Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2010 Janúar

31.01.2010 20:06

Sólarkaffi

Sólarkaffi Leiknis var í Skrúði í dag og var vel mætt. Veitt voru ýmis verðlaun til þeirra er stunda íþróttir hvort sem það eru sund, fótbolti, blak eða frjálsar. Myndir í albúmi.Íþróttamaður Leiknis árið 2009. Almar Daði Jónsson.

28.01.2010 11:30

Goðamótið hjá 4.fl.kvk.

Um síðustu helgi var Goðamót Þórs á Akureyri haldið í 4.fl.kvk. Við vorum skráð til leiks með tvö lið. A - liðið okkar var í riðli með Breiðablik, HK, KS/Leiftur og KA.

Fjarðab. - Breiðablik          0-4
Fjarðab. - HK                   0-2
Fjarðab. - KA                   0-2
Fjarðab. - KS/Leiftur          3-2

Stelpurnar enduðu neðastar í sínum riðli og spiluðu við Fjölni um 11. sætið og unnu 2-0. Það er óhætt að segja að þær hafi staðið sig með stakri prýði enda að spila við sterk lið. Þess má geta að HK og Breiðablik spiluðu til úrslita og þar hafði HK betur og vann mótið. Í A-liðinu voru Eydís og Helena frá Neskaupstað, Birta, Rebekka, Belma og Freydís frá Fáskrúðsfirði og Elín frá Reyðarfirði.

D-liðið okkar var í riðli með HK, Tindastól og Samherjum. Reyndar skráðum við C-lið en vorum óvart sett í D-liðin og ekkert sem við gátum gert til að breyta því.

Fjarðab. - Samherjar         8-0
Fjarðab. - Tindastóll          1-0
Fjarðab. - HK                    0-2

Í undanúrslitum spiluðu stelpurnar við Breiðablik í æsispennandi leik. Leiddu með 3 mörkum gegn engu í hálfleik en á 5 mín kafla í seinni hálfleik náðu Blikastúlkur að jafna. Í framlengingu var ekkert mark skorað og þá var það hlutkesti sem réði úrslitum og þar höfðu Blikastúlkur betur. Við spiluðum um 3. sætið við HK og hefndum fyrir tap gegn þeim í riðlinum með 1-0 sigri í framlengdum leik.

Í D-liðinu voru Ásgerður, Elma, Elfur, Veiga og Arndís frá Eskifirði, Mekkín frá Neskaupstað og Brynja og Guðrún Birta frá Fáskrúðsfirði. Til hamingju stelpur!!

27.01.2010 21:56

Tap

Okkar menn töpuðu í kvöld fyrir KFF í Síldarvinnslubikarnum.  Lokatölur 1 - 4.  Almar Daði skoraði okkar mark í lokin.
Alltof mikil virðing einkenndi leik okkar manna, alltof margar tæklingar töpuðust fyrirfram.
Liðið;
Óðinn (Björgvin Snær)
Mateusz, Svanur, Siggi (Fannar Bjarki) og Ingólfur (Óðinn Ó) í vörn,
Ingimar (Arek), Tadas og Villi á miðjunni,
Björgvin Stefán og Ingimar Guðjón á vængjunum,
Almar frammi

Marri farinn suður, Jóhann Atli að rúlla upp Sauðkrækingum í Gettu betur - til hamingju strákur! - aðrir ekki til staðar.

27.01.2010 13:40

Æfingaferð til Englands

Ingimar og Tadas æfðu um daginn með unglingaliðum Reading. Veturkonungur setti reyndar strik í reikninginn og æfingasvæðið lokað. Allar æfingar voru færðar inn í litla gervigrashöll þeirra Readingmanna við aðalvöll félagsins. Alls æfðu þeir 4x, 1x með undir 18 ára liðinu, 2x með undir 16 ára liðnu og 1x með undir 14 ára liðinu. Drengirnir stóðu sig með prýði og sýndu þeir unglingunum í Reading sínar bestu hliðar. Þjálfarar létu vel af strákunum og voru sérstaklega ánægðir með hártískuna hjá þeim félögum. Eins vilja verslunareigendur í Reading koma sérstökum þökkum til þeirra félaga. Think you, come again.


Snjórinn setti strik í reikninginn. Innanhúshöll þeirra Readingmanna.


Drengirnir á æfingu hjá undir 18 ára liðinu.


Ingimar að koma sér í æfingagallann.


Tadas að koma sér í æfingagallan.

Myndirnar sem ég tók á æfingunum voru ekki góðar en ég setti nokkrar fleiri inn í myndaalbúmið.

26.01.2010 22:17

Leiknir - Fjarðabyggð

Leiknir - Fjarðabyggð
Miðvikudaginn  27. jan. kl. 19:20

MÆTA

Ölli sýnir loftfimleika í hálfleik

21.01.2010 08:44

Jafntefli

Leiknir lék sinn fyrsta leik í Síldarvinnslubikarnum í gærkvöld og mætti þá Hetti.
Áður en lengra er haldið er rétt að hrósa Dómarafélagi Austurlands fyrir framtakið að koma þessari keppni á, það er glæsilegt.

En að leiknum.  Okkar menn voru mun sterkari í byrjun og Almar var tvívegis ágengur við Hattarmarkið.  Í fyrra skiptið setti hann boltann í slá í ágætu færi, en í seinna skiptið skaut hann naumlega framhjá eftir að hafa sloppið í gegn og leikið á markvörð Hattar.  Hattarmenn sóttu í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og undir lok hans stal Sigurður Donys boltanum af Svani og setti hann laglega fram hjá Óðni.  Nokkrum mínútum síðar fór Donys illa með Ingimar Guðjón sem greip í hann inn í teig og Donni var snöggur niður og fékk víti, sem hann skoraði úr af öryggi. 
Þessi tvö mörk voru eins og köld vatnsgusa á lokaandartökum hálfleiksins eftir að okkar menn höfðu verið mun betri.
Okkar menn mættu ákveðnir í seinni hálfleikinn og fljótlega skoraði Tadas gott skallamark eftir aukaspyrnu.  Markið var ranglega dæmt af, Villi var rangstæður en hafði engin áhrif á leikinn.
Villi skoraði skömmu síðar skallamark eftir hornspyrnu og allt opið.  Villi var aftur á ferðinni og sett'ann nokkru síðar eftir aukaspyrnu en enn var flaggað og rangstaða dæmd.  Ingimar Guðmunds var ekki sáttur við það og skoraði jöfnunarmarkið með góðu skoti.
Hattarmenn lifnuðu aðeins við eftir þetta og Donys slapp inn í teig og fékk réttilega aðra vítaspyrnu.  En nú brást honum bogalistin og skaut framhjá.  Eftir þetta gerðist fátt, en þó fékk einn Hattarinn rautt spjald og var það verulega verðskuldað.
Ungir drengir stigu sín fyrstu skref með meistaraflokki í leiknum; Arek (15), Fannar Bjarki (14) og Mateusz (15) lánsmaður frá Þrótti Nes.  Til hamingju strákar!.

Liðið var svona skipað;
Óðinn Ó í marki,
Björgvin Stefán, Svanur, Ingólfur og Ingimar Guðjón í öftustu línu,
Ingimar, Tadas og Villi á miðjunni,
Ævar og Marinó á vængjunum,
og Almar á toppnum.

Inná komu; Mateusz, Arek, Jóhann Atli, Fannar Bjarki og Sigurður Örn.

Tadas átti stórleik á miðjunni og þeir Ingimar og Villi voru líka öflugir þar.  Almar átti fína spretti og einnig Ingimar Guðjón.  Varamennir stóðu allir fyrir sínu.
Það er augljóst á okkar liði að þar eru margir í fínu formi, ekki síst Readingfararnir Tadas og Ingimar Guðjón. 

Höttur stillti líka upp ungu liði.  Donys var allt í öllu í sóknarleik þeirra.


ps von er á pistli frá Viðari um æfinga- og kynnisferð þeirra félaga til Reading fljótlega.

18.01.2010 15:58

Goðamótin

Nú eru Goðamótin að bresta á;

22. - 24. janúar - 4. fl. kvenna

26. - 28. febrúar - 5. fl. karla

12. - 14. mars - 5. fl. kvenna

26. - 28. mars - 6. fl. karla

Eins og undanfarin ár hefjast mótin upp úr hádegi á föstudegi og lýkur síðdegis á sunnudegi.  Þátttökugjaldið er 7.000 kr á keppanda og niðurgreiðir knattspyrnudeildin það um 2.000 þannig að eftir stendur 5.000 kr, sem geiða ber fyrir brottför.

Greifamótin verða sem hér segir;

19. - 21. febrúar - 3. fl. karla

5. - 7. marz - 4. fl. karla

Ég bendi þeim sem eru forvitnir að vita dagsetningar Fjarðaálsmótanna að þau eru undir opin mót á ksi.is

18.01.2010 10:23

Úrtaksæfing U17 kvenna

Á miðvikudaginn, 20 janúar, verður Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari U17 með æfingu í Höllinni fyrir 15 og 16 ára stúlkur á Austurlandi.  Leikmenn frá Sindra, Hetti, UMF Langnesinga og Fjarðabyggð/Leikni.  9 stúlkur úr Fjarðabyggð eru boðaðar á æfinguna.
Þetta eru; Svanhvít Sigurðardóttir Michelsen, Rakel Dís Björnsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Anna Margrét Arnarsdóttir, Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, Sara Ósk Gunnarsdóttir, Sigrún Hilmarsdóttir Steina Gunnarsdóttir og Unnur Ólöf Tómasdóttir.

18.01.2010 10:21

Sigur hjá meistaraflokki kvenna!

Kvennalið Fjarðabyggðar/Leiknis og Sindra mættust í æfingaleik í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn. Leikið var í 3x30 mínútur og skoraði Sindri fljótlega mark og var 0-1 yfir eftir fyrsta leikhluta. Sindri bætti við öðru marki í öðrum leikhluta og staðan því 0-2 eftir hann. Þá tók okkar lið aldeilis við sér og skoruðu þrjú mörk í þriðja og seinasta leikhlutanum og sigraði leikinn 3-2. Una Sigríður Jónsdóttir skoraði tvö mörk og Alexandra Tómasdóttir eitt. Flott byrjun á árinu hjá meistaraflokki kvenna og nú er bara að halda áfram og leggja hart að sér.

13.01.2010 08:49

Grasrótarverðlaun

Í gær voru afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og var athöfnin haldin í höfuðstöðvum KSÍ.   Fjarðabyggð/Leiknir fékk verðlaun fyrir Grasrótarviðburð smærri bæjarfélaga - besta unglingamótið: Fjarðabyggð/Leiknir - Fjarðaálsmótið.  Fjarðabyggð/Leiknir hélt mótið í fyrra en Leiknir ýtti því úr vör 2007 og hélt það einnig 2008. Fjarðaálsmótið er fyrir bæði drengi og stúlkur frá 7. flokki til og með 3. flokki. Árið 2009 tóku 9 félög af austur og norðurlandi þátt með alls um 400 þátttakendur. 
Arnar Guðmundsson framkvæmdastjóri F/L veitti viðtöku viðurkenningaskjali frá KSÍ og UEFA ásamt 30 boltum og 20 vestum.

12.01.2010 17:37

Síldarvinnslumót

Nýstofnað knattspyrnudómarafélag Austurlands stendur fyrir æfingamóti í meistaraflokki karla og hefst það nú í mánuðinum.  Síldarvinnslumótið nefnist það, eftir helsta styrktaraðilanum.  Leiknir á þar amk 4 leiki, alla í Fjarðabyggðarhöllinni.  Helgina 12. - 13. febrúar verður síðan spilað til úrslita.  Á föstudegi leika liðin í 1. og 4. sæti innbyrðis og eins liðin í 2. og 3. sæti.  Daginn eftir leika sigurvegararnir um gullið og tapliðin um þriðja sætið.
Gott framtak hjá dómurunum.

Leikir Leiknis eru;

Miðvikudaginn 20. janúar, kl 20:00 Leiknir - Höttur         

Miðvikudaginn 27. janúar, kl 19:20 Leiknir - Fjarðabyggð   

Föstudaginn 5. febrúar, kl 19:00 Sindri - Leiknir

Laugardaginn 6. febrúar, kl 14:00 Leiknir - Huginn            12.01.2010 10:40

Hjónaball...

Þá er þessi fasti punktur í tilverunni að baki á þessu ári.  Hjónaballið og sú vinna.  Fyrir hönd knattspyrnuráðsins vil ég þakka krökkunum sem unnu fyrir okkur á ballinu og stóðu sig eins og hetjur. Það voru; Ásta Kristín, Melkorka Mjöll, Birkir Snær, Helgi Snævar, Steinar Örn, Ingólfur Sveins, Brynjar Ölvers, Jóhann Atli, Björgvin Stefán og Almar Daði.   Takk, takk.
Einnig þökkum við hjónaballsnefndinni fyrir samstarfið og hjálpina, og starfsfólki Sumarlínu sömuleiðis. 

Að lokum langar mig að segja frá nýjustu fjáröflun deildarinnar sem er eftirleit á afréttum Fljótsdælinga.  Í póstinum er reikningur til ríkasta sveitarfélags á Austurlandi fyrir smölun í Villingadal og Kiðafelli um sl helgi.Vinnusama liðið.

07.01.2010 20:08

Æfingin á morgun (föstudaginn) verður í höllinni kl. 19:00 með Fjarðabyggð. Mætum við íþróttahúsið kl. 18:30.

07.01.2010 14:13

Futsal

Úrslit Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu - futsal - verða háð um helgina.  Okkar drengir rúlluðu upp Austfjarðariðlinum og eiga að spila gegn Víði úr Garði í 8 liða úrslitum í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið - 8. janúar kl 20:00.
Ákveðið hefur verið að senda útlaga til keppni, undir stjórn Daða Más.  Þjálfararnir; Viðar og Vilberg verða erlendis og einnig þeir Ingimar Guðjón og Tadas. Ma af þeim ástæðum og í sparnaðarskyni var ákveðið að fara þessa leið.  Ef einhverjir sprækir Leiknismenn verða á ferð í höfuðborginni eða geta hugsað sér að skella sér um helgina hafið þá endilega samband við Daða.
Og Búðstrendingar í borginni, þið mætið auðvitað til að hvetja strákana!  Áfram Leiknir.

04.01.2010 11:09

Þá byrjum við í m.fl.kk.

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla ;)

Þá er komið að því að byrja formleg leiktímabilið 2010. Við ætlum að æfa saman 4x í viku og svo lyftið þið sjálfir einu sinni á ykkar tíma. Sameiginlegar æfingar eru sem hér segir:

Mánudagar kl. 18 - Hlaup og lyftingar
Miðvikudagar kl. 19 - Höllin
Föstudagar kl. 20.30 - Bolti á Fásk
Laugardagar kl. 11.00 - Hlaup og lyftingar


Við reiknum með að spila a.m.k. einn leik í viku og fljótlega hefst dómaramótið og dagskrá þess verður sett hér inn við fyrsta tækifæri.

Þjálfsar.


  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40