Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2009 Desember

31.12.2009 10:40

Samstarf

Í gær skrifuðu fulltrúar KFF og Leiknis undir samning um áframhaldandi sameiginlegt lið í meistaraflokki kvenna. 
Stefnt er að því að styrkja liðið.   Kjarninn í liðinu verður áfram og ljóst að sterkar stelpur bætast í hópinn fyrir næsta tímabil.  Einnig er stefnt að því að bæta og auka umgjörðina um liðið.   Páll Guðlaugsson verður áfram þjálfari meistaraflokks kvenna.

Einnig var skrifað undir samning um 2. flokk karla en þar verður samstarfið með svipuðum hætti og verið hefur.  Þó með þeirri breytingu að Huginn kemur nú inn í samstarf, Þróttar, Austra, Vals, Leiknis og Súlunnar á jafnréttisgrunni og verður aðili að samstarfssamningnum, en drengir frá Huginn voru einnig í liðinu sl sumar. 
Ljóst er að 2. flokkurinn verður sterkur á komandi keppnistímabili.  Einungis einn eða tveir leikmenn ganga upp úr flokknum en hinir eldast allir um eitt ár! Auk þess koma öflugir strákar upp úr 3ja flokki.  Páll Guðlaugsson verður áfram með 2. flokkinn.

31.12.2009 10:09

Jólamótið

13. jólamót Leiknis í innanhússknattspyrnu fór fram í gær 30. desember.  9 lið mættu til leiks og var þeim skipt í tvo riðla.
Í A-riðli börðust KFFB, Mikkarar og Narfi um fyrsta sætið.  Narfi hafði það og þar með sæti í úrslitunum á hagstæðari markamun en Mikkarar. 
Í B-riðlinum vann LVF alla sína leiki, en baráttan var um annað sætið. Launafl náði því á markamun.
Úrslitaleikirnir voru spennandi; Mikkararnir unnu Launafl 3-2 og enduðu í 3ja sætinu.
Í leiknum um gullið var hart tekist á.  Narfi hafði frumkvæðið allan tíman en LVF jafnaði tvívegis og í leikslok var staðan 3-3.  Þá var framlengt 2x 4 mínútur.  Narfi komst í 5-3 en LVF minnkaði muninn í 5-4 og urðu það lokatölurnar þrátt fyrir stangarskot og læti.  Lið Narfa; Guðni, Björgúlfur, Andri Mar, Reynir Svavar, Gummi Úlfars, Hilmar og Almar.  Hilmar var maður mótsins en Almar tók úrslitaleikinn í sínar hendur og skoraði 3 síðustu mörk Narfa.

Knattspyrnudeildin þakkar nefndinni; Ingimari, Svani og Björgvini, dómurum; Denna, Ingólfi, Atla og Villa, áhorfendum, leikmönnum og félögunum sem styrktu liðin; KPMG, KFFB, Launafl, Metal, Þorskeldi, Loft og raftæki, Loðnuvinnslunni og Narfa og Ölla.
Myndir í albúmi.Narfamenn.

28.12.2009 20:03

Jólamótið

Hið árlega Jólamót Leiknis í innanhússknattspyrnu verður haldið miðvikudaginn 30. desember í höll Ölvers og hefst klukkan 17:00.  

Í hverju liði mega vera að hámarki 3 leikmenn með skráðan leik í meistaraflokki Íslandsmótsins sl sumar (Íslensk knattspyrna 2009 eftir Víði Sig. sker úr).  Reglur KSÍ um innanhúsknattspyrnu gilda, eins og þær voru fyrir daga futsalsins.

Þátttökugjald er 10.000 kr á lið. 
Tekið er við skráningum í síma 867 22 34 (Ingimar), 772 24 14 (Svanur) eða netfangið ingimar9@simnet.is til hádegis mótsdaginn, 30. desember.

28.12.2009 19:54

Leiknir - Sindri

Leiknir lék æfingaleik við Sindra í Höllinni í dag.  Niðurstaðan 1-1 jafntefli þar sem okkar menn voru mjög óheppnir að sigra ekki.  Amk annað tveggja stangarskota Leiknismanna hefðu mátt hafna í netinu.
Liðið var svipað og á móti Hetti;
Björgvin / Óðinn í marki
Björgvin Stefán, Svanur, Ingvar og Ingimar Guðjón fyrir framan þá,
Ingimar, Tadas og Villi á miðjunni,
Hilmar og Marinó á vængjunum,
og Almar á topp.
Almar skoraði eftir að fyrirgjöf frá Björgvin Stefáni hrökk í stöng og út til hans.
Kenan, Guðni og Óli komu inn á.
Í dag áttu Hilmar, Marri, Ingvar, Tadas og Villi fínan leik, sem og fleiri.

28.12.2009 11:24

Leiknir - Sindri

Leiknir - Sindri
 Fjarðabyggðarhöllinni
 kl. 17:00

24.12.2009 16:18

Jólakveðja

Gleðilegra jóla óskum við öllum lesendum þessarar síðu og þökkum árið sem brátt er á enda.

Minnum á jólamótið í innanhússknattspyrnu sem haldið verður miðvikudaginn 30. desember og hefst kl 17:00 í Höll Ölvers.

Knattspyrnuráð Leiknis

22.12.2009 23:03

Leiknir-Höttur

Leiknir tók á móti Hetti í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld.  Leikið var í 2x 40 mínútur með frjálsum skiptingum.
Þrír 3ja flokks guttar voru í byrjunarliði Leiknis; Björgvin Snær í markinu, Tadas á miðjunni og Ingimar á vinstri vængnum. Aðrir í byrjunarliðinu voru Björgvin Stefán, Svanur, Ingvar og Ingólfur í vörn, Ingimar og Vilberg á miðjunni, Jóhann Örn á hægri vængnum og Almar Daði frammi.
Á bekknum voru; Hilmar, Ævar, Kjartan Bragi og Bergvin og komu þeir allir inná.
Skemmst er frá því að segja að Leiknir var lengst af mikið betri aðilinn og það var gegn gangi leiksins sem þeir komust í 1-0 í fyrri hálfleik.  Seinni hálfleikurinn var okkar og þá skoruðu; Ingólfur, Tadas, Vilberg og Almar Daði.  Lokatölur 4-1 fyrir Leikni.
Mesta athygli vakti frammistaða Björgvins í markinu en hann var yfirvegaður og greip vel inn í þó hann hefði minna að gera en kollegi hans í Hattarmarkinu.  Fleiri áttu skínandi leik ma Tadas, Almar, Ingvar og Vilberg gamli.

21.12.2009 22:22

Æfingaleikur (m.fl.kk.)

Á morgun, 22. des, er æfingaleikur í höllinni gegn Hetti.

Leikurinn hefst kl. 18.30.

Að venju verða Pétur og Ölli með blöðrusölu og nokkur vel valin trick í hálfleik.

17.12.2009 15:44

Futsal - Leiknir í úrslit

Leiknir komst í úrslitakeppnina í Futsal sem verður eftir áramót með sigri á Hetti 10-7 í Ölvershöll í vikunni.  Einn leikur er eftir og er hann á Seyðisfirði þann 19. des. kl. 14:00. 

 Staðan í riðlinum:

Leiknir   9 stig
Höttur   6
Huginn 0


15.12.2009 22:05

Leiknir og Höttur.

Það eru komnar skrautlegar myndir frá leik Leiknis og Hattar í Futsal hér í Ölvershöll í kvöld, mjög spennandi leikur og hafði Leiknir betur.Já mönnum var svo sannarlega heitt í hamsi í Ölvershöll í kvöld.Leikhlé.

14.12.2009 09:03

Futsal

Leiknir - Höttur
Ölvershöll
Þriðjudaginn 15. des.
kl. 20:00


04.12.2009 09:13

Jólafrí!!!

Nú styttist óðum í jólafrí í boltanum eins og öðru.
Síðustu samæfingar fyrir jól eru í næstu viku!  Og .. fyrsta samæfing eftir jól er mánudaginn 11. janúar.
Félagsæfingarnar í Höll Ölvers verða eins og vanalega í takt við kennslu í skólanum.  Jólafrí hefst 17. desember og fyrsta æfing á nýju ári er þriðjudaginn 5. janúar.

Mig að skora á foreldra að sjá til þess að þau börn sem eru að æfa knattspyrnu mæti vel á samæfingar.  Sumir æfingahóparnir eru mjög litlir og mæting hefur á köflum verið slök.  Það er ekki verjandi að halda úti rútuferðum og þjálfurum fyrir örfáa einstaklinga.  Hafið þetta endilega í huga þegar þið tímasetjið bekkjarkvöld, afmælisveislur og fleira þess háttar.

04.12.2009 09:09

Íslensk knattspyrna

 Fréttatilkynning um nýju bókina hans Víðis;

 

Íslensk knattspyrna 2009

 

Íslensk knattspyrna 2009 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann er 29. bókin í samnefndum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981. Bókaútgáfan Tindur gefur bókina út.Íslensk knattspyrna 2009 er 240 blaðsíður, þar af 80 í lit, og í henni er fjallað um allt sem viðkemur fótboltanum á Íslandi á árinu 2009. Mjög ítarlega er fjallað um efri deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu, einnig um neðri deildirnar, bikarkeppnina, landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum, Evrópuleiki félagsliða, um alla yngri flokkana, atvinnumennina erlendis, vetrar- og vormótin, og allt annað sem tengist íslenskri knattspyrnu.

Í bókinni er jafnframt að finna mjög ítarlega tölfræði um lið og leikmenn, félagsliða og landsliða, litmyndir af meistaraliðum í öllum flokkum á Íslandsmótinu og öllum liðum í efstu deild karla.

Þá eru í bókinni ítarleg viðtöl við Atla Guðnason úr FH, Sif Atladóttur úr Val, Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara karla og Sigurð Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfara kvenna.

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40