Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2012 Febrúar

25.02.2012 02:17

Aðalfundur knattspyrnudeildar


Aðalfundur knattspyrnudeildar Leiknis verður haldinn í fundarsal slökkvistöðvarinnar miðvikudaginn 7. marz, kl 21:00.
Dagskrá; venjuleg aðalfundarstörf.
Allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leifir og eldvarnarreglugerð heimilar.  
Foreldrar, áhugamenn og iðkendur; komið og ausið úr skálum reiði ykkar, við munum hlusta og jafnvel svara.
Veitingar ???

Stjórn knattspyrnudeildar

19.02.2012 12:00

KFF/Leiknir - Höttur

Í dag spilar meistaraflokkur kvenna æfingaleik við Hött í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 14.00

16.02.2012 17:35

Leikur á föstudagskvöld

Næsti leikur í Síldarvinnslubikarnum er á morgun - föstudaginn 17. febrúar - kl 19:00 í Höllinni, gegn Sindra.

13.02.2012 21:49

Riðlarnir í 1. deild kvenna


Knattspyrnusamband Íslands  KSÍ hefur nú birt riðlana í 1. deild kvenna. 
A-riðill lítur svona út: Fjarðabyggð/Leiknir, Fjölnir, Haukar, Höttur, ÍA, ÍR, Sindri og Þróttur R.
Tveir átta liða riðlar og 14 leikir á lið, alveg eins og hjá strákunum, meira að segja tveir útileikir hér fyrir austan en fimm á höfuðborgarsvæðinu, eins og hjá þeim.

Það eru meira að segja komin drög að niðurröðun, en hún á pottþétt eftir að breytast mikið.


11.02.2012 17:22

Fjölgun deilda samþykkt.

Knattspyrnusamband Íslands 66. ársþing KSÍ samþykkti rétt í þessu tillögu þess efnis að fjölga landsdeildum í knattspyrnu karla um eina, við bætist 5ta deildin - þe 4ða deild.  3ja deild verður skipuð 10 liðum, en 5ta deild þeim sem ekki eiga lið í fjórum efstu.
Þessi breyting kemur til framkvæmda árið 2013 og mun árangur í fjórðu deildinni í sumar ráða því hvaða lið ,,halda sæti sínu" í deildinni og hvaða lið færast niður.  
Hins vegar var samþykkt á þinginu að riðlarnir í 3ju deildinni verða jafnir að stærð í sumar og ef engin lið draga sig út þegar þau sjá fyrirkomulagið þá verða 8 lið í þeim öllum.
D-riðillinn verður skipaður eftirtöldum liðum: ...... trúnaðarmál þangað til á morgun, sunnudag.... Huginn, Einherji, Álftanes, Augnablik, Björninn, KH og Skínandi. Björninn er tengdur Fjölni, KH (Knattspyrnuf. Hlíðarendi) Val - Daði Már Steinsson lék með þeim í fyrra, Augnablik og Breiðablik en Hilmar Freyr lék með Augnabliki sl sumar sem lánsmaður frá Blikum og Skínandi er B-lið Stjörnunnar í Garðabæ. 

Í stjórnarkjöri náðu þeir kjöri sem við studdum, þe Rúnar Arnarson Keflvíkingur frá Stöðvarfirði og Gísli Gíslason af Skaganum.  Þórsarinn Unnsteinn Jónsson getur þakkað andstöðu sinni við fjölgun deilda að hann náði ekki kjöri.

Kjartan Bragi var fulltrúi Leiknis á þinginu og steig að sjálfsögðu í pontu og tjáði sig um deildamálið.
En sem sagt, flottu ársþingi lokið og við getum verið ánægðir Leiknismenn.

10.02.2012 22:21

Tap fyrir KFF

Leiknir lék annan leik sinn í Síldarvinnslubikarnum í kvöld við KFF.  Leikurinn var nokkuð jafn en KFF heilt yfir sterkari aðilinn.
Þeir skoruð tvö mörk í fyrri hálfleik, það fyrra eftir að Óðinn missti fyrirgjöf fyrir fætur Hákonar og það síðara eftir að knettinum var skotið í hönd Svans inn í teig og víti dæmt.
Við sköpuðum okkur ekki mikið en þó slapp Baldur í gegn í fyrri hálfleik, en settann fram hjá úr góðu færi.  Þá slapp Ási í gegn í síðari hálfleik en var stöðvaður með tæklingu, spurning í hvaða röð fætur og bolti voru tekin.  Rautt kort og aukaspyrna, eða ekkert, þarna er efinn.

Leiknisliðið:
Óðinn,
Arek, Svanur, Almar (Símon), Gummi,
Fannar, Humar (Sebastían)(Ingimar gamli), Ási og Marri,
Baldur og Norbert.

Ingimar Humar meiddist um miðjan fyrri hálfleik og varð að fara útaf og Almar meiddist um miðjan seinni hálfleikinn.
Eins og í leiknum gegn Hetti var síðari hálfleikurinn betri en sá fyrri. KFF náði aldrei að opna vörnina og fékk mörkin á silfurfati.  Á móti sköpuðum við okkur ekki mikið.
Kjúllarnir Gummi og Fannar voru flottir og Marri stóð vel fyrir sínu.  Vörnin var í heild ágæt en mætti vera ákveðnari að keyra út þegar pressan er losuð og boltinn sendur fram.
Ási sótti sig og barðist vel í seinni hálfleik, Óðinn stóð sig vel ef frá eru talin tvö tilvik í fyrri hálfleik þegar hann hélt ekki boltum sem hann á alltaf að halda.
Samvinna Baldurs og Norberts mætti vera betri og verður það örugglega eftir ca 10 kíló.
Við söknuðum ma Villa og Björgvins Stefáns.

KFF-lið leit vel út í fyrri hálfleik, en það var fyrst og fremst vegna þess að við leifðum þeim það.
Markvörðurinn nýi og Martin Sindri voru þeirra bestir.

Dómararnir stóðu sig vel.
Amen.

09.02.2012 10:37

Mfl. kvk - KFF/Leiknir - Sindri

Meistaraflokkur kvenna lék æfingaleik við Sindra síðastliðin laugardag. Leiknar voru 3x35 mínútur. 
Liðið var þannig skipað 
             Ragnhildur
Ríkey - Guðbjörg - Sólrún - Klara 
             Rakel Dís 
Elín - Ragga - Steina - Una 
          Heiðrún Kara

Varamenn voru Freydís, Nína, Elma, Heiðdís, Friðný, Ásgerður, Ásta og Alex og komu þær allar við sögu í leiknum. Sólrún meiddist snemma í leiknum. 
Leikar fór 0-4 fyrir Sindra. Næsti leikur mfl. kvenna er æfingaleikur við Hött 19. febrúarþ

08.02.2012 21:46

Sigur á Hetti

Leiknir hóf keppni í Síldarvinnslubikarnum í kvöld með sigri á Hetti í Höllinni.
Lokatölur 4-2 fyrir Leikni eftir að Höttur hafði leitt í hálfleik 0-1.
Mörk okkar manna gerðu Norbert, Almar, Fannar og Arek.
Liðið:
Björgvin Snær
Arek, Svanur, Siggi (Símon), Gummi (Kristó),
Fannar (Beggi), Marri (Ingimar gamli), Ási (Humar), Villi,
Norbert (Arnar Sær) og Almar

Fyrri hálfleikur var slakur en sá síðari mun betri. Norbert slapp í gegn strax eftir hlé og jafnaði og skömmu síðar slapp Almar sömuleiðis í gegn og kom okkar mönnum yfir.  Eftir klaufaskap í vörninni jöfnuðu Hattarmenn og fagnaði sá sem þar var að verki með þreföldu heljarstökki með skrúfu.
En Fannar var ekki ánægður með það og setti einn í sammarann með skoti fyrir utan teig, glæsilegt mark.  Arek átti síðan síðasta orðið eftir góðan undirbúning Arnars Sæs.
Af Leiknismönnum áttu ungu drengirnir fínan leik, Arnar og Kristó komu sprækir inn og Gummi var fínn. Villi gamli gerði einfalda hluti en gerði þá vel.  Almar og Fannar komu vel stemmdir til seinni hálfleiks eftir messu Daða í tetímanum.

Hjá Hattarmönnum vantaði ansi marga og Donys fór meiddur af velli á lokamínútu fyrri hálfleiks. Stór hluti af liðinu var 2. flokks guttar. En það sem helst gladdi augað var innkoma Eysteins nokkurs Hauksonar, sem hefur að vísu stækkað nokkuð en er enn lipur með boltann. 

Arnar Guðmundsson dæmdi leikinn ágætlega, enda varu liðin hin prúðustu.

Næsti leikur okkar manna er núna á föstudagskvöldið við KFF.  Þar komum við til með að sakna Villa og 3ja flokks strákanna en þeir eru að fara suður um helgina að keppa, ma í úrslitum íslandsmótsins í Futsal.
Ég vek athygli á því að Síldarvinnslumótið er inn á KSÍ-síðunni og þar mun leikskýrslan birtast.

Marri var sprækur á miðjunni en meiddist og er óvíst um þátttöku hans í leiknum á föstudagskvöld.

01.02.2012 11:59

Mfl. kvk. - Jafntefli gegn Hetti

Síðastliðin sunnudag meðan aðrir voru að gæða sér á pönnukökum á Sólarkaffinu spilaði meistaraflokkur kvenna æfingaleik við Hött á Fellavelli. Leiknar voru 3x25 mínútur. Töluverður vindur var á vellinum og spiluðu stelpurnar 1. og 3. hálfleik með vindi. Leikurinn fór 1-1. Byrjunarliðið var þannig skipað:       

                     Ragnhildur                              í marki, 
Ríkey - Guðbjörg Rós - Sólrún - Alexandra      í vörn
                          Unnur Ólöf                         djúp á miðjunni
     Sunna  -  Ragga  -  Nína  -  Klara              kantar og miðja
                      Heiðrún Kara                          sókn

Varamenn voru: Andrea, Ásgerður, Ásta Kristín, Elma, Elfur, Friðný og Steina og komu þær allar við sögu í leiknum. 

Ragga skoraði í fyrsta hálfleik eftir undirbúning frá Ríkey. Höttur jafnaði úr hornspyrnu í miðjum 3. hálfleik. 

Stelpurnar spila æfingaleik við Sindra næsta laugardag (4. feb) í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 12 og síðan við aftur við Hött í Fjarðabyggðarhöllinni sunnudaginn 19. febrúar en ekki er komin tímasetning á þann leik.

Nýr þjálfari, Ólafur Hlynur Guðmarsson, tók við liðinu 13. janúar og bjóðum við hann velkominn til starfa.  
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40