Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2009 Júlí

27.07.2009 14:38

Æfingafrí!

ATH! - Frí verður á öllum samæfingum frá og með þriðjudeginum 28. júlí til og með mánudeginum 3. ágúst.

Í knattspyrnu- og leikjaskóla Leiknis verður einnig frí þessa sömu daga! - En vikuna 4. til 7. ágúst eru krakkarnir sem hefja grunnskóla í vor velkomnir á leikjanámskeið :)

*Knattspyrnu- og leikjanámskeiðin eru frá 9:30-12:00 alla virka daga. Að gefnu tilefni viljum við minna foreldra á það að borga fyrir námskeiðin í byrjun hverrar viku! En hver vika kostar 2000 kr.

- þjálfarar

27.07.2009 14:13

ReyCup

Við hjá Fjarðabyggð/Leikni áttum okkar fulltrúa á ReyCup um helgina og þeir stóðu sig frábærlega. 
Mótið er mjög stórt í sniðum og öll stærstu íslensku félögin, auk nokkurra erlendra, taka þátt í því.

A-lið 4ða flokks kvenna lenti í 3ja sæti, vann stórveldið Breiðablik í úrslitaleik!
B-liðið sem keppti í 7-manna bolta stóð sig einnig vel, þær höfnuðu í 4ða sæti.

3ji flokkur karla var skráður í keppni A-liða en mótshaldarar færð liðið í B.  Þar hafnaði liðið í öðru sæti, tapaði úrslitaleik fyrir Hamar/Ægir. 

4ði flokkur karla hafnaði í 14 sæti A-liða, þeir byrjuðu vel en gekk illa í úrslitunum. 

Hér má sjá lokastöðuna í öllum riðlunum; http://www.reycup.is/reycup/?D10cID=ReadNews&ID=393

Til hamingju krakkar með frábæra framistöðu!

27.07.2009 13:54

Töp

Leiknir tapaði 0-1 fyrir Draupni á Búðagrund á laugardaginn.  Þrátt fyrir dapran leik okkar manna þá fengu þeir aragrúa færa sem ekki tókst að nýta.  Norðanmenn átt einnig sín færi og skoruðu úr skyndisókn um miðja seinni hálfleikinn og þar við sat, þrátt fyrir talsverða pressu okkar manna. Leikskýrslan; http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=209366

Stelpurnar okkar í Fjarðabyggð/Leikni töpuðu síðan illa fyrir Selfossi á sunnudaginn á sama stað, 0-6. Leikskýrslan; http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=210438

Þess má að lokum geta að Leiknir hefur lánað Hilmar Frey til KFF og mun hann leik með þeim það sem eftir lifir sumars. 

27.07.2009 11:52

Næstu æfingar (m.fl.kk.)

Mán - Búðagrund kl. 19
Þri - Búðagrund kl. 19.30
Mið - Frí
Fim - Búðagrund kl. 19.30
Fös - Frí
Lau - Frí
Sun - Frí
Mán - Búðagrund kl.18

27.07.2009 11:29

Leikjaskóli Leiknis vikan 4.-7. ágúst

Þriðjudagur 4.ágúst:

Veiðiferð, veitt  verður af bryggjunni fyrir neðan Fram og síðan færum við okkur um set ef að fiskarnir eru ekki til staðar. Björgunarvesti, veiðistöng og hollt nesti er æskilegt að hafa meðferðis.

Miðvikudagur 5.ágúst:

Flöskurallý, keppt  verður í góðum læk, krakkarnir  verða að hafa með sér flösku og prik (helst um meter á lengd) og þurr föt.

Fimmtudagur 6.ágúst:

Golf, þjálfarar koma með kylfur og kúlur. Farið verður inn á golfvöllinn á Fáskrúðsfirði.

Föstudagur 7.ágúst:

Ratleikur og fjör á vellinum J

 

*Mæting alla dagana við Leiknishús með hollt og gott nesti meðferðis.

*Einnig viljum við minna á að þeir krakkar sem að byrja í skóla í haust mega mæta þessa daga.

*Vonumst til að sjá sem flesta.

-Þjálfarar J

23.07.2009 16:30

Laugardagsleiknum seinkað!

Leiknum við Draupni á laugardaginn, hefur verið seinkað um tvo tíma!
Hann verður því kl 16:00 á Búðagrund.
Áfram Leiknir!!!!!!

Munum svo leik stelpnanna við Selfoss á sunnudaginn.

23.07.2009 14:36

Tour de Fásk...

Eins og ævinlega mun Tryggvi Sigmundsson mæta við Leiknishúsið og skutla hjólum fyrir þá sem það vilja á upphafreit, sem núna er við Höfðahús.  Tryggvi mun rúlla af stað úteftir kl 18:00 stundvíslega.  Ræst verður við kl 18:15 og endamarkið verður í miðbænum - við Hótelið.
Þátttakan í hjólreiðunum kostar 500 krónur og staðgreiðist í íslenskri mynt.
Börn undir 8 ára aldri verða að vera í fylgd með fullorðnum!

23.07.2009 12:14

Æfing mfl.kk.

Æfingin í dag verður kl. 18:00 á Búðagrund

Ath. Breyttan æfingatíma vegna mikils þrýstings frá Daða sem verður að komast í kenderýisgönguna, Daði sagðist hafa verið beittur miklum þrýstingi frá þriðja aðila að fá æfingatíma breyttum, hann vill ekki gefa nafn hans upp að svo stöddu (Svanur).

23.07.2009 10:15

Einherji - Leiknir F

Umfjöllun:

Leiknismenn heimsóttu Einherja á Vopnafjörð síðastliðinn þriðjudag.    Leiknismenn mættu ákveðnir til leiks og pressuðu heimamenn fyrstu mínúturnar og voru aðgangsharðir upp við mark þeirra, Einherji svaraði með skyndisóknum sem sköpuðu ekki teljanleg vandræði fyrir vörn Leiknis.  Fyrsta færið fékk Villi eftir að H1N1 (Almar) gaf boltann útí teiginn en Einherja menn björguðu á línu.  Leiknismenn áttu nokkra góða spilkafla í fyrri hálfleik sem enduðu með skoti að marki en góður markmaður Einherja varði allt sem að marki kom.   0 - 0 þegar liðin fóru í te, Leiknismenn byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrri með pressu og það skilaði marki á 57 mín. þegar Ævar  gaf fyrir markið og Villi skoraði með skalla.   Eftir markið komust Einherja menn meira inní leikinn og voru hættulegri, besta færi þeirra átti Ingvar sem skallaði í slána og sagði hann eftir leikinn að það hefði verið öruggast þar sem það voru Einherjamenn allt í kring um hann.  Leiknismenn héldu út og góður sigur í höfn.  Háaldraður markmaður Leiknis átti  góðan dag sem og liðið allt.

Byrjunarlið:

                          Óðinn


Björn Ágúst    Ingvar    Svanur     Ingólfur


Ævar         Ingimar      Jói          Daði


               Almar        Villi
21.07.2009 11:04

Opnunartími íþróttahús

Íþróttahúsið/Ölvershöll verður opið frá kl 14:00 - 17:00 föstudaginn 24. júlí (en ekki 15:00-19:00) í tilefni Franskra daga!

19.07.2009 00:33

Næstu æfingar (m.fl.kk.)

Sun - Búðagrund kl. 18
Mán - Búðagrund kl. 19.30
Þri - Einherji - Leiknir
Mið - Skokka og lyfta sjálfir
Fim - Búðagrund kl.19.30
Fös - Frí
Lau - Morgunæfing kl. 10 og svo Leiknir - Draupnir
Sun - Frí

18.07.2009 12:52

Leiknir og Völsungur.

Ég er búin að setja nokkrar myndir frá leiknum í gærkvöldi, Leiknir og Völsungur.
10.07.2009 22:07

Næstu æfingar (m.fl.kk) = UPPFÆRT

Lau. 11. júlí - Frí
Sun. 12. júlí - Búðagrund kl. 18
Mán. 13. júlí - Búðagrund kl. 19.30
Þri. 14. júlí - Búðagrund kl. 19
Mið. 15. júlí - Golfmót (Jói reddar ;)
Fim. 16. júlí - Búðagrund kl. 19.30
Fös. 17. júlí - Leiknir - Völsungur kl. 20.00

10.07.2009 13:54

Æfingar falla niður í dag

Æfingar hjá 5.fl karla og 4. og 5.fl kvenna falla niður í dag ..

09.07.2009 09:10

ATH

Æfing hjá 4.fl kk fellur niður í dag!!

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40