Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2013 Apríl

29.04.2013 22:37

Sigur á Hetti

Lokið er æsispennandi lokaleik Síldarvinnslumótsins.

Höttur - Leiknir 4 -5

0 - 1 Hilmar Freyr Bjartþórsson

1 - 1 Elvar Ægisson

1 - 2 Kristófer Páll Viðarsson

1 - 3 Arek Jan Grzelak (v)

2 - 3 nn

3 - 3 Elvar Ægisson

4 - 3 Brynjar Árnason (v)

4 - 4 Kristófer Páll Viðarsson

4 - 5 Hilmar Freyr Bjartþórsson

Lokastaðan í mótinu er skemmtileg:

 

  FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG
1 Leiknir F. 4 4 0 0 14  -    7 7 12
2 Höttur 4 0 2 2   9  -  12 -3 2
3 Fjarðabyggð 4 0 2 2   6  -  10 -4 2

 

Að leik loknum fengu okkar menn afhentan glæsilegan bikar, þann fyrsta síðan undirritaður hóf að starfa fyrir Leikni einhverntímann á síðustu öld.  Til hamingju strákar, þið eruð vel að þessu komnir!

 

29.04.2013 11:52

Lokaleikur Síldarvinnslumótsins

Lokaleikurinn í SVN-mótinu, Höttur - Leiknir verður leikinn í Höllinni í kvöld kl 20:00.

Þar hlýtur bikar að fara á loft!

26.04.2013 08:42

Tap fyrir KV

Leiknir tapaði fyrir KV í undanúrslitum B-deildar Lengjubikarsins í Boganum í gærkvöldi.

Okkar menn áttu fínan leik og áttu urmul góðra færa. Algjörlega ótrúlegt að Leiknis skyldi ekki skora eins og einn KV-manna orðaði það þegar hann gekk af velli.  Gangur mála var rakinn í beinni sendingu á nýju fésbókarsíðunni og má sjá hér: https://www.facebook.com/leiknirf

 

Næsti leikur er væntanlega við Hött, lokaleikurinn í Síldarvinnslumótinu.  Tíminn er ekki kominn á hreint en verður kynntur hér.

Muna svo að kjósa!!!

 

24.04.2013 13:27

Fésbókarsíða

Stofnuð hefur verið fésbókarsíða fyrir knattspyrnudeild Leiknis. Slóðin er https://www.facebook.com/leiknirf

Þar munu einnig birtast fréttir líkt og á þessari heimasíðu, eins og auglýsingar fyrir leiki. Við vonumst til með að síðunni verði félagið sýnilegra og hvertjum alla til að "líka" við síðuna og fylgjast vel með. Tengill á síðuna verður settur í krækjur hér á síðunni til hægri, undir tenglar.

24.04.2013 13:25

Aðstoðarþjálfari

 

Formlega var gengið frá ráðningu Ingimars Guðmundssonar sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla á fundi stjórnar knattspyrnudeildar Leiknis í gær - þriðjudag.

Þessi fallega mynd var tekin við það tækifæri.  Stjórnin býður Ingimar velkominn til starfa - þó hann taki ekki til starfa fyrr en 1. maí.

 

Þeir lesendur sem hafa skarpa sjón geta ugglaust lesið launatölur og önnur smáatriði í samningnum. 

     Photo: Ingimar Gudmundsson skrifadi undir samning í kvöld sem adstodartjálfari m.fl.kk hjá Leikni.

21.04.2013 23:23

Undanúrslit í Lengjubikar

Eftir sigur Hattar á Dalvík/Reyni í dag er ljóst að við Leiknismenn erum búnir að sigra í 3ja riðli B-deildar og á leiðinni í undanúrslit deildarinnar.  

Dregið var í dag og lentum við á móti KV - Knattspyrnufélagi Vesturbæjar.  Þeir eru með hörkulið og líklegir til að fara upp úr 2. deildinni í sumar.

Leikurinn verður í Boganum á fimmtudaginn - sumardaginn fyrsta - kl 15:00.

21.04.2013 19:12

Fjarðaálsmóti í 3ja flokki lokið

Fjarðaálsmót í 3ja flokki karla og kvenna fór fram í Höllinni um helgina, laugardag og sunnudag.

6 lið mættu til leiks hjá strákunum og 4 stúlknalið.

Hjá stúlkunum var lokastaðan þessi:

    Þór I

    Þór II

    Fjarðabyggð

    Völsungur

Hjá strákunum reyndust guttarnir okkar gestunum ofjarlar. 

Lokastaðan:

      Fjarðabyggð I .............. 15 stig

      Þór I ............................... 9 stig

      Völsungur ...................... 9 stig

      Fjarðabyggð II ............... 7 stig

      KF/Dalvík ....................... 4 stig

      Þór II ............................... 0 stig

Strákarnir okkar spiluðu á köflum glimrandi fínan bolta og ljóst að þarna eru flottur efniviður.

Mótið tókst í alla staði vel og á Moli og aðstoðarmenn hans; Helgi Már og Lexi heiður skilið fyrir það ásamt foreldrunum.

19.04.2013 23:20

Sigur á Magna

Okkar menn sigruðu Magna 4 - 3 í Lengjubikarnum í kvöld.  Staðan var 4 - 1 í hálfleik og allt stefndi í öruggan sigur en strákunum datt í hug að gera leikinn spennandi og það tókst.

Talsverður darraðardans var á lokamínútunum og fóru nokkur gul á loft og Fannar krækti sér í tvö.

Það veltur síðan á úrslitum annarra leikja hvort við erum að fara að keppa í undanúrslitum á sumardaginn fyrsta - næsta fimmtudag.

Mörk Leiknis gerðu Almar Daði 3 og Kristófer Páll 1.

Nánar upplýsingar hér http://urslit.net/Home/PopupMatch/1244#1 og http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=314113

Myndir í albúmi frá leiknum.

 

 

Smá sería af Hilmari og Almari í hita leiksins.

18.04.2013 11:30

Vegna kvörtunar

Hinn dagfarsprúði og fremur geðþekki Arek Jan Grzelak hefur kvartað formlega yfir því að ekki hafi birst hér umfjöllun um æfingaleik við 2. flokk Þórs laugardaginn 13. apríl.

Umræddur Arek skoraði þar að eigin sögn glæsimark.

Leiknum lauk með 6 - 1 sigri Leiknis og fengu varamennirnir og þeir sem ekki voru í hóp gegn Dalvík að láta ljós sitt skína.  Marinó Óli skoraði 2 kvikindi og það sem verra var, Unnar Ari líka.  Hann mátti ekki við því.

En nú er spurt; hver skoraði sjötta markið?

 

Eins og flestir vita voru strákarnir síðan veðurtepptir á Akureyri fram á mánudag og voru ekki komnir hingað á Búðir fyrr en klukkan að ganga fjögur þann daginn.

 

Arek getur verið mjög prúður.

16.04.2013 14:13

Héraðsdómaranámskeið

Dómaranámskeið verður haldið í Barnaskólanum á Reyðarfirði laugardaginn 20. apríl kl. 13:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og kennari verður Gunnar Jarl Jónsson FIFA-dómari.

Gengið er inn um bókasafnsdyrnar ekki aðalinnganginn. Námskeiðið er hugsað sem undirbúningsnámskeið fyrir sumarið. Skráning er hafin á magnus@ksi.is.

Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

15.04.2013 14:44

Fjarðaálsmót í 4ða flokki

Um helgina fór fram Fjarðaálsmót í 4ða flokki stráka.  Leikið var í A- og B-liðum og tefldum við í Fjarðabyggð fram þremur liðum, einu í A og tveimur í B.

Þórsarar sigruðu í báðum flokkum, af öryggi í A, en á markamun i B-liðum en þar var annað Fjarðabyggðarliðið sjónarmun á eftir þeim.

Lokastaðan í riðlunum:

A-lið:

   Þór ................. 18 stig

   Höttur .............. 9 stig

   Fjarðabyggð I ... 9 stig

   KF ................... 0 stig

B-lið:

   Þór ................... 15 stig

   Fjarðabyggð II ... 15 stig

   Fjarðabyggð III .. 6 stig

   Dalvík ...............0 stig

 

Þess má geta að norðanliðin voru veðurteppt hér fyrir austan í nótt, rétt eins og meistaraflokkar Leiknis og Hattar voru tepptir á Akureyri.

 

 

 

15.04.2013 14:40

Leiknir - Magni

Leikur Leiknis og Magna í Lengjubikarnum hefur verið færður til föstudagskvöldsins næsta, 19. apríl og verður kl 20:30. 

Allir í Höllina.

 

Minni á Fjarðaálsmót í 3ja flokki stráka og stelpna um helgina, þe 20. og 21. apríl.

12.04.2013 22:04

Sigur á Dalvíkingum

Frá fréttaritara síðunnar á Akureyri; Ingólfi Sveinssyni:

Rétt í þessu  var að ljúka í Boganum á Akureyri leik Dalvíkur og Leiknis í Lengjubikarnum.  

Leiknir sigraði 4-1 með mörkum Hilmars Freys, Símonar, Fannars úr víti (sem Baldur fiskaði) og Almars Daða.

Staðan í hálfleik 3-0.

Lexi og leikmaður Dalvíkur fengu rautt á lokamínútum síðari hálfleiks.

Með sigrinum tylltum við okkur á toppinn í riðlinum amk um stundarsakir, en KFF getur farið uppfyrir okkur með sigri á Huginn/Einherji á morgun.

Á morgun spila strákarnir okkar síðan æfingaleik við 2. flokk Þórs.

 

Byrjunarlið Leiknis:

Óðinn,

Aron, Svanur, Fannar, Hrannar,

Helgi og Björgvin djúpir,

Hilmar og Baldur á vængjunum, Símon í holunni og Almar frammi.

Bekkur: Björn, Marinó, Alexander, Guðmundur Arnar, Dagur, Unnar og Ingimar.  Allir nema Dagur og Unnar komu við sögu.

 

Rapparinn og frambjóðandinn KJ kom ekki við sögu í Boganum, en í kvöld komst hann með Stjörnunni í úrslitaeinvígið gegn Grindavík í körfunni!!

 

12.04.2013 21:46

U 17

Kristófer Páll Viðarsson er nú í Wales með U 17 landsliði Íslands.  Kristófer var í byrjunarliði gegn frændum okkar frá Færeyjum og vannst sá leikur 2 - 0.   Hann kom svo inná í leik á móti Norður Írum en spilað var í dag, sá leikur endaði með jafntefli 0 - 0.  Til gamans er mynd af Fjarðaálsmóti hjá 6.fl. þar sem hann skartaði bleikri húfu og svo mynd tekinn rétt áður en hann spilaði sinn fyrsta landsleik.  Flottur fulltrúi sem við Leiknismenn eigum í Wales og verður sannarlega gaman að fylgjast með þessum stórefnilega dreng í framtíðinni.

 

 

12.04.2013 09:47

Nýr leikmaður

Nýr leikmaður gekk til liðs við okkur Leiknismenn í gær frá nöfnum okkar í Breiðholti og verður hann löglegur í kvöld gegn Dalvík.

Hrannar Bogi Jónsson heitir kappinn og ættir að rekja hingað á Fáskrúðsfjörð og í Breiðdalinn.  

Hrannar sem verður tvítugur í sumar, er örfættur og spilar gjarnan bakvörð eða kant, en getur einnig leikið á miðjunni. 

Velkomin í Leikni Hrannar!

Stolin mynd frá nöfnum okkar í Breiðholti:

hrannarbogi

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40