Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2017 Janúar

30.01.2017 11:17

Vinningaskrá

Fyrstu tölur í símabingóinu verða birtar hér á síðunni 1. febrúar kl. 21.30.  Fáir þú Bingó hringir þú í símanúmerið 845-3748 og gefur upp nr. á spjaldinu þínu. Sá sem hringir fyrst inn fær 1. vinnining o.s.frv.  Ef þig vantar spjald er hægt að hafa samband við leikmenn m.fl.kk. Spilað er allt spjaldið.  Spjaldið kostar kr. 2000 en hægt er að kaupa 3 spjöld á kr. 5000. 

Vinningaskráin er klár og er sem hér segir:

1. vinningur

40.000 kr. gjafabréf frá Gaman ferðum

10.000 kr. gjafabréf frá Byko Reyðarfirði

Gjafabréf fyrir 2 á Brunch á Hótel Héraði

21.000 kr. gjafabréf fyrir tvo á Baðhúsinu – Spa á Egilsstöðum

Gjafabréf frá Subway

6.000 kr. gjafabréf í Keiluhöllina Egilshöll

Geskur Reyðarfirði –  4 stórir boozt drykkir

Gjafapakkning frá Hárstofu Sigríðar Reyðarfirði

Gjafabréf í þriggja rétta hádegisverð fyrir 2 hjá Fiskfélaginu Rvk

10 miða kort frá Sundlaug Hafnafjarðar

Gjafabréf frá Sesam Brauðhúsi Reyðarfirði

Gjafabréf frá Jarðböðunum Mývatni

Vinningur frá Steinasafni Petru Stöðvarfirði

10 kg fiskur

2. vinningur

Gjafabréf frá Brekkunni Stöðvarfirði

10.000 kr. gjafabréf frá Byko Reyðarfirði

21.000 kr. gjafabréf fyrir tvo á Baðhúsinu – Spa á Egilsstöðum

6.000 kr. gjafabréf í Keiluhöllina Egilshöll

Gjafabréf frá Subway

3000 kr. gjafbréf hjá Bryggjunni eða Strikinu Akureyri

Vinningur frá Steinasafni Petru Stöðvarfirði

10 miða kort frá Sundlaug Hafnafjarðar

Gjafabréf frá Jarðböðunum Mývatni

10 kg fiskur

3. vinningur

Mínútugrill frá Kjörbúðinni

10.000 kr. gjafabréf frá Byko Reyðarfirði

21.000 kr. gjafabréf fyrir tvo á Baðhúsinu – Spa á Egilsstöðum

Vinningur frá Steinasafni Petru Stöðvarfirði

10 miða kort frá Sundlaug Hafnafjarðar

Gjafabréf frá Sesam Brauðhúsi Reyðarfirði

 

4. vinningur

Gjafabréf frá Sumarlínu

6 mánaða kort í ræktina Fáskrúðsfirði

Vinningur frá Steinasafni Petru Stöðvarfirði

10 miða kort frá Sundlaug Hafnafjarðar

 

5. vinningur

Gjafabréf frá Subway

10 miða kort frá Sundlaug Hafnafjarðar

Gjafabréf frá Brekkunni

Vinningur frá Steinasafni Petru Stöðvarfirði

 

25.01.2017 21:20

Nýr markvörður

Markvörðurinn Robert Winogrodzki kvittaði í gær undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Leiknis.

Robert er 23 ára Pólverji sem leikið hefur í neðri deildum í Þýskalandi og Noregi auk heimalandsins.

Robert kom til landsins í síðustu viku á reynslu hjá félaginu og varði hann mark Leiknis í tveimur sigurleikjum í Kjarnafæðismótinu um liðna helgi.

Þar leist þjálfurum og forráðamönnum það vel á drenginn að ekki var dregið að tryggja krafta hans næstu tvö sumur.

Þess má geta að Robert er með pung (öfugt við þorra knattspyrnumanna nú til dags) og hefur sannað það með því að borða með bestu list; kæstan hákarl, súr lambseistu, súran hval og súra sviðasultu. 


Robert í góðum gír á skrifstofu Leiknis.

 

 

 
 

17.01.2017 22:06

Símabingó Leiknis

Sala á spjöldum í símabingói Leiknis er hafin. Allar upplýsingar um hvernig bingóið má sjá hér neðar í þessari færslu.  Ef þið hafið áhuga á að kaupa spjald/spjöld getið þið haft samband við leikmenn m.fl.kk. Spjöldin er líka hægt að senda rafrænt. Vinningarnir eru ekki af verri endanum. Gengið verður í hús á Fáskrúðsfirði miðvikudaginn 25. janúar.

1 spjald = 2.000 kr. 
2 spjöld = 4.000 kr. 
3 spjöld = 5.000 kr. 
4 spjöld = 7.000 kr. 
5 spjöld = 9.000 kr. 
6 spjöld = 10.000 kr.

  • Fyrstu tölur verða dregnar út 1. febrúar.
  • Tölurnar verða alltaf birtar á heimasíðu knattspyrnudeildarinnar kl. 21.30.
  • Þátttakendur merkja við tölurnar á spjaldinu.
  • Fyrstu 10 kvöldin verða dregnar út 5 tölur. Kvöldin þar á eftir verða dregnar út 3 tölur.
  • Spilað er allt spjaldið.
  • Þeir sem fá bingó hringja í símanúmerið 845-3748 og gefa upp spjaldnúmerið.
  • Fyrstu 5 sem hringja inn fá vinning.

Vinningaskrá - nákvæm vinningaskrá verður birt hér á síðunni 30. janúar

40.000 kr. gjafabréf frá Gaman ferðum

4 x 10.000 kr. gjafabréf frá Byko Reyðarfirði

Gjafabréf fyrir 2 í brunch á Hótel Héraði

4 x gjafabréf fyrir tvo á Baðhúsinu – Spa á Egilsstöðum

3 x Gjafabréf frá Subway

2 x 6.000 kr. gjafabréf í Keiluhöllina Egilshöll

4 stórir boozt drykkir frá Geskur Reyðarfirði

Gjafapakkningar frá Hárstofu Sigríðar Reyðarfirði

Gjafabréf í þriggja rétta hádegisverð fyrir 2 hjá Fiskfélaginu Rvk

 5 x 10 miða kort frá Sundlaug Hafnafjarðar

2 x gjafabréf frá Sesam Brauðhúsi Reyðarfirði

2 x Gjafabréf frá Jarðböðunum Mývatni

Vinningar frá Steinasafni Petru Stöðvarfirði

Fiskur og síld frá LVF

3000 kr. gjafbréf hjá Bryggjunni / Strikinu Akureyri

Mínútugrill frá Kjörbúðinni Fáskrúðsfirði

6 mánaða kort í ræktina Fáskrúðsfirði

2 x gjafabréf frá Brekkunni Stöðvarfirði

Gjafabéf frá Sumarlínu Fáskrúðsfirði

Ágóði rennur í ferðasjóð m.fl.kk.  vegna æfingaferðar til Oliva Nova á Spáni 8. – 16. apríl 2017

02.01.2017 22:08

Undirskriftir

Nú um hátíðarnar var samið við þrjá af máttarstólpum meistaraflokks karla frá síðasta sumri; þá Almar Daða Jónsson, Guðmund Arnar Hjálmarsson og Sólmund Aron Björgólfsson. Almar og Sólmundur skrifuðu undir samning til eins árs en Guðmundur til tveggja ára.  Leikmennirnir eru allir uppaldir hjá Leikni og hafa komið mikið við sögu undanfarin ár.  Þeir voru allir öflugir á lokaspretti Leiknis sl sumar þegar sætið í Inkasso var tryggt með eftirminnilegum hætti.

Almar er 23 ára framherji sem auk þess hefur spilað allar stöður á miðjunni og miðvörð í 122 leikjum fyrir Leikni og 22 fyrir KFF. Hann hefur sett samtals 51 mark í þessum leikjum, þar af 19 sumarið 2013 þegar hann var markakóngur 3ju deildar.

Gummi er 21 árs réttfættur bakvörður eða vængmaður. Hann hefur leikið 65 leiki fyrir mfl Leiknis og skorað í þeim 3 mörk, þar af tvö sl sumar.

Sóli er 20 ára réttfættur vinstri bakvörður eða miðvörður sem á að baki 53 leiki fyrir Leikni og hefur sett í þeim eitt mark. 

Stjórn knattspyrnudeildar óskar drengjunum til hamingju með nýju samningana og horfir full tilhlökkunar til komandi keppnistímabils.

 
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40