Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2009 Maí

31.05.2009 17:17

Meistaraflokkur kvenna

Eftir ákveðið óvissuástand í kring um meistaraflokk kvenna er búið að ganga frá þjálfaramálum sumarsins.

Páll Guðlaugsson verður aðalþjálfari og Valgeir Davíðsson aðstoðarþjálfari.

Þórdís Benediktsdóttir, sem því miður neyðist til að leggja skóna á hilluna vegna hnjámeiðsla, verður liðsstjóri.

Stelpurnar léku sinn fyrsta leik í 1. deild um sl helgi gegn Þrótti R og töpuðu 0-2.  Á sunnudaginn kl 14:00 tóku þær síðan á móti HK/Víkingi á Norðfjarðarvelli og tapaðist sá leikur einnig, en hann fór 0-5.

Fremri röð frá vinstri: Valgeir Davíðsson, Stefán Már Guðmundsson og Páll Guðlaugsson

30.05.2009 23:35

Leikurinn og æfing á morgun

Ekki sóttum við stig norður í land í dag. Byrjuðum ekki vel en náðum þó að komast yfir með góðu marki frá Almari. Flott hjá honum. Eins og oft þegar við komumst yfir slökum við á og fengum við tvö mörk í andlitið fyrir hálfleik. Við byrjuðum seinni hálfleik af krafti og fengum ágætis færi til að jafna leikinn og vorum snuðaðir um víti. Í framhaldinu gáfum við leikinn frá okkur með tveimur mörkum.

Það þýðir ekkert að svekkja sig á þessu og horfa fram á veginn á næsta leik.

Æfing á morgun á Búðagrund kl. 12.

29.05.2009 23:47

Leikur hjá stelpunum á sunnudaginn

1.         deild kvenna

 

Fjarðabyggð/Leiknir - HK/Víkingur

 

Sunnudaginn 31. maí
kl. 14.00

 

Norðfjarðarvöllur

29.05.2009 16:37

Brottför á morgun hjá m.fl.kk

Á morgun er brottför frá íþróttahúsinu á Fásk kl. 9.30. Eskfirðingar og Reyðfirðingar verða tilbúnir í Olís Reyðarf. kl. 9.50. Hafliði verður klár á Egilsstöðum kl. 10.12.

Hópurinn á morgun

Björgvin Snær, Tadas, Ingimar, Almar, Björgvin Stefán, Hilmar, Viddi, Svanur, Jói, Villi, Daði Hafliði, Ingvar, Ingólfur og Jóhann Atli

28.05.2009 14:15

Sumarið að nálgast

Nú fer sumarið að nálgast og það má glöggt sjá enda er undirbúningur komin langt á veg á vellinum hérna á Búðagrund.

En með sumrinu koma yngriflokka-mótin og við hvetjum alla foreldra til að skoða foreldrabækling KSÍ á netinu. Bæklingurinn er ekki leiðinlegur til lestrar,eins og oft vill verða með bæklinga og svo eru einnig mjög hagnýt atriði og svo framvegis. Bæklingurinn er til á 4 tungumálum.

Hérna má sjá þennan bækling:
http://www.ksi.is/media/fraedsla/Foreldrabaklingur_KSI_4_tungumal.pdf (in four languages)

28.05.2009 11:19

Æfing mfl. kk. ATH BREYTINGU.

Æfing hjá mfl. kk. kl. 20:15 í kvöld (fimmtud) á Reyðarfirði! ATH BREYTINGU.

Kv. Þjálfarar

26.05.2009 09:26

Æfingar falla niður !

Allar æfingar í Ölvershöll falla niður í dag, þriðjudaginn 26.mai

Knoll og Tott

24.05.2009 11:23

Fjarðabyggð/Leiknir - Þróttur R.


Fjarðabyggðarhöllin

 
1.         deild kvenna

 

Sunnudaginn 24. maí kl. 14.00

 

Fjarðabyggð/Leiknir - Þróttur

Fyrsti deildarleikur stelpnanna í 1. deild A riðli er í dag. Röðun í riðlana er breytt frá undanförnum árum og nú fá stelpurnar einnig að spreyta sig á móti liðum af syðri helmingi landsins og fyrsti leikurinn er á móti Þrótti R.
Allir á völlinn - áfram Fjarðabyggð/Leiknir

23.05.2009 13:05

Æfingar mfl.kk.

Mánudagur 25. maí  kl. 21:00   Höllin
Þriðjudagur 26. maí  kl. 19:00  Höllin
Miðvikudagur  27. maí  FRÍ
Fimmtudagur 28. maí  kl. 19:00  Búðagrund?
Föstudagur 29. maí FRÍ
Laugardagur 30. maí   D/R - Leiknir  kl. 17:00

21.05.2009 18:17

Leikur

Leikur við 2.fl. í höllinni á morgun (föstud) kl.19:00. 
Mæting kl. 17:45, Búðingar mæting við íþróttahús kl. 17:15.19.05.2009 14:41

Knattspyrnu- og íþróttaskólinn

Knattspyrnu- og íþróttaskóli Leiknis hefst þriðjudaginn 2. júní og stendur til 21. ágúst.  Viku frí verður tekið kringum verslunarmannahelgina. 
Athygli er vakin á því að skólinn verður á nýjum tíma í sumar; hann verður alla virka daga frá 9:30 til 12:00.  Umsjónarmenn verða Jóhann Atli Hafliðason, Hilmar Freyr Bjartþórsson, Björgvin Stefán Pétursson og Inga Sæbjörg Magnúsdóttir.
Skólinn er eins og áður hugsaður fyrir börn á aldrinum 6 - 10 ára, eða 6. og 7. flokk auk árgangsins sem hefur skólagöngu í haust.  Börnum sem verða 5 ára á árinu býðst síðan að vera með á einu námskeiði í sumar.  Það verður auglýst síðar.
Vikan í skólunum kostar 2.000 kr.  Foreldrum býðst að kaupa aðgang fyrir allt sumarið á 16.000 kr og spara þannig 6.000 kr mv að barnið mæti á öll námskeiðin (11 vikur).   Vakin er athygli á að skólagjaldið er jafnframt æfingagjald og þannig aðgöngumiði að samæfingum og þeim opnu mótum sem farið verður á í sumar.  Ef börn stunda skólann lítið en hyggjast mæta á samæfingar, félagsæfingar og mót, þá munu þau þurfa að borga æfingagjald.  (Þeir sem skilja þennan pistil eru beðnir að rétta upp hönd.)


Samæfingar í Höllinni verða væntanlega með svipuðu sniði og í vetur að því undanskildu að krakkarnir frá Neskaupstað koma vonandi tvisvar í viku (3. -  5.flokkur), en það veltur á að Fjarðabyggð að fjölgi rútuferðum þaðan, eins og vonir standa til.

19.05.2009 13:22

Æfingar næstu daga (m.fl.kk)

Þriðjud. 19. maí - Höllin kl.19
Miðvikud. 20. maí - Höllin kl.19
Fimmtud. 21. mai - Frí
Föstud. 22. maí - Leikur ??
Laugard. 23. maí - Lyftingar kl. 10.30
Sunnud. 24. maí - Frí


18.05.2009 16:18

Fjarðaálsmótum lokið

Fjarðaálsmót í 6. og 7. flokki fóru fram á laugardaginn í góðu veðri í Höllinni okkar, hlýrra inni en úti í fyrsta sinn.
Met þátttaka var í mótinu; 29 lið.  Um 270 börn.  Fjarðabyggð tefldi fram 12 liðum; 6 í 6. flokki karla, 2 i 6. fl kvenna og 4 í blönduðum 7. flokki.  Við þurfum að gera átak í að fá meiri þátttöku hjá stúlkunum.
Mótin fóru hið best fram og komu þátttakendurnir frá Akureyri, Þórshöfn, Vopnafirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Höfn auk okkar barna úr Fjarðabyggð. 
Allir þátttakendur voru sigurvegarar og fengu pening til marks um það.
Þakka kærlega fyrir mótið.


18.05.2009 16:08

Erfið helgi

Liðin helgi reyndist öllum hér á Búðum erfið, eins og lesendur síðunnar þekkja.

Meistaraflokkur karla keppti á laugardag við KFR á Hvolsvelli og sigraði 2-1.  Þeir kepptu síðan á sunnudag við Ægi í Þorlákshöfn og töpuðu 3-4.

Sameinaður 2. flokkur karla lék sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í gær, sunnudag.  Leikið var í Höllinni og voru gestirnir leikmenn Gróttu af Seltjarnarnesinu.  Leikar fóru þannig að Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn eins og liðið heitir fullu nafni fór með sigur af hólmi, 2-1.  Mörkin skoruðu Sævar Harðarson og Martin Sindri Roshental.

Liðin okkar léku með sorgarbönd til minningar um Magna Óðinsson, en hugur ansi margra var hjá honum og fjölskyldu hans þó líkaminn hafi verið á fótboltavellinum.
12.05.2009 18:19

Samningar

Nú nýverið skrifuð 5 leikmenn undir samninga við Leikni, svokallaða staðalsamninga KSÍ. Þetta voru gömlu brýnin Vilberg Jónasson og Óðinn Ómarsson og ungstirnin Tadas Jocys, Ingimar Harðarson og Svanhvít Sigurðardóttir. Öll skrifuðu undir tveggja ára samning. Athöfnin fór vel fram og eru undirskriftirnar hinar læsilegustu.

Það er annars af meistaraflokki karla að frétta að hann er á leið í keppnisferð á grösuga velli Árnes- og Rangárvallasýsla um komandi helgi. Meiningin er að keppa þar við Ægi úr Þorlákshöfn og KFR frá HvolsHellu. Leikmannahópurinn héðan að austan fer akandi suður á föstudag og gistir í hlöðu í grennd við Hvolsvöll. Þar mun Reykjavíkurakademían; Jóhann Örn, Svanur Árna, Sigurður Örn, Ingimar Guðmundss og Ingvar Stefánss sem við fengum nýverið lánaðan frá KFF, sameinast hópnum. Við bjóðum Ingvar velkominn aftur í Leikni.


Skiljanlega vildi Svanhvít ekki láta mynda sig með strákunum.

Á sunnudaginn hefst einnig íslandsmótið í öðrum flokki þegar okkar strákar taka á móti Gróttu í Fjarðabyggðarhöllinni.Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40