Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2016 Nóvember

20.11.2016 21:52

Samningar

 
 

Á uppskeruhátíð Leiknis í Skrúð í dag skrifuðu fimm (til sex) ungmenni undir samninga við knattspyrnudeildina.   Öll eru þau fædd árin 2000 og 2001.

Þetta voru þau Rebekka Ýr Unnarsdóttir, Ásgeir Páll Magnússon, Jón Bragi Magnússon, Kifah Mourad og Sæþór Ívan Viðarsson. Elísabet Eir Hjálmarsdóttir var ekki viðstödd eigin undirritun en móðir hennar sá til þess að allt færi vel fram.

Við óskum þessum framtíðarknattspyrnumönnum Leiknis til hamingju með samningana og velfarnaðar á knattspyrnubrautinni!

20.11.2016 21:46

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Leiknis var haldin í dag sunnudaginn 20. nóvember í Félagsheimilinu Skrúð. Veittu deildir félagsins iðkendum þar viðurkenningar og verðlaun.

Knattspyrnudeildin útnefndi Kifah Mourad sem efnilegasta leikmann félagsins og fékk hann Valþórsbikarinn afhentan ásamt eignabikar.

 

 

Þá var Jesus Suarez valinn knattspyrnumaður ársins 2016 og fékk veglegan farandbikar ásamt eignabikar.

 

 

Daði Þór Jóhannsson frjálsíþróttakappi var útnefndur íþróttamaður Leiknis 2016.

 

 

Til hamingju allir þrír!

 

05.11.2016 17:14

Nýr leikmaður!

Í dag skrifaði Kristinn Justiniano Snjólfsson undir samning við Leikni.  Kristinn hefur leikið tvö undanfarin tímabil með Sindra en er uppalinn hjá Hvöt á Blönduósi.

Kristinn var markahæsti leikmaður Sindra í sumar með 15 mörk, þar af tvö gegn okkur í bikarkeppni KSÍ sl vor.

Við bjóðum Kristinn velkominn í Leikni!

 

 

05.11.2016 16:54

BSP

Björgvin Stefán fyrirliði skrifaði í dag undir nýjan samning við UMF Leikni og mun því taka slaginn með okkur í Inkasso næsta sumar.

Til hamingju Björgvin og til hamingju Leiknismenn!

  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40