Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2014 September

17.09.2014 16:35

Að loknu Íslandsmóti

Nú að loknu keppnistímabilinu í 3ju deild Íslandsmótsins er rétt að horfa aðeins til baka.

Við Leiknismenn náðum því takmarki okkar vinna okkur upp um deild og keppum að ári í 2. deild í fyrsta skipti í hátt í þrjá áratugi.

Loks tókst okkur að sýna sömu spilamennsku yfir heilt sumar og við höfum sýnt undanfarna vetur þegar við höfum verið þekktir sem meistarar undirbúningstímabilsins.

Okkur mistókst að vísu að vinna deildina og misstum Hött fram úr okkur á lokametrunum, en bikarinn hefði bara verið bónus; upp um deild var markmiðið.

Strákarnir héldu dampi í allt sumar og áttu í raun skilið fleiri stig; þeir voru klárlega mun sterkari aðilinn í báðum leikjunum við Víði en uppskáru samt bara 1 stig.  

 

Við héldum lokahóf á Franska Hótelinu á laugardagskvöldið, þar mættu ásamt mökum; leikmenn og þjálfari, stjórn knattspyrnudeildar og að auki nokkrir einstaklingar sem starfað hafa mikið með okkur undanfarin ár.

Gestir lokahófsins horfðu á árlegan myndbandsannál þar sem stórleikarnir Björgvin Stefán, Svanur, Hilmar, Fannar og fleiri fóru á kostum, og ekki síst kálfurinn á Gestsstöðum sem sýndi ótvíræða leikhæfileika.

Einnig kusu mættir besta og efnilegasta leikmanninn og að auki manns ársins.  Þessir urðu hlutskarpastir:

                    Bestur: Hector Pena Bustamante

                    Efnilegastur: Kristófer Páll Viðarsson

                    Maður ársins: Viðar Jónsson

Allir eru þeir ákaflega vel að þessu komnir; Hector steig ekki feilspor í vörninni í sumar og spilaði alla leiki og nánast hverja mínútu, var einu sinni skipt út af eftir smávegis hjask.

Kristófer náði að spila rétt hálft mótið og það dugði honum til að verða markahæstur í deildinni með 14 mörk í 10 leikjum (eða öllu heldur 9 leikjum og 5 mínútum).

Og Viðar nelgdi þetta alveg í sumar.

En nú horfum við til næsta tímabils.  Við höfum gert munnlegt samkomulag við Viðar um tveggja ára samning sem þjálfari og þá er næst að horfa á leikmannamálin.

Vonandi höldum við langflestum af þessum flottu strákum sem komu okkur upp í sumar, þeir munu gera góða hluti í 2. deild.

 

 Leiknisliðið. á myndina vantar ma Marc, Gogga, Unnar og Carlos.

13.09.2014 18:21

Leiknir og Magni

Myndir komnar í albúm frá leik Leiknis og Magna.

Innilega til hamingju með sigurinn og að vera komnir upp í 2. deild, ógleymanlegt sumar og frábært að fá að vera með ykkur.

 

Björgvin Stefán skoraði 4 mörk.

 

 

Ævar skoraði 1 mark.

 

 

Annað sætið í 3. deildinni og sæti í 2. deild.

 

 

Leiknisliðið ásamt Viðari þjálfara og Magnúsi formanni.

Þið eruð náttúrulega frábærir.

 

 

Öllum boðið upp á grillaðar pylsur.

 

09.09.2014 21:52

Frítt á lokaleikinn!

Loðnuvinnslan hf og Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hafa ákveðið að bjóða öllum frítt á lokaleik Leiknis í 3ju deildinni.

Að auki bjóða þessir aðal stuðningaðilar Leiknis upp á grillaðar pylsur fyrir leik.

Við erum auðvitað að tala um leikinn: 

Leiknir og Magni

sem fram fer á

Búðagrund á laugardaginn kemur kl 14:00.

Með sigri höldum við í vonina um sigur í deildinni, en í það minnsta höldum við upp á silfur og sæti í 2. deild.

Áfram Leiknir og áfram ÍH!

 

 

05.09.2014 21:42

Leiknir og Viðir

Leiknir tók á móti Víðismönnum í hefðbundinni rjómablíðu á Búðgrund í gærkvöldi.

Fyrri hálfleikur var með eindæmum tíðindalaus en þó tókst gestunum að skora með skalla eftir hornspyrnu.  Markið skrifast eingöngu á einbeitingarleysi okkar manna.

Leiknisstrákarnir komu miklu hressari út eftir hlé og sóknirnar dundu á Víðismarkinu.  Viddi gerði taktískar breytingar sem skiluðu sér vel.  Eftir um tíu mínútna leik fengum við aukaspyrnu rétt utan teigs og Hilmar smellti boltanum yfir vegginn og í sammarann án þess að markvörður gestanna hefði svo mikið sem tíma til að andvarpa.  Glæsilegt jöfnunarmark.

Að öðrum tíu mínútum liðnum slapp Sólmundur inn í teig hægra megin og áttu flestir von á að hann renndi boltanum fyrir eða út í teig.  Þess í stað smellti hann boltanum bara fram hjá markverði gestanna og í fjærhornið.  Þarna nýtti Sóli hraða sinn og gerði mjög vel. 

Á þessum tímapunkti var ekkert í spilunum annað en Leiknir myndi sigra örugglega, enda miklu betra liðið á vellinum.

En aftur misstu menn einbeitinguna andartak í vörninni og Víðismenn skoruðu úr einni af örfáum sóknum sínum í hálfleiknum, 2-2.

Skömmu síðar slapp Valdi inn í teig og var tekinn niður, en annars ágætur dómari leiksins flautaði ekki en spjaldaði Valda síðan fyrir að ræða kurteislega við línuvörðinn.

Nokkrum mínútum eftir þetta áttum við að fá aðra vítaspyrnu þegar varnarmaður gestanna gaf Ævari olnbogaskot í andlitið - inni í teig - eftir að búið var að flauta og stöðva leikinn.

Áfram hélt darraðardansinn í teig gestanna, Marc átti skot í stöng eftir góðan undirbúning Björgvins og Björgvin fékk ákjósanlegt skotfæri.  

Niðurstaðna gríðarlega svekkjandi jafntefli.  Í heildina fengu Leiknismenn 15-20 góð færi en Víðismenn 3-4.  

Í raun algjörlega ótrúlegt að hafa bara fengið 1 stig gegn Víði út úr tveimur leikjum þar sem Leiknir hefur verð sterkari aðilinn í báðum leikjum. En þeir nýta færin sín.

Leiknisliðið:

Björgvin Snær,

Sóli, Hector, Fannar, Marinó,

Arek, Marc, Björgvin,

Hilmar og Valdi á köntunum og Goggi frammi

Bekkur; Gummi, Ævar og Unnar komu inn á og að auki Dagur Már, Svanur og Humar.

Eftir að hafa klúðrað þessum sigri verðum við að bíða og vona að Höttur misstígi sig í sínum leikjum til að eiga séns á sigri í deildinni.

Áfram Grundfirðingar!

 

Myndir komnar inn í albúm.

Hilmar Freyr skoraði fyrra markið.

 

Sólmundur Aron skoraði það seinna.

05.09.2014 08:11

Leiknir - Víðir

Leiknir tekur á móti Víði úr Garði í dag - föstudag - kl á 18 á Búðagrundinni grænu.

Allir á völlinn og hjálpum strákunum að hefna fyrir tapið í Garðinum!

Nú þurfum við að sigra í tveimur síðustu leikjum sumarsins, sem báðir eru á heimavelli, til að tryggja okkur sigur í deildinni!!

Áfram Leiknir!!

02.09.2014 11:08

Búðagrund er staðurinn!

Um næstu helgi verður mikið um að vera á Búðagrund.

Fjörið hefst kl 18 á föstudagskvöld með leik Leiknis og Víðis í 17. umferð 3ju deildar.

Baráttan við Hött um sigur í deildinni heldur áfram!

 

Á laugardag og sunnudag heldur fjörið áfram, þá er það úrslitakeppni 4ða flokks stráka:

   lau. 06. sep. 12:00  Keflavík - Fjarðabyggð/Leiknir    

   lau. 06. sep. 14:00  Stjarnan - Víkingur R.    

   sun. 07. sep. 12:00  Víkingur R. - Keflavík  

   sun. 07. sep. 14:00  Fjarðabyggð/Leiknir - Stjarnan    

Fyrstu tveir leikir úrslitanna fara fram í Höllinni á Rf á síðdegis á föstudag.

 

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40