freyja,  Jóhanna Sigríður, Tanja og Svanhvít

Kv. Viddi

26.07.2007 02:02

Sindri - Leiknir 4-1

Í kvöld spiluðu stelpurnar í m.fl. á Mánavelli í Nesjahverfi gegn Sindra. Vallaraðstæður voru sér í lagi sérstakar en í gær var ekkert minna en kúamýkju dreyft á völlinn. Frekar kalt var í veðri og rigning við og við. Hvað um það, leikurinn hófst og nokkuð jafnræði var með liðunum en á 12. mínútu skora heimastúlkur mark upp úr engu. Eftir það var lítið um færi þar til á 35. mínútu að Sigurveig átti skot í slá og upp úr því bruna Sindrastúlkur fram og skora annað mark. Eftir það gerðist lítið markvert nema að Una fékk ágætis færi á að komast ein í gegn en allt kom fyrir ekki. Stelpurnar voru að spila þokkalega en voru á köflum hræddar við að halda boltanum. Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel því á 60. mínútu skora heimastúlkur sitt 3. mark. Stuttu síðar átti Sigurveig skot í stöng og stuttu síðar skot rétt framhjá fyrir opnu marki. Á 78. mínútu gerðist skelfilegt atvik er Una var komin ein í gegn og markmaður Sindra kom á móti og braut á Unu. Hún fékk strax að líta rauða spjaldið en lá eftir og hafði greinilega fengið högg á höfuðið. Hún var meðvitundarlaus í nokkurn tíma og kalla þurfti til sjúkrabíl og lækni en sem betur fer var allt í lagi og fengum við fréttir eftir leikinn að hún væri með heilahristing. Á meðan sjúkraflutningamennirnir voru að hlúa að stelpunni tók löggan spjall við Unu um hvernig þetta hefði gerst og allt í allt tafðist leikurinn um a.m.k. 20 mínútur. Eftir þetta sóttum við hart og uppskárum loksins mark eftir að Aðalheiður skaut beint úr aukaspyrnu í varnarmann og í markið. Áfram héldum við að sækja en á 90. mínútu fengu Sindrastúlkur vítaspyrnu og innsigluðu 4-1 sigur sem að mínu mati var um of.

Liðið í kvöld var þannig:

                                    Alma
                            
                                    Arna
                        Ríkey            Guðbjörg

                                     Tanja                      
           Inga                                           Aðalheiður

                        Ásta               Elva        

                        Sigurveig      Una

Tania kom inn fyrir Ingu í hálfleik og Gréta og Sigdís komu inn fyrir Tönju og Elvu á 68. mínútu.

Næsti leikur er gegn Hetti á Fáskrúðsfjarðarvelli 2. ágúst kl.19.00.

Takk fyrir leikinn
Viddi

24.07.2007 13:13

Sokkur í óskilamunum

Í Leiknishúsinu á Fáskrúðsfirði er þessi fallegi sokkur sem einhver hefur týnt. Sá sem á hann getur nálgast hann þar eða hringt í síma 8651260 í Jóhönnu Hauksd.

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40