Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2012 Maí

29.05.2012 20:34

2. flokkur F/L í bæjarferð

2. flokkur spilaði  í fyrradag gegn Fylki á Fylkisvelli og tapaði 2-1. Fylkir komst í 2-0 í fyrri hálfleik en strákarnir okkar voru öflugri í seinni hálfleik og áttu meðal annars skot í slá en það var Sigurður Jakobsson sem skoraði mark okkar manna.

Í gær sigraði síðan liðið okkar ÍR/Létti 2-1 á ÍR-vellinum og var það Hákon Sófusson sem skoraði bæði mörkin. 3 stig í hús úr tveimur útileikjum.

Slæmu fréttirnar eru þær að Guðmundur Arnar meiddist nokkuð illa í leiknum gegn ÍR og verður frá knattspyrnuiðkun í bili. 

(Frétt af síðu KFF)

28.05.2012 14:56

3 stig í hús

Á sunnudaginn léku drengirnir í m.fl.kk. gegn Skínanda úr Garðabæ. Í fyrri hálfleik lékum við gegn þó nokkrum vindi og gerðum það vel. Mörg góð færi sköpuðust en framan af gekk illa að nýta þau. Á 30 mínútu brutu strákarnir ísinn en þar var að verki Hilmar eftir góðan undirbúning Almars. Í seinni hálfleik byrjuðum við ekkert sérstaklega vel og áttum erfitt með að halda boltanum innan liðsins. Það kom þó ekki að sök þar sem stungusendingarnar með vindinum voru oft hættulegar. Á 73 mínútu skoraði Almar annað mark okkar eftir góðan undirbúning Sissa. Samkvæmt leiksskýrslu skoraði svo Almar 3 mark okkar 3 mínútum seinna eftir klafs í teignum. 2 mínútum fyrir leikslok skoraði svo Siggi supersub eftir góða aukaspyrnu Björgvins. 

Margir léku mjög vel og erfitt að taka einhvern einn út en Óðinn og vörnin hljóta að fá stórt prik fyrir að halda hreinu. 

Flottur sigur hjá strákunum og gaman að sjá góðan liðsanda og jákvæðni í hópnum. 

Á föstudaginn halda drengirnir til Reykjavíkur og spila tvo leik. Fyrst kl. 20 gegn Birninum á Fjölnisvelli (gervigrasi) og svo á sunnudeginum gegn Álftanesi kl. 13 á Bessastaðavelli. 


Hægt er að sjá helstu atriði úr leik Leiknis - Skínanda á þessum link:

http://www.youtube.com/watch?v=cPaCn_Vm_48


Svanurinn var sterkur í loftinu.

24.05.2012 13:06

Næsti leikur!

Næsti andstæðingur Leiknis á Íslandsmótinu er lítt kunnur hér austanlands; Skínandi úr Garðabæ.
Hér er um nýtt félag að ræða, samstarfsfélag Stjörnunnar eða B-lið þeirra.
Leikmenn félagsins eru allir á 2. flokks aldri og leika einnig með sameiginlegu 2. flokks liði Stjarnan/Skínandi. 
Einn leikmanna Skínanda hefur leikið með Leikni; Halldór Bjarneyjarson sem lék 5 leiki með okkur sumarið 2010, á láni frá KFF.
Tölfræði Skínanda er ógnvekjandi; þeir hafa leikið 7 leiki í mótum á vegum KSÍ og unnið þá alla utan einn í bikarnum.  Þeir unnu alla sína leiki í C-deild Lengjubikarsins og hömpuðu bikar að launum.
Leikur Leiknis og Skínanda verður á Búðagrund kl 17:30 á Hvítasunnudag.

21.05.2012 08:14

Sigur gegn Skagastelpum

Stelpurnar spiluðu sinn fyrsta leik í deildinni í dag á móti ÍA á Eskifjarðarvelli. Liðið var mjög einbeitt og það var ljóst frá fyrstu mínútu að þær ætluðu sér að sigra. Fyrri hálfleikur var jafn og skemmtilegur og Fjarðabyggðarstelpurnar lögðu sig allar fram en þær spiluðu á móti strekkings vindi. Í seinni hálfleik voru þær með vindinn í bakið og færðu sig framar á völlinn. Á 63 mínútu skoraði svo Andrea Magnúsdóttir fallegt mark af löngu færi. Það reyndist eina mark leiksins og sigur í fyrsta deildarleiknum staðreynd. Liðið spilaði vel og segja má að liðsheildin hafi landað þremur stigum í dag.

Andrea Magnúsdóttir skoraði sigurmarkið
Andrea Magnúsdóttir

Fréttin er tekin af kff.is.

20.05.2012 22:42

Hroki og hleypidómar

...kostuðu okkur tvö stig á móti Huginn í dag.
Leikmenn mættu fullir af hroka til leiks og komust að því að ekkert er gefið fyrirfram. 
Í Leiknisliðinu eru drengir sem geta sagt dómurunum til allan leikinn en treysta sér þó ekki til að taka unglingadómarapróf.

Leiknir og Huginn gerðu sem sagt 2-2 jafntefli í Höllinni í dag. 
Huginsmenn gerðu sjálfsmark í byrjun leiks og þannig stóð í hálfleik. Huginn sem var sterkari aðillinn fyrstu 60 mínúturnar gerði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks.  Við það færðist loksins lífsmark í okkar drengi og sóttu þeir talsvert síðustu 20-30 mínúturnar.  Sóknin bar loks árangur þegar Almar fiskaði víti í uppbótartíma og Villi skoraði af öryggi úr spyrnunni.
Skömmu áður hafði Villi átt skalla í stöng eftir góða fyrirgjöf Baldurs.

Það gleðilegasta í leiknum var innkoma baráttuhundarins Sigurðar Arnar á lokamínútunum en hann er að stíga upp úr meiðslum.

Sissi spilaði sinn fyrsta leik fyrir Leikni í Íslandsmótinu í dag.

19.05.2012 16:37

Spá fótbolta.net fyrir 1. deild kvenna A-riðil

Fótbolti.net birti í gær spá sína um lokastöðuna í 1. deild kvenna í gær.

Spáin fyrir A-riðil er eftirfarandi:
1. ÍA 
2. Þróttur 
3. Haukar  
4. Fjölnir 
5. ÍR  
6. Höttur  
7. Sindri 
8. Fjarðarbyggð/Leiknir

Stelpurnar eru staðráðnar í að þetta verði ekki þeirra hlutskipti í riðlinum.

Stelpurnar eru að gera síg klárar í fyrsta leikinn sem leikinn verður kl. 13.00 á Sunnudaginn á Eskifjarðarvelli. Síðastliðin miðvikudag fóru þær á fyrirlestur hjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni landsliðsþjálfara kvenna. Efni fyrirlestursins var: Hvað þarf til að ná árangri?  
Í gær var hittingur og sprell hjá þeim sem eflaust einhverjir bæjarbúar urðu varir við. Þær fóru í ratleik um bæinn þar sem þær húkkuðu far með bæjarbúum, tóku myndir af sér með þeim o.fl.

19.05.2012 12:18

Spá fótbolti.net

Fótbolti.net birti árlega spá sína um lokastöðuna í 3ju deildinni í gær.
Spáin í D-riðli er svohljóðandi:

1. Augnablik 
2. Skínandi 
3. Álftanes 
4. Leiknir F. 
5. Einherji 
6. Huginn 
7. KH 
8. Björninn
 


Fátt sem kemur þarna á óvart, Augnablik virðist vera með mjög sterkt lið og Skínandi vann á dögunum C-deild Lengjubikarsins. Hins vegar ætlum við Leiknimenn í úrslitin og förum þangað.

Í heildina er norðan og austanliðunum ekki spáð góðu gengi, mest kemur á óvart að Magna er spáð 4ða sæti B-riðils. Þar fara spekingarnir villir vegar, Magni kemst í 8 liða úrslitin.

18.05.2012 17:58

Deildin hefst á sunnudaginn!

Fyrsti leikur Leiknis í Íslandsmótinu í knattspyrnu árið 2012! 
Fjarðabyggðarhöllin á sunnudaginn kl 14:00.

Leiknir - Huginn

Áfram Leiknir !!!!!

18.05.2012 17:03

Meistaraflokkur kvenna

 

1.      deild

Meistaraflokkur kvenna

 

Eskifjarðarvöllur


Sunnudaginn 21. maí kl 13:00

Fjarðabyggð/Leiknir - ÍA


Áfram Fjarðabyggð/Leiknir!!

17.05.2012 00:20

Rassskellur

Leiknir heimsótti Hött í bikarkeppni KSÍ í gærkvöld, miðvikudagskvöld.  Eins og myndirnar bera með sér var skítakuldi, en stillt veður og úrkomulaust.  Hins vegar rigndi mörkum og settu Hattarmenn 7 áður en yfir lauk en okkar menn 1.

Höttur var sterkari aðilinn allan tíman en þurfti þó hjálp frá dómaranum til að brjóta ísinn, en hann gaf þeim vítaspyrnu snemma leiks.
Heimamenn bættu við tveimur mörkum fyrir hlé eftir slæm mistök í vörn okkar.
Á lokamínútum hálfleiksins klóruðum við í bakkann. Marínó var þá fljótastur á boltann eftir að markvörður Hattar varði hann út í teig og sá síðanefndi tók hann niður.
Fannar Bjarki fór á punktinn og skoraði af öryggi.
Seinni hálfleikur var enn slakari en sá fyrri af okkar hálfu. Settu grimmir Hattarar 4 mörk áður en lokaflautið gall og lokatölur 7-1.  Þetta er versta tap okkar í hel.... mörg ár.

Byrjunarliðið:
Óðinn,
Gummi, Björgvin St, Almar, Marinó,
Fannar, Ingimar H, Laszló,
Baldur og Hilmar á vængjunum,
Símon á topp.
Almar meiddist í fyrri hálfeik og varð að fara af velli.  Í hans stað kom Arek og fór hann í hægri bak, Gummi í vinstri, Marri á miðjuna og Fannar í hafsent með brósa.
Kristófer leisti síðan Humarinn af.

Augljós getumunur var á liðunum, einkum þegar líða fór á, enda menn í okkar liði sem ekki eru í formi til að leika heilan knattspyrnuleik.
Best frá leiknum slupp Sissi (Laszló) og Marri.  Vörnin var ekki nógu yfirveguð, enda ansi ung, meðalaldurinn í seinni hálfleik innan við 18 ár.

Hattarmenn litu vel út og það er ljóst að Eysteinn er að gera fína hluti með þá.  Flott hjá honum að treysta heimamönnunum og byggja liðið á þeim.

Myndir frá leiknum eru komnar í albúm.Leiknir og Höttur í kvöld á Fellavelli.

15.05.2012 21:39

Bikarleikur!

Knattspyrnusamband Íslands
Leiknir mætir 1. deildarliði Hattar í bikarkeppni KSÍ 
 á Fellavelli kl 20:00, miðvikudagskvöldið 16. maí.  

Höttur hóf tímabilið með látum og sigraði reykjavíkur Þrótt 3-1 á útivelli um sl helgi.
Nú er rétti tíminn til að kippa þeim niður á jörðina!

Allir að renna í Hérað að styðja Leikni!

09.05.2012 12:59

Fjarðaálsmót í 6. og 7. um helgina


Mótin
Fjarðaálsmót í 6ta og 7unda flokki stráka og stelpna verður haldið á laugardaginn.  Þetta eru jafnframt síðustu Fjarðaálsmót ársins.
Sjá nánari upplýsingar heimasíðu mótanna:


05.05.2012 23:45

Bikarsigur

Leiknir sigraði Huginn örugglega í Bikarkeppni KSÍ á Fellavelli í dag.
Lokatölur 1-4 og við mun nær því að bæta við mörkum í hríðinni en Seyðfirðingar.
Vilberg hóf fjörið með skallamarki strax á 4ðu mínútu.
Símon bætti síðan við forskotið á 12 mínútu þegar boltinn hrökk fyrir hann í teignum.
Eftir þetta slökuðu okkar menn óþarflega mikið á og Huginn átti nokkur ágæt upphaup.  Á 25 mínútu tókst þeim að minnka muninn í eitt mark eftir að strækerinn þeirra slapp í gegn.
Um tíu mínútum síðar braust Baldur Smári inn í teig við hitt markið og átti skot sem markvörður Hugins hélt ekki. Almar Daði mætti á staðinn og ýtti boltanum yfir línuna.
Þannig stóðu leikar í tetímanum, þe 1-3.
Eftir rúmlega klukkustundar leik kom Humarinn inn á fyrir Símon og það tók hann aðeins 3 mínútur að finna möskvana í Huginsmarkinu.  Hann átti þá hörkuskot nokkuð fyrir utan vítateiginn sem small í stönginni og inn.
Meira var ekki skorað og má meðal annars þakka Baldri Smára það.  Þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks var Svanur fyrir því að snúa sig á ökkla og var að fara af velli.  Vonandi er það ekki mjög alvarlegt.

Byrjunarliðið:
Óðinn,
Arek (Kristófer), Svanur (Ingimar), Björgvin St, Marri,
Gummi, Leifur, Villi, Símon (Humar),
Baldur, Almar

Liðið lék ekki sérlega vel, en nýtti færin betur en oft áður.  Óðinn var öruggur í markinu og var maður leiksins hjá Leikni.  
Hjá okkur vantaði ma Fannar sem tognaði í nára í æfingaleik 2. flokks um daginn, Hilmar sem var í prófi, Ævar, Garðar og Sissa sem hefur ekki enn fengið leikheimild, þökk sé Magyar posta

Huginsmenn börðust vel og áttu ágæta spretti. Þeir verða langt því frá eitthvað fallbyssufóður í sumar.

Óðinn var öruggur í hliðinu.

Svanurinn snéri sig.

03.05.2012 17:01

Bikarkeppni KSÍ á laugardaginn!

Knattspyrnusamband Íslands
Fyrsti alvöruleikur Leiknis á tímabilinu verður háður á laugardaginn - 5. maí!
Þá mætum við Huginn á Fellavelli kl 14:00, í bikarkeppni KSÍ.  

Ath andstæðingarnir eru ekki Huginn í Fellum, þó ætla megi það af leikvellinum, 
nei, nei þetta eru drengir hans Binna Skúla frá Seyðisfirði.

Allir að renna í Hérað að styðja Leikni!


03.05.2012 16:53

Fjarðaálsmót í 5ta um helgina

Mótin
Fjarðaálsmót í 5ta flokki stráka og stelpna verður um helgina, laugardag og sunnudag.
Sjá leikjaplan og fleira á heimasíðu mótanna:

Ellefu strákalið og tíu stelpna mæta á mótið.  Fjarðabyggð verður með 4 lið í báðum flokkum, þar af gestalið með yngra árinu í 4ða flokki beggja kynja.
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40