Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2014 Júlí

31.07.2014 13:16

Leiknir og Magni

3. deild: Leiknir F. í góðri stöðu á toppi deildarinnar

Leiknir F. heldur sigurgöngu sinni áfram í deildinni með 2-0 sigri á Magna í Grenivík en heimamenn misstu mann af velli eftir átta mínútna leik.
Magni 0 - 2 Leiknir F. 
0-1 Marc Ferrer (víti) 
0-2 Hilmar Freyr Bjartþórsson 
Rautt: Arnar Logi Valdimarsson (´8) (Magni)


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/30-07-2014/3-deild-leiknir-f-i-godri-stodu-a-toppi-deildarinnar#ixzz393GeQKvm

 

Þarna fagna Leiknismenn marki númer 2.

 

 

Valdimar Ingi Jónsson í góðum gír.

25.07.2014 23:47

Sigur á Hamri

Leiknir vann nokkuð öruggan sigur á Hamri á Búðagrund í kvöld. Fjögur-tvö, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, tvö-tvö. 

Fjölmargir gestir franskra daga sem lögðu leið sína á völlinn fengu fullt af mörkum og slatta af flottum tilþrifum.

Mörk okkar manna gerðu; Björgvin Stefán, Kristófer, Marc og Baldur. Fannar og Kristófer fór meiddir af velli í fyrri hálfleik og bætast á meiðslalistann með Marinó og Óðni.

Leiknisliðið:

Björgvin Snær,

Gummi, Hector, Fannar og Carlos,

Arek, Marc og Goggi,

frændurnir á vængjunum og Kristó frammi.

Baldur og Valdi komu inn á í fyrri fyrir meiðslapésana og Ævar síðan fyrir Hilmar.

Hector lék eins og kóngur í vörninni og Marc var flottur á miðjunni.  Í heild var líðið sannfærandi en fékk á sig óþarfa mörk, sem hleypti (óþarfa ?) spennu í leikinn.

Hamarsliðið er fínt fótboltalið og sem slíkt mun betra en td síðustu gestir á Grundinni.  Ótrúlegt að þeir skuli aðeins vera með 3 stig.

Okkar menn eru hins vegar í fínum málum, en það getur verið fljótt að breytast. Tveir tapleikir og forskotið er horfið....

King Hector!

 

Björgvin Snær vel á verði

 

Leiknisliðið ásamt Viðari Jónssyni þjálfara.
 

23.07.2014 13:41

Leiknir - Hamar

 

Hápunktur franskra daga verður á föstudagskvöldið þegar Leiknir tekur á móti Hamri á Búðagrund. 

Leikurinn hefst kl 19:15 og verður hann hin besta skemmtun - vel leikinn af beggja hálfu.

Gestum er bent á að mæta tímanlega og tryggja sér stúkusæti.

 

                                                                   Áfram Leiknir!!

 

Munu þessir hafa ástæðu til að fagna á föstudagskvöld ?

?

 

20.07.2014 22:04

Góðir gestir

Góðir gestir voru mættir á Búðagrund til að fylgjast með leik okkar manna og ÍH.  Voru þar komnir Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri sambandsins og Gísli Gíslason ritari stjórnar og formaður mannvirkjanefndar.  Þremenningarnir funduðu á föstudag með forsvarsmönnum knattspyrnufélaga hér fyrir austan og horfðu þrjá leiki auk leiksins á Búðagrund; Hött - Fram í 1. deild kvenna, Hött - ÍH og Einherja - Magna.  Auk þess ætluðu þeir sídegis í dag að kíkja á leik UÍA í 2. flokki á Eskjuvelli.

Auðvitað fengu þeir bestu knattspyrnuna og fegurstu tilþrifin á Fáskrúðsfirði, það er næsta víst.

Kapparnir komu ekki tómhentir heldur færðu Leikni að gjöf 10 fótbolta og vilyrði fyrir stærri varmannaskýlum og vallarklukku!

Við Leiknismenn kunnum KSÍ hinar bestu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

 

Frá hægri; Geir Þorsteinsson, Magnús Ásgrímsson, Gísli Gíslason og Þórir Hákoanason á bak við hann.  Það er Fjóla Þorsteins sem speglast í glugganum!

 

20.07.2014 18:54

Efsta sætið endurheimt!

Leiknir tók á móti ÍH á Búðagrund í frábæru knattspyrnuveðri í dag. Völlurinn var blautur og þokkalegur úði var á meðan á leiknum stóð.

Það tók okkar menn um hálftíma að brjóta ísinn og skora fyrsta markið. Það kom eftir lága hornspyrnu sem lak í gegn um teiginn þangað til Hector mætti boltanum og þrumaði honum í netið.

Það var síðan í blálok hálfleiksins sem Kristófer bætti við forystuna, glæsilegu skallamarki þar sem hann hafði betur gegn markverðinum og náði að stinga sér fram fyrir hann.

Seinni hálfleikurinn hófst á glæsilegri sókn upp vinstri kantinn, Marc stakk inn á Baldur sem stakk sér upp að endamörkum og renndi boltanum út í teig þar sem Kristófer mætti og smellti honum í netið.

Fjórða markið gerði Hilamr eftir flott einstaklingsframtak, plataði tvo varnarmenn og skoraði með góðu skoti frá vítateig í nærhornið. 

Næst var röðin komin að Carlosi, en hann sá að markvörðurinn var full framarlega skoraði með langskoti sem hinn réð ekki við.

Síðasta naglann rak ,,supersubbinn" Valdimar Ingi sem slapp í gegn hægra megin og skoraði laglega á nærstöngina.

Leiknisliðið spilaði allt vel og erfitt að taka nokkurn út.  Frábært að halda hreinu og gott að sjá að Björgvin Snær var á tánum í þau 2-3 skipti i fyrri hálfleiknum þegar á þurfti að halda, annars sköpuðu ÍH menn sér mjög lítið.

Leiknisliðið:

Björgvin Snær,

Björgvin Stefán, Hector, Fannar, Marinó,

Goggi, Marc og Arek,

Hilmar og Carlos á vængjunum og Kristó frammi.

Goggi og Marinó fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik en i þeirra stað komu Gummi og Baldur.  Valdimar kom síðan inn fyrir Björgvin kaptein í síðari hálfleik.

Að auki voru Humar og Ævar á bekk.

 

Carlos skoraði sitt fyrsta mark fyrir Leikni í dag. 

 
 

Kristófer setti tvö falleg kvikindi í dag! 

 
 
 

 

19.07.2014 11:23

Leiknir - ÍH

Við Leiknismenn tökum á móti ÍH á Búðagrund á morgun kl 14:00.

Leikurinn er geysilega þýðingarmikill þar sem Leiknir er í efsta sæti 3ju deildar og ÍH í öðru.

Leiknisliðið lítur vel út; Kristófer og Carlos eru komnir úr banni og Marínó er klár eftir meiðsli. Þá hefur Marc Ferrer þriðji spánverjinn bæst í hópinn, auk Fannars sem skipti til okkar fyrir Hattarleikinn.  En það er ekki allt jákvætt, Óðinn fór úr axlarlið á æfingu í vikunni og spilar varla meira á þessu íslandsmóti. En Björgvin Snær er búinn að jafna sig á handarbrotinu, þannig að maður kemur í manns stað.

En sem sagt allir á völlinn!

Áfram Leiknir!

 

 

09.07.2014 23:56

Sigur á Hetti!

Leiknir tók á móti Hetti í blíðskaparveðri á Búðagrund í kvöld, í toppslag 3ju deildar.  Ljóst var að sigurliðið myndi tylla sér í efsta sætið fyrst um sinn.

Vel var mætt í brekkuna og stuðningsmenn gestanna þar í greinilegum meirihluta.  Skammist ykkar Búðstrendingar sem sátuð heima.  

Leikurinn byrjarði fjörlega og eftir nokkurra mínútna leik fékk Arek dauðafæri en mokaði boltanum yfir.  En það var svo á 9undu mínútu sem Baldur sendi fyrir markið og Björgvin mætti á fjærstöng til að renna boltanum í netið.  Hilmar tvöfaldaði svo forskotið með glæsilegu skoti utan af kanti á 35. mínútu. En Hattarmenn svöruðu fyrir sig af krafti og voru búnir að jafna fjórum mínútum síðar.  Þar voru að verki Brynjar Árnason og Högni Helgason.  Þannig stóðu leikar fram í uppbótartíma þegar Valdimar Ingi skoraði sigurmark Leiknis í sínum fyrsta meistaraflokksleik.  Glæsilega gert hjá þessum 16 ára gutta sem aðeins var búinn að vera í rúmar 10 mínútur inn á, þegar hann náði að ,,slæda" boltann í vinkilinn úr klafsi í teignum.

Leiknisliðið:

Óðinn,

Gummi, Svanur, Hector, Sólmundur,

Goggi, Arek og Fannar,

Björgvin og Hilmar á vængjunum og Baldur frammi.

Inn á komu Humar, Marteinn og Valdimar

Leikurinn var ekki sérlega vel leikinn og sigurinn hefði getað hafnað hvoru megin sem var.  Jafntefli hefði ekki verið ósanngjörn niðurstaða.  En sætur og ákaflega dýrmætur sigur í húsi.

Besti maður Leiknis var eins og stundum áður Hector, en allt liðið barðist fyrir sigrinum og því hrós skilið.  Til hamingju strákar!

 

Myndir í albúmi.

 

 

 

07.07.2014 13:17

Leiknir - Höttur

Þá er komið að því!

Fyrsti heimaleikur Leiknis á Búðagrund í sumar.  Og andstæðinganir eru ekki af verri endanum, liðið sem við elskum að vinna -  Höttur - kemur í heimsókn.

Þetta verður toppslagur af bestu gerð, Leiknir er í öðru sæti 3ju deildar og Höttur því þriðja, en liðin hafa tapað jafn mörgun stigum til þessa.  Efsta sæti deildarinnar í húfi!

Sem sagt:

Búðagrund 

miðvikudaginn 9. júlí kl 18:00

Leiknir - Höttur

                 Allir á völlinn og áfram Leiknir!

 

04.07.2014 14:00

Íþróttaskólinn

Ég vil minna á Íþróttaskóla Leiknis sem er alla virka daga frá 10-12 fyrir hádegi.

Þátttaka hefur verið slök í sumar, en við ætlum samt að halda honum úti áfram amk fram að frönskum dögum.

 

Knattspyrnuæfingar í 6ta og 7unda flokki eru hluti af skólanum og er alltaf boðið upp á knattspyrnu - ásamt öðru - þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga.

04.07.2014 13:28

Upplýsingar um samæfingar á Norðfirði

Á næstunni verður hluti samæfinga í 5. og 6. flokki á Norðfirði hér fyrir neðan má sjá dagsetningar og tímasetningu rútuferða - stærri og læsilegri útgáfu er hægt að skoða hér tafla.pdf

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40