Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2015 Maí

31.05.2015 12:24

Ljótt á Ólafsfirði

Leiknir sótti 3 lítt verðskulduð stig gegn KF á Ólafsfjörð í gær.

Okkar menn byrjuðu leikinn þó af krafti og sköpuðu sér dauðafæri eftir nokkar mínútur eftir að Björgvin vann boltan af varnarmanni og óð með hann inn í teig og sendi boltann á Almar Daða sem var fyrir opnu marki en sendingin var ekki nógu góð og Almar missti marks.

Skömmu síðar átti Björgvin hins vegar frábæra stungusendingu á Almar sem slapp einn í gegn.  Hann var hins vegar tekinn niður rétt utan teigs og dómarinn átti ekki annara kosta völ en senda gerandann í sturtu.  Einum fleiri héldu Leiknismenn áfram að þjarma að norðanmönnum og áttu nokkur góð færi. Sóknin bar árangur eftir um 15 mínútna leik þegar Hilmar átti frábæra fyrirgjöf frá hægri á Vigni sem skallaði knöttinn með smá viðkomu á varnamanni í netið.  Á þessum tímapunkti var ekki útlit fyrir neitt annað en öruggan sigur Leiknis en annað kom á daginn.  Smám saman fjaraði neistinn út hjá okkar strákum en kviknaði í staðinn hjá andstæðingunum.  Þeir náðu þó ekki að skapa sér færi í fyrri hálfleiknum en þau komu í hinum seinni.  Tvívegis í byrjun seinni sluppu norðanmenn einir í gegn og við stálheppnir að hanga á 0-1.  Í annað skiptið bjargaði markstöngin en Bergsteinn í hitt.  

Okkar menn áttu líka sín færi og besti maður KF, markvörðurinn bjargaði frábærlega frá Hilmari.  Seint í hálfleiknum fékk Halli síðan tækifæri til að klára leikinn þegar hann slapp einn í gegn en vörðurinn sá við honum.  Aðeins nokkrum andartökum síðar gáfum við ódýra aukaspyrnu rétt utan teigs upp við endamörk. Boltinn barst út úr teignum þar leikmaður KF mætti honum og hamraði hann í vinkilinn fjær, óverjandi... 

Þarna voru eftir tvær mínútur af venjulegum leiktíma og ljóst að allt gat gerst. 

Okkar menn sýndu hins vegar úr hverju þeir eru gerðir og á síðustu mínútu uppbótartíma sendi Halli Ferran í gegn með frábærri sendingu.  Ferran kláraði meistaralega og dómarinn flautaði af um leið og miðjan hafði verið tekin og erfiður sigur í höfn.

Leiknisliðið:

Bergsteinn,

Fannar, Arek, Nico og Gummi (Garðar 46') í vörn,

Vignir og Tadas djúpir, Hilmar (Halli 82') og Ferran á vængjunum,

Almar (Valdi 67') og Björgvin frammi.

Aðrir á bekk; Björgvin og Hlynur.

Í heild var þetta slakasti leikur liðsins í langan tíma en ótrúlega ljúft að vinna slöku leikina. Etv munaði svona mikið um Viðar á bekknum, en hann var jú í banni og uppi í stúku.

Næsti leikur er gegn Njarðvík á komandi laugardag í Höllinni.

 

24.05.2015 18:21

Sigur á Aftureldingu!

Leiknismenn gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn í gær og lögðu heimamenn 2-1.

Mosfellingar voru örlítið grimmari í fyrri hálfleik og fengu ma vítaspyrnu sem þeir settu í þverslá af einskærum ótta við Bergstein markvörð.

Á lokasekúndum hálfleiksins fengum við síðan víti eftir að heimamenn stjökuðu óþyrmilega við Björgvini í teignum.  Arek steig fram og setti vítið rétta leið, 0-1.

Viðar gerði taktískar breytingar í hléi og okkar menn mættu mun sterkari til síðari hálfleiks. Sóknin bar árangur á 61 mínútu þegar Ferran setti fyrirgjöf frá hægri í netið. En Adam var ekki lengi í París, Afturelding náði að minnka muninn örskömmu síðar og settu smám saman meiri pressu á okkar menn.

Sú pressa jókst eftir að dómarinn tók þá vafasömu ákvörðun að gefa Julio seinna gula spjaldið fyrir meintar tafir við framkvæmd aukaspyrnu sem umræddur dómari var ekki einu sinni búinn að flauta á!  Við þetta tapaði hinn dagfarsprúði Viðar þjálfari jafnaðargeðinu en reyndi þó að útskýra fyrir dómaranum mistök hans, enda Viðar hvorutveggja þolinmóður kennari og góður dómari.  En kennslan féll í grýttan jarðveg og uppskar Viðar rautt spjald fyrir viðleitnina og horfði hann á síðustu 10 mínúturnar úr stúkunni.

Okkar menn héldu þó út af öryggi og komu heim með 3 stig af erfiðum útivelli.

Byrjunarlið Leiknis:

Bergsteinn milli stanganna,

Fannar (Sólmundur 57´), Arek, Nico og Marinó

Vignir (Tadas 69´) og Julio á miðjunni,

Valdimar (Almar 64´) og Kristófer á vængjunum,

Björgvin og Ferran fremstir.

Flottur leikur og fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Man einhver 2013?

Næsti leikur er við KF fyrir norðan á laugardaginn kemur.

Þetta eru fallegir drengir!

 

20.05.2015 00:34

Háspenna í Höllinni

Leiknir lauk þátttöku í Bikarkeppni KSÍ eftir hjartastoppandi háspennuleik við KFF í Fjarðabyggðarhöllinni í gærkvöldi. 

Leiknismenn vörðust skipulega og beittu hröðum skyndisóknum gegn grönnunum.

Ekki var mikið um marktækifæri í fyrri hálfleik en þó varði Kile vel frá Ferran eftir að þeir Julio höfðu spólað sig upp vinstri kantinn.  Þó fengu KFF-menn ágætis tækifæri þegar dómaranum urðu á þau byrjendamistök að dæma töf á Björgvin Snæ markvörð án þess að hafa aðvarað hann áður.  Óbein aukaspyra inni í teig, boltanum rennt til hliðar og þrumað af öryggi rúman meter yfir markið.

Meira líf var í seinni hálfleiknum og tókst okkar mönnum að sprengja vörn ,,gestanna“ upp nokkrum sinnum.  Julio þó átt skot úr miðjum vítateignum sem sleikti þverslána eftir að þeir Ferran tættu í sig í gegn um KFF-vörnina.  Skyndiupphlaup okakr manna urðu enn hættulegri eftir að Kristófer og Valdimar komu sprækir inn þegar leið á hálfleikinn og varanrmenn gestanna duglegir við að sparka okkar menn niður og stöðva þannig upphlaupin.  Þeir uppskáru aðeins 7 gul og ekkert rautt þó erfitt sé að rökstyðja þá niðurstöðu.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 0-0, en þá komu fjörugar uppbótarmínútur.

Andstæðingarnir sem helst sköpuðu hættu eftir föst leikatriði, fengu ákaflega ódýra aukaspyrnu úti á kanti á annarri mínútu uppbótartíma og settu hana á kollinn á Milos Ivancovic sem stangaði boltann í netið.

Okkar menn voru aldeilis ekki á því að fella segl og leggjast í kör, heldur bættu í sóknina  og sendu ma Nico fram.  Það var einmitt hann sem átti skot að marki sem varnarmaður varði en fékk boltann í höndina á marklínunni og víti dæmt.  Julio steig á punktinn og skoraði af öryggi. Þá voru liðnar 4 mínútur af uppbótartíma.  Eitthvað fór það í taugarnar á Kile markverði KFF og sá hann ástæðu til að þruma knettinum í Nico af stuttu færi á meðan okkar menn voru að fagna markinu.  Slíkt er allan daginn beint rautt (sá einhver rauða spjaldið á Fabregas á mánudagskvöldið?)  en dómarann skorti kjark og lét hann gult duga.

Framlengingin var fjörug eins og við var að búast en engin mörk og var því gengið til vítaspyrnukeppni.

Okkar menn skoruðu í þessari röð; Vignir, Arek, Ferran, Julio lét verja, Nico, Kristófer, Marinó, Björgvin Snær lét verja og Björgvin Stefán lét verja.  Björgvin Snær varði 5tu spyrnu KFF sem hélt okkur inni í leiknum.  Hann varði síðan áttundu spyrnu KFF og hefði síðan getað tryggt okkur sigurinn með næstu spyrnu.. 

En svona fór um sjóferð þá, áhorfendur fengu örugglega auranna virði í báðum bikarleikjunum okkar; framlegning og vító í báðum, samtals 31 víti, 12 gul spjöld og frábært fjör.

Leiknisliðið:

Björgvin í marki,

Fannar, Arek, Nico og Sóli aftastir,

Julio og Vignir djúpir og Björgvin og Ferran á köntunum,

Almar og Hlynur frammi.

Bekkur; Kristó, Valdi og Marinó komu inn á, Gummi,  Halli og Garðar.

Leiknisliðið lék ákaflega vel á móti sterku liði KFF, bökkuðu vel og nýttu hraðann til að sprengja upp þegar við átti. Ástæðulaust að taka einhverja út sem bestan en þó kemur Ferran ósjálfrátt upp í hugann.

Myndir úr leiknum í albúmi:

 

Vítaspyrnukeppni framundan.

 


Koma svo :-)


Annað skotið sem Björgvin varði.

 

16.05.2015 20:37

Öruggur sigur á Dalvíkingum

Leiknir vann öruggan sigur á Dalvik/Reyni í Höllinni í dag. Okkar menn voru mun sterkari allan tímann og skoruðu fjögur flott mörk.

Fyrsta markið gerði Kristófer um miðjan fyrri hálfleik eftir hraða sókn.  Skömmu síðar prjónuðu okkar menn sig aftur í gegn um vörn Dalvíkinga og Kristófer renndi á Björgvin sem sendi boltann í autt markið.  Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk einn norðanmanna beint rautt fyrir ljóta tæklingu á Ferran.

Seinni hálfleikurinn byrjaði með flugeldasýningu og Kristó, Ferran og Björgvin tættu í sig Dalvísku vörnina og óð Björgvin inn í teig vinstra megin en renndi boltanum af óeigingirni fyrir markið þar sem Valdimar mætti og smellti honum í fjærhornið.  

Ferran sýndi skemmtileg tilþrif skömmu síðar og smellti boltanum í sammann en inn vildi hann ekki.

Flottasta markið kom síðan eftir um 60 mínútna leik.  Gummi og Valdi léku skemmtilega upp hægra megin og Gummi kom með glæsilega fyrirgjöf sem Kristófer mætti á fjær og sendi boltann óverjandi í netið.

Eftir þetta færðist ró yfir leikinn og fátt markvert gerðist .

Leiknisliðið:

Björgvin Snær í hliðinu,

Gummi, Nico, Arek og Marinó í vörn,

Julio og Vignir á miðju,

Kristófer og Valdimar á köntunum,

Ferran og Björgvin fremstir.

Á bekk: Haraldur og Almar komu inn á 62 mín og Garðar skömmu síðar, Bergsteinn, Hlynur, Fannar og Tadas.

Leiknisliðið átti allt skínandi leik og ástæðulaust að taka nokkurn sérstaklega út.

Næsti leikur er við KFF í bikarnum á þriðjudagskvöld og síðan við Aftureldingu í Mosfellsbænum á laugardaginn kemur.

Myndir komnar inn í tvö albúm.

 

Það tók sig upp gamalt skor hjá Kristó og gerði hann tvö í dag!

 

Kristófer á leiðinni með boltann í markið.

 

og það tókst.


Þjálfi að fá sér kaffi fyrir leikinn.

14.05.2015 10:51

Ársmiðar og WC-pappír!

Leikmenn meistaraflokks munu ganga í hús í dag og selja ársmiða á heimaleiki Leiknis í 2. deildinni.

Verðið á ársmiðanum er 9.000 fyrir einstakling og 14.000 kr fyrir hjón/pör.

Strákarnir munu einnig taka við pöntunum í okkar sívinsæla WC-pappír sem alltaf er á sama gamla og góða verðinu, 5.000 kr 64 rúllur.

Posi verður með í för!

 

13.05.2015 22:37

Myndir

Nú eru loksins komnar myndir inn frá leik Leiknis og Tindastóls.

Njótið

 

13.05.2015 14:34

Dalvíkingar koma á laugardag!

Á laugardaginn leikur Leiknir sinn fyrsta heimaleik í 2. deild í mörg ár:

Fjarðabyggðarhöllin

Laugardaginn 16. maí 2015

kl 16:30

Leiknir  –  Dalvík

Mætum og styðjum okkar menn!

 

ps munið síðan; þriðjdagskvöldið 19. maí kl 19:00 tekur Leiknir á móti KFF - í Bikarkeppni KSÍ - í Höllinni, ekki skrópa!  

 

                   

 

11.05.2015 11:16

Sigur á Stólunum!

Leiknir hóf keppni í 2. deild með stæl um helgina þegar liðið sótti 3 stig til Akureyrar, nánar tiltekið í Bogann hvar Tindastóll neyddist til að spila heimaleik sinn.

Leikurinn fór fjörlega af stað og hápressa okkar manna skilaði flottu marki á 6tu mínútu. Ferran skoraði með góðu langskoti.  Áður hafði Vignir átt frábært langskot rétt yfir.

Okkar menn héldu áfram að pressa framarlega og skapa færi, ma átti Krístó frábært skot í stöng eftir að brotið var á honum en dómarinn leyft hagnaðinn.  Ferran tók síðan aukaspyrnuna og skaut í slá. 

Þegar leið á hálfleikinn fóru Stólarnir að vakna til lífsins og fengu ódýra vítaspyrnu á 30 mín þegar Arek fylgdi óþarflega fast á eftir sóknarmanni þeirra sem var á leið út úr teignum.

1-1.  Það sem eftir lifði fyrrihálfleiks voru norðanmenn sterkari án þess að skapa sér marktækifæri.

Okkar menn tóku aftur við sér eftir hlé og voru mun líklegri.  Til tíðinda dró um miðjan seinni hálfleikinn þegar sóknarmaður Tindastóls krækti sér í sitt seinna gula spjald fyrir að spyrna boltanum í burtu í pirringi eftir að góður dómari leiksins, Valdimar Pálsson hafði flautað aukaspyrnu.

Eftir þetta þyngdist sókn okkar mann mikið og nokkur góð færi litu dagsins ljós. Ferran átti skot í slá úr góðu færi og Kristó setti boltann í hliðarnetið eftir að hafa hirt frákast eftir skot.  Á 84 mínútu kom svo sigurmarkið; boltinn hrökk fyrir Hilmar í teignum sem þrumaði honum óverjandi í mark Tindstælinga.  Eftir þetta var mest hugsað um að halda fengnum hlut og var þessu siglt örugglega heim.  Sanngjarn og mikilvægur sigur í höfn.

Leiknisliðið:

Bergsveinn í marki,

Fannar, Arek, Nico og Marinó í vörn,

Hilmar og Vignir djúpir á miðju,

Kristófer og Garðar Logi á vængjunum,

Ferran og Björgvin fremstir.

Guðmundur Arnar og Almar Daði komu inn fyrir Fannar og Garðar á 60 mín og síðar Tadas fyrir Vigni.

Aðrir á bekk: Haraldur, Valdimar, Hlynur og Björgvin Snær.

Liðið stóð sig í heild með sóma. Ferran var ógnandi með hraða sínum og áræðni að taka menn á og Hilmar var traustur á miðjunni, sem og Arek og Nico í hjarta varnarinnar.

 

Sigurmarkið kom frá Hilmari og hefði að ósekju alveg mátt vera ljótara.

 

 

08.05.2015 13:23

Tadas kominn heim!

Það er nýjast af leikmannamálum að frétta að Tadas Jocys er genginn til liðs við okkur frá KFF.

Þá er verið að vinna í félagaskiptum fyrir Julio Rodriguez frá Spáni en hann er reyndur miðvörður sem á styrkja okkur aftarlega á vellinum.

Við bjóðum þá Tadas og Julio báða hjartanlega velkomna í Leikni!

 

Tadas eftir leikinn við Tindastól.

 

06.05.2015 15:59

Deildin að hefjast!

Það styttist hratt í að Leiknir hefji  keppni  2. deild í knattspyrnu í fyrsta sinn í alltof mörg ár.

Deildin hefst með leik við Tindastól á Hofsósvelli, laugardaginn 9. maí.  Síðan koma leikirnir einn af öðrum, 16. maí kemur Dalvík í heimsókn í Höllina og síðan koma tveir útileikir.  Í björtustu draumum okkar spilum við annan heimaleikinn okkar á Búðagrund, en sá er við Njarðvík 6. júní.

Þessa dagana eru að birtast spár um gengi liða í deildum Íslandsmótsins á ýmsum miðlum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig menn spá í gengi Leiknis í sumar, geta skoðað þessa hlekki:

http://www.fotbolti.net/news/06-05-2015/span-style-color-blue-b-spa-tjalfaa-og-fyrirlida-i-2-deild-4-saeti-b-span

http://www.fotbolti.net/news/06-05-2015/vidar-jonsson-budingar-munu-flykkjast-a-budagrundina

http://www.austurfrett.is/umraedan/3355-knattspyrnusumarid-2015-leiknir

 

Á næstu dögum munu leikmenn meistaraflokks ganga í hús og selja ársmiða á heimaleikina.

Ársmiðinn á 11 heimaleiki kostar 9.000 fyrir einstaklinginn og 14.000 fyrir hjón/pör.

Bendi fólki endilega á að snúa sér til strákanna í meistaraflokknum sem fyrst og tryggja sér miða – upplagið er samt ekki takmarkað....

Þess ber þó að geta að Loðnuvinnslan hyggst kaupa ársmiða handa öll sínu starfsfólki en þeri starfsmenn Loðnuvinslunnar sem eigi að síður vilja styrkja félagið með ársmiðakaupum er bent á að það er bara vel séð!

 

05.05.2015 20:22

Af málum 2. flokks

Ákveðið hefur verið blása af að vera með 2. flokk UÍA í sumar.  Ástæðan er fyrst og fremst að of fáir leikmenn voru tilbúnir að gefa sig í verkefnið á fullu.  

Jafnframt var ákveðið að taka mál 2. flokks föstum tökum í haust, en þá gengur hinn gríðarstóri árgangur 1999 upp úr 3ja flokki.  Stefnt er að því að F/L eða Yngri flokkar Fjarðabyggðar taki yfir stjórn og umsjón flokksins í haust og fastar æfingar verði næsta vetur.

Við hjá Leikni höfum ákveðið að tefla fram B-lið í Launaflsbikar UÍA til að skapa ma 2. flokks leikmönnum sem ekki fá spiltíma í 2. deildinni verkefni.  Viðar þjálfari meistaraflokks mun koma að stjórnun B-liðsins en einnig Vilberg og Ingimar Guðmunds.  Við stefnum að sjálfsögðu að sigri í keppninni!

Þess ber að geta að í Leikni er stór og flottur hópur af strákum á 2. flokks aldri, sem leikið hafa stórt hlutverk í liðinu á undirbúningstímbilinu.

Þetta eru Alexander Bjarki, Dagur Már, Garðar Logi, Kristófer Páll, Sólmundur Aron, Unnar Ari og Valdimar Ingi, 

 

Garðar Logi er einn af 2. flokks strákunum okkar sem hefur verið að leika virkilega vel í vetur og vor!

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40