Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2011 Apríl

30.04.2011 21:18

Æfingaleikir

Meistaraflokkur karla lék æfingaleik við KFF á miðvikudagskvölið og tapaði 0-2.  Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en KFF var aterkari aðilli í þeim síðari. 
Hjá okkur var byrjunarliðið:
Björgvin Snær,
Arek, Kjartan Bragi, Björgvin Stefán, Humar
Almar og  Fannar djúpir á miðjunni, Jóhann Örn og Ingi Ben á köntunum,
Adnan og Norbert frammi.

Inn á komu; Heimir, Gummi, Bergvin, Arnar Sær.

Í morgun - laugardagsmorgun - var síðan æfingaleikur við Hött á Fellavelli í sól og blíðu.
Sá leikur var jafn og skemmtilegur.  Vilberg skoraði með ,,þrumuskoti" eftir hraða sókn í upphafi leiks og þannig stóðu leikar fram í uppbótartíma síðari hálfleiks, þegar Tóta Borgþórs tókst að lauma boltanum í netið með skoti fyrir utan teig.
Lokatölur 1-1.

Liðið:
Björgvin,
Ingi Ben, Kjartan, Björgvin, Marinó,
Almar og Fannar djúpir á miðju og Villi fyrir framan þá,
Adnan og Jói á vængjunum og Norbert á topp.

Inn á komu; Baldur Smári, Bergvin, Heimir, Gummi og Baldur Einar

Í dag unnu síðan stelpurnar okkar í Fjarðabyggð/Leikni sigur í síðasta leiknum sinum í lengjubikarnum.  Þær sigruðu Tindastól 2-0 í Boganum og enduðu í öðru sæti í riðlinum, töpuðu fyrir Völsungi en unnu hina þrjá leikina. 

29.04.2011 10:23

Loka leikur í lengubikar kvenna

Mfl. kvk Fjarðabyggð/Leiknir leikur sinn síðasta leik í Lengjubikarnum þetta árið næstkomandi laugardag (30/4) kl. 15.00 í Boganum Akureyri. Mótherjarnir eru Tindastóll frá Sauðárkróki.
Vonandi sýna stelpurnar glæsilega takta eftir miklar æfingar í Danmörku.

Hvetjum alla austfirðinga á svæðinu til að kíkja í Bogann á laugardaginn.

26.04.2011 16:05

Fjarðaálsmót

Eftirfarandi Fjarðaálsmót eru framundan:

30. apr & 1. maí Fjarðaálsm. 4. fl. stráka & stelpna - Reyðarf. (7. & 8. bekk)

7. & 8. maí Fjarðaálsmót í 3. flokki stráka - Reyðarfirði (9. & 10. bekk)

14. maí Fjarðaálsmót í 6. & 7. fl. stráka og stelpna - Reyðarfirði (1. & 4. bekk)

Að auki er síðasti leikur meistaraflokks kvenna í Lengjubikarnum um helgina.  Leikið verður við Tindastól í Boganum á laugardaginn kl 15:00.

Meistaraflokkur karla hyggur á tvo æfingaleiki, við KFF annað kvöld miðvikudagskvöld kl 19:00 í Höllinni og við Hött á Fellavelli á laugardaginn kl. 11:00.

22.04.2011 11:35

Æfingaferð mfl. kvk

Meistaraflokkur kvenna hélt í æfingaferð til Esbjerg í Danmörku sl. laugardag. Þær vilja þakka öllum þeim sem veittu þeim stuðning til að gera þessa ferð mögulega.
Stelpurnar hafa æft vel, 2x á dag og spilað 3 æfingaleiki. Þær unnu einn, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum. Veðrið hefur verið gott og farfuglaheimilið einnig. Eitt og annað hefur verið brasa fyrir utan æfingar s.s. versla í H&M, hjólatúr, söfn og farið á æfingu með karlaliði Esbjerg en þangað var þeim boðið. Þar tók Arnór Smárason á móti þeim og þótti það fréttnæmt og kom frétt dagblaði í að Arnór hefði staðið sig vel á sinni fyrstu æfingu eftir meiðsli enda studdur af hópi af íslenskum fótboltastelpum.
Stelpurnar halda heim í dag og lenda kl. 20.55 í Keflavík. Ingibjörg úr kvennaráðinu hefur verið dugleg að skrifa ferðasöguna á www.boltastelpur.blogcentral.is  Síðan er læst en ef þið viljið aðgang þá getið þið sent töluvpóst á netfangið gudbjorgros@simnet.is

19.04.2011 15:01

SigurleikurLeiknir lék sinn síðasta leik í lengjubikarnum sl laugardag.  Leikurinn var gegn toppliði Völsungs sem þegar hafði sigrað í riðlinum.
Völsungar komust yfir strax í upphafi leiks, en Norbert jafnaði rúmum hálftíma síðar.
Á 43. mínútu slapp sóknarmaður Völsungs í gegn en Björgvin Snær tók hann niður utan teigs.  Björgvin fékk rauða kortið en Baldri Smára var skipt út af fyrir Óðinn markmann.  Einum færri héldu Leiknismenn góðum tökum á leiknum og strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Adnan sigurmark okkar manna.
Þetta var fyrsti leikur Norberts fyrir Leikni og nenntum við ekki að bíða lengur eftir leikheimild fyrir hann og lék hann því ólöglegur.  Núna á skírdag verður liðinn mánuður frá því beiðni um félagaskipti fyrir hann var send til Póllands og mun KSÍ þá gefa út leikheimild þó þeir pólsku hafi ekki enn svarað.
Hópurinn var þunnur; Ingimar Guðmunds bættist í sjúkralistann frá síðasta leik, Svanur komst ekki vegna anna í námi og Ingi var í banni. 
Liðið var svona;
Björgvin Snær,
Arek, Björgvin Stefán, Kjartan Bragi, Marinó,
Guðmundur Arnar, Ingimar Guðjón, Fannar, Baldur Smári,
Adnan og Norbert,

Bekkur; Óðinn, Jóhann Örn og Baldur Einar.  Jói kom inn í hálfleik fyrir Gumma og Baldur fyrir Ingimar þegar korter var eftir.

Flottur sigur strákar. 

13.04.2011 08:15

Fundur

Ný stjórn knattspyrnudeildar fundaði í gærkvöldi - þriðjudagskvöld - og skipti með sér verkum.
    Magnús Ásgrímsson er áfram formaður,
    Hans Óli Rafnsson er áfram gjaldkeri,
    Ingimar Guðmundsson er sérlegur aðstoðarmaður gjaldkera og mun færa bókhald deildarinnar,
    Guðbjörg Rós Guðjónsdóttir er ritari,
    Óskar Þór Hallgrímsson er áfram varaformaður,
    Oddrún Pálsdóttir er sérlegur umsjónarmaður heimasíðunnar,
    Jóhanna Eiríksdóttir er meðstjórnandi.

Við minnum á þær fjáraflanir sem eru í gangi; 
WC-pappírinn er alltaf til, ekki hika við að hafa samband við:
                Magnús í 894 71 99 eða Óskar í 897 30 55 eða aðra stjórnarmenn.
Meistaraflokkarnir eru að selja páskaegg og bolta - við smökkuðum í gær - mjög góð egg.
                Hafið samband við leikmenn meistaraflokks karla eða kvenna.
Dósa- og flöskusöfnun hjá 5ta flokki stráka og stelpna verður á fimmtudagskvöld, ef fólk verður að heiman milli 19 og 20:30 þá geta menn skilið flöskupoka eftir á tröppunum og krakkarnir taka þá.

12.04.2011 08:20

Erfiður sunnudagur

Leiknir lék við Draupni í Lengjubikarnum í Boganum á Akureyri á sunnudaginn.  Norðanmenn unnu sanngjarnan tveggja marka sigur í daufum leik.

Liðið: 
Óðinn,
Arek, Svanur, Björgvin Stefán, Marinó,
Sigþór, Ingimar, Humar, Bergvin,
Baldur Smári og Adnan

Á bekknum; Björgvin Snær (Óðinn ´72), Ingi Ben (Bergvin ´45), Kjartan (Arek ´63) og Jóhann Örn sem var meiddur í nára og kom ekki við sögu.
Gummi, Fannar og Arnar Sær voru ekki með, þeir voru á úrtaksæfingu v. U17/U16 á Reyðarfirði á sama tíma.
Vilberg og Almar voru meiddir og Norbert ekki kominn með leikheimild. 

Hið hörmulega bílslys á sunnudagsmorguninn setti svip sinn á stemmninguna og áttu menn erfitt með að einbeita sér að verkefninu undir þessum kringumstæðum.
Við sendum aðstandendum Daniels innilegar samúðarkveðjur.

10.04.2011 11:51

FjarðaálsmótLokið er fyrsta Fjarðaálsmóti ársins, í 5ta flokki drengja og stúlkna.  Mótið fór mjög vel fram og krakkarnir skemmtu sér vel.
Í 5ta kvenna voru 3 lið A-liða keppninni og 3 í B.  Lokastaðan í riðlunum.
A-lið:
    1. Fjarðabyggð
    2. Sindri
    3. Höttur

B-lið:
    1. Sindri,
    2. Fjarðabyggð,
    3. Höttur,

Í strákaflokknum voru fleiri lið, en lokastaða riðlanna var eftirfarandi.
A-lið:
    1. Fjarðabyggð II,
    2. Fjarðabyggð I,
    3. Höttur,
    4. Dalvík,
    5. Sindri,

B-lið:
    1. Fjarðabyggð I,
    2. Höttur,
    3. Fjarðabyggð III,
    4. Dalvík,
    5. Fjarðabyggð II.

Strákarnir í 5ta flokki Fjarðabyggðar fóru saman í sund og pizzu og gistu síðan saman í Grunnskólanum á Reyðarfirði. 
Dalvíkingar gerðu góðan túr úr mótinu, komu á föstudagskvöld og gistu tvær nætur.  Í morgun - sunnudagsmorgun - spiluðu liðin okkar aftur við Dalvíkinga og náðu norðanmenn fram nokkrum hefndum.
Fjarðabyggð/Leiknir þakkar keppendum, foreldrum, starfsmönnum öllum sem að mótinu komu fyrir góða helgi.

01.04.2011 17:52

Aðalfundur

Aðalfundur Fjarðabyggðar/Leiknis

Stjórn Fjarðabyggðar/Leiknis boðar til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 7. apríl kl. 19:30 í Grunnskólanum á Reyðarfirði. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá fundarins

1.                  Skýrsla formanns

2.                  Skýrsla framkvæmdarstjóra

3.                  Skýrsla gjaldkera

4.                  Umræður um skýrslur og reikninga

5.                  Reikningar félagsins bornir upp

6.                  Kosningar

7.                  Önnur mál

01.04.2011 16:39

Deildarbikar

Leiknir 2 - 2 KFF

1-0 Vilberg Marinó Jónasson
1-1 Ævar Valgeirsson
1-2 Jóhann Ragnar Benediktsson
2-2 Arnar Sær Karvelsson (14 ára)

Leiknir og KFF gerðu 2-2 jafntefli í B-deild Lengjubikars karla.  Við komust yfir á 26 mín. Villi átti  skot fyrir utan teig sem fór í stöng og inn. Fjarðabyggðarmenn komust yfir í fyrri hálfleik og voru mörk þeirra af ódýrari gerðinni.  Arnar Sær sem kom inná sem varamaður skoraði svo annað mark okkar og tryggði okkur stig. 

 
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40