Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2013 Janúar

28.01.2013 11:53

Fjarðaálsmótin

Tímasetningar Fjarðaálsmótanna liggja fyrir og bið ég foreldra að taka frá þær helgar sem flokkar þeirra barna eiga að leika.  Við treystum á vinnuframlag ykkar!

13. - 14. apríl ... 4ði flokkur stráka og stelpna

20. - 21. apríl ... 3ji flokkur stráka og stelpna

4. - 5. maí ... 5ti flokkur stráka og stelpna

11. maí ... 6ti og 7undi flokkur stráka og stelpna

27.01.2013 18:19

Glæsilegt sólarkaffi

Hið árlega sólarkaffi Leiknis var með glæsilegasta móti nú á ár, en það var haldið í Skrúð í dag, sunnudaginn 27.  janúar og var húsfyllir.

Blak-, sund-, frjálsíþrótta- og fimleikadeildir Leiknis veittu viðurkenningar og glæsilegir krakkar úr Tónskólanum fluttu tónlist.

Knattspyrnudeildin veitti 24 iðkendum í 6ta og 7unda flokki viðurkenningar fyrir þátttöku.

Þá veittum við einum leikmanni í hverjum flokkanna 5ta - 3ja stráka og stelpna og 2. flokki stráka - eins og þeir voru sl sumar - viðurkenningu. Það voru þjálfarar flokkanna sem völdu og það þeir lögðu einkum til grundvallar var:

- Ástundun og mætingar,

- Hugarfar og liðsandi  - er viðkomandi góður og jákvæður liðsmaður)

- Framfarir og framlag leikmanns til liðsins.

Eftirtaldir eru Leiknismenn í sínum flokki:

   5. flokkur kvenna - Elísabet Eir Hjálmarsdóttir

   5. flokkur karla - Ásgeir Páll Magnússon

   4. flokkur kvenna – Helga Marie Gunnarsdóttir

   4. flokkur karla - Dagur Ingi Valsson

   3. flokkur kvenna - Rebekka Sól Aradóttir

   3. flokkur karla - Kristófer Páll Viðarsson

   2. flokkur karla - Arek Jan Grzelak

Sérstök heiðursverðlaun fékk Vilberg Jónasson fyrir að vera markahæstur á Íslandsmótunum í knattspyrnu árin 1912-2012. Villi hefur skorað 144 mörk fyrir UMF Leikni í 165 leikjum í Íslandsmóti.  Samtals hefur Vilberg skorað 215 mörk í 357 leikjum.

Efnilegustu leikmenn Leiknis árið 2012 voru útnefndir:

Í karlaflokki - Kristófer Páll Viðarsson og varðveitir hann endurnýjaðan Valþórsbikar.

Í kvennaflokki - Freydís Guðnadóttir og fékk hún til varðveislu glænýjan Kaupfélagsbikar, sem Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga gaf nú í ár.

Knattspyrnumaður ársins 2012 og jafnframt íþróttamaður Leiknis var kjörinn Óðinn Ómarsson.

Knattspyrnudeildin óskar öllum þeim sem viðurkenningar hlutu innilega til hamingju með útnefningarnar og vonar að allir haldi áfram á sömu braut.

Áfram Leiknir!!!

Fleiri myndir í albúmi.

Knattspyrnumaður ársins 2012 og íþróttamaður Leiknis var kjörinn Óðinn Ómarsson.

 

25.01.2013 11:53

Sólarkaffi !!!!

Hið árlega sólarkaffi UMF Leiknis verður haldið á sunnudaginn - 27. janúar - og hefst kl 15:00.

Þar verður eins og jafnan mikið um dýrðir og munum við hvergi draga af okkur í veitingum viðurkenninga til iðkenda  hinna ýmsu greina.  Knattspyrnudeildin mun slá fyrri met, enda full ástæða til.  Sjáumst á sunnudaginn.

 

19.01.2013 14:26

Sigur á KFF

Leiknir og KFF leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Síldarvinnslumótsins í Höllinni í dag.  Okkar menn fóru með sanngjarnan 5-2 sigur af hólmi.

Leikurinn byrjaði þó ekki vel, KFF-menn voru mun ákveðnari í byrjun og uppskáru víti eftir nokkrar mínútur og skoraði Hákon Sófusson af öryggi úr vítinu.

Okkar menn vöknuðu smám saman og jafnaði Svanur Freyr Árnason með skalla eftir aukaspyrnu eftir um 15 mínútur.  Baldur Smári Elfarsson skoraði síðan eftir fallega sókn þegar Arek kom upp hægri kantinn og setti boltann fyrir á Almar sem sendi hann áframa á Baldur sem var einn á fær og setti hann af öryggi.  Nokkrum mínútum síðar vann Björgvin Stefán boltann á framarlega á vellinum og setti Almar Daða Jónsson í gegn sem skoraði í fyrstu snertingu.

Stefán Þór Eysteinsson minnkaði síðan muninn fyrir KFF eftir misheppnaða sendingu Óðins frá marki og staðan orðin 3-2 eftir um 30 mínútna leik.  Þannig hélst staðan næsta hálftímann og fátt sem skeði nema nokkur spjöld fóru á loft og ma rautt á Fannar Bjarka Pétursson eftir rúmar tíu mínútur í seinni.  Leiknismenn efldust frekar við liðsmuninn og Baldur og Almar sluppu báðir einir á móti markmanni áður en Baldur nýtti slíkt færi og jók munin í 4-2.  Baldur hélt áfram að leika lausum hala og skoraði eftir að Jóhann Örn setti boltann snyrtilega innfyrir vörnina og Baldur lyfti honum af öryggi yfir úthlaupandi Rúnar Pétur.

Fleiri mörk voru ekki gerð og lokatölur 5-2.

Byrjunarliðið:

Óðinn,

Arek, Svanur, Fannar og Guðmundur Arnar í vörn,        

Björgvin og Helgi Már djúpir á miðju, Adnan framan við þá,

Baldur og Ási á vængjunum,

Almar á topp

Lexi, Jóhann Örn, Dagur Már, Sólmundur Aron og Marinó á bekk og komu allir við sögu nema Marri sem var tæpur af meiðslum.

Leiknisliðið stóð sig ágætlega, sérstaklega eftir að þeir voru orðnir 10.  Helgi Már spilaði sinn fyrsta leik og vann sig vel inn í leikinn eftir erfiða byrjun.  Björgvin var sterkur og Arek stóð sig vel í bakverðinum.  Baldur var hættulegur, en reglur mótsins sem heimila mönnum að koma af velli og hvíla sig og fara síðan inná aftur henta honum mjög vel.

18.01.2013 10:49

Síldarvinnslumót

Á laugardaginn hefst Síldarvinnslumót Dómarafélags Austurlands með leik Leiknis og KFF kl 12:00.

Við munum þar tefla fram nýjum leikmönnum, en Helgi Már Jónsson er að skipta til okkar frá Einherja og Lexi er að koma aftur til okkar eftir dvöl hjá Víði í Garði.

Helgi Már er 23 ára miðjumaður sem getur reyndar spilað flestar stöður.  Hann hefur verið iðinn við að skora gegn Leikni í gegn um árin og skoraði ma sigurmark Einherja á Búðgrund 2. júlí sl.

Lexi kemur til með að veita Óðni samkeppni í markinu en getur einnig brugðið sér í sóknina þegar sá gállinn er á honum.

Við bjóðum strákna velkoma í Leikni!

Smellum okkur í Höllina og hvetjum Leikni.

07.01.2013 11:24

Ný tímatafla

Tímatöflu rútuaksturs á samæfingar í Höllinni hefur verið breytt. Aftur!!!

Það sem breytist er fyrri ferðin alla daga.  Sú verður sérferð, miðuð við æfingarnar, fer á gamla tímanum, þe 16:02 við kirkjugarð og fer beint í Höllina og er þar kl 16:26.

Nú á tímataflan á vef sveitarfélagsins að vera rétt.

Ný tafla lítur svona út:

Á æfingu        
Búðavegur 15:55 * 17:10  
Hafnargata v. Franska spítalann 15:56 17:12  
Skólavegur/ Hólsstígur 15:58 * 17:13  
Skrúður 16:00 * 17:15  
Skólavegur  16:01 * 17:16  
Við kirkjugarð 16:02 * 17:17  
Byko     17:30  
Molinn     17:33  
Fjarðabyggðarhöllin 16:26 * 17:36  
         
Heimferð        
Fjarðabyggðarhöllin 17:50 * 19:05 *
Molinn 17:55 * 19:10 *
Byko 17:58 * 19:13 *
Við kirkjugarð 18:15 * 19:30 *
Skólavegur 18:16 * 19:31 *
Skrúður 18:17 * 19:32 *
Skólavegur/Hólsstígur 18:18 * 19:33 *
Hafnargata v. Franska spítalann 18:19 * 19:34 *
Búðavegur 18:20 * 19:35 *
* aðeins ekið þegar samæfing er
Mikilvægt er mæta á réttum tímum      

05.01.2013 00:20

Tap fyrir KFF

Þrátt fyrir að það stangist á við venjur hér að skrifa um tapleiki þá verður að viðurkennast að Leiknir tapaði æfingaleik fyrir KFF í Höllinni í kvöld.

Úrslitin voru 2 - 1, en Almar Daði skoraði mark Leiknis seint í leiknum.  

Líklegt byrjunarlið Leiknis:

Óðinn,

Sólmundur Aron, Fannar, Svanur og Marinó,

Björgvin, Jói, Arek, Dagur Már og Baldur,

Almar á topp.

Bekkur: Guðmundur Hreins og Elís

Dagur Már spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði og stóð sig vel.

Nokkra vantaði ma: Kristófer á landsliðsæfingu, Hilmar, Humar og Ási meiddir, Gummi veikur og Símon í jólafríi.  

Fleiri afsakanir mögulegar.  Afgreiðsla vísar á

04.01.2013 14:13

Akstur á æfingar!!!

Ég vil benda foreldrum á fylgjast með mánudaginn 7. janúar, þá verða vonandi tilkynntar breytingar til batnaðar á tímatöflu rútanna sem flytja krakkana á samæfingar.  En samæfingar og félagsæfingar hefjast téðan mánudag.

Krossum fingur!

 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40