Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2010 Febrúar

24.02.2010 19:22

Bikarkeppni KSÍ

23.02.2010 13:11

Goðamót

Goðamótið í 5ta flokki drengja fer fram um næstu helgi. Fjarðabyggð/Leiknir er með þrjú lið skráð til leiks; A, C og E. 
Guðmundur Andri Bjarnason er fluttur suður og hættur með flokkinn og enn er ekki búið að ráða þjálfara í hans stað.   Jóhann Atli hefur tekið að sér að fara með strákana norður, enda þekkir hann þá ágætlega eftir að hafa þjálfað suma í 6. fl síðastliðið sumar og hina sem aðstoðarmaður Gumma.  Unnið er að varanlegri lausn í þjálfaramálinu.
Hægt verður að fylgjast með strákunum á síðu Goðamótsins, en á henni birtast úrslit og myndir. Slóðin er; http://godamot.blog.is/blog/godamot/

22.02.2010 16:26

Silfurstrákarnir stóðu undir nafni

3.fl. kk. stóð sig með prýði á Greifamótinu um síðustu helgi.  Strákarnir urðu í 2.sæti eftir úrslitaleik við Þór Ak.  Þar sem 4 lið voru skráð til leiks í A- liðum var fyrst leikinn ein umferð í riðli þar enduðu okkar menn í 1. sæti eftir sigur á KA og Hvöt/Tindastól/KS/Leiftri svo gerðu þeir jafntefli við Þór.  Á sunnudeginum var svo úrslitakeppni þar sem strákarnir unnu KA en töpuðu svo fyrir Þór.  
    Þess má geta að strákarnir   voru félagi sínu til sóma jafnt utan vallar sem innan. Við lentum í ýmsum hremmingum , einn bíllinn sem ferjaði strákana norður fór útaf og voru þeir nokkuð lemstraðir eftir, Beggi gat ekki spilað af þeim sökum en reyndi á sunnudaginn en varð að fara útaf  í úrslitaleiknum. Birkir veiktist og kom ekki með á mótið.  Ásbjörn og Elvar meiddust í fyrsta leik og spilaði Ásbjörn ekki meira á mótinu en Elvar spilaði en það má segja að eina sem hélt honum uppi var hellingur af sjúkrateipi. 

Þeir sem tóku þátt voru: Björgvin Snær, Rúnar, Mattheuz, Beggi, Elvar, Hlynur, Halli, Ásbjörn, Snæþór, Ingimar, Tadas, Arek, Fannar, Arnar og Gummi.


Ég vil að lokum þakka þeim foreldrum sem komu með og studdu vel við bakið á strákunum.

Vilberg

20.02.2010 18:57

Greifamót

3.fl.kk. spilaði 2 leiki á Greifamótinu í dag fyrri leikurinn var við Þór og endaði hann 0-0, seinni leikurinn var við KA og vannst hann 1-0 Arek Grazlak skoraði fyrir okkar menn. 
Staðan í okkar riðli.

Fjarðabyggð/Leiknir      7 stig
Þór                             5
Tindast/Hvöt/Leiftur/KS 3
KA                              1


19.02.2010 22:01

Greifamót

3.fl. kk. er búinn að ljúka einum leik á Greifamótinu og vannst hann 1 - 0 Ingimar "humar" Harðarsson skoraði mark okkar.  Við kepptum við eina liðið á landinu sem er með lengra nafn en okkar Tindastól/Hvöt/Leiftur/KS.  Forföll urðu í okkar liði , Birkir veiktist og var skilinn eftir heima, síðan keyrði einn bíll útaf með 4 af okkar drengjum innanborðs, sem betur fer slasaðist enginn en Beggi hvíldi.  Það virðist eitthver álög vera á ferðum 3.fl. a Greifamót því fyrir 3 árum fór rúta útaf í Jökuldalnum með liðið.  Spurning hvort við förum ekki suðurleiðina næst.19.02.2010 17:55

Sumarið er tíminn.

Nú er niðurröðun fyrir riðilinn okkar í 3. deild í sumar kominn á vefinn. 8 liða riðill og vonandi skemmtilegt mót framundan. Eflaust eiga einhverjar breytingar eftir að koma fram en svona lítur þetta út.

Lau. 22. maí.      16:30     Draupnir - Leiknir F.
Lau. 29. maí.      14:00     Leiknir F. - Samherjar 

Fös. 04. jún.      20:00     Huginn - Leiknir F.
Fim. 10. jún.      20:00     Spyrnir - Leiknir F.
Lau. 19. jún.      14:00     Leiknir F. - Magni
Lau. 26. jún.      14:00     Leiknir F. - Dalvík/Reynir 

Fim. 01. júl.       20:00     Einherji - Leiknir F. 
Lau. 10. júl.       14:00     Leiknir F. - Draupnir
Lau. 17. júl.       14:00     Samherjar - Leiknir F.
Fös. 23. júl.       20:00     Leiknir F. - Huginn 
Þri. 27. júl.         20:00    Leiknir F. - Spyrnir 

Lau. 07. ágú.     14:00     Magni - Leiknir F.
Lau. 14. ágú.     14:00     Dalvík/Reynir - Leiknir F. 
Lau. 21. ágú.     14:00     Leiknir F. - Einherji 

Lengjubikar KSÍ hefst svo um helgina með fjölmörgum leikjum en okkar fyrsti leikur er 21. mars. Síðustu tveir leikirnir eru fyrir norðan og spilaðir á tveimur dögum. Magnús er að vinna í því að fá fyrri leikinn spilaðann á föstudegi og þá getum við gert skemmtilega helgi úr þessu og þjappað hópnum saman. Vonandi gengur þessi breyting í gegn.


Sun. 21. mar.   16:00      Leiknir F. - Einherji
Lau. 27. mar.   16:00      Leiknir F. - Dalvík/Reynir 
Lau. 24. apr.    17:00      Draupnir - Leiknir F. 
Sun. 25. apr.   15:00      Samherjar - Leiknir F.
19.02.2010 09:14

Greifamót

Vilberg er á förum með lærisveina sína í 3ja flokki til Akureyrar að keppa á Greifamóti KA.  Fjarðabyggð/Leiknir er með öflugt lið í flokknum, silfurdrengina úr futsalinu og við viljum verðlaun. 
Góða ferð drengir.

19.02.2010 09:07

Lán

Við höfum lánað KFF Óðinn Ómarsson til að standa í markinu fyrir Srdjan Rajkovic sem hlaut alvarlega andlitsáverka í úrslitaleik SVN-mótsins.  Á morgun mun Óðinn væntanlega verja mark KFF í leik við Þór Ak.
Óðinn verður orðinn löglegur aftur með Leikni þegar við hefjum leik í Lengjubikarnum eftir mánuð. 

17.02.2010 21:33

Æfingar framundan (m.fl.kk)

Eins og vanalega erum við að lyfta á mán. kl. 18  og lau. kl. 11. Næstu tvo föstudaga verðum við í Höllinni kl. 19 með KFF og áfram á mið. kl. 19 með KFF. Svo eiga allir að finna sér tíma fyrir 3 lyftingaræfinguna sjálfir.

VJ

13.02.2010 17:06

Stórt tap

Það var ekki skemmtileg tilfinning að tapa 7-1 fyrir Sindra í Höllinni í dag. Leikurinn var reyndar í járnum í hálfleik en þá leiddu þeir með tveimur mörkum gegn einu. Seinni hálfleikur var mjög erfiður og 7-1 tap staðreynd. Liðið átti ekki sinn besta dag í dag en  allt fer þetta í reynslubankann.

VJ

13.02.2010 11:06

Leiknir - Sindri í dag (m.fl.kk.)

Í gær spiluðum við í m.fl.kk. gegn Hetti á Fellavelli. Lið okkar manna var skipað 10 Leiknismönnum, 4 Huginsmönnum og 1 Fjarðabyggðarmanni. Heimamenn höfðu betur með þremur mörkum gegn engu. Ágætis leikur en tapið of stórt.

Í dag spilum við gegn Sindra um 3. sætið á mótinu og hefst sá leikur kl. 13 í Fjarðabyggðarhöllinni.

VJ

11.02.2010 19:19

Höttur - Leiknir á morgun (m.fl.kk.)

Annað kvöld spilum við gegn Hetti í Síldarvinnslubikarnum á Fellavelli kl.19. Mæting í íþróttahúsið á Fásk kl. 17 eða á Fellavelli kl.18. Endilega látið heyra í ykkur ef þið mætið beint á Fellavöll.

VJ

09.02.2010 21:27

Tveir leikir um helgina.

Nú fer að líða að lokum Síldarvinnslumótsins í knattspyrnu. Um helgina fara fram undanúrslit og úrslit. Fyrst etjum við kappi í Hattara á föstudaginn kl. 19 á gervigrasinu í Fellabæ ef veður lofar. Á sama tíma eigast við Sindri - KFF í Fjarðabyggðarhöllinni. Sigurvegarar þessara leikja leika svo til úrslita í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardaginn kl. 15.30. Tapliðin spila á sama stað um 3. sætið kl. 13.

Það er alltaf erfitt að spila tvo leiki á tveimur dögum en við verðum víst að bíta í það súra og láta slag standa. Að athuguðu máli er ekki hægt að breyta leikskipulaginu, það gengur einfaldlega ekki upp.

Hvetjum fólk til að fylgjast með og skella sér á völlinn um helgina.Verður Siggi klár í slaginn um helgina?

07.02.2010 20:51

Silfurdrengirnir

3.fl. karla lauk keppni á Íslandsmótinu í Futsal í dag.  Strákarnir stóðu sig með mikilli prýði og enduðu í 2.sæti eftir hörkuleik við Fylki í úrslitaleik.  Liðið byrjaði riðlakeppnina á því að vinna HK
2-0, síðan unnu þeir Kormák 4-0 töpuðu fyrir Fylki 2-1.  Í undanúrslitum unnu strákarnir Hamar/Ægi 4-2 og töpuðu úrsitaleiknum við Fylki 3-2.  Í liðinu sem keppti fyrir hönd Fjarðabyggðar/Leiknis voru Björgvin Snær, Ingimar Guðjón, Tadas, Arek, Guðmundur Arnar, Fannar Bjarki, Arnar, Ásbjörn, Bergsteinn og Birkir Einar.

07.02.2010 17:28

Sigur gegn Huginn

Í dag mættum við Huginn í Síldarvinnslubikarnum. Lið okkar var ekki skipað mörgum Leiknismönnum þar sem 3.fl.kk og Villi fóru til Reykjavíkur að keppa í futsal. Í staðinn var gert samkomulag við Huginn og KFF um að fá að nota nokkra unga leikmenn frá KFF en nokkrir þeirra eru þó okkur mjög kunnulegir.

Leikurinn var ekki spennandi en kannski fyrir augað því lokatölur voru 10-0 okkur í hag, Það verður bara að segjast eins og er að ungu strákarnir stóðu sig virkilega vel innan um reynsluboltana sem voru ekki síðri.

Liðið í dag var þannig að Lexi var marki. Í vörninni voru Almar, Svanur, Ingólfur og Björgvin. Á miðjunni Sveinn, Ingimar Dali og Jói. Á vængjunum Hákon og Ævar og Hilmar uppi. Mateuz og Bjarki byrjuðu útaf og fengu að spila enda frjálsar skiptingar í dag.

VJ

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40