Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2011 Mars

29.03.2011 12:55

Lengjubikarinn

Meistaraflokkur karla

Leiknir  -  KFF
Fjarðabyggðarhöllinni
Miðvikudaginn 30. mars kl. 19:00

28.03.2011 13:22

Tap í daufum leik

Leiknir og Höttur leiddu saman hesta sína á laugardaginn í deildarbikarnum.  Leikurinn var frekar tilþrifalítill og þrátt fyrir nokkuð jafnan fyrri hálfleik leiddu Hattarmenn 2-0 í hálfleik.  Í upphafi seinni hálfleiks settu Hattarmenn 2 mörk til viðbótar og enduðu leikar 0-4 fyrir gestina. 

Liðið:   Björgvin Snær markmaður, Arek, Kjartan, Svanur og Marri í vörn,  Sigþór, Björgvin Stefán, Fannar, Humar og Jói á miðjunni og Adnan frammi.   Bergvin, Baldur Smári, Baldur Jóns,Gummi, Arnar Sær og Ingimar Guðmunds komu allir við sögu.


27.03.2011 22:19

Sigur á Draupni

Fjarðabyggð/Leiknir léku gegn Draupni í dag í Boganum og fóru leikar 2-1 fyrir okkar stúlkur. Þær eru eftir leikinn í 2. sæti 3. riðlis í C deild lengjubikarsins með 6 stig, jafn mörg stig og Völsungur sem er í 1. sæti en hafa leikið einum leik meira en Völsungur.

Næsti leikur stúlknanna í Lengjubikarnum er laugardaginn 30. apríl kl. 15.00 í Boganum gegn Tindastól.

25.03.2011 20:34

Lengjubikarinn

Meistaraflokkur kvenna 

Draupnir  -  Fjarðabyggð/Leiknir

Boganum Akureyri
Sunnudaginn 27. mars kl. 16:00

25.03.2011 11:23

Lengjubikarinn

Leiknir  -  Höttur

Fjarðabyggðarhöllinni

Laugardaginn kl. 16:00

18.03.2011 13:44

Molar

Fjarðaálsmótinu í 3ja flokki karla og kvenna sem vera átti nú um helgina hefur verið frestað.  Við munum gera aðra tilraun til að halda mótin, en tímasetningin er enn í vinnslu.

Fyrirhuguð ferð meistaraflokks karla til Gravelines hefur verið blásin af.  Því miður.  Í staðinn er stefnt að keppnisferð á suðvesturhornið um svipað leiti, þe í bænavikunni.

Fannar Bjarki er enn í hópnum hjá Gunnari Guðmundssyni þjálfara U17, þrátt fyrir niðurskurð.  Nú eru 24 eftir í æfingahópnum. Birkir Einar er einnig í hópnum.  Flott strákar.
Þessu tengt; Gunni verður með úrtaksæfingu fyrir stráka í ´96 árganginum í Höllinni 10. apríl.

Að lokum, flott lið Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar varð í öðru sæti í Skólahreysti, Austurlandsriðli.  Fótboltakrakkarnir Arnar Sær, Guðmundur Arnar, Freydís og Sunna voru í liðinu.

17.03.2011 22:12

Af meistaraflokki kvenna

Meistaraflokkur kvenna Fjarðabyggðar/Leiknis tekur þátt í C-deild Lengjubikarsins í ár. Þær hafa þegar leikið tvo leiki. Þær léku gegn Völsungi í Fjarðabyggðahöllinni sl. laugardag. Leikurinn var mjög jafn og stúlkurnar sýndu á  köflum góða takta. Leiknum lauk með eins marks tapi gegn gestunum.
Í gærkvöldi léku þær gegn Hetti í Fjarðabyggðahöllinni. Byrjunarliðið var þannig skipað: í vörn Alexandra (Erna), Rakel Dís, Ríkey (Vala) og Klara (Unnur Ólöf). Á miðjunni Steina (Anna Margrét), Ragga og Hafrún. Á Köntunum Una og Andrea (Sigrún) og Nína (Berglind) á toppnum.
Okkar stúlkur voru slakari aðilinn framan af fyrri hálfleik. Höttur komst yfir þegar þær skoruðu úr vítaspyrnu. 10 mínútum síðar skoruðu Hattarstúlkur aftur og nú með skoti rétt fyrir utan vítateig. Áður en hálfleiknum lauk náðu okkar stúlkur að jafna metin. Annað markið kom út víti þegar Hafrún skoraði örugglega og hitt þegar Andrea skoraði eftir fyrirgjöf frá Unu. Fjarðabyggð/Leiknir höfðu síðan undirtökin í síðari hálfleik, Una setti eitt mark og Andrea skoraði annað. Auk þess áttu þær fjölmörg skot að marki sem og í það, slá og stöng. Niðurstaðan var flottur 4-2 sigur á Hetti.

Næsti leikur stúlknanna er sunnudaginn 27. mars kl. 16.00 í Boganum.

17.03.2011 08:34

Aðalfundurinn

Aðalfundur knattspyrnudeildarinnar vegna ársins 2010 fór fram á slökkvistöðinni í gær, miðvikudagskvöld.
Mæting var sæmileg, 19 manns þó veitingarnar væru fábrotnar; gulrætur og sellerí.

Magnús formaður flutti skýrslu stjórnar og stiklaði þar á því helsta.  Þar kom fram að þátttaka er vaxandi í yngri flokkunum bara bjart fram undan.  Deildinni hefur gengið vel að halda æfingagjöldum lágum, fullt æfingagjald barna í 3ja - 5ta flokki var 20 þúsund sl ár. Þessir flokkar fengu 4 æfingar á viku.  Að auki var veittur systkinaafsláttur og greidd niður þátttökugjöld á stærri opnum mótum og
greidd að fullu á mótum innan fjórðungs. 
Leiknir greiddi á síðasta ári 1.420 þúsund beint til F/L, þe yngri flokka samstarfsins. 

Hans Óli gjaldkeri lagði fram reikninga ársins og var góður rómur gerður að þeim.  Veltan var tæpar 12 milljónir og afgangur rúmar 400 þúsund krónur.
Stærstu tekjuliðirnir voru styrkir og auglýsingar frá fyrirtækum; um 4,8 milljónir. Þar af reiknuðum við okkur styrk Loðnuvinnslunnar upp á um 1.740 þúsund, 1.200 þúsund af þeim vegna láns fyrirtækisins á rútunni í keppnisferðir.

Að loknum umræðum um skýrslu og reikninga var gengið til kosninga.  Mannabreytingar urðu í stjórn; Pálus og Erla Björk gengu út en inn komu Oddrún Pálsdóttir, Guðbjörg Rós Guðjónsdóttir og Ingimar Guðmundsson.
Knattspyrnudeildin þakkar Erlu og Pálusi gott starf og býður nýliðana velkomna til starfa.  
Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum en hana skipa þá; Hans Óli, Jóhanna Eiríks, Óskar Hall, Guðbjörg Rós, Ingimar, Oddrún og Magnús Ásgr. 

Að lokum; munið aðalfund Leiknis í kvöld, fimmtudagskvöld kl 20:00 í slökkvistöðinni.

14.03.2011 11:41

Aðalfundur

Aðalfundi knattspyrnudeildar Leiknis hefur verið frestað til miðvkudagsins 16. marz kl 20:30.
 Fundurinn verður í slökkvistöðinni hér á Búðum. 
Skyldumæting.
Boðið verður upp á gulrætur og sellerí og vatn með.

13.03.2011 11:14

Dalvík og Dagverðareyri.

Leiknir mætti Dalvík í Boganum á Akureyri um helgina.  Leikurinn var nokkuð jafn en Dalvíkingar voru meira með boltann án þess að skapa sér hættuleg færi.  Þeir skoruðu svo eftir hornspyrnu þar sem boltinn barst út í teiginn og leikmaður þeirra skaut góðu skoti sem Björgvin Snær átti ekki möguleika á að verja.  Leiknir jafnaði eftir góða sókn þar sem Villi sendi út á kannt á Marra, hann kom með góða fyrirgjöf sem Almar afgreiddi í netið.  1-1 og Leiknismenn komnir inn í leikinn.  Á 85 mín dæmdi dómarinn vítaspyrnu á Leikni fyrir litlar sakir, en Svanur og og sóknarmaður norðanmanna áttu þá mjög vinsamleg samskipti sem lauk með því að Dalvíkurinn datt um sjálfan sig.
Í kjölfarið nældi Vilberg sér sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir alvarlegt mismæli og verður því í banni í næsta leik.

Sigþór Þórarinsson 17 ára Þórshafnarbúi sem sem skipti til okkar frá Einherja spilaði sinn fyrsta leik með Leikni og stóð sig vel. Þá spilaði Baldur Smári sinn fyrsta mótsleik fyrir klúbbinn.

Byrjunarlið Leiknis:
Björgvin Snær í marki,
Arek, Svanur, Kjartan Bragi, Ingimar Humar í öftustu línu,
Marínó og Björgvin Stefán djúpir á miðjunni og Vilberg fyrir framan þá,
Sigþór á vinstri vængnum og Jóhann Örn á þeim hægri,
Almar fremstur.

Inn á af bekknum komu Baldur Smári, Ingimar gamli og Bergvin. 

Leiknismenn urðu fyrir áfalli seint í leiknum þegar Almar Daði viðbeinsbrotnaði og verður hann eitthvað frá af þeim sökum. 
Þessi mynd tengist efni fréttarinnar ekki á annan hátt en lýsa vel andanum í herbúðum Leiknis.05.03.2011 21:49

Af meistaraflokki karla

Eftirfarandi tíðindi eru helst af meistaraflokki karla.

Um næstu helgi hefst deildarbikarinn, B-deild, með leik við Dalvík/Reyni í Boganum.  Við erum einnig með KFF, Hetti, Völsungi og Draupni í riðli.

Komin eru drög að leikjaplani sumarsins, D-riðli 3ju deildar og bikarsins á heimsíðu KSÍ.
Við fyrstu sýn lítur það ágætlega út, við sitjum yfir í fyrstu umferð bikarsins og fáum 8 heimaleiki en 7 útileiki í deildinni.  Aðeins eru 5 lið í riðlinum og verða leiknar þrjár umferðir.

Ákveðið hefur verið að kýla á æfinga- og keppnisferð til vinabæjar Fáskrúðsfjarðar, Gravelines í Frakklandi, vikuna fyrir páska.    Steinn Jónasson mun fara með sem farastjóri en alls verður þetta tæplega 20 manna hópur.
Meistaraflokkur mun á næstunni standa fyrir sjálfstæðum fjáröflunum til að kosta ferðina, en auk þess mun deildin leggja fram talsverða fjármuni.

Af leikmannamálum er það helst að frétta að Borgfirðingurinn knái, Baldur Smári Elfarsson, sem undanfarin ár hefur leikið með Huginn hefur skrifað undir félagaskipti í Leikni og verður með okkur í sumar.  Bjóðum við Baldur velkominn.  Þá hefur nafni hans, Baldur Einar Jónsson, tekið fram skóna að nýju og æfir nú með á fullu.
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40