Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2011 Nóvember

30.11.2011 21:37

Æfingarleikur

Leiknir tók á móti Hetti í æfingaleik í Höllinni í kvöld.
Leiknar voru 2x 40 mínútur í þokkalegum kulda.
Byrjunarlið Leiknis:

                Björgvin Snær,
Arek, Svanur, Björgvin Stefán, Ingimar Guðjón,
            Ási og Fannar Bjarki,
Gummi                                    Almar
                Lexi og Norbert

Inná komu Marri, Bergvin og Andri Fannar, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta meistaraflokksleik.  Baldur fór í fyrsta sinni margar vikur á sjóinn eftir hádegið í dag og Siggi var meiddur.
Mörk okkar skoruðu; Lexi úr víti sem Ási fiskaði um miðjan fyrri hálfleikinn, eftir fallegt spil upp vinstra megin.  Norbert bætti öðru marki við eftir að hann slapp einn í gegn seint í leiknum.  Loks skoraði Andri eftir góða sendingu inn í teiginn frá Gumma.  Þá átti Gummi skot í skeytin eftir góðan undirbúning Lexa.

Hattarmenn stilltu upp ungu liði í kvöld, enda stærstur hluti meistaraflokksins þeirra staðsettur á höfuðborgarsvæðinu.  Óttar Guðlaugs bar af hjá þeim ásamt Geisla í markinu.
Jóhann Óskar dæmdi og hafði örugg tök á leiknum.


Enginn ef þessum var með í gær.


En þessir voru það, Óttar að vísu í hvítum búningi.

18.11.2011 17:23

Æfingagjöldin

Nú í vikunni verða sendar út innheimtuseðlar vegna æfingagjalda haustannarinnar.
Engar skýringar verða á innheimtuseðlunum, aðeins textinn félagsgjöld.  Þetta er mun ódýrari innheimtuaðferð en sú eldri sem bauð upp á að texti fylgdi.
Æfingagjöldin eru reiknuð svona út:
Fullt æfingagjald per tímabil er 8.000 kr, fyrir börn í 3ja - 6ta flokki, enda standa þeim fjórar æfingar til boða á viku, þrjár í Ölvershöll og ein samæfing.
Fullt gjald krakka í 7unda flokki er 4.000 kr, enda eru einungis tvær æfingar á viku fyrir þá.
Síðan er 25% afsláttur á línuna, vegna þess að deildin stendur vel.  
Síðan gefum við hefðbundinn systkinaafslátt, 25% per barn.
Þetta þýðir að gjald fyrir tvö börn á aldrinum 8 - 15 ára, er 10.500 kr.  Ef annað systkinið er sex eða sjö ára, þá er gjaldið 8.250 krónur.  Flókið?  Kannski.

14.11.2011 16:06

Eimskipsmótinu lokið

Eimskipsmótið hjá 5., 6. og 7. flokki fór fram laugardaginn 12. nóvember en um 280 krakkar tóku þátt að þessu sinni frá fjórum félögum. Fjarðabyggð var með 19 lið í öllum flokkum, Höttur með 12 lið, Einherji 3 lið og Huginn 1 lið. Mótið gekk vel í alla staði og var gleðin í fyrirrúmi hjá börnunum.

 

02.11.2011 14:31

KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði

Knattspyrnusamband ÍslandsKnattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 18.-20. nóvember. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig tímanlega. Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst síðar. Námskeiðsgjald er kr. 15.000,-

Námskeiðið er opið öllum og skráning er hafin. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og með því að hringja í síma 510-2977. Vinsamlegast látið eftirfarandi upplýsingar fylgja skráningu: Nafn, kennitala, félag, símanúmer og tölvupóstfang.

Leiknismenn og -konur sem lokið hafa KSÍ I, hafið samband og við göngum frá því hvernig knattspyrnudeildin styrkir ykkur.

02.11.2011 13:00

Eimskipsmótið 2011

Eimskip

Yngriflokkaráð Fjarðabyggðar í samvinnu við Eimskip halda Eimskipsmótið knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði laugardaginn 12. nóvember.  Mótið er fyrir 5ta, 6ta og 7unda flokk stráka og stelpna.
Áætlað er að mót 6ta og 7unda flokks hefjist kl 10:00 og standi til ca 12:30 og 5ti flokkur hefji leik ca kl 12:30 og ljúki um kl 15:30. 
En þetta veltur á þátttöku.
Leikið verður eftir knattspyrnureglum KSÍ í 7 manna bolta.

Allir í Höllina!!

02.11.2011 08:02

Nýr þjálfari meistaraflokks kvenna

Ólafur Hlynur Guðmarsson er nýr þjálfari Fjarðarbyggðar/Leiknis
Mynd: Úr einkasafni

Ólafur Hlynur Guðmarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjarðarbyggð/Leikni.

Ólafur Hlynur lætur af störfum sem þjálfari danska liðsins Fredericia til þess að taka við Fjarðarbyggð/Leikni. Hann hefur undanfarin fjögur ár þjálfað í danska kvennaboltanum við góðan orðstír. Hann hefur þjálfað fjögur lið á þessum fjórum árum, í öllum deildum nema þeirri efstu. Á þessum tíma hefur honum tekst að stýra þremur liðanna upp um deild og hefur orðið bikarmeistari á Jótlandi í tvígang.

,,Það eru margar ástæður fyrir því að ég var tilbúinn aðkoma heim núna," sagði Ólafur Hlynur aðspurður um breytingarnar.


,,Þetta er voðalega krefjandi en spennandi verkefni hjá Fredericia og ég er búinn að ná ákveðnu jafnvægi í liðið. Ég skil við það sem 20. besta lið Danmerkur."

,,Ég setti mig svo í samband við þessi lið sem vantaði þjálfara heima. Eftir að hafa talað við Varða hjá Fjarðarbyggð/Leikni í fyrsta skiptið var ég orðinn mjög spenntur fyrir þeim hugmyndum sem þau hafa þarna fyrir austan."


En hvernig leggst nýja verkefnið í Ólaf?

,,Verkefnið leggst mjög vel í mig. Þetta er annað spennandi og krefjandi verkefni og ég hlakka til að fá að kynnast Austfjörðum. Það er flottur mannskapur í kringum liðið og flottar aðstæður hjá þeim."

,,Ég spilaði æfingaleik við Fjarðarbyggð/Leikni um páskana hérna úti í Danmörku og sá svo leik með þeim í sumar á Íslandi. Ég þekki liðið því aðeins. Það eru flottir leikmenn þarna og liðið er mjög ungt en það á vel við mig að vinna með yngri leikmenn. Palli hefur unnið gott starf þarna svo nú þarf ég bara að bæta það.


Aðspurður um markmið liðsins á komandi tímabili svaraði Ólafur:

,,Markmið Fjarðarbyggðar/Leiknis er að eiga lið í efstu deild. Mitt markmið hlýtur að vera að vinna í þá áttina. Liðið er 21. besta á landinu og við ætlum að færa okkur ofar á þeim lista."

,,Annars fer tími í að kynnast leikmönnum og leikmenn þurfa að kynnast mér en þegar það er búið er meira hægt að setjast niður og setja sér markmið",
sagði Ólafur Hlynur Guðmarsson, nýr þjálfari Fjarðarbyggðar/Leiknis en hann mun hefja störf um miðjan janúar.

Þess má að lokum geta að væntanlega mun Ólafur Hlynur einnig þjálfa 3ja flokk kvenna á vegum yngri flokkaráðs F/L.

Við bjóðum Ólaf Hlyn velkominn til starfa í Fjarðabyggð.


Myndarlegur hópur.
Mynd: www.kff.is

Stolið og staðfært af fótbolti.net.

01.11.2011 12:33

Páll Guðlaugsson aftur til Færeyja

Páll Guðlaugsson er farinn til Færeyja að nýju.


Páll Guðlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari færeyska liðsins Klakksvík eða KÍ.

Palli þjálfaði meistaraflokk karla hjá okkur sumarið 2008, en fór síðan til KFF og þjálfaði mfl karla hjá þeim 2009 og 2010 með Heimi Þorsteins.  Hann þjálfaði einnig sameiginlegt kvennaliðið KFF og Leiknis tímabilin 2009 - 2011.
Einnig þjálfaði Páll yngri flokka hjá Fjarðabyggð/Leikni; 2. flokk karla, 3. flokk kvenna og 5. flokk karla.

Páll þekkir vel til í Færeyjum því þar varð hann Færeyjameistari með GÍ bæði sem leikmaður og þjálfari á sínum tíma.

Hann þjálfaði einnig færeyska landsliðið og á vef KÍ er í dag rifjað upp þegar liðið vann Austurríki 1-0 undir hans stjórn.

,,Fyrst og fremst er ég stoltur af því að fá þann heiður að verða þjálfari hjá KÍ. Ég er spenntur fyrir því að hitta leikmennina og fólkið í kringum KÍ. KÍ er lið sem hefur mikla möguleika og og ég mun gera allt til að koma KÍ aftur á toppinn í færeyskum fótbolta," er haft eftir Páli á vef félagsins.

Stolið og staðfært af fótbolti.net.
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40